Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 48
Morgunblaðið/KGA Nemendur Sjómannaskólans og Vélskólans fjölmenntu á þingpalla í gær og fylgdust með umræðum um þyrlukaupamálið. Sjópróf vegna strands Eldhamars GK hefjast í dag: Frumvarp um kaup á nýrri björgunarþyrlu lagt fram Viðræður um samstarf við varnarliðið hefjast á morgun ASI og VSI: Leitað eftir . viðræðum við bankana um lækkun vaxta FORYSTUMENN í Alþýðusam- bandi Islands og Vinnuveitenda- sambandi Islands héldu í gær sameiginlegan fund um vaxta- málin í tengslum við viðræður um nýjan kjarasamning, þar sem ákveðið var að leita eftir viðræðum við viðskiptabanka og sparisjóði um vaxtalækkanir. Óskað er eftir fundi á morgun og í framhaldi af því verður farið til viðræðna við Seðla- bankann og fjármálaráðuneyt- ið. Örn Friðriksson, varaforseti ASI, segir að farið verði fram á lækkun nafnvaxta þegar i stað og í framhaldi af því um mögu- leika á lækkun raunvaxta og um samhengi verðtryggðra lána og nafnvaxta. Þórarinn V. Þórarinsson,. fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir. að for- ystumenn samtakanna ætli að byija á að ræða við bankana en þeir séu sammála um að veruleg og varanleg vaxtalækkun náist ekki nema samtímis verði tekið á fleiri þáttum. „Verðlagsþróun og horfur í fjármálum ríkis og sveitar- félaga og eftirspurn hins opinbera á lánamarkaði verður ráðandi um vaxtastigið,” sagði hann. Örn sagði að aðilarnir, sem mynda svokallaðan vaxtahóp í tengslum við kjarasamningana, væru sammála um að vextirnir væru alltof háir en spurningin snerist um hvort pólitískur vilji væri til staðar um að ná þeim nið- ur. Á fundinum í gær var ijallað .um möguleika á skammtíma- aðgerðum til að ná vöxtunum niður og um leiðir til varanlegrar vaxta- lækkunar til Íengri tíma litið og með hliðsjón af fjármálum ríkis og sveitarfélaga, að sögn Arnar. Sjá einnig viðtöl við forsætis- og viðskiptaráðherra á bls. 2. KAUP á björgunarþyrlu voru rædd utan dagskrár á Alþingi í gær. Var umræðan í framhaldi af strandi Eldhamars GK 13 við Grindavík sl. föstudagskvöld, þar sem fimm ungir sjómenn fórust. Átta þingmenn úr öllum flokkum lögðu fram frumvarp til laga á Alþingi í gær þess efnis að ríkis- stjórnin skuli á árinu 1992 gera samning um kaup á björgunar- þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Sjópróf vegna strands Eldham- ars hefjast hjá bæjarfógetanum í Keflavík kl. 10 f.h. i dag og verða þau lokuð. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra átti í gærmorgun viðræður við Charles E. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, um sam- starf íslenskra aðila við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli um björgunar- þjónustu. Viðræður ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytis og dóms- málaráðuneytis við bandarísk stjórnvöld undir stjórn bandaríska sendiherrans hefjast á morgun. Þorsteinn sagði að þessar viðræð- ur gætu haft áhrif á vai á þyrlum. Hann iagði áherslu á að álit þyrlu- kaupanefndar um samstarf við varnarliðið leysti íslensk stjórnvöld ekki undan því að kaupa þyrlu. „Ég tel fullkomlega ábyrgðarlaust að hafna tillögu þyrlukaupanefndar um samstarf við varnarliðið í ljósi þess að þarna er möguleiki á því að björgunarþjónustan geti orðið öflugari og samhæfðari,” sagði Þorsteinn. „Ég mun ítreka á næsta ríkisstjórnarfundi tillögu þess efnis að í fjárlögum næsta árs verði heim- ild til að ganga frá þyrlukaupum.” Þorsteinn hyggst einnig í kjölfar slyssins taka til athugunar sam- skiptareglur björgunaraðila hér á landi. Gunnar Bergsteinssonar, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að heildar rekstrarkostnaður lægi ekki fyrir ef ný þyrla yrði keypt og því hefði hann lagt til að áður yrði gerð heildarskoðun á flug- rekstri gæslunnar. Hann sagði að fjárveitingar til Landhelgisgæsl- unnar yrði að endurskoða ef reka ætti tvær þyrlur. „Það hefur komið fram að verði þyrla keypt yrði önnur þeirra stað- sett úti á landi á álagstímum, á veturna, á Austurlandi eða Norður- landi. Til þess að reksturinn yrði sem hagkvæmastur og nýttist sem best landfólki er eðlilegt að það liggi fyrir vilji til þess kostnaðarauka sem það hefur í för með sér,” sagði Gunnar. Sjá nánar á miðopnu og þing- síðu á bls. 31. Innkaupaferðir til útlanda aldrei fleiri en núna: Nóvember stefnir í að vera einn af mestu ferðamánuðum ársins Fríhöfnin hefur selt fyrir 190 millj- ónir það sem af er mánuðinum UTLIT er fyrir að nóvember verði einn mesti ferðamánuður ársins hjá íslendingum. Ef fer sem horfir fara um 30% fleiri íslendingar til útlanda í þessum mánuði en sama mánuði í fyrra. Fyrstu 25 daga nóvember var salan hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli rúmar 190 milljónir króna og er það 40% aukning frá nóvember í fyrra. Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við í gær segja að þessa aukningu megi fyrst, og fremst, rekja til innkaupaferða til útlanda, fyrst og fremst til Bretlandseyja. I gær höfðu 11,356 íslendingar farið til útlanda í þessum mánuði. Allan nóvember í fyrra fóru 10,706 Islendingar til útlanda. Gera má ráð fyrir því að rúmlega 2000 ís- lendingar fari tii útlanda fram til 1. desember og heildarfjöldi ferða- manna verði nálægt 13,500 í mán- uðinum. Hjá Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli fengust þær upplýsingar í gær að fyrstu 25 daga nóvember hefði fyrirtækið selt vörur fyrir 3,3 milljónir dala eða rúmlega 190 milljónir íslenzkra króna. Er þetta 40% veltuaukning miðað við sama tíma í fyrra. Verður nóvember næst söluhæsti mánuður ársins hjá fyriitækinu. Aðeins ágúst er söiu- hærri, 230 milljónir. Starfsmaður Fríhafnarinnar sagði að þótt fólk væri að koma úr innkaupaferðum verzlaði það mjög mikið hjá Frí- höfninni við heimkomuna, eins og þessar sölutölur bæru með sér. Gottskálk Óiafsson yfirtollvörð- ur á Keflavíkurflugvelli sagði eng- ar sérstakar ráðstafanir hefðu ver- ið gerðar vegna hinnar miklu aukningar á innkaupaferðum til útlanda. Þar hefðu farið fram reglubundnar skoðanir og eftirlit á farangri en vegna mikils fjölda ferðamanna hefur nokkrum sinn- um þurft að kalla út aukamenn. „Ég hef ekki sundurliðaðar tölur um live háir tollar og aðflutnings- gjöld hafa verið greidd á undan- förnum vikum, en frá áramótum losar þetta rúmlega 40 milljónir króna. Hér er átt við gjöld sem farþegar borga á staðnum. Þetta er hærri upphæð en á sama tíma í fyrra en mér sýnist hún vera í samræmi við aukningu á ferða- mannafjöldanum,” sagði Gott- skálk. Tollar og aðflutningsgjöld eru mismunandi eftir vöruflokkum eða frá því að vera aðeins virðisauka- skatturinn upp í 89%. Sem dæmi má nefna að af myndavélum keyptum í Fríhöfninni er aðeins borgaður vsk. Af gallabuxum keyptum í Bretlandi eru borguð 33% í tolla og aðflutningsgjöld og af hljómflutningstækjum, mynd- bandstækjum og sjónvörpum eru borguð 80-89% í tolla og aðflutn- ingsgjöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.