Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
3
Kúasldtur og
norðurljós
„Sál mín var dvergur á dansstað í gær“ - þannig hefst þessi nýja og
myndauðuga ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, rithöfundar og
ljóðskálds. Bókin nefnist Kúaskítur og norðurljós, og þar kveður við
nýjan, sáran tón. Þetta er persónuleg og fjölþætt bók sem án
efa má telja bestu ljóðabók Steinunnar til þessa. Ljóð
Steinunnar bera sömu stíleinkenni og skáldsögur hennar
og þar fléttast saman sterkir þættir visku, frumleika og
afvopnandi einlægni.
IÐUNN
Lendar
elskhugans
„Lendar elskhugans“ er, að mínu mati, besta bók Vigdísar til
þessa. Perla sem aldrei verður hægt að gera tæmandi skil, vegna
þess að hún verður ný við hvern lestur. Orðin ný og orðin geisla
á lendunum stinnu. Túlkunarmöguleikar hennar eru óþrjótandi.
Súsanna Svavarsdöttir.
Morgunblaðið 13. des.
IÐUNN
Sviðið er vítt í fjórðu ljóðabók Sveinbjörns I. Baldvinssonar, Felustaður
✓
tímans. I henni er Ijóðabálkur þar sem hugur skáldsins reikar um afkima
og breiðstræti Los Angeles. En hann leitar einnig heim á leið og
skáldið finnur hálfgleymdan felustað tímans á bernskuslóðum í
gömlu Reykjavíkurhverfi. Hlý og stundum
brosmild íhygli Sveinbjörns, sem hlotið hefur
viðurkenningar og lof fýrir smásögur sínar og
leikrit, nýtur sín vel í þessari bók. T, T
IÐUNN
Félustaður tímans