Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Þorleifur Óskarsson ÍSLENSK TOGARAÚTGERÐ ' 1945-1970 ' ÍSLENSK TOGARAÚTGERÐ 1945- 1970 Þorleifur Óskarsson Fjallað er um togara- útgerðina á tímabili mikilla umbreytinga í sjávarútvegi, þegar stríðsgróði var notaður til kaupa á nýsköpunartogurum. Höfundur telur, að komið hafi verið í veg fyrirversnandi lífskjör og atvinnuleysi. Bókin er gefin út í samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskólans, og er 11. bindið í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir. RAFTÆKNI ORÐASAFN 4 Rfljcindnlmitpnr og fljlrfljciudatœkni RAFTÆKNI- ORBAðAFN 4. bindi Orðanefnd Rafmagnsverk- fræðingafélags Islands Þetta bindi fjallar um orð og hugtök á sviði rafelndalampa og aflrafeindatækni. I fyrri bindum er eftirfarandi efni: 1. Þráðlaus fjarskipti 2. Ritsími og talsími 3. Vinnsla, flutningur og drelfing raforku. Handbók fyrir alla, sem starfa á sviði raftækni. Bökaúlgöfa /V1ENNING4RSJÓÐS SKÁLUOLTSSTfG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22 Fjölbreytileiki og deigla Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Matthías Johannessen: Puglar og annað fólk. Ljóð. Iðunn. 1991. Fjölbreytileiki og deigla eru þau orð sem fyrst koma í hugann þeg- ar nýrri ljóðabók eftir Matthías Johannessen er flett. Fuglar og annað fólk er efnismikil bók, 143 blaðsíður. Skáldið kemur víða við, yrkir um margt úr samtíðinni og grípur á ýmsum kýlum. Komið er inn á alþjóðamál, hrun stalínism- ans, afskipti skáldsins af dr. Banda og vikið er að eyðniógninni og fleiri samtímameinum. En einnig eru kvæði sem taka á almennari við- fangsefnum. Skáldið er greinilega áhyggjufullt um ýmsan framgang mála er snerta framtíð jarðarinnar og landsins. En svo eru einnig ljóð- ræn og persónuleg ljóð, ljóð um ástir, fegurð náttúrunnar, for- gengileikann, dauðann og margt fleira. Matthías hefur löngum þótt mælskt skáld og ljóð hans talin útleitin, orðmörg, opinská og ljóð- ræn. Allar slíkar alhæfingar um jafn fjölbreytilegan skáldskap og Matthías hefur látið frá sér fara eru að ýmsu leyti hæpnar en ein- hver flugufótur er þó fyrir þeim. Þetta er að minnsta kosti sú ímynd sem skáldið hefur í augum margra lesenda. Það kemur því nokkuð á óvart að ljóðin í hinni nýju bók eru mörg hver mjög knöpp að efni og formi. Sum eru jafnvel stuttir afor- ismar. Margt er þar einnig ort í gamansömum og háðskum tóni sem ég minnist ekki að hafa orðið var við áður í svo ríkum mæli í ljóðum skáldsins. Matthías hefur löngum leitað eigin leiða þegar kemur að ljóð- forminu og lagt mikið upp úr því enda eru ljóð hans óstýrilát hvað það varðar. Það er aldrei að vita hvort efni þeirra útheimtir laus- beislað form eða bundið. I hinni nýju ljóðabók eru flest ljóðin með rími og ljóðstöfum. En þar með er ekki sagt að ljóðformið sé hefð- bundið. Matthías notar gjarnan enjambment, þ.e. byrjar setningar í miðri ljóðlínu, lætur hálft orð ríma — rímar t.d. „glasi“ á móti „grasi- /vaxinn“ (s. 49) — eða hefur rímið inni í miðri ljóðlínu. Allt þetta ger- ir að verkum að ljóðið virðist mun lausbeislaðra en það er. Stutt ljóð útheimta gjarnan bundið form. Mörg ljóðanna í bók- inni eru aðeins tvær til þijár línur og minna að forminu til sum á tvíkvæða hætti, s.s. stúfhendu. í myndrænu smákvæði segir t.a.m. svo (s. 47): Skuggar af kríum skjótast við höfuð mér og skemmta sér. Oft eru þessi smákvæði þó kald- hæðnir aforismar með jafnlöngum vísuorðum. Fyrri hendingin er þá gjarnan í alvarlegra lagi en hin síðari spottar hina fyrri (s. 5): Lífið er broslegt leikhús, þú átt að leika sem verst og sem flesta grátt. Þessi smákvæði eru að vísu ekki öll eftirminnilegur skáldskapur eins og t.a.m. þessi vísa: „Enn er hún Una/ með áhyggjur af Hruna.“ (s. 33). En margt af þessu er vafalaust til gamans gert. Sat- íra, háðsádeila, hefur löngum verið vopn í höndum manna sem vilja koma þjóðfélagslegri eða siðferði- legri ádeilu sinni á framfæri; allt frá því að hún komst á landakort bókmenntanna á dögum Rómveija á borð við Horatius. Hér á landi sást fyrst til hennar í svonefndum heimsósómakvæðum. Matthías birtir allnokkur háðsádeilukvæði í hinni nýju bók sinni. Einna best þykir mér honum takast upp í kvæði þar sem ráðist er að mann- legi'i hræsni, yfirdrepsskap og rógi (s. 83): í dag var helzta rógstunga bæjarins borin með blygðunarlausri virðing til jarðneskrar moldar og hástigslýsingarorð voru ekki skorin utan af því hve kempan hneig vösk til foldar því prestur hélt uppi passlegii andakt með trega og píndi markvisst og þónokkuð djöfullega alla sem komu að votta virðingu sina en vissu að sólinni tekst nú ögn betur að skina. Miklu nær gömlu heimsósóma- kvæðunum fornu er kvæði sem Matthías yrkir af töluverðum þunga um þann óvin „sem hreiðrar um sig í blómlegum felubúning/ og baktalar mann“ (s. 143). Kvæð- ið nefnist Að leikslokum enda tap- ar baktalarinn ávallt að lokum „því taktlausa stríði/ sem tvöfeldn- in vann“. Höfundur fjallar einnig um kald- hæðni og þverstæður tilverunnar og sögunnar og hikar ekki við að setja sjálfan sig í það samhengi eins og t.a.m. í kvæðinu Ósýnileg hönd sögunnar (s. 121): Það fellur allt og nú er Ríta Hayworth einnig horfin af sviðinu. Gamlir stalínistar orðnir hægri klíka eins og við sem börðumst gegn þeim erum vist líka ... Vissulega eru mörg kennileiti kunnugleg þegar við sækjum heim fugla og annað fólk í hinni nýju ljóðabók. Borgarskáldið Matthías hefur frá fyrstu tíð gjarnan fjallað um náttúruna út frá sjónarhorni borgarbarnsins. Hér sjáum við dæmi um slíkt: „Um Húsafellsskóg liggur hraðbraut á Arnarvatns- heiði/ og ágæt veiði við Réttar- vatn/ eitt.“ (s. 60). Einnig heyrum við ef vel er hlustað bergmál úr bókinni Morgunn í maí en ljóð- heimur hennar snérist um æsku- veröld skáldsins á tímum síðari heimsstyijaldarinnar þegar menn hér á norðurhjara fæddust „inní hugsun Hitlers" (s. 39) og veröld skáldsins „hrundi saman/ í vörðu- lausri styijöld“, eins og segir í hinni nýju bók. Matthías yrkir sig líka svo að segja eins og áður í gegnum aðra höfunda. I bókinni er eitt kvæði, lengra er önnur, þar sem mjög er vísað í verk Marios Vargas Llosas og kvæðið reyndar byggt á þeim. Raunar er vísanagleði eitt einkenni þessarar bókar. Fyn' en varir erum við farin að fjalla um „nyfómaníska veiru“ (s. 41) Emmu Bovary eða Beru úr Heimsljósi Halldórs Lax- ness. Við stöndum einnig í eins konar ritdeilu með skáldinu um Das Ewig-Weibliche við Philip Larkin og skáldið kennimerkir gjarnan kvæði sín með einhvers konar tilvísunum. Þannig nafn- greinir Matthías í lok kvæða skáld eða félög, Platon, Músavinafélagið, St. Th. einsog hann vilji kenna kvæðin við þessa aðila enda eru tengslin oft nokkuð gagnsæ. En þó er það stundum að Matthías seilist nokkuð langt í þessum vís- unum. Fuglar koma víða við sögu í ljóð- um Matthíasar. Stundum tengjast þeir ástinni á náttúrunni eins og þegar hann segir að rjúpan sé „yndislegt atvik á kyrrlátum degi/ og ást mín á þér er sólskin og gamaldags tregi/ ég sé þig í lyngi sem ljómar af glitrandi perlum/ og lengra í burtu er vorið með máríuerlum“ (s. 15). Fuglar eru líka nálægt ástarfundum. Um það vitnar þessi einfalda mynd sem vex við nána skoðun: „Það bergmálai' enn af hennar ástarorðum/ þegar Matthías Johannessen árgalinn syngur við lyng og grös einsog forðum.“ (s. 17). Matthías á að sönnu sinn fegurðarheim en þó er það nú svo að víða er eins og sá heimur sé rofinn af einhveijum ótta eða kvíða. Ógn sækir að sem vekur hroll og á einum stað líkir hann þessum hrolli við „fugl sem sprett- ur upp af eggjum og ber/ ótta dauðans í vængjum sér“ (s. 13). Óttinn er af ýmsum toga, m.a. tregablandin vitneskja um að ald- urinn er að færast yfir. „Ég er kominn ósköp vel á veg“ (s. 117), segir á einum stað og dauðinn verður víða að yrkisefni. En ekki hefur skáldið síður áhyggjur af framtíð lands og jarðar. Ahrifa- sterk túlkun þess kvíða finnst mér hófstillt kvæði sem skáldið nefnir ’91: Þar er fögru sólarlagi líkt við siglingu og sú sýn rofin með vísun í hinstu orð Snorra Sturlusonar (s. 119): Ójarðnesk jörð, siglir sól við sunnangolu. Svefnlaus nótt fer gulum seglum hægt út (jörð. Kyrrð og dagslaus þögn og moldarbirta brýnir bitlaus skörðin eigi skal höggva, segir jörðin Það er alltaf ánægjulegt þegar virt og viðurkennd skáld hafa hug- rekki til að fara nýjar leiðir í ljóða- gerð sinni. Ég fæ ekki betur séð en skáldið vaxi af þessu verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.