Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 16

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Þú getur næstum allt á ROSSIGNOL skíðum! Sigursælustu skíðin í heiminum í dag SKÍÐAPAKKAR Innifalið: Skfði, skíðaskór, stafir, bindingar og ásetning. BARNAPAKKI Dixy skíði 80-140 cm Verð....................kr. 14.140,- Staðgreitt.....kr. 13.150,- UNGLINGAPAKKI 4 S Racing skíði 120-170 cm Verð ..........kr. 16.590,- Staðgreitt..............kr. 15.400,- FULLORÐINSPAKKI MS1 skíði 170-200 cm Verð ..........kr. 23.470,- Staðgreitt..............kr. 21.800,- GÖNGUSKÍÐAPAKKI barna Lts 47 ar plus junior skíði 140-170 cm Verð ..........kr. 11.620,- Staðgreitt.....kr. 10.800,- GÖNGUSKÍÐAPAKKI fullorðna Running og Trak skíði 180-215 cm Verð ..........kr. 13.620,- Staðgreitt..............kr. 12.600,- Opið laugardag frá kl. 10-22 Opið sunnudag f rá kl. 13-18 ____ Nýtt kortatímabil halið HhummePJ? SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. Lífrænn skáldskapur Bókmenntir Erlendur Jónsson ÁSGEIR Jakobsson: Sögur úr týndu landi. 139 bls. 1991. Flestar bækur Ásgeirs Jakobs- sonar eru sjónum tengdar. Svo eru og smásögurnar í bók þessari. Sög- ur úr týndu landi — hvaða land skyldi það nú vera? Auðvitað minn- ingalandið. Ásgeir er hér að skrifa um horfna tíð. Orðinu »týndu« fylg- ir þar að auki undirtónn. Týna er dregið af tjón. Þar með er gefið í skyn að eitthvað hafi farið forgörð- um, glatast með horfna tímanum. Hvort átt er við minningar eins manns, höfundarins, eða miðað er til einhvers stærra og víðtækara — það verður hver og einn að álykta fyrir sig. Ef til vill er átt við trúnað- artraustið, orðheldnina sem fólk lagði svo sterka rækt við í gamla daga. Þá öfluðu menn brauðs í sveita sins andlitis og hertu mann- dóminn í fangbrögðum við náttúru- öflin. Lífið var ekki alltaf ljúft og því síður erfiðislaust. En það var á sinn hátt dýrmætara en nú vegna þess að það var í sífelldri keppni við dauðann. Mikið líf er í þessum sögum Ás- geirs Jakobssonar. Og dauðinn er þar hvarvetna nálægur. Persónurn- ar eru skapmiklar og ástríðuheitar. Sjómaðurinn aflar því aðeins að hann leggi líf sitt undir í taflinu við Ægi. Hetjuskap orða menn aldr- ei. Þess háttar ræðst ekki fyrr en til úrslita dregur. Og um það sem gerist á úrslitastund er sjaldnast nokkur til frásagnar. Auðvitað gátu Bókmenntir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir: Glettni örlaganna. Skáldsaga, 224 bls. Bókaforlag Odds Bjömssonar 1991. Mér hefur alltaf fundist Ingi- björg Sigurðardóttir vera Barbara Cartland okkar Islendinga. Ingi- björg er að vísu til muna betri penni en stalla hennar í Bretlandi en báðar fást þær við sömu grein bókmennta, hina bráðnauðsynlegu og þægilegu ástarsögu. Báðar hafa þær verið afkastamiklar, þrátt fyr- ir að Ingibjörg með sínar þijátíu bækur komist ekki með tærnar þar sem sú bleik klædda Barbara hefur hælana. Sögur þeirra beggja eru iðulega fjarri nútímanum (ef ekki í tíma þá í anda) og lesandinn þarf ekki að velkjast í vafa um hvaða persónur eiga samúð höf- menn varast háskann með því ein- faldlega að hætta sér aldrei á sjó. En dæmið var bara ekki svo ein- falt. Landvinnan var fyrir liðleskjur og eldri menn sem höfðu ekki leng- ur þrek til sjósóknar. Unglingurinn varð að komast á sjóinn hvað sem það kostaði. Öðruvísi fékk hann ekki staðfest að hann væri maður með mönnum. Misjafnar eru þessar nýju sögur Ásgeirs. Ekki er t.d. auðvelt að átta sig á fyrstu sögunni. Jón helm- ingur og fimmfætlingurinn heitir hún. Höfundurinn er að spauga. Það fer víst ekki milli mála. En hvað er hann annars að fara? Meiri hugkvæmni en undirritaðs þarf til að geta sér til um það. Ef til vill er ofin inn í söguefnið skírskotun sem liggur ekki ljós fyrir. Ellegar karlinn í brúnni hefur slysast til að líta á skipsklukkuna í staðinn fyrir kompásinn á siglingu sinni með ströndum týnda landsins. Síðasti þátturinn, Ur Ambrosíusarsögu er auðskildari. En einnig þar eru efnis- tökin of laus. Hinar sögurnar sex eru allar rismeiri. Sumar þeirra eru með því besta sem Ásgeir hefur hingað til sent frá sér. Ættjarðarljóð að vestan er t.d. ósvikin sjómannasaga. í raun má segja að þar sé allt um sjómennsk- una eins og hún gekk og gerðist í týnda landinu: vinnubrögðin, mál- farið, skipið og sjólagið; að ógleymdri skapgerð og persónu sjó- mannsins. Ásgeir er ekki alltaf formlegur. Þegar síst vonum varir getur hann sett upp fræðimanns- svip og tekið að útskýra í miðri sögu, einkum ef þar er lýst horfnum undar og hvaða persónur ekki. Sögufléttan hnitast í flestum til- fellum um úngan mann og konu sem fella hugi saman en ráðríkar mæður eða framagjarnir feður eru gjaman hindrun á vegi unga fólks- ins því oftast nær koma þau ekki úr sömu stétt þjóðfélagsins. En það er sama hversu hörmulega atburði söguhetjurnar reyna, allt fer vel að lokum eins og vera ber. Það er án efa þessi fyrirsegjan- leiki sem veldur því að fólk þyrstir í ástarsögur og í bókum Ingibjarg- ar er að finna svo mikla trú á hið góða að margur er áreiðanlega feginn að geta horfið um stund inn í veröld jafn mikils sakleysis og raun ber vitni. Trúir lesendur verða heldur ekki sviknir af Glettni örlag- anna. Þar segir frá Unnari, sem í upphafi sögu er tíu ára gamall og býr í kjallara hjá móður sinni. Beint á móti í stóru og reisulegu húsi býr svo hin söguhetjan; Heið- ur dóttir heildsalahjónanna Víg- vinnubrögðum eða fyrir koma orð sem líklegt er að enginn skilji nema gamall sjómaður? Ekki kann ég þessum útskýringum illa. En væri saga lögð undir gæðamat spakvitr- inga kynni slíkt að reiknast til frá- dráttar. Tungutak sjómanna heldur Ás- geir einnig í heiðri. Óheflað hefði það þótt í fínum selskap í eina tíð, margt hvað jafnvel ekki prenthæft. En þetta var nú einu sinni hluti af lífinu, ef ekki hreint og beint þáttur í lífsbaráttunni. Illhryssingurinn og orðaspjátrið, blautlegt mjög, gegndi hlutverki sem sjóstakkur og suð- vesti fyrir sálina, brynja utan yfír tilfinningaarnar í hörðum og oft háskalegum heimi. Og svo eru það sögurnar Á iand- leið og Hingað í sælunnar reit. Hvor tveggja lýsir vonininni and- spænis háskanum. Og þar er ekk- ert aðskotaefni; þetta eru hreinar sögur og ómengaðar, og afar góður skáldskapur að dómi undirritaðs. Sagan af Jóni frá Snöru og Jónínu hangabrúður getur kallast gaman- saga, spunnin utan um alvarlegan þráð. Þar er meðal annars lýst hvernig fólkið í týnda landinu bældi tilfinningar sínar sem svo aftur gat leitt til þess að því varð þá helst orðs vant þegar mest á reið að geta tjáð sig. Jón þögli er á sömu línu en frásagnarefnið sýnu meira, líka gott verk og vandað og gefur ósvikna innsýn í hugarheima — sem eru þó aldrei með öllu gegnsæir. Þarna viðhefur höfundur þá gömlu góðu aðferð smásagnameistaranna klassísku að fella tjaldið í sögulok en lyfta svo öðru tjaldi til hálfs, lundar og Bettýjar. Hann fátækur, hún rík en bæði svo dæmalaust hugþekk og háttprúð. Víglundur kallinn ákallar Mammon sem sinn guð og dóttir hans skal sko ekki leggja lag sitt við einhvern kjall- aralýð. í krafti auðs síns og valds nær hann að stía þeim sundur, ekki bara einu sinni heldur tvi- svar. Það er óþarfi að fara út í söguþráðinn nánar en bækur Ingi- bjargar enda aldrei illa og í sögu- lok hafa vondu persónurnar iðu- lega iðrast á kristilegan hátt og séð villu síns vegar. Málfarið í sögum Ingibjargar er giska fjarri því sem heyrist meðal fólks að öllu jöfnu, það er með hátíðlegum blæ og ákaflega vand- að. Börnin tala mál fullorðinna og alvaran hvíiir í hverju orði. Svo farast Heiði orð þegar þau Unnar hafa hist á ný eftir margra ára aðskilnað og hafa bæði nýhafið menntaskólanám: „Nei barnæskan er að baki, gleði hennar og sorgir. Nýtt æviskeið runnið upp, en það breytir í engu vináttu bamsár- anna,“ svarar Heiður festulega . .. Ég fann engin ráð til þess að kom- ast eftir því hvert þið höfðuð flutt. Ég gaf samt ekki upp alla von, Ásgeir Jakobsson tæpa á nýju söguefni sem lesandinn verður svo sjálfur að spinna úr. Þau hlóðu minnisvarða úr sorg sinni getur hins vegar kallast dæmi- saga. Þar er leitast við að sýna fram á hvernig stritið — hart sem það annars var — lagði líkn með þraut. Sem sagt átta sögur alls, gamla norræna helgitalan. Eina vil ég kalla beggja blands, eina vel þokka- lega, tvær allgóðar og íjórar veru- legar góðar, þar af tvær í sérflokki. Margur hefur þegið orður og titla fyrir minna. Ólíklegt verður þó að teljast — í fullri hreinskilni sagt — að sögur þessar færi höfundi sínum það sem Jónas heitinn stýrimaður kallaði stundum bókmenntaverð- laun Alþýðubándalagsins. Til að svo mætti verða þyrfti Ásgeir Jakobs- son að vera betur meðvitaður og betur heima í gildismatinu. Ingibjörg Sigurðardóttir og hét því að geyma vel þessar litlu gjafir. Hver vissi nema mér auðnaðist að koma þeim til skila einhvern tímann síðar á lífsleið- inni. Nú er sú stund loks runnin upp. “ (122). Aðsáendur Ingibjargar geta ör- uggir gengið að þessari bók með fullvissu um að hún bregst þeim ekki, frekar en fyrri daginn. Öru gg forskrift Opið alla virka daga fró kl. 9 -18. Laugardag frú kl. 10 -18 og sunnudag fró kl. 13 • 16. Slöngur, hestar, barnastólar , hrúgöld. LYSTADÚN-SNÆLAND hf. SKÚTUVOGI 11 124 REYKJAVÍK SÍMI 81 46 55

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.