Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Að styrkja vel- ferðarkerfið eftir Arna Björnsson í „Bókinni um veginn“ eftir spek- inginn Lao-Tse, ségir svo um hinn duglega herforingja: „Duglegur herforingi lætur ekki ófriðlega. Sá sem vopnfimastur er, gengur ekki berserksgang. Mikill sigurvegari er ekki áleitinn. Góður foringi kemur sínu fram með hægð.“ Þessi lýsing á hinum góða og duglega herforingja hefur ekki glat- að gildi sínu í aldanna rás. Á tímum spekingsins hafa væntanlega verið tii annarskonar herforingjar sem létu ófriðlega, börðu bumbur, þeyttu lúðra og bitu í skjaldarrend- ur til að hræða þegna sína til hlýðni og óvinina til undanhalds. Tímarnir hafa breyst en mennirnir ekki. For- ingjar haga sér á svipaðan hátt og þeir hafa gert í gegnum aldirnar. Hinn öryggi og duglegi foringi sem þekkir markmið sín fer sér hægt og beitir valdi sínu af hógværð. Foringinn sem ekki þekkir markmið sín og er óöruggur með sjálfan sig, en vill láta liðsmennina og andstæð- ingana óttast sig, lætur enn ófrið- lega, en í stað þess að láta blása í lúðra og beija bumbur, safnar hann að sér fjölm iðlaliði, sem tíundar fyrir lýðnum allt það sem foringinn ætlar að gera og í stað þess að bíta í skjaldarrendur, birtist hann á sjón- varpsskjánum daglega og stundum oft á dag, horfir fránum sjónum á liðsmenn og andstæðinga og sendir út tilskipanir. Því eru ummæli spekingins Lao- Tse rifjuð upp hér, að heilbrigðis- stéttir og þeir sem njóta þjónustu þeirra, hafa nýlega eignast for- ingja. Sá tilheyrir þeim flokki sem heitir Jafnaðarmannaflokkur ís- lands og gekk á liðnu vori fram fyrir kjósendur, undir kjörorðunum: Jöfnun lífkjara og efling velferðar- kerfisins. Kjósendur veittu flokkn- um nægilegt brautargengi til að komast í stjórnaraðstöðu, og þó fiokkurinn sem hann kaus að vinna með hafi ekki nákæmlega þessa stefnu á oddinum, varð jafnaðar- maður heilbrigðisráðherra og neyt- endur heilbrigðisþjónustunnar horfðu björtum augum til framtíð- arinnar. „Jafnaðarmannaheilbrigð- isráðherrann" byrjaði þegar í stað að styrkja stoðir velferðarkerfisins. Eitt fyrsta verk hans í ráðherra- stóli, var að stöðva iyfjafyllerí þjóð- arinnar, en hann taldi sig hafa fyr- ir því tölulegar sannanir að íslend- ingar neyttu lyfja mjög sér til óbóta og fyrir það bæri þeim, sem vildu halda þeim ósóma áfram að borga sjálfir fyrir lyfin, en ekki íþyngja hálftómum ríkiskassanum með slík- um munaði. Kjósendur flokksins og aðrir urðu dálítði hvumsa við, því einhvern veginn höfðu menn fengið þær ranghugmyndir að menn greiddu með sköttum sínum til rík- isins, fyrir læknishjálp,- þar á meðal lyf, en ráðherrann var á öðru máli, hreyfihömluðum gamalmennum með hægðatregðu var sagt að éta súrmjólk og fara út að skokka og af því að börn ráðherrans höfðu aldrei þurft á sýklalyfjum að halda, hlutu þau að vera óþörf. Fjárhæðirnar, sem „jafnaðar- mannaheilbrigðisráðherrann" spar- aði til styrktar velferðarkerfinu reiknuðust í hundruðum milljóna fyrstu mánuðina og ásjóna ráðherr- ans ásamt sjónvarpsleikriti frá heil- brigðisráðuneytinu birtist á sjón- varpsskjám dag efir dag. Ýmsir hafa þó tekið þessum ráðstöfunum „jafnaðarmannaráðherrans" fálega og jafnvel látið í ljós þá skoðun.að sparnaðurinn sé ef til vill minni en af er látið og svo að lyfjakostnaður- inn hljóti að lenda einhversstaðar og þetta einhversstaðar séu bökin á þeim sjúku. En ráðhérrann lél ser fátt um finnast og hugðist nú leysa í einu vetfangi vanda geðsjúkra afbrotamanna. Varð af þessu hið mesta sjónvarpsspil og fjaðrafok og fauk þar með eini aðilinn sem vit og þekkingu hafði á málinu og lík- lega þar með lausnin, því hún hefur ekki séð dagsins Ijós ennþá. Nú kom aðgerð fjárlaga og lá nú mikið við að spara, því horfur í efnahagsmálum hafa aldrei verið verri en við hverja fjárlagagerð ár hvert. „Jafnaðarmannaheilbrigðis- ráðherrann" hlaut að taka til hend- inni til að spara meira í heilbrigðis- kerfinu, en sá sparnaður varð að sjálfsögðu að skjóta nokkrum stoð- um undir velferðarkerfið um leið. Suður í Hafnarfirði er lítið sjúkrahús sem kennt er við heilagan Jósef. Þar hefur um áratugaskeið verið rekin lækningastarfsemi, fyrst og fremst í þágu Hafnfirðinga og nágranna en í vissum sérgrein- um læknisfræðinnar, hefur það einnig þjónað fólki annarsstaðar af landinu. Sjúklingar hafa verið ánægðir með þá þjónustu sem þarna er veitt og svo hefur hagkvæmni jafnan verið gætt í rekstri sjúkra- hússins, þannig að aðgerðir og önn- ur læknishjálp hafa verið mun ódýr- ari þar en á stóru sjúkrahúsunum í höfuðborginni. Sjúkrahúsið hefur verið hlekkur í læknisþjónustu í Hafnarfirði og átt sinn þátt í því að gera hana virkari en hún gerist annarsstaðar á landinu. Það er að sjálfsögðu ekki í anda jafnaðar- mennsku, að íbúar eins landshluta búi við meira öryggi í læknisþjón- ustu en aðrir. Því fann ,jafnaðar- mannaráðherrann" með hjálp reikn- imeistara sinna það snjallræði til að styrkja velferðarkerfið að breyta sjúkrahúsinu öllu í elliheimili til að hjálpa nágrönnunum í Reykjavík til að íeysa vanda öldrunarlækninga. Þar er áætlað að milli þrjú og fjögurhundruð rúm vanti til að Ieysa vanda aldraðra og sjúkra. Þarna mátti bæta við tíu rúmum fyrir aldr- aða en um leið skyldu storu sjúkra- húsin í Reykjavík, leysa þann vanda, sem St. Jósefsspítalinn leysti fyrir Hafnfirðinga, að vísu í dýrari plássum, en ef ekki er hægt að jafna upp á við þá er skárra að jafna niður á við heldur en ekki neitt. Eitthvað voru Hafnfirðingar að malda í móinn, meir að segja sam- jafnaðarmenn ráðherrans voru óhressir, en þegar um er að ræða að styrkja stoðir velferðarkerfisins, á ekki að taka mark á smámunum. En það er ekki nóg að spara til styrktar velferðarkerfinu í smáu, það verður einnig að gerast í stóru. Svo sem kunnugt er, hafa lengi verið starfrækt þtjú sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er annað vitað en að þessi sjúkrahús hafi þjónað íbú- urri Reykjavíkur og raunar landsins alls á viðunandi hátt og sú þjónusta hefur ekki verið dýrari en hún ger- ist annarsstaðar. En hér eins og annarsstaðar hef- ur rekstrarkostnaður sjúkrahúsa aukist jafnt og þétt vegna betri og um leið dýrari tækni og lyfja, en ekki síst vegna þess, hve aldurs- skiptingin í þjóðfélaginu hefur breyst. Þetta hefur leitt til þess, að flestar þjóðir leita nú leiða til að draga úr kostnaði við heilbrigðis- þjónustuna, án þess að minnka gæði hennar. Sú leið, sem víðast hefur þótt vænleg til árangurs er að sameina dýrustu þjónustuna og þá sérhæfðustu til að nýta betur búnað og tæki svo og sérfræðiþekk- ingra á þröngum sviðum. Þetta hefur þýtt fækkun svo kallaðra hátæknispítala og deilda sem fást við sérhæfð og fágæt verkéfni. Hversu mikið lagt er upp úr skipu- lagningu heilbrigðismála sést á því, að víða um heim hafa verið stofnuð fyrirtæki sem hafa sérliæfl sig í ráðgjöf um skipulagningu heilbrigð- isþjónustu. Ríkisspítalarnir hafa ekki frekar en aðrar íslenskar sjúkrastofnanir unnið eftir ákveðinni stefnuskrá eða starfsáætlun fram til þessa. Einu starfsáætluninni sem gerð hefur verið fyrir spítalann og kennd var við hr. Weeks var aldrei framfylgt og hún er nú fyrir löngu orðin úr- elt plagg. Því var það að fyrrver- andi heilbrigðisráðherra veitti Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna leyfi til að ráða ráðgjafafirma til að leið- beina um gerð þróunaráætlunar fyrir Ríkisspítalana. Leitað var eftir tilboðum frá nokkrum „firmum“ sem sérhæft hafa sig í skipulagn- ingu sjúkrahúsmála víða um heim, og fyrir valinu varð fyrirtækið Mor- et Ernst & Young, en það nýtur trausts og virðingar fyrir störf að skipulagningu heilbrigðismála aust- an hafs og vestan. Starfsmenn fyr- irtækisins undir forystu hr. Koning hafa komið í heimsóknir og dvalið um tíma og rætt við ráðamenn og starfsfólk Ríkisspítalanna og á haustdögum skilaði hr. Koning bráðabirgðaáliti, sem þegar hefur verið birt í fjölmiðlum, en niðurstöð- ur þess voru í grundvallaratriðum, að óraunhæft væri að gera þróun- aráætlun fyrir Ríkisspítalana eina, án þess að taka tillit til annarra sjúkrastofnana á Reykjavíkursvæð- inu ogjafnvel landinu öllu. Því lögðu þeir fram tillögur og kynntu ráða- mönnum Landspítalans og ráða- mönnum heilbrigðismála þar á með- al heilbrigðisráðherra þær. Grund- vallaratriðin í hugmyndum þeirra voru að í sjúkrahúsmálum höfuð- borgarsvæðisins væri þriggja kosta völ. í fyrsta lagi að hafa núverandi stöðu óbreytta eða lítið breytta, en leggja áherslu á verkaskiptingu sjúkrahúsanna þannig að reynt yrði að koma í veg fyrir tvöföldun, sér- staklega dýrra tækja og sjaldgæfra verkefna. í öðru lagi að sameina Borgarspítalann og Landakotsspít- alann og efla þá til samkeppnisað- stöðu við Landspítalann, þannig að á höfuðborgarsvæðinu yrðu tvö sjúkrahús, nokkuð jafnstór. í þriðja lagi að sameina Landspítalann og Borogarspítalann og flytja á þann spítala dýr og sérhæfð verkefni, bæði er varðaði tækjakost, þekk- ingu og reynslu. Það sjúkrahús yrði aðal kennslusjúkrahús landsins. f skýrslunni var það tekið fram, að sameining Borgarspítalns og Land- spítalans þýddi ekki að sjúkrarúma- fjölda þessara stofnana yrði slegið saman. Þeir töldu jafnvel að til greina kæmi, að stefna að byggingu nútímaspítala á næstu árum, en þar til að það væri hægt, yrði verkefn- um skipt á milli húsanna en stjórn- in yrði ein. Ráðgjafarnir töldii kost númer þijú bestan, því hann mundi tryggja besta nýtingu tækja og mannafla, einkum ef tillit væri tek- ið til þess, hve smá þjóðin er, annan kostinn töldu þeir verstan, því hann mundi hafa í för með sér sam- keppni milli tveggja stofnana af svipaðri stærð sem aftur mundi þýða tvöföldun á tækjabúnaði og mannafla og þegar til lengri tíma væri litið til lakari þjónustu. Úr skýrslu ráðgjafanna mátti einnig lesa þá ábendingu, að vísu kurteislega að hætti Hollendinga, að hér er ekki til neitt sjúkrahús sem uppfyllir alþjóðlegan staðal um háskólasjúkrahús. Með því að velja þriðja kostinn, mundi hér rísa sjúkrahús sem gæti staðið undir því nafni. Með því að velja annan kost- inn mundi eftir sem áður enginn spítali uppfylla alþjólegan staðal um slíkt sjúkrahús. Hér er kannski rétt að geta þess, að fyrir u.þ.b. 20 árum síðan fengu Ríkisspítalarnir ásamt með stjórn Læknafélags Reykjavík- ur 'sæntícán ráðgjafa, þáveranúi Árni Björnsson „En hér eins og annars- staðar hefur rekstrar- kostnaður sjúkrahúsa aukist jafnt og þétt vegna betri og um leið dýrari tækni o g lyfja, en ekki síst vegna þess, hve aldursskiptingin í þjóðfélaginu hefur breyst.“ prófessor í háls-, nef- og eyrna- lækningum við Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi, dr. Hamberg, hingað til skrafs og ráðagerða um uppbyggingu kennslusjúkrahúss. Prófessor Hamberger skilaði all við- amikilli skýrslu, sem af einhveijum ástæðum hefur aldrei séð dagsisn ljós, enda voru fjölmiðlar ekki jafn ágengir í þann tíð. Niðurstaða pró- fessors Hambergers var sú að hér væri alger firra að reka nema eitt kennslusjúkrahús, ef slíkt sjúkra- hús ætti að standa undir nafni. „J afnaðarmannaheilbrigðisráð- herrann" brást ókvæða við skýrslu ráðgjafafyrirtækisins, horfði frán- um augum af sjónvarpsskermum þjóðarinnar og lét hneykslan sína í íjós, þaðan og af síðum dagblað- anna yfir þeirri dæmalausu ósvífni ráðgjafanna að hafa skoðun á skip- ulagi sjúkrahúsmála í landinu og leyfa sér að láta þá skoðun í ljós. Þá átaldi hann stjórn Ríkisspít- alanna fyrir það að leita í heimildar- leysi ráðgjafar erlendis frá, áður en hann gáði að því, hvort hugsan- legt væri að fyrirrennarar hans í embætti hefði gefið slíkt leyfi, sem hann reyndar hafði gert. Ráðherr- ann taldi, án þess að skilgreina það nánar, að aðstæður á íslandi væru allt öðruvísi en í öðrum löndum, og því giltu hér önnur lögmál um skipulag heilbrigðisþjónustu. Ekki kom það fram, hvort að þessi mis- munur fælist í því að íslendingar væru öðruvísi gerðir af náttúrunnar hendi en annað fólk, og þyrftu því öðruvísi læknishjálp, eða hvort aðr- ir sjúkdómar hijáðu þessa þjóð en aðrar þjóðir á byggðu bóli. Til að leggja áherslu á fyrirlitningu sína á skoðunum sérfræðinganna, vinn- ur ráðherrann nú að því að fram- kvæma tillögu númer tvö, að sam- eina Borgarspítalann og Landa- kotsspítalann, en það var að dómi sérfræðinganna versta og dýrasta lausnin. Nái þau áform ráðherrans fram að ganga er ekki ólíklegt að hann skapi sér ódauðleika í ráð- herrastóli með því að verða dýrasti heilbrigðisráðherra sem þjóðin hef- ur átt. Vinsældirnar mega liggja á milli hluta, en hér er við hæfi að vitna aftur í bókina góðu og spek- inginn Lao-Tse en hann segir svo: „Að þekkja fáfræði sína er hið æðsta. Að þekkja hana ekki en hyggja sig fróðan er sjúkdómur.“ Því er mjög haldið á lofti að sam- keppni þurfi að vera milli sjúkra- húsa, vegna þess að < einokun sé heimil á framþróun. í heilbrigðis- lögum, stendur að sérhver þegn ís- lenska ríkisins skuli eiga kost á þeirri læknishjálp, sem best er hveiju sinni og í læknaeiðnum stendur, að læknir sé skyldugur til að veita eða að stuðla að því að veila sjúklingum sínum þá læknis- hjálp sem hann veit besta í hverju tilviki. Nú hef ég skilið samkeppni þannig, að hún þurfi að vera á jafn- 1 réttisgrundvelli svo eitthvað sé til að keppa um. Þetta þýðir að sam- keppni tveggja jafnstórra sjúkra- stofnana á höfuðborgarsvæðinu, sem bæði eru rekin af ríkinu yrði að vera þannig að sjúkrahúsin veittu þjónustu í sömu greinum, sem mundi kosta svo nokkuð sé nefnt, tvær slysadeildir, tvær hjart- askurðdeildir, tvær gigtlækninga- deildir o.s.frv. Þetta mundi líka þýða að sérhæfð verkefni, sem vegna smæðar þjóðarinnar eru svo fátíð að þau veita ekki nema einum í hæsta lagi tveimur læknum nægi- lega æfingu, mundu skiptast í tvo staði og þjónustan versna sem því næmi. Um þetta þarf ekki að fjöl- yrða frekar svo augljóst hlýtur það að vera hveijum meðalgreindum manni, sem skoðar þessi mál hlut- laust, en ekki gegnum hagsmuna- gleraugu lituð af fordómum. Að lokum nokkur orð um veiferð- arkerfið almennt. í erindi sem Henrik Wulff yfir- læknir á Herlev sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn flutti á læknaþingi 1989 og nefndi „Siðfræði á samfé- lagsstigi“. Gerir hann greinarmun á tvennskonar kerfi, annarsvegar því sem hann kallar ölmusukerfi, sem er byggt á því að hinn efnaðri greiði fyrir hina snauðu af því sem afgangs er þegar þeir efnaðri hafa uppfyllt eigin þarfir. Þetta kerfi var við lýði áður en almannatrygginga- lög gengu í gildi á íslandi og er víð lýði í Bandaríkjum Norður-Ameríku og víðar. Velferðarkerfið er hins vegar, samkvæmt kenningu Hen- riks Wulff byggt á samfélagssátt- mála um það að við sem fijálsir sjálfstæðir einstaklingar eigum að hafa samstöðu um _að mæta afleið- ingum sjúkdóma. í ölmusukerfinu er um það að ræða að sumt fólk hjálparöðrum, þeir sem meira mega sín ákveða að koma upp „medicare“ og „mediate" fyrir hina öldruðu og hina snauðu. Heilbrigðiskerfi sem samfélagssáttmáli byggist hins vegar á því að við hjálpum hvert öðru. Það almannatryggingakerfi, sem gömlu jafnaðarmennirnir inn- leiddu í íslensku þjóðfélagi var í anda samfélagssáttmála og hingað til hafa flestir íslenskir stjórnmála- flokkar verið sammála um að halda þennan sáttmála. Á allra síðustu árum hafa þær skoðanir látið á sér kræla, bæði hér og annarsstaðar, að leiðin til að bjarga velferðarkerf- inu væri sú, að hverfa frá samfé- lagssáttmálanum og innleiða ölm- usukerfið. „Jafnaðarmannaheil- brigðisráðherrann" vill halda áfram að styrkja stoðir velferðarkerfisins með því að láta þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, borga fyrir hana eftir efnum og ástæðum. Þetta er að vísu svolítið á ská við samfélagssáttmálann, en hvað um það. Þá hefur hann einnig stungið upp á því, að tekin verði upp kaskó- trygging í heilbrigðisþjónustunni. Hugmyndir ráðherrans hafa þó enn ekki verið útfærðar né útreiknaðar, en væntanlega verður hið sama lát- ið gilda og um aðrar kaskótrygging- ar, að áhættuþættir verða látnir ráða iðgjaldi. Þá hefur heldur ekki verið gerð fyllileg grein fyrir því, hvernig sú hugmynd fellur inn í samfélagssáttmálann, sem forverar „jafnaðarmannaráðherrans“ inn- leiddu í íslenskt þjóðfélag. Núverandi Jafnaðarmannaheil- brigðisráðherra" hefur á undan- förnum mánuðum unnið að því ötul- lega að styrkja stoðir velferðarkerf- isins. Það að sumar stoðirnar hafa skekkst dálítið í leiðinni, verður ekki lagt ráðherranum til lasts, maður verður bara að vona að þær haldi, svo kerfið hrynji ekki alveg. Síðasta orðið ætla ég svo að gefa spekingnum forna, en það er sígilt heilræði til stjórnmálamanna og þar með foringja allra tíma: „Stjórn, sem virðist duglaus, er oft affarasælust fyrir þjóðina. Ströng stjórn, sem skiptir sér af öllu, veldur þjóðinni ófarnaði.“ Helstu heimildir: Lao-Tse: Bókin um veginn. Moret, Ernst & Young: Sam- hjöppun og dreifing heilbrigðisþjónustu á íslandi. Wulff Henrik R. Siðfræði á samfélagsstigi, Læknablaðið 15. febrú- ar 1990. Höfi'undur er yfírlæknir lýtalækiiingadeildar Landspítalans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.