Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Heilsugæsla - heilsuvernd
eftir Sigurbjörn
Sveinsspn
i.
Saga lækninga er vörðuð baráttu
mannsins við sjúkdóma. Læknar, í
bestu merkingu þess orðs, hafa í
aldanna rás barist við þjáningar
meðbræðra sinna með þeim ráðum,
sem þekking samtímans hefur boð-
ið þeim. Hver kynslóð hefur aukið
við skilning sinn á eðli hlutanna og
þannig hefur sagan skolað okkur á
strönd þeirrar læknisfræði, sem við
þekkjum nú á dögum.
Þegar talað er um lækna, dettur
eflaust flestum fyrst í hug þeir, sem
fást við lækningar meina okkar, lík-
amlegra og andlegra. Það er eðli-
legt, þar sem við leitum lækna,
þegar eitthvað bjátar á í þessu til-
liti, og við teljum þá geta orðið til
hjálpar. En læknar hafa á öllum
öldum fengist við önnur viðfangs-
efni en lækningarnar einsamlar.
Þannig geymir sagan dæmi um
lækna, sem reynt hafa að nýta lær-
dóm sinn í kvillafræðum og þekk-
ingu á aðbúnaði skjólstæðinga
sinna til að koma í veg fyrir sjúk-
dóma og hindra útbreiðslu þeirra.
Á okkar tímum er ljóst dæmið
um hjarta-, æða- og lungnasjúk-
dóma. Læknar hafa komið auga á,
að m.a. reykingar og slæmar
neysluvenjur eiga stóran þátt í þró-
un ýmissa þessara sjúkdóma meðal
okkar. Þessa þekkingu hafa þeir
nýtt til að benda á aðra lífshætti.
Hafa þeir reynt með þeim hætti að
draga úr algengi þessara kvilla
meðal almennings. Árangur þess
er að koma í ljós.
Fyrir kemur, að læknirinn áttar
sig á því mitt í erli dagsins, að
meðal skjólstæðinga hans geisar
farsótt. Góð dæmi um þetta eru
t.d. iðrasýkingar frá spilltu neyslu-
vatni eða matvælum. Þá eru það
eðlileg viðbrögð hans að leita orsaka
sjúkdómsins og benda á ráðstafanir
til að hefta útbreiðslu hans. Hér
getur verið um að ræða ábendingar
um endurbætur vatnsbóla eða betri
meðferð matvæla. Þá nýtir læknir-
inn þekkingu sína, sem hann hefur
öðlast við að fást við veika einstakl-
inga, til að hindra veikindi fjöldans.
Þetta er gömul saga og ný.
Danskur læknir, P.A. Schleisner,
dvaldi hér á landi um miðja síðustu
öld í erindum dönsku stjórnarinnar.
Skyldi hann athuga heilsufar ís-
lendinga og gera stjórninni tillögur
til úrbóta. Schleisner ferðaðist víða
í þessu skyni og skoðaði all marga
sjúklinga. Þá háttaði m.a. þannig
til í Vestmannaeyjum, að ungbarna-
dauði var uggvænlegur. Komust
færri börn á legg en þau sem dóu.
Ástæða þessa ungbarnadauða var
yfirleitt ginklofi, sem er smitnæmur
sjúkdómur. Þrátt fyrir takmarkað-
an skilning manna á eðli og háttum
smitsjúkdóma, þá rambaði
Schleisner á rétt ráð handa mæðr-
um í Eyjum. Ráðið var einfalt og
varðaði aukið hreinlæti við meðferð
naflastrengs hinna nýfæddu. Þetta
hreif og stórlega dró úr ungbarna-
dauða í Vestmannaeyjum í kjölfar-
ið. Má telja þetta mikilvægt skref
við ungbarnavernd og eitt af hinum
fyrstu hér á landi, sem heyrir til
læknisfræði nútímans.
Barnsfararsóttin hefur verið kon-
um skeinuhætt og í raun skelfir
hverrar fæðandi konu fram á okkar
daga. „Náttúran er líka slyngur
böðull, þegar sá gállinn er á henni“
(Vilm. Jónsson, landl.) Þorvaldur
Jónsson, læknir á ísafirði, segir í
skýrslu til landlæknis árið 1865, „að
í sjö prestaköllum hefðu 27 sængur-
Sigurbjörn Sveinsson
„Sagt hefur verið, að
fjölbreytnin sé dyggð.
Þetta á vel við í heilsu-
gæslunni. Heilsugæslu-
stöðvunum er sett sama
mark í lögum. Þær
standa á sama grunni
faglega.“
konur veikst af barnsfararsótt og
18 þeirra látist; af konunum voru
9 frumbyrjur, og sáluðust allar
nema ein.“ Gerðist þetta á fimm
mánuðum.
Baráttan við barnsfararsóttina
hefur verið samofin framförum í
læknisfræði á þessari öld og hinni
síðustu. Þekking á sviði ígerðar-
varna og sýklalyf nútímans hafa
gert þennan heilsuvanda hverfandi
miðað við það, sem áður var. Fram-
farir í lækningum hafa leitt til
mæðraverndar nútímans.
Þannig geymir sagan ríkulega
dæmi þess, hvernig lækningar og
heilsuvernd hafa farið saman á öll-
um tímum. Heilsuverndin er ekki
einangruð grein innan læknisfræð-
innar, heldur á hún sér rætur í hin-
um almennu lækningum og hefur
ætíð átt. Þar nærist hún og þar
verða til hinir nýju sprotar og rótar-
skot.
II.
Löggjafanum auðnaðist að koma
auga á þessi einföldu sannindi, þeg-
ar lögin um heilbrigðisþjónustu voru
sett árið 1973.
Með setningu þessara laga kom
greinilega í ljós sá vilji Alþingis,
að efla alla heilsuvernd. Samhliða
uppbyggingu lækninga og hjúkr-
unar á landsbyggðinni og á þétt-
býlli stöðum skyldi heilsuverndar-
starfsemi gert jafn hátt undir höfði
og hún verða óaðskiljanleg annarri
starfsemi heilsugæslustöðva. Lögin
mörkuðu tímamót í tvennum skiln-
ingi. Með þeim var viðurkennd
ábyrgð heilbrigðisstjórnarinnar á
framkvæmd þess heilsuverndar-
starfs, sem þróast hafði í höndum
lækna og ljósmæðra víða um land
og þeirrar starfsemi, sem mörg
stærri _ sveitarfélög höfðu komið á
legg. Í annan stað væru svo sem
eins og sitt hvor hliðin á sama pen-
ingnum. Þeim bæri sambýli eftir
því, sem við yrði komið í framtíð-
inni.
Liðna tvo áratugi hafa stjórnvöld
unnið ötullega að því að skapa þess-
um greinum vaxtarskilyrði með ytri
uppbyggingu og auknum mannafla.
Bestu menn í heimilislæknastétt
hafa unnið eftir þessu verklagi um
langan aldur víða um land. Ber
árangur þeirra í starfi ágæti þess
glöggt vitni.
Ef ending er til marks um gæði,
þá á það við um þessi lög. Þau
hafa staðist tímans tönn. Þrátt fyr-
ir nokkrar endurbætur í áranna
rás, þá eru þau að stofni til hin
sömu, og þau voru í upphafi.
III.
Sagt hefur verið, að íjölbreytnin
sé dyggð. Þetta á vel við í heilsu-
gæslunni. Heilsugæslustöðvunum
er sett sama mark í lögum. Þær
standa á sama grunni faglega. Hins
vegar hefur starfsfólk hverrar og
einnar heilsugæslustöðvar fullt
frelsi til að þróa þjónustuna eins
og þeim þykir henta til að mæta
þörfum skjólstæðinga sinna. Starfs-
fólk heilsugæslustöðvanna ber mjög
saman bækur sínar og skiptist á
skoðunum um fagleg efni. Það er
ljóst, að nú þegar ríkir umtalsverð
samkeppni milli stöðvanna, sem rís
á heilbrigðum, faglegum metnaði.
Fellur það vel að þeim hugmyndum
um opinberan rekstur, sem nú ráða
í þjóðfélaginu. Þetta mun vonandi
skila borgurunum betri þjónustu,
þegar til lengri tíma er litið.
Starfsmenntun og starfsþjálfun
lækna-, ljósmæðra og hjúkrunar-
fólks í heilsugæslunni hefur tekið
ótrúlegum breytingum á síðustu
tveim áratugum. Það eru ekki nema
um 20 ár síðan heimilislækningar
urðu viðurkennd sérgrein innan
læknisfræðinnar hér á landi. Nú er
meirihluti heimilislækna með slíka
viðurkenningu. Þá hefur og fjölgað
langmenntuðum hjúkrunarfræðing-
um og ljósmæðrum innan heilsu-
gæslunnar. Þessa sér víða stað í
aukinni gæðatryggingu og vísinda-
starfi þessara starfsmanna.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
hefur rekið ungbarnaeftirlit og
mæðravernd um áratuga skeið
ásamt annarri heilsuvernd. Það
EINÁFERÐ ‘glllf
Jóhanna Kristjónsdóttir
er líklega þekktasti
blaðamaður íslendinga
og enginn þekkir betur
til Arabaríkjanna en
Hér lýsir Jóhanna á
skemmtilegan/ og
sérstœðan hátt ferðum
sínum tilþessara landa,
ogfjallar meðal annars
um þátt sinn í því að
Gísli Sigurðsson
lœknir\var leystur 'ÆÉá
úrgíslingu.
MANNLÍF í AUSTUR-
EVRÓPU
Höfundamir erufyrir löngu
landskunnir fréttamenn.
Þórir Guðmundsson og
Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir lýsa því sem
þau sáu og heyrðu á átta
mánaða ferð sinni um
átakasvœðiAustur-Evrópu.
Höfundamir lögðu áherslu
á að kynnast almenningi og
viðhorfum hans, - fólkinu
sjálfu.
AUSTUR;
UÓÐABÓK
Matthías Johannessen er eitt
fremsta Ijóðskáld íslendinga.
í bókinni eru trúarleg Ijóð.
ÓMISSANDIHANDBÓK
íslenszkt orðtakasafn cetti
að vera til á hverju heimili.
LEYNDARDÓMAR HINS ÓÞEKKIA "■"■■I*
Magnaðar bcekur um hið óskýranlega og dularfulla.
Metsölubœkur.
igl
íkl
fl
IVÖl
}
:
I
j
!
I
i
I