Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Kísiliðjan o g lífríkið
eftir Kristján
Þórhallsson
Björgun Ytriflóa
Mikiðjiefur að undanförnu verið
rætt og ritað um starfsemi Kísiliðj-
unnar í Mývatnssveit og virðast
ekki allir vera sammála. Nú er
búið að dæla leðju af botni Ytriflóa
Mývatns í yfír 20 ár. Vel hafa
þeir sem búa á bökkum hans getað
fylgst með dælingunni og séð ótrú-
legan árangur. Þau svæði sem
búið er að dæla voru áður að mestu
þakinn gróðri frá botni og upp úr
vatnsskorpunni. Þama var allt orð-
ið snautt af fiski og fugli og ill-
mögulegt að komast um á bátnum.
Mikil og ánægjuleg breyting hefur
nú orðið á þessu svæði. Síðastliðið
sumar syntu þama þúsundir fugla
og ágæt silungsveiði hefur verið
undanfarin ár, silungur mjög feitur
og lífríkið með miklum blóma.
Áhrif veðurfars
Vorið 1989 var kalt hér við
Mývatn og frost margar nætur og
jafnvel líka á daginn, í maí-
mánuði. ís lá á megin hluta vatns-
ins og ástandið því mjög slæmt.
Rykmý sást varla það sumar, en
bitmý var sumstaðar til ama. Eftir
áramót 1990 fóru að sjást mýflug-
ur hér við Ytriflóa, þegar milt var
í veðri. Maimánuður það ár var
óvenju mildur og varla hægt að
tala um frostnætur. Nú bregður
svo við að lífríki Mývatns virðist
leysast úr dróma. Fuglinum fjölgar
á vatninu og silungur verður vel
feitur. Veðurfar 1991 var einstak-
lega hagstætt. í maímánuði var
komið óhemju rykmý hér, þótt
kalt væri fyrri hluta júní hafði það
engin áhrif á rykmýið við Ytriflóa
sem breiddist síðan yfir allt Mý-
vatn og hélst fram á haust. Alltaf
kviknuðu nýjar göngur rykmýs.
Margir töldu sig aldrei hafa séð
annan eins fjölda fugla á Mývatni
og síðastliðið sumar og telja sig
jafnvel þurfa að leita til áranna
milli 1930 til 1940 til að fínna
sambærilegt. Það eru gömul og
ný sannindi að þegar mikið er af
rykmýi við Mývatn er minna af
því sem bítur.
Þó reyndar sé minnst á kólnandi
veðurfar, sem hugsanlegan áhrifa-
þátt í skýrslu sérfræðinganefndar
úm Mývatnsrannsóknir, hafa sér-
fræðingar viljað gera lítið úr áhrif-
um veðurfars á lífríki Mývatns.
Sú afstaða er illskiljanleg mér og
fleirum þeim sem búið hafa á bökk-
um Mývatns um langan aldur.
Okkur er Ijóst að grunnt vatnið
er mjög móttækilegt fynr öllum
veðurfarslegum áhrifum. í ágætri
grein eftir Svend Aage Malmberg
haffræðing, sem birtist í Morgun-
blaðinu þann 22. nóvember sl., er
vakin athygli á áhrifum kólnandi
veðurfars á ástand fískistofna við
ísland. Þar segir orðrétt:
„Meðalhiti að vori á norðurmið-
um var þannig um 5,2 C árin
1924—1960, en um 2,8 C árin
1961—1990. Áhrifín á lífríkið voru
augljós, þ.e. minnkandi tillífun og
áta á norðurmiðum ...“
Það hiýtur að teljast afar líklegt
að áhrifa veðurfars á lífríki gæti
jafnt til lands og sjávar. í þessu
sambandi er mjög fróðlegt að
skoða stólparit (mynd 1), sem sýn-
ir hitastigsfrávik í sjónum fyrir
Norðurlandi og línurit (mynd 2),
sem sýnir þróun stærðar loðnu-
stofnsins og þyngd á þorski. Inn á
myndirnar hefur verið bætt svört-
um punktum sem sýna niðursveifl-
ur í iífríki Mývatns, sem sumir
hafa á dramatískan hátt lýst sem
hruni. Skyldi það vera tilviljun að
niðursveiflur ílífríki Mývatns koma
til eftir niðursveiflu í hitastigi skv.
mælingum undan Norðurlandi?
í lokaorðum sínum segir Svend
Aage Malberg orðrétt:
„Reyndar má til sanns vegar
færa að afdrifaríkasta röskun líf-
ríkis og vistar á íslandi er ekki af
völdum alls konar mengunar held-
ur af völdum veðurfarsbreytinga í
sjó og lofti.“
Sem kunnugt er komst sérfræð-
inganefnd um Mývatnsrannsóknir
reyndar að þeirri jákvæðu niður-
stöðu að mengunaráhrif frá starf-
semi Kísiliðjunnar væru ekki til
staðar. Það virðist hins vegar vera
ólán Kísiliðjunnar að starfstími
hennar frá árinu 1968 er bundinn
við kuldatímabilið 1961—1990.
Fregnir hafa endrum og sinnum
borist af bágu éstandi í lífríki ann-
arra veiðivatna hér norðanlands,
s.s. Miklavatns í Aðaldal, Svartár-
vatns í Bárðardal, Hafurstaða-
vatns í Öxarfírði o.fl. styðja þá
kenningu að veðurfarsáhrif séu
veruleg. Þessum staðreyndum hef-
ur lítt verið haldið á lofti af and-
stæðingum Kísiliðjunnar, enda erf-
itt að tengja veiðileysi og lífríkis-
sveiflur framangreindra vatna við
starfsemi Kísiliðjunnar!
Silungsveiði
Því hefur verið haldið fram að
silungsveiði hafi veruiega minnkað
í Mývatni síðan 1970 og vilja sum-
ir kenna Kísiliðjunni um það. Slíkt
er auðvitað alveg fráleitt, enda
ósannað með öllu. Svo lengi sem
menn muna hafa verið miklar
sveiflur í silungsveiði í Mývatni. í
þessu sambandi er rétt að vitna
til greina og blaðaviðtala frá því
fyrir og um 1960, þegar engri
Kísiliðju var til að dreifa. I „Tíman-
um“ frá 1958 birtist grein undirrit-
uð „Mývetningur“, þar sem m.a.
segir orðrétt:
„Mývatns er oft getið í sam-
bandi við silungsveiði. Oftast er
veiði treg, sjaidan góð, aidrei ágæt.
Tvö undanfarin ár hefír hann verið
magur, sennilega átuskortur,... I
Ytriflóa myndast leirlos svo að
segja árlega. ! Suðurflóa hafði
ekki myndast leirios í nærfellt
hálfa öld, þar tii nú tvö undanfarin
ár í röð 1956 og ’57, og er þá í
svo stórum stíl að elstu menn
þekkja ekki þvílíkt. ..
Hvað veldur átuskorti og megurð
silungs í Mývatni sem er óvenju-
legt? Aðeins tvö, þijú tilfelli þekkt
á þessari öld. Hvað veldur, að vatn-
ið skilar ekki framleiðslu sinni, sil-
ungnum? En svo virðist hafa verið
tvö ár í röð fyrir um fjórum til fímm
árum. Árgangamir koma ekki
fram, virðast hafa misfarizt. Slíkt
veldur óhjákvæmilega þláþræði á
veiðinni."
Þá vil ég leyfa mér að vitna í
annað blaðaviðtal. Þorgrímur
Starri Björgvinsson í Garði segir
m.a. orðrétt í viðtali við „Þjóðvilj-
ann“ 1959:
„Undanfarin ár hefur verið mjög
mikil veiði, en nú í sumar hefur
sama og enginn silungur verið í
vatninu.
Það virðist sem eyða hafí verið,
þannig að vantaði árgang því vart
verður smásilungs í vatninu. Veið-
in hefur alltaf gengið í öldum, allt-
af verið áraskipti að silungsmagn-
inu í vatninu, og byggist það vafa-
laust á tíðarfarinu hve vel seiðun-
um gengur að komast upp ....
Hinsvegar er þess ekki að dyljast
að hið alvarlega veiðileysi nú staf-
ar að miklu leyti af ofveiði á undan-
fömum árum. Ný veiðitækni er
komin til sögunnar, nælonnet og
vélbátar og netafjöldinn er úr hófí
fram.
Peningagraaðgin rekur menn
áfram, en samtök engin um að
takmarka veiðina svo ekki verði
hér um ofveiði að ræða;....
Með komu vélbátanna var líka far-
ið að sækja lagnetaveiði í flóana,
uppeldisstöðvar silungsins, sem
áður voru algerlega friðaðir.
Það er óhjákvæmilegt og sjálfsagð-
ur hlutur að takmarka veiði hvers
bús. Það ætti ekki að leyfa neinum
að hafa fleiri en 10 net í vatni.
Annars á klakstarfsemi merka
sögu hér. Hér var silungsklak fram
um 1940. Kringum 1920 var reist
hér í Garði eitt fyrsta klakhús
landsins fyrir vatnasilung og var
þetta klak starfrækt fram yfír
1940 og klakið út hátt á fjórða
hundrað þúsund seiðum árlega.
Önnur klakstöð álíka stór var einn-
ig starfrækt á Geiteyjarströnd á
árunum 1930—1940.“
Ég vil taka undir það sem Starri
segir hér að framan. En sami
Starri heldur allt öðru fram í dag
um silungsleysi og Iélega veiði og
oreakir þess. Nú er sem sé skað-
valdurinn að þessu öllu Kísiliðjan
að hans áliti. Ekkert er minnist á
ný og fullkomnari veiðitæki, né
fjölda neta eða ofveiði. Ekkert tal-
að um klakstöðvar og seiðafjölda.
Þegar kunnugir menn hér í sveit-
inni kúvenda svona á fáum árum
er varla hægt að taka þá alvar-
lega. Það hljóta að vera einhver
annarleg sjónarmið sem menga
hugarfarið.
Rétt er að vitna í viðtal sem
undrritaður átti við Morgunblaðið
7. febrúar 1960 um orsakir ofveiði
í Mýv.atni.
„Undanfarin 3 ár hefír verið
feikna mikil veiði í vatninu,...
Að undanfömu hefír mest verið
veitt í nælonnet og eru þau mjög
„veiðin". Nú eru komin net er taka
þeim mikið fram, svonefnd girnis-
net. Ég tel að með þessum nýtízku
útbúnaði sé mikil hætta á ofveiði.
Eitt af því sem bendir til þessa,
er að möskvastærðin er nú um A'h
cm eða svonefndur miðlungsriði.
Kristján Þórhallsson
„Það virðist hins vegar
vera ólán Kísiliðjunnar
að starfstími hennar
frá árinu 1968 er bund-
inn við kuldatímabilið
1961-1990. Fregnir
hafa endrum og sinnum
borist af bágu ástandi
í lífríki annarra veiði-
vatna hér norðanlands,
s.s. Miklavatns í Aðal-
dal, Svartárvatns í
Bárðardal, Hafurstaða-
vatns í Oxarfirði o.fl.
styðja þá kenningu að
veðurfarsáhrif séu
veruleg. Þessum stað-
reyndum hefur lítt ver-
ið haldið á lofti af and-
stæðingum Kísiliðjunn-
ar, enda erfitt að tengja
veiðileysi og lífríkis-
sveifiur framan-
greindra vatna við
starfsemi Kísiliðjunn-
ar!“
Áður fyrr voru netin stærra riðuð
og veiddist vel í þau, enda var sil-
ungurinn þá stærri en nú. Þetta
sýnir því glöggt að um ofveiði er
að ræða og silungurinn fær ekki
tíma til að ná fullum þroska.
Mývatn er mjög stórt sem kunn-
ugt er, eða 36 ferkflómetrar. Það
er því hægðarleikur að takmarka
eða banna algjörlega veiði á
ákveðnum svæðum í því... Þar
hefði silungurinn griðland og
mundi það tryggja viðhald stofris-
ins.
Það er ekki einasta ný veiðitæki,
sem orsaka mikla veiði, heldur
koma þar og ný tæki fyrir menn
til þess að komast á bestu veiði-
staðina sem fyrst. Á vetrum er
hægt að aka hvert sem vera skal
á bifreiðum um vatnið. Og á sumr-
um má komast á skömmum tíma
hvert sem er með vélknúnum bát-
um. Það er því allt sem hjálpast
að til þess að ofveiði verði og þar
með eyðing á hinum mikilvægu
hlunnindum Mývetninga.
Af þessu má sjá, að til þess ber
brýna nauðsyn að takmarka veið-
ina í vatninu. Til mála kemur að
ákveða vissan netaQölda og neta-
lengd fyrir hvem ábúanda...
Hvaða leið sem farin verður í þess-
um efnum er hitt víst, að aðgerða
er þegar þörf silungsstofninum til
varnar."
Ljóst er að veiðibændur við
Mývatn höfðu miklar áhyggjur af
ástandi vatnsins og af veiði fyrir
og um 1960, og það nokkru fyrr
Mynd 1. Hitastigsfrávik á Siglunessniði
25
2
15
1
05
0
-05
-1
-15
-2
-25
Frávik meðalhitastigs í sjónum norðan Sigluness að vori 1952-
1990 frá meðaltali áranna 1961-1980. (Hafrannsóknastonun).
'i Tl I' l'l I I J f I I t 1 I 1*1
52 54 56 58 60 62 64 66 68 -70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90
Ár
en farið var að ræða um byggingu
Kísiliðjunn-
Setflutningar
Mikið hefur verið talað um set-
flutninga í Mývatni að undanförnu
og sérstaklega milli Ytri- og Syðri-
Flóa. Sumir hafa sagt að það hafí
orðið veruleg breyting síðan farið
var að dæla kísilgúr úr Ytriflóa.
Spyrja má, hafa þeir einhveijar
mælingar á setflutningi í Mývatni
áður en dæling hófst? Ef svo er
ekki, verður að telja að fullyrðing
þeirra í þessum efnum fái ekki
staðist, sé að minnsta kosti ákaf-
lega hæpin.
Fyrir skömmu birtist grein í
Víkurblaðinu á Húsavík eftir Birgi
Steingrímsson. Þar ræðir hann um
skýrslu séfræðinganefndarinnar,
um áhrif Kísiliðjunnar á lífríki
Mývatns. Birgir segir m.a. orðrétt:
„Og ég lýsti þeirri skoðun minni
að eina atriðið í skýrslunni, sem
benti til þess, að dómi nefndarinn-
ar, að Kísiliðjan hefði slæm áhrif
á lífríkið, væri setflutningamir, eða
raunar skortur á þeim. Ég lýsi
þeirri skoðun minni að líklega
myndi Náttúruverndarráð gera
þetta atriði að aðalatriði og mæla
með lokun Kísiliðjunnar og nú er
það sem sé komið á daginn. En
ég er sannfærður um að kenningin
um setflutningana sé byggð á
röngum forsendum og því komist
menn að rangri niðurstöðu og ég
vil hér gera grein fyrir skoðun
minni á þessu. Rannsóknamefndin
segir að lífræna setið setjist fyrir
í holum og skurðum sem verða til
í botninum eftir dælingu Kísiliðj-
unnar, og þar með dragi verulega
úr setflutningum um vatnið, en
þeir séu nauðsynlegir fyrir lífríkið.
Sem sagt að setflutningar í vatninu
séu litlir sem engir af völdum Kís-
iliðjunnar. Ég vil hinsvegar meina
að setflutningarnir í ár og í fyrra
séu eðlilegir, en hafí verið óeðlileg-
ir fyrir 3-4 áram þegar vísinda-
mennimir byijuðu að rannsaka
setið. í júnímánuði fyrir 4 áram
síðan gerði afspyrnu suðaustanrok
og það stóð í meira en hálfan
mánuð, og þá rótaðist botnleðjan
svo upp í Mývatni að vatnið varð
eins og súpa. Það náðist aldrei að
setjast allt sumarið og Laxáin var
gruggug meira og minna það sum-
ar ... Með öðram orðum, þegar
vísindanefndin kom að vatninu til
rannsókna, þá vora setflutningar
í vatninu óeðlilega miklir. Og ég
var á fundi með þeim fyrir 2 áram
þar sem þeir lýstu því yfir að það
hefði komið þeim á óvart hve mikl-
ir þeir vora. Þegar ástandið verður
eðlilegt í setflutningunum, tvö síð-
ustu ár, þá draga vísindamennimif
þá ályktun að nú sé ástandið
ónormalt, af því að þeir álitu að
ástandið, þegar þeir hófu rann-
sóknir, væri eðlilegt. Sem sagt, sú
niðurstaða sem Náttúruvemdarráð
byggir einkum á það álit sitt að
loka beri Kísiliðjunni, er byggð á
röngum forsendum. Þá álít ég að
vísindamennirnir hafí gefíð alltof
lítinn gaum að veðurfarslegum
þáttum í þessum málum öllum
saman.“
Birgir er mikill veiðimaður í
Laxá, og þaulkunnugur öllum
hennar háttum. Verður því að telja
upplýsingar hans mjög athyglis-
verðar, og af þeim má álykta að
niðurstöður vísindamanna um set-
flutninga megi draga í efa. Margir
tfilja á hinn bóginn að hvassviðri
ráði mestu um setflutninga milli
Ytriflóa og Syðriflóa. Hafa vísinda-
mennirnir gert sér grein fyrir því
hvernig þeir væra í dag ef aldrei
hefði verið dælt úr Ytriflóa? Þá
má ennfremur spyija hve miklir
voru þeir áður en farið var að
dæla? Fróðlegt væri að fá svar við
því.
Afstaða Náttúruverndarráðs
Margir hafa furðað sig á hinni
neikvæðu afstöðu Náttúruverndar-
ráðs til starfsemi Kísiliðjunnar. Sú
afstaða er ekki ný bóla og er síð-
ast ítrekuð í umsögn Náttúra-
vemdaiTáðs um niðurstöður Sér-
fræðinganefndar um Mývatns-
rannsóknir. Þar kemst Náttúru-