Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 25 Mynd 2. 1978 1980 # 1985 • 1990 Stærð loðnustofnsins (milljón tonn) 1978-1990 (heila línan) og þyngd (kg) 5 ára þorsks 1977-1990 (slitna línan) á íslandsmiðum. (Samkv. uppl. frá Hjálmari Vilhjálssyni og úr Ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar). verndarráð að þeirri niðurstöðu að loka beri Kísiliðjunni hið fyrsta og er undirbygging þeirrar niðurstöðu full af rangfærslum og hálfsann- leik. Náttúruverndarráð virðist álíta það hlutverk sitt að tryggja það að náttúran hafi sinn gang hvað sem það kostar og maðurinn skuli þar hvergi koma nærri. Þessi einfalda heimspeki ber þess merki að vera búin til af ríkisstarfsmönn- um í glerbúri suður í Reykjavík. Og einfaldleikinn endurspeglast svo enn frekar í tiilögu eins vísind- amannsins í Náttúruverndarráði, sem leggur til, og það í fúlustu alvöru, að starfsfólkinu og flöl- skyldum þeirra verði komið fyrir suður á Keilisnesi. Og ég spyr, væri bóndinn tilbúinn að hlýða kalli Náttúruverndarráðs og hætta að yrkja landið eða sjómaðurinn að hætta að veiða fiskinn? Væri nú ekki réttast fyrir hina svoköll- uðu vísindamenn að þeir færu að takmarka ýmsar ótímabærar yfir- lýsingar um starfsemi Kísiliðjunn- ar á lífríki Mývatns? Náttúruvernd- arráð verður að gera sér grein fyrir því að ef fólk á að lifa í iand- inu, þá er óumflýjanlegt að nýta auðlindir þess, sem vel getur farið saman við náttúruvernd. Ég full- yrði að Náttúruverndarráð nær ekki til fólksins í landinu, nema með því að viðurkenna þessa stað- reynd og vinna með fólkinu að náttúruvernd, sem er í tengslum við raunveruleikann. Afstaða nokkurra Mývetninga, sem leggja ofurkapp á að loka Kísiliðjunni er ekki síður óskiljan- leg. Vilja þeir virkilega að allt starfsfólkið þurfi að hrekjast burt úr sveitinni? Það væri verðugt rannsóknarefni að skoða hvaða óskiljanlegu hvatir liggja að baki? Kísiliðjan starfi áfram Ef litið er til staðreynda máls- ins, þá er í fyrsta lagi ljóst að dæling Kísiliðjunnar úr Ytriflóa hefur skilað stórkostlegum árangri, ekki síst þegar landris varð þar 40-70 sm í Kröflueldum. í öðru lagi er það að áliti sér- fræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir sannað að frá Kísiliðj- unni geta ekki borist skaðleg efni í Mývatn. í þriðja lagi eru allar vangaveltur vísindamanna varð- andi setflutninga með öllu ósann- aðar og virðast byggðar á röngum forsendum. í fjórða lagi er minnt á kait veðurfar frá 1965 og mikil líkindi þess að sveiflur í lífríki Mývatns og fleiri vatna hér í ná- grenninu séu því tengdar. í fimmta lagi hefur' því verið haldið fram að silungsveiði í Mývatni hafi farið verulega minnkandi síðastliðin ár. Samkvæmt greinum og viðtölum sem vitnað er í hér að framan höfðu bændur miklar áhyggjur af ofveiði í Mývatni vegna fullkomn- ari veiðitækni og meiri sóknar um allt vatnið. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu haldið áfram síðan. Þá kom einnig fram áð klakstöðvar voru starfræktar fram yfir 1940 og sleppt miklum fjölda seiða í vatnið. Síðan hefur sama og engum seiðum verið sleppt í Mývatn. Þeg- ar allar þessar staðreyndir eru hafðar í huga er kannski ekkert óeðlilegt þótt silungsveiðin hafi farið minnkandi í Mývatni síðustu ár. Allt hefur verið miðað við að taka sem mesta-veiði en skila engu í staðinn. Kísiliðjan hefur nú starfað hér í Mývatnssveit í 25 ár. Óhætt er að segja að reksturinn hafi yfir- leitt gengið vel, þegar undan eru skildir nokkrir byijunarörðugleik- ar. Margir ágætir menn hafa valist til að veita henni forstöðu. Hún hefur skilað góðum hagnaði síð- ustu ár, og umtalsverðum gjald- eyri í þjóðarbúið. Vonandi fær hún að starfa óhindrað áfram til hags- bóta fyrir alla sem þar vinna og aðra íbúa Mývatnssveitar og hér verði blómlegt atvinnulíf, ánægju- legt mannlíf og uppbyggingarstarf eins og verið hefur alla tíð síðan Kísiliðjan tók til starfa. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Kísiliðjunnar. L.R.CL unuF Glæsibæ, sími 812922. Jur T^°rstenlSS°n BARNABOKA Fáar eða engar íslenskar bamabækur hafa notið eins mikilla vinsælda undanfama áratugi og ævintýrið um litlu prinsessuna Dimmalimm eftir listmálarann Guðmund Thorsteinsson, Mugg. Þessi gersemi íslenskra bamabóka er nú fáanleg í ným og glæsilegri útgáfu á þremur tungumálum í tilefni þess að 100 ár em liðin frá fæðingu listamannsins. Bókin um Dimmalimm er óskabók allra barna. VAKA-HEUGAFELL Síðumúla 6 • Sími 688 300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.