Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 26

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 „Vér mótmælum allir“ kr/kg 40 Tollur EB á innfluttum þorski eftir verkunaraðferðum í ísl. kr. pr. hráefniskíló 1991 36,4 25 f 20 15 - 10 5 23,5 20,2 8,6 5,4 * -f- Frystflök Isfiskur Saltfiskur Reyktflök Saltflök Ferskflök Mynd 1 Ársverkum í frystingu, söltun og herslu fækkar um 2191 milli áranna 1987 - 1990 1987 1988 1989 1990 Ársverkum í iðnaði (fyrir utan stóriðju) fækkaði um 3336 milli áranna 1987 -1990 18.000 x 17 624 16.205 15.200 14.288 1988 1989 1990 Mynd 2 Verð á þorskflakamarkaöi í Bretlandi eftir verkunaraöferöum í ísl. kr. Tollur Landfryst Sjófryst Fersk Fersk flök flök flök gæöi flök gæöi B A Mynd 4 eftir Bjartmar Pétursson Mikið er rætt þessa dagana um að stóriðjan hafi gengið okkur úr greipum, að minnsta kosti í eitt ár eða svo. En á meðan þetta er þusað af miklum móð, gáum við ekki að því, að við eigum ónýtta stóriðju, sem við ekkert viljum sjá, því er af henni slorlykt. Ráðstöfunarrétt- urinn er í fárra manna höndum, og takmark þeirra er hámörkun eigin arðsemi til skamms tíma, en ekki þjóðarhags til lengri tíma. Jú, við eigum mikla auðlind (stór- iðju) sem eru fiskimiðin okkar og með því að nýta auðlindina rétt, markaðssetja hana rétt, getum við örfað atvinnustarfsemi þessa lands í stað þess að láta nýlendustefnu Evrópubandalagsins drepa okkur í dróma. Við megum ekki láta EB draga frá okkur hráefni, hráefni sem við getum nýtt betur sjálf og fengið betra verð fyrir hjá okkar eigin fiskvinnslu, éf við látum ekki tollamúra og ríkisstyrki villa okkur sýn eins og meðfylgjandi mynd sýn- ir. (Mynd 1.) Fiskvinnsla okkar, bæði fiskverk- afólk og stjórnendur fiskvinnslufyr- irtækja standast fyllilega sam- keppni við hvaða erlent fiskvinnslu- fyrirtæki sem er, ef við fáum að keppa á jafnréttisgrundvelli, en jafnrétti hefur verið boðskapur nýrrar ríkisstjórnar og þá sérstak- lega forsætisráðherra Davíðs Odds- sonar og er það vel. En ríkisstjómin verður þá að sjá til þess, að þetta grundvallaratriði allrar samkeppni fái að njóta sín þegar staða innlendrar fiskvinnslu er rædd í samanburði við fisk- vinnslu EB. Arlega eru flutt úr landi um 130.000 tonn af óunnum físki, veiddum á íslandsmiðum, í skjóii tollamúra, ríkisstyrkja og annarra hafta. Aðgerða sem grafa undan samkeppnishæfni innlendrar fisk- vinnslu og íslensks iðnaðar. (Mynd 2 og 3.) Fersk matvæli hafa þá sérstöðu á markaði að þau eru dýrari en frosin, reykt eða söltuð matvæli. Engin undantekning í þessu efni er ferskur fiskur. Hann er dýrari en fískur sem er frosinn, reyktur eða saltaður á neytendamarkaði. Og þar sem við íslendingar lifum á útflutningi af fiski er mikilvægt fyrir okkur að skilja hvernig við getum hámarkað arðsemi okkar af fiski og þar með auðlind okkar, fískimiðunum. Og þeirri hámörkun náum við best með því að nýta okkur ferskflakamarkaðina. Ekki ísfiskmarkaði, heldur hina eiginlegu markaði fyrir fersk fiskflök á neyt- endamarkaði, í fiskibúðum Evrópu og stórmörkuðum, en þangað höf- um við ekki komist með fersk fisk- flök vegna tollamúra EB. Á flakamarkaði í Bretlandi í dag er verð ferskra þorskflaka með roði frá 370 til 470 kr./kg. í dag er 18% tollur á ferskum flökum, en á frosn- um er enginn tollur. Sé miðað við meðalverð á ferskum flökum 420 kr./kg og nýting flaka 48% þá borg- um við 36,40 kr./kg á hvert kfló í Mynd 3 tolla til EB. Þegar íslensk físk- vinnsla kaupir þorsk á 92 kr./kg á íslenskum mörkuðum, sem er með- alverð innlendra fiskmarkaða fyrstu 10 mánuði þessa árs, þá þarf hún að borga í gjald til Evrópubanda- lagsins 36,40% kr./kg til viðbótar þessum 92 kr./kg, eða um 40% á hráefniskflóið til þess að fá aðgang að þessum markaði. Svo er talað um að íslensk fískvinnsla sé ekki samkeppnisfær. > Hér hefur ekki verið talað um ríkisstyrki, og svæðisstyrki sem fiskvinnsla EB nýtur síðan þar að auki, en samkvæmt skýrslu Þjóð- hagsstofnunar frá því í febrúar á þessu ári samsvara þeir styrkir um 5% af innkaupsverði fiskvinnslu ÉB eða 7,50 kr./hráefniskfló sé miðað við meðalverð á ísfiskmarkaði í Bretlandi fyrstu 10 mánuði ársins. Samanlagt fiskverð er því 135,90 kr./kg. En við erum ekki bara að keppa við ríkisstyrki EB. Greiddu Færey- ingar ekki___15 kr./hráefniskíló á þessu ári fyrir innflutt hráefni, meðal annars frá íslandi, og fengu að veiða endurgjaldslaust. og eftir- litslaust á fiskimiðum okkar á sama tíma? Styrkja Norðmenn ekki sinn sjávarútveg á ári um 10 milljarða króna? Ég held að nær væri fyrir sjávarútvegsráðherra að tala um ríkisstyrki þeirra í heild, ekki bara lýsið. Við ættum ef til vill bara að flytja fiskinn okkar til Noregs, láta pakka honum þar og fá þannig ynorskan ríkisstyrk“ greiddan til Islands? Hvað nema norskir ríkis- styrkir miklum ljárhæðum á salt- fiskflökum þeirra til Italíu? Þangað sem íslensk fiskvinnsla getur ekki selt eigin saltfiskflök vegna 20% innflutningstolls Evrópubandalags- ins og ofan á það eru ríkisstyrkt norsk saltfiskflök á ítalska mark- aðnum? Hvemig fóru þeir að í fisk- eldinu? Styrktu alla greinina þang- að til EB og Bandaríkin lokuðu á þá, annars vegar með lágmarks- verði í EB en hins vegar með inn- flutningstolli til Bandaríkjanna sem nemur 25%. Ætlum við áfram að horfa að- gerðarlausir á meðan aðrar þjóðir taka frá okkur hráefnið með hafta- stefnu eða niðurgreiðslu á eigin vinnslu í samkeppni við okkur? Hvað gemm við? Norðmenn rík- isstyrkja sinn sjávarútveg, Færey- ingar styrkja sína fiskvinnslu til hráefniskaupa, EB setur innflutn- ingstolla á verðmestu vömna, fersk fískflök, og síðan segja ráðamenn á íslandi að við eigin fískvinnslu: „Þið verðið að hagræða". Hag- ræða þótt unnt sé að sýna fram á að tollamúrar og ríkisstyrkir sam- svari 43,90 krónur á kfló af heilum þorski „ísfíski" í löndum EB? Hag- Bjartmar Pétursson „Sala á íslensku sjávar- fangi á innlendum upp- boðsmörkuðum mun leiða til þess, að iðnaður og þjónusta mun aukast verulega.“ ræða þangað til að yfirburðir okkar nema 43,90 kr./kg? Svo tala menn um, að reikniregla sú sem fundin var upp til þess að auka kvóta sigl- ingaskipanna á viðmiðunarárunum um 25% eigi eitthvað að hafa með skerðingu á útflutningi að gera. Og þó svo væri, þá nemur skerðing- in ekki nema 20% á þorsk, eða sem svarar um 9 kr./kg (9 kr. af 45 kr. sem er ársleiga á kvóta ). Enn- þá er staða erlendrar fiskvinnslu betri, eða sem svarar 34,90 kr./kg. Nú er mál að linni Nei, nú er mál að linni og viðeig- andi að segja: „ Vér mótmælum all- ir.“ Mótmælum því óréttlæti sem innlend fiskvinnsla býr við. Mót- mælum því, að íslensk fiskvinnslu- stefna geti farið saman við hafta- stefnu Evrópubandalagsins. Mót- mælum því að erlent verkafólk skuli með þessum tollastefnu sitja fyrir vinnu úr íslensku sjávarfangi. Mót- mælum því að fólk úti á landi þurfi að flytja frá landsbyggðinni, til þess að íbúar Hull og Grimsby geti áfram búið þar og haft atvinnu. Hér er enginn að tala um að ekki eigi að ríkja frelsi í viðskiptum. En hér er verið að tala um jafn- rétti. Hér er verið að tala um, að ef Evrópubandalagið setur á höft (tolla og ríkisstyrki) þá verðum við að fá að beita rétti okkar til nauð- varnar. Eða hvað gerir Evrópu- bandalagið ekki sjálft til þess að vemda sína hagsmuni? Þeir setja tolla og höft. Afleiðingar þessarar haftastefnu samkeppnisaðila okkar erlendis og stefnuleysis íslenskra stjómvalda kemur nú betur og bet- ur í ljós hvarvetna á íslandi þar sem rekin er fískvinnsla og iðnaður. Hin ójafna samkeppni um fiskinn hefur aukið þrýsting banka og sjóða á saméihingu og hagræðingu innan greinarinnar. En þótt hagræðing og sameining eigi sér stað, stendur Desemberverð d Storno farsímum *to1T& Verð gilda til 31. des. 1991- Verðið er hreint ótrúlegt. Storno bílasími kr. 79-580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Bíla- og burðarsími kr. 94.760 stgr. með vsk. Burðarsíma fyigir 4 Ah r afhlaða. Takmarkað magn. PÓSTUR OG SIMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.