Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Strengjasveit ungra tónlistiirmanna
Sveinn
Strengjasveit á tónleik-
um í Seltj arnarneskirkj u
íslandsdeild Evrópusambands strengjakennara, ásamt Tónlist-
arskólanum í Reykjavík, stendur fyrir tónleikum í Seltjarnarnes-
kirkju í kvöld, þriðjudag 17. desember, og hefjast þeir kl. 20.30.
Á efnisskránni eru þættir úr St.
Paul’s strengjasvítu eftir breska
tónskáldið Gustav Holst, Oktett
fyrir fjórar fiðlur, tvær lágfiðlur
og tvö eelló, eftir Mendelssohn og
Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi,
en 250 ár eru frá andláti hans.
Flytjendur eru strengjasveit
ungra tónlistamema, en einleikar-
ar í Árstíðunum eftir Vivaldi verða
fiðluleikararnir Sigrún Eðvalds-
dóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Alm-
ita Vamos og Guðný Guðmunds-
dóttir. Aðrir flytjendur eru Helga
Þórarinsdóttir á lágfiðlu, Bryndís
Halla Gylfadóttir celló, Gunnar
Kvaran celló, Elín Guðmundsdóttir
sembal og Jón Stefánsson orgel.
Stjórnandi er Roland Vamos, en
hann leikur einnig á lágfiðlu á tón-
leikunum.
Tónleikar þessir eru lokaatriðið
á námskeiði fyrir strengjanemend-
ur sem Íslandsdeild Evrópusam-
bands strengjakennara og Tónlist-
arskólinn í Reykjavík gangast fyr-
ir, dagana 13.-17. desember. Leið-
beinendur námskeiðsins eru hjónin
Almita og Roland Vámos, en þau
eru þekktir kennarar í heimalandi
sínu Bandaríkjunum og hafa náð
miklum árangri í kennslu. Nem-
endur þeirra hafa m.a. náð langt
í alþjóðle'gum tónlistarkeppnum.
Nokkrir íslenskir fiðluleikarar hafa
stundað nám hjá þeim hjónum og
má þar nefna Sigrúnu Eðvalds-
dóttur og Auði Hafsteinsdóttur,
sem báðar stunduðu nám hjá Vam-
os hjónum um árabil.
Þeta er í annað sinn sem Vamos
hjónin koma hingað til lands til
námskeiða- og tónleikahalds.
Strengjakennslu á íslandi er það
mikill fengur að fá svo hæfa leið-
beinendur í heimsókn, enda hefur
þátttaka í námskeiðum þeirra ver-
ið mjög góð.
Eins og áður sagði hefjast tón-
leikarnir kl. 20.30 í kvöld í Sel-
tjamarneskirkju. Miðasala við inn-
ganginn og opnar kl. 19.20.
(Fréttatilkynning)
Vinnumálaskrifstofan:
1,5% atvinnuleysi á
landinu í nóvember
ATVINNULEYSI á landinu í nóv-
ember vár hlutfallslega mest á
Suðurnesjum eða 4,3% af áætluð-
um mannafla. Var atvinnuleysi
meðal kvenna áberandi mest á
Suðurnesjum samaborið við aðra
landshluta, 7,9% eða 235 konur
á móti 92 körlum. Alls voru
skráðir tæplega 44 þús. atvinnu-
Sigríður Ásdís Sriævarr,
sendiherra
íslensk kona
1 • •• •
kjorm
Rotaryfélagi
NÝLEGA kaus Djurgárden
Rotaryklúbbur í Stokkhólmi
Sigríði Ásdisi Snævarr, sendi-
herra, félaga í klúbbnum.
Sigríður mun vera fyrsta ís-
lenska konan sem verður Rol-
aryfélagi. Konur eru félagar í
Rotaryklúbbum hvarvetna á
Norðurlöndum nema hér á landi.
leysisdagar á landinu öllu í nóv-
ember sem skiptust svo til jafnt
á milli kynja, sem þýðir að 2.012
manns hafi verið á atvinnuleysis-
skrá í mánuðinum, skv. yfirliti
vinnumálaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins.
Þetta jafngildir því að 2.000
manns hafi að meðaltali verið á
atvinnuleysisskrá í nóvember sem
svarar til 1,5% af áætluðum mann-
afla. Minnst atvinnuleysi var á höf-
uðborgarsvæðinu eða 0,8% sama-
borið við 2,7% á landsbyggðinr.i.
Skráðum atvinnuleysisdögum
hefur fjölgað um 9.000 frá októb-
er. Var um aukingu að ræða á öllum
skráningarsvæðum nema Suður-
nesjum þar sem ástandið var nán-
ast óbreytt frá október. Saman-
burður við sama tíma f fyrra leiðir
í Ijós að atvinnuleysið hefur vaxið
um 0,2%.
Atyinnuleýsi héiur áuk.ist í ölliim
landshlutum riéiþá á höfuðbörgar-
svæðinu ög á yésturiáriði sárriari-
borið við nóvember á síðasta ári. Á
Austurlandi voru um 200 manns á
atvinnuleýsisskrá í mánuðinum að
méðaitáli, séril svárar tii 3,3% af
máririáfia. Á Nörðuríandi vestra var
atvínnuleysið 2,9% og 2,8% á Norð-
urlandi eystra. á Vestíjorðum var
meðalijöldi atvinnulausra i mánuð-
inum 53 (1,0%), 205 á Suðurlandi
(2,2%) og er skiptingin nánast jöfn
á milíi kynja í landhlutanum. At-
vinnuleysi sem hlutfall af mannafla
var áberandi mest meðal kvenna á
Suðurnesjum 235 (7,9%), á Austur-
landi 122 (5,2%), á Suðurlandi 105
(3,0%), Norðurlandi eysti'a 150
(3,0%) og á Vesturlandi 86 (3,0%).
alls var 221 kona atvinnuiaus á
höfuðborgarsvæðinu f mánuðinum
en það er 0,7% af mannafla.
Á yfirliti vinnumálaskrifstofunn-
ar kemur fram að þá ellefu mán-
uði, sem liðnir eru af árinu, hafa
samtals verið skráðir 429 þúsund
atvinnuleysisdagar á landinu öllu.
Á sama tíma í fyrra höfðu verið
skráðir 539 þús. dagar. Að mati
vinnumálaskrifstofunnar bendir því
ekkeit til að yfirstandandi ár verði
lakara hvað atvinnustig á landinu
öllu snertir en s.l. tvö ár, þó gera
megi ráð fyrir auknu atvinnuleysi
f desember, jafnvel umfram venju.
Bók með ljósmyndum
Ragnars Axelssonar
HAGALL hefur gefið út
bókina Reykjavík, ,sem er
bók með ljósmyndum eftir
Ragnar Axelsson ljósmynd-
ara á Morgunblaðinu.
í bókinni eru um 120 ljós-
myndir, sem flestar voru tekn-
ar á þessu ári, en einstaka
eldri myndir eru og í bókinni.
Myndefnið er, eins og nafn
bókarinnar vísar til, höfuð-
borgin.
Matthías Johannessen skáld
og ritstjóri skrifar formála að
bókinni og Einar Falur Ing-
ólfsson skrifar um ljósmyndar-
ann Ragnar Axelsson.
Bókin er 120 blaðsíður.
Ragnar Axelsson
íslenskur heimilismat-
ur í hávegum hafður
í nýrri matreiðslubók
„MATURINN hennar mömmu,"
heitir bók með 164 uppskriftum
sem nýlega kom út. Bókin er frá-
brugðin matreiðslubókum sem
gefnar hafa verið út á undanförn-
um árum að því leyti að í henni
er hefðbundin íslensk matorgerð
í hávegum höfð. Að sögn Áslaug-
ar Ragnars sem ritstýrir bókinni
var enga slíka myndskreytta mat-
reiðslubók að finna á markaðnum
áður en „Maturinn hennar
mömmu“ kom út.
„Það eru til ýmsar íslenskar mat-
reiðslubækur frá mismunandi tímum
sem eru mjög góðar. Það kom hins
vegar í Ijós þegar að var gáð að
engin þeirra var myndskreytt en
myndirnar eru nauðsynlegar til að
átta sig á pví hvernig réttirnir líta
út,“ sagði Áslaug í samtali við Morg-
unblaðið.
Uppskriftirnar í bókinni eru úr
ýmsum áttum og voru allar yfírfærð-
ar af húsmæðrakennara áður en
bókin kom út. Áslaug segir allar
uppskriftirnar upprunalegar en þær
hafi margar verið aðlagaðar lítillega
breyttum neysluvenjum og hollustu-
háttum með því að draga úr fitu-
magni.
„Nútímafólk borðar ekki fitu í
sama mæli og gert var áður, bæði
vegna þess að aukin þekking á nær-
ingarfræði hefur leitt í Ijós að það
er varasamt að borða mikla fitu-. Þar
að auki höfum við ekki þau not fyr-
ir fituna sem fólk hafði áður þegar
fæðið var mjög fábrotið og allur
aðbúnaður slærriur. Fólk hímdi þá í
köldum húsum og þurfti á fitunni
að halda þó ekki væri nema til að
Áslaug Ragnars ritstýrir bókinni
„Maturinn hennar mömmu.“
halda á sér hita. Ég dreg þess vegna
úr fitunni í flestum uppskriftunum.
Að öðru leyti hefur þeim ekki verið
breytt í grundvallaratriðum," sagði
Áslaug.
Hún segist leggja mikið upp úr
því í uppskriftunum að hráefnið nýt-
ist vel.
„Þegar ég fékk hugmyndina að
bókinni fannst mér óhugsandi fyrir
mig að ráðast í þetta, þar sem ég
er hvorki húsmæðrakennari né mat-
reiðslumeistari. Þegar ég fór að
íhuga þetta betur þá fannst mér það
einmitt geta veriþ ástæðan fyrir því
að gera þetta. Ég er bara rétt og
slétt húsmóðir og hef reynsluna af
því að halda heimili og þar sem þetta
er bók handa almenningi en ekki
þeim sem hafa þetta sem sérsvið,
tel ég það nýtast vel,“ sagði Áslaug
að lokum.
Vík á Kjalarnesi hefur nú verið formlega iekiri í notkun. Þar gétá 3Ö riiáíini ýeriiö í iiiriöférð Hvérjri
smm.
Meðferðarheimilið Vík tekið í notkun
HIÐ nýja meðferðarheimili SÁÁ, Vík á Kjalarnesi, var formlega
tekið í notkun um helgina. Á Vík sem tekur við af Sogni í Ölf-
usi geto 30 manns verið í meðferð í einu. Meðal gesto er Vík var
formlega tekið í notkun var Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis-
ráðherra. Hann sagði m.a. að íslendingar væru í fremstu röð
þeirra þjóða sem glíma við áfengisvandann en góður árangur
af meðferð mætti hinsvegar ekki verða til að menn slökuðu á í
aðgæslu sinni.
Auk heilbrigðisráðherra flutti
Sigfús Johnsen formaður Freep-
ort klúbbsins ávarp. Hann sagði
að nú væru 15 ár liðin frá því
íslendingar fóru að leita sér lækn-
inga við aikóhólisma á Freeport.
Upp úr þeim ferðum var SÁÁ
stofnað og óhætt að segja að þeir
draumar sem frumkvöðlar sam-
takanna áttu sér hafi nú ræst.
Vík stendur á 14 hektara landi
úr jörðinni Saltvík en SÁÁ keypti
landið af Reykjavtkurborg. Bygg-
ing hússins, allt meðtalið, kostaði
tæpar 90 milljónir króna og nú
stendur yfir fjáröflun SÁÁ vegna
byggingarinnar, m.a. með sölu
miða í byggingarhappdrætti SÁÁ.