Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
EES í ÓVISSU EFTIR ÁLIT EB-DÓMSTÓLSINS:
Reuter.
Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, ræðir við Jacques Delors, forseta framkvæmda-
stjórnar EB, fyrir fund utanríkiráðherra Evrópubandalagsins í Brussel í gær.
Dómstóll Evrópubandalagsins:
EES-samning’uriiiu
ósamrýmanlegnr
Rómarsáttmálanum
DOMSTÓLL Evrópubandalagsins í Lúxemborg komst á laugardag að
þeirri niðurstöðu að ákvæði í samningi Evrópubandalagsins (EB) og
Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um sameiginlegt evrópskt efna-
hagssvæði (EES) samrýmdust ekki stofnsáttmála bandalagsins, Rómar-
sáttmálanum. Um er að ræða það ákvæði sem kveður á um stofnun
sérstaks EES-dómstóls til að skera úr um deiluatriði við framkvæmd
samningsins.
SVIÞJOÐ:
Bildt segist
enn hafa tra á
EES
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara
Morgunblaðsins.
CARL Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, hefur enn trú á samkomu-
lagi um EES, þrátt fyrir niður-
stöðu Evrópudómstólsins. „Ríkis-
stjórnirnar nítján innan EB og
EFTA standa á bak við ESS-samn-
inginn. Það er mjög sterkur pólit-
ískur vilji til staðar að koma þess-
um samningi á flot. Ég held að
sá vilji eigi eftir að ráða úrslit-
um,“ sagði Bildt.
Bildt segist telja að væntanlegar
breytingartillögur framkvæmda-
stjórnar EB verði teknar til greina
af dómstólnum og verði EFTA einnig
að vera reiðubúið að framkvæma
þessar nauðsynlegu breytingar. Það
gæti þó orðið erfítt af innanlandspóli-
tískum ástæðum í vissum ríkjum, að
mati sænska forsætisráðherrans,
ekki síst í Noregi og Sviss þar sem
EB-andstaðan er hvað mest. Þá seg-
ir hann EB einnig geta breytt Rómar-
sáttmálanum þannig að hann sam-
rýmist EES-samkomulaginu. Það sé
hins vegar mun hæggengara ferli
þar sem slík breyting þyrfti sam-
þykki allrá tólf þjóðþinga EB-ríkj-
anna. Yrði þar af leiðandi að fresta
gildistöku samningsins eitthvað.
Bildt sagði það vera „fráleita" eða
„útópíska" lausn á málinu að gefa
EES upp á bátinn og láta hvert
EFTA-ríki reyna að ná tvíhliða samn-
ingum við EB.
Bildt lagði áherslu á að endanleg-
ur samningur þyrfti ekki að liggja
fyrir sænska þinginu fyrr en í mars
á næsta ári. Þá myndi haustþingið,
að einu ári, ná að afgreiða samning-
inn.
Stig Brattström, sendiherra Svía
hjá EB í Brussel, sagði að fara þyrfti
mjög varlega í allar breytingar á
samningnum svo að grundvallaratr-
iðum hans yrði ekki stefnt í voða.
Ef svo færi yrði nauðsynlegt að hefja
allar viðræður að nýju en á því hefði
ekkert EB- eða EFTA-ríki áhuga.
Leggur Brattström til að hugsan-
lega sé hægt að draga til baka tillög-
una um sérstakan EES-dómstól til
að koma til móts við EB í jólaösinni
í Brussel.
í áliti EB-dómstólsins segir m.a.
að jafnvel þótt ákvæði EES-samn-
ingsins og ákvæði Evrópuréttarins
séu oft samhljóða beri ekki sjálfkrafa
að túlka þau á sama hátt. Þar sem
í tilviki EES sé um að ræða alþjóða-
samning beri að túlka hann í sam-
ræmi við markmið hans, sem í þessu
tilviki séu að koma á fríverslun og
sömu samkeppnisskilyrðum. Innan
EB eru fríverslun og samkeppnisskil-
yrði hins vegar ekki markmið í sjálfu
sér, að sögn dómstólsins, heldur tæki
til að koma á æ meiri einingu.
Síðan segir að EES byggi á þjóð-
réttarsamningi sem geri aðeins ráð
fyrir réttindum og skyldum milli
samningsaðila og geri ekki ráð fyrir
framsali á fullveldisréttindum til fjöl-
þjóðlegra stofnana. Rómarsáttmál-
inn sé hins vegar nokkurs konar
stjómarskrá réttarsamfélags, nýtt
réttarkerfi þar sem aðildarríkin hafi
á æ víðtækari sviðum takmarkað
fullveldisrétt sinn. Því nái rétturinn
ekki einungis til aðildarríkjanna
sjálfra heldur einnig beint til ein-
stakra ríkisborgara. Af þessu leiðir
að fullt samræmi næst ekki með
samhljöða ákvæðum, segir í niður-
stöðu EB-dómstólsins.
Síðar í álitinu segir að EES-samn-
ingurinn hafi í för með sér að inn í
réttarkerfi EB sé settur bálkur
reglna sem sé samhljóða reglum
bandalagsins. Þar sem samningsaðil-
ar hafi lýst yfir þeim ásetningi að
túlka á sama hátt samninginn alls
staðar á EES-svæðinu verði að túlka
ákvæði EB-réttar innan EB í sam-
ræmi við samninginn. EES-dómstóll-
inn verði ekki bundinn af úrskurðum
EB-dómstólsins eftir undirskrift
samnings. Samningurinn muni þar
með hafa áhrif á túlkun reglna um
frjáls viðskipti innan EB í framtíð-
inni og sé því réttarkerfi samningsins
ekki í samræmi við 164. grein Róm-
arsáttmálans. í þeirri grein segir að
dómstóll EB eigi að „tryggja að far-
ið sé að lögum við túlkun og beitingu
samnings þessa [þ.e. Rómarsáttmál-
ans].“
Það geri síðan illt verra, segir í
álitinu, að dómarar EB taki þátt í
störfum EES-dómstólsins þar sem
þeir muni þar með þurfa að túlka
sömu ákvæði eftir mismunandi for-
sendum eftir því í hvorum dómstóln-
um þeir sitja. Það verði þar af leið-
andi mjög erfitt fyrir dómara EB að
taka fyrir mál innan EB þegar svip-
að mál hefur verið til umfjöllunar
innan EES. EES-kerfið skerði því
sjálfræði EB-dómstólsins.
Frekari álitaefni eru einnig tínd
til í niðurstöðum dómstólsins sem að
lokum kveður upp það álit að það
réttarkerfi sem fyrirhugað er að
koma á fót sé ósamrýmanlegt Róm-
arsáttmálanum.
Þessi niðurstaða dómstóls banda-
lagsins er einungis álit, ekki bind-
andi ákvörðun eða úrskurður, en tal-
ið er að ómögulegt verði fyrir EB
að sniðganga það.
Skyndifundur
framkvæmdastj órnar
Framkvæmdastjórn EB kom sam-
an til skyndifundar á sunnudag til
að ræða niðurstöður dómstólsins. í
fréttatilkynningu sem gefin var út
að loknum fundinum segir að fram-
kvæmdastjórnin hafi ekki lokið því
verki að fara yfir dóminn og verði
því starfi haldið áfram á næstu dög-
um til að takast megi að ljúka vinnu
varðandi samninginn, sem hún telji
mjög mikilvægan sem fyrsta þátt í
framtíðarskipulagi Evrópu, í tæka
tíð. Tekið var fram í fréttatilkynning-
unni, að þeir þættir samningsins, sem
niðurstöður dómstólsins næðu ekki
til, stæðu áfram óhaggaðir.
Ráðherraráðið ræddi þessa nýju
stöðu mála stuttlega á fundi í gær
og beindi því jafnframt til fram-
kvæmdastjórnarinnar að leggja fram
tillögur um málsmeðferð. Er stefnt
að því að ræða þær tillögur á fundi
fastafulltrúa EB og EFTA í Brussel
á miðvikudag. Á fimmtudag koma
svo formenn EB og EFTA saman til
löngu ráðgerðs fundar. Formennska
EB er nú í höndum Hollendinga og
formennska EFTA hjá Finnum.
Formennska íslendinga
vandasamari
Að sögn Gunnars Snorra Gunnars-
sonar, forstöðumanns viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, munu
íslendingar einnig sitja fundinn á
fimmtudag þar sem þeir fari nú með
varaformennsku innan EFTA. Um
áramót taka íslendingar við foryst-
unni og segir Gunnar Snorri að stað-
an sé greinilega flóknari en menn
höfðu talið, sem geri það að verkum
að formennska íslendinga verði
vandasamari en á horfðist.
Engin formleg viðbrögð EFTA
liggja enn fyrir en að loknum ráð-
herrafundi bandalagsins í síðustu
viku sagði Pertti Salolainen, utanrík-
isviðskiptaráðherra Finnlands, en
Finnar fara nú með forystu innan
EFTA, að ekki kæmi til greina að
samningaviðræður yrðu hafnar að
nýju ef EES-samningnum yrði hafn-
að af Evrópudómstólnum. Ef hins
vegar þyrfti að útkljá einhver ein-
staka lögfræðileg vafaatriði væri
EFTA reiðubúið að ræða það við
samningsaðila sinn.
Háttsettir embættismenn hjá
EFTA í Genf sögðu við Rcuters-frétt-
astofuna um helgina að þeir væru
úrræðalausir varðandi framtíð EES
en embættismenn innan EB sögðu
flest aðildarríki bandalagsins vilja
undirrita samninginn, þrátt fyrir
þessa niðurstöðu Evrópudómstólsins.
DANMORK:
Uffe Ellemann
segir gallann
hneyksli
Kaupmannahöfn. Reuter. Frá Nils Jergen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
UFFE Ellemann-Jensen, utanrík-
isráðherra Danmerkur, segir það
vera hneyksli að EES-samningur-
inn samrýmist ekki Rómarsátt-
mála EB.
„Meðan 'á samningaviðræðunum
stóð spurðum við framkvæmda-
stjórnina að því, hvort að þetta skipu-
lag, með sameiginlégum dómstóli,
gæti gengið upp og okkur var sagt
að svo væri. Þetta er hneyksli," sagði
Uffe Ellemann við danska ríkisút-
varpið á sunnudag.
Hann sagðist hafa verið í sam-
bandi við norræna starfsbræður sína
vegna þessa um helgina og hefði
þessi niðurstaða komið þeim öllum
mjög á óvart. „Ég skil ekki hvernig
þetta hefur getað gerst,“ sagði
danski utanríkisráðherrann.
Hann bætti því að það gæti orðið
vandasamt fyrir ýmis lönd að bæta
úr þessum galla samningsins en
skýrði ekki nánar hvað hann ætti við.
Daninn Henning Christophersen,
sem er varaformaður framkvæmda-
stjórnar EB, sagði við norrænu frétt-
astofuna Ritzau í Brussel að það
væri mjög slæmt að Evrópudómstóll-
inn hefði ekki gert athugasemdir við
samninginn fyrr en nú. Ef athuga-
semdirnar hefðu komið fyrr hefði
verið hægt að ganga frá nauðsynleg-
um breytingum.
------*—♦—«------
NOREGUR:
Stjórnar-
kreppa talin
yfirvofandi
Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morg-unblaðsins.
TÆPRI viku fyrir jól er sótt að
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, frá mörgum
vígstöðvum. Á sama tíma og vand-
kvæði vegna EES hrannast upp í
þriðja sinn er hart barist í Stór-
þinginu um breytingar á skatta-
lögum. Er þetta talið geta leitt til
stjórnarkreppu á allra næstu dög-
um.
Formaður Kristilega þjóðarflokks-
ins, Kjell Magne Bondevik, segir það
ekki koma til greina að byija að
semja um EES upp á nýtt. „Þolin-
mæði okkar er á þrotum. Allar frek-
ari samningaviðræður verða á
ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Við mun-
um ekki styðja viðræður sem gætu
leitt til breytinga á þeim samningi
sem nú liggur fyrir,“ sagði Bondevik.
Þar með eru örlög EES í Noregi
í óvissu. Afstaða Kristilega þjóðar-
flokksins ræður úrslitum í Stórþing-
inu þar sem samþykkja þarf samn-
inginn með tveimur þriðju allra at-
kvæða. Norskir lögspekingar vara
einnig við því að hugsanlegt sé að
samningurinn verði í andstöðu við
stjórnarskrá Noregs.
„Það er of snemmt að segja til
um hvort örlög samningsins séu ráð-
in. Ég vona ekki. Þörfin fyrir hann
er jafn mikil og áður algjörlega óháð
niðurstöðu dómstólsins," sagði Bjom
Tore Godal, viðskiptaráðherra við
Dagbladet.
Á sama tíma á ríkisstjórnin í mikl-
um erfíðleikum út af öðru máli.
Stjórnin hefur lagt til breytingar á
skattalögum sem m.a. fela sér lækk-
un skatta launþega. Hægriflokkur-
inn telur hins vegar einnig nauðsyn-
legt að lækka skatta atvinnulífsins.
Telur flokkurinn að tillögur stjórnar-
innar muni leiða til stóraukinnar
skattbyrði fyrir lítil og meðalstór
fyrirtæki. Gunnar Berge, formaður
þingflokks Verkamannaflokksins,
segir að ríkisstjórnin geti ekki teygt
sig lengra í skattalækkunum.