Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 37 FINNLAND; EFTA-ríki ræði málið sín á milli í fyrstu Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. PERTTI Salolainen, utanríkisvið- skiptaráðherra Finna, sem fer með formennsku EFTA segir að sér finnist eðlilegt að EFTA-ríkin taki afgtöðu til gagnrýiii dómstóls Evrópubandalagsins á samning- inn um EES áður en haldið verði áfram samningum við EB. Að sögn Salolainens verða EFTA-rík- in að bera saman bækur sínar að þeim embættismannafundi lokn- um sem fulltrúar EB og EFTA sitja á fimmtudaginn. Grunnafstaða Salolainens til allra breytingartillagna er samt ótvíræð: Menn eigi að líta á EES-samninginn sem eina heild. Þannig verði ekki unnt að breyta einstökum atriðum eins og til dæmis skipan dómstóls án þess að endurskoða allan samn- inginn. Hins vegar sagði Salolainen'' í samtali við Helsingin Sanomat, stærsta dagblað Finna, um helgina að sér fyndist ekki útilokað að setj- ast að samningaborði með EB aftur. Hann vildi ekki skýra frá því hvaða kröfur EFTA-ríkin myndu gera á móti kröfu EB-dómstólsins um óbreytta lögsögu. Hann sagðist vilja biða með að sýna spilin þangað til hugsanlegar nýjar viðræður væru komnar af stað. I meginatriðum virð- ist Salolainen ennþá bjartsýnn á að EES-samningurinn geti gengið í gildi frá ársbyrjun 1993. -----» ■♦ ~4--- SVISS: Vandinn var fyrirsjáanlegnr ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. SVISSNESKUM stjórnmálamönn- um, embættismönnum og fjölmiðl- um kom saman um í gær að það yrði að semja upp á nýtt um hluta af EES-samningnum í framhaldi af niðurstöðu EB-dómstólsins. Það mun seinka þingumræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, en umræðurnar áttu að fara fram í vor og atkvæðagreiðslan í byrjun desember á næsta ári. Jakob Kel- lenberger, sendiherra og aðal- samningamaður Sviss í Brussel, vildi ekki spá hversu mikil sein- kunin yrði en sagðist jafnvel bú- ast við að EB myndi leggja fram breytingartillögur á þremur greinum samuingsins í janúar sem yrði þá hægt að taka afstöðu til. Dagblaðið, Neue Ziircher Zeitung, sagði í gær að Svisslendingar hefðu snemma í samningagerðinni bent á að sá vandi sem nú er kominn upp gæti gert vart við sig. Þeim var þá svarað að það væri „innanríkismál" EB. Því var fagnað sem stóru skrefi fram á við í samningagerðinni þegar samningar náðust um sameiginlegan dómstól en nú veldur þetta ákvæði vandanum sem var fyrirsjáanlegur. Svisslendingar hafa frá upphafi lagt áherslu á að geta haft áhrif á ákvarð- anir og dómsúrskurði sem varða EES og því skiptir skipun dómstóla yfir svæðinu þá miklu máli. Ríkisstjórnin mun þurfa að taka afstöðu til samn- ingsins á nýja leik eftir að honum verður breytt frá því sem nú er. Vandræðin nú koma svissneskum andstæðingum samningsins ekki á óvart. Þeir benda á að þeir hafi allt- af sagt að hann væri slæmur og þetta sýni að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Stuðningsmenn aðildar Sviss að EES segja hins vegar að nú þurfi að bíða átekta og sjá hvernig hægt sé að umskrifa samninginn. Stuðningsmenn aðildar að EB líta niðurstöðu dómstólsins ekki mjög alvarlegum augum. Þeir telja að það verði hægj. að breyta samningnum á auðveldan hátt þannig að hann geti þjónað skammtímahlutverki sínu sem brú inn í EB. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra: Nauðsyiilegt að íhuga vandlega hvaða áhrif þetta hefur „ÞETTA gjörbreytir stöðunni og það er nauðsynlegt að menn íhugi vandlega hvaða áhrif þetta hefur á afstöðu okkar til samn- ingagerðar um evrópskt efna- hagssvæði," sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, aðspurður um hver áhrif niðurstaða dómstóls Evrópubandalagsins hefði á samningana um Evrópskt efna- hagssvæði. Hann sagði að utanríkisráðherra hefði gert grein fyrir stöðu málsins á ríkisstjórnarfundi á sunnudag. „Við lítum náttúrulega fyrst og fremst þannig á að þetta opinberi erfiðleika Evrópubandalagsins á því að standa við þá samninga sem samningamenn og ráðherranefnd gerir fyrir hönd Bandalagsins. Þetta sýnir mikinn innri veikleika að okkar mati og við teljum að frumkvæði að næsta skrefi hljóti að vera hjá Evr- ópubandalaginu því það stendur ekki á öðrum aðilum að uppfylla samn- inginn að sínu leyti til. Það hlýtur því að hafa ríkar skyldur til þess að reyna að ná málinu í það horf að það geti hugnast EFTA-ríkjum. Jafnframt hljótum við að gera okkur grein fyrir því og horfa á það opnum augum að þróun málsins í þessa átt gæti orðið til þess að ekkert yrði af samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði,“ sagði Davíð. Hann sagði að þetta væru mjög alvarleg tíðindi. Hins vegar að jafn- vel þó svo færi að ekkert yrði af samningum um Evrópskt efnahags- svæði mætti segja að samningarnir hefðu orðið okkur til góðs. Evrópu- bandalagið hefði ríka skyldu til þess, ef farið yrði síðar meir í tvíhliða samninga, að tryggja okkur þá stöðu sem samningurinn um EES hefði ella tryggt okkur. Davíð sagði aðspurður að menn yrðu að fara afar varlega í að breyta núverandi ákvæðum samningsins varðandi dómsvald, því ekkert mætti gera í þeim efnum sem gæti orkað tvímælis gagnvart stjórnarskránni. ----------»■♦ ■»---- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Slæm lausn að minnka vægi EES-dómstóls JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að það væri slæm lausn fyrir ísland, ef það yrði úr að minnka vægi EES-dóm- stólsins vegna synjunar Evrópu- dómstólsins á samningi um Evr- ópskt efnahagssvæði. Jón Baldvin segir að Islendingar, sem hugsi samninginn til frambúðar, eigi ineira undir réttaröryggi innan EES en aðrar þjóðir Fríverzlunar- bandalagsins (EFTA), sem séu á leið inn í Evrópubandalagið. Ut- anríkisráðherra vill ekki útiloka að EB leysi málið innan sinna vébanda á næstunni, en telur lík- legra að málið tefjist verulega. „Þetta er innra mál bandalags- ins,“ sagði Jón Baldvin, aðspurður hvort menn hefðu ekki getað séð fyrir hvernig Evrópudómstóllinn myndi bregðast við samningsniður- stöðunni. „Fulltrúar bandalagsins sögðu okkur að þeir hefðu haft óformlegt samráð við dómstólinn. Þeir sögðu okkur að þeir myndu leita formlegrar upnsagnar dómstólsins og gerðu það í ágústmánuði. .Sú álitsgerð átti að liggja fyrir innan viku, en það stóðst náttúrlega ekki. Hvaða skoðun, sem menn höfðu á því, þá var það þeirra mál og á þeirra ábyrgð. Við vorum að semja við framkvæmdastjórnina en ekki dóm- stólinn. Þegar hún fullvissar menn um að eitthvað sé í lagi, þá er það ekki á okkar valdi að segja nei.“ Jón Baldvin sagði að ef taka .ætti samninginn upp aftur þyrfti sam- stöðu EFTA-ríkjanna, og ekki væri víst að hún næðist. Svisslendingar vildu afdráttarlaust sjálfstæðan EES-dómstól, og frá Noregi bærust þær fregnir að aukinn meirihluti, sem nauðsynlegur er til að fá EES- samninginn samþykktan í Stórþing- inu, væri brostinn. Utanríkisráðherra • sagði að til væri önnur leið en að taka samning- inn upp á ný, sú að draga úr vægi EES-dómstólsins, rýra EFTA-stoð- ina í EES, sem sneri að eftirlitsstofn- uninni og dómstólnum. Þá kæmi til greina að til þess að leysa ágrein- ingsmál og tryggja samræmda túlk- un reglna, sem snertu svæðið allt, að ágreiningsmál færu fyrir pólitísku EES-nefndina, sem gæti síðan hugs- anlega gripið til þess að koma á gerðardómum eftir hendinni. „Þessi lausn myndi þýða að ekkert væri abbazt upp á stofnanir EB og að hið heilaga sjálfræði EB samkvæmt Rómarsáttmála væri virt,“ sagði Jón Baldvin. „Kostnaðurinn væri sá að viðskiptaaðilar í EFTA-ríkjunum nytu minna réttaröryggis. Þetta er pólitískt auðvelt fúsk, því að vand- inn, sem upp er kominn, staðfestir að EFTA-ríkin náðu of góðum samn- ingi. “ Jón Baldvin sagði að þetta yrði sennilega auðveld lausn fyrir flest hin EFTA-ríkin, þar sem þau væru á leið inn í EB innan nokkurra ára. „Ég dreg hins vegar enga dul á að þetta yrði ekki góð lausn fyrir ís- land, af því að við hugsum þennan samning til frambúðar. I átökunum um dómstólsmálið lögðum við alltaf áherzlu á að sem fámenn þjóð ættum við meira undir því en aðrir að úr- skurðarkerfið væri öruggt." ------»-♦-»------. Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknarflokks: Hefja á undirbúning undir tvíhliða viðræður Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins seg- ir að Islendingar eigi að búa sig undir að taka upp tvíhliða samn- ingaviðræður við Evrópubanda- lagið innan skamms, þar sem nýr úrskurður Evrópudómstólsins geri samning um evrópskt efna- hagssvæði líklega að engu. „Vitanlega mun reyna á þetta næstu vikurnar, en ég held að menn ættu að skoða mjög alvarlega hvort unnt sé að ná tvíhliða samningum við Evrópubandalagið. Ég held að það þýði ekki strax, því þeir muni vilja ganga úr skugga um þetta mál fyrst. En ég held að íslendignar ættu að byrja að undirbúa sig undir þetta,“ sagði Steingrímur Her- mannsson við Morgunblaðið. Hann sagðist telja að íslendingar gætu í slíkum viðræðum boðið ýmsa hluti, sem eru inni í EES-samníngn- um, en þyrftu um leið að ganga betur frá yfirráðarétti yfir landar- eignum og fl. Um leið gætu íslend- ingar aukið frelsi í fjármagnsflutn- ingum, þjónustuviðskiptum og fjár- festingum. Steingrímur sagði, að úrskurður Evrópudómstólsins væri mun alvar- legri en fyi'stu fréttir hefðu gefið til kynna. „Dómstóllinn segir til dæmis, að EES-samningurinn samrýmist ekki 164 grein Rómarsáttmálans en sú grein er einhver stysta grein sátt- málans og segir einfaldlega að dóm- stólnum beri að tryggja að farið sé að lögum. Með öðrum orðum er Rómarsáttmálinn lögin, og dómstóll- inn kemst að þeirri niðurstöðu að EES-dómstóllinn geti komið í veg fyrir að Evrópudómstóllinn geti tryggt þetta," sagði Steingrímur. Hann sagðist einnig telja það stórt atriði, að dómstóllinn tæki fram að hann hefði eingöngu fjallað um þær fjórar spurningar sem framkvæmdá- stjórn ÉB lagði fyrir hann, en ekki um önnur atriði EES-samningsins. „Mér sýnist þessvegna, að þetta sé mjög alvarlegt áfall fyrir fram- kvæmdastjórnina í Brussel, og þótt ég hafí aðeins séð úrdrátt þessa úrskurðar þá held ég að þáð þurfi meira en eitt pennastrik, eins og Uffe [Elleman-Jensen utanríkisráð- herra Dana] segir, til að laga þetta,“ sagði Steingrímur Hermannsson. -----» ♦♦------ Eyjólfur Konráð Jónsson: Auknar líkur á tvíhliða samn- ingaviðræðum EYJÓLFUR Konráð Jónsson, for- maður utanrikismálanefndar AI- þingis, segir að eftir að álitsgerð Evrópudómstólsins um samning- inn um evrópskt efnahagssvæði liggi fyrir aukist líkur á tvíhliða samningaviðræðum Islands og Evrópubandalagsins og að allir flokkarnir hefðu lýst meiri eða minni stuðningi við þá leið. Lang- ur fundur var haldinn í utanríkis- málanefnd Alþingis í gær þar sem utanríkisráðherra flutti yfirlit yfir stöðu samninganna og álits- gerð Evrópudómsstólsins. Eyjólfur sagði að sú staða sem upp væri komin í málinu væri til komin fyrir handvömm innan Evr- ópubandalagsins vegna innri ágrein- ings. „Þetta mál er í upplausn innan Evrópubandalagsins. Það hlýtur að verða verulegur dráttur á að eitthvað gerist. Ég harma það ekki því ég tel að það sé af hinu góða að ekki verði teknar neinar skyndiákvarðan- ir um málið. Ég hef margoft bent á að það væri enginn samningur til heldur aðeins drög og slitrur," sagði hann. Eyjólfur sagði að íslendingar hefðu sterka stöðu í tvíhliða samn- ingaviðræðum. Við fengjum nú rýmri tíma til að skýra sjónarmið okkar og ættum að láta reyna á tvíhliða samninga. -----»■■ »■♦--- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Engatrúáþví að Rómarsátt- málanum verði breytt „VIÐ höfum ekki fengið niður- stöðu dómstólsins í hendur, en það er engu að síður ljóst að hann telur að samningurinn eins og hann liggur fyrir stangist á við Rómarsáttmálann. Þá þarf annað tveggja að gerast að breyta Róm- arsáttmálanum eða að breyta stofnanaþætti samningsins, þann- ig að EB-dómstóllinn geti lifað við hann,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Kvenna- listans um niðurstöðu EB-dóm- stólsins. Hún sagðist ekki hafa neina trú á því að EB breytti Rómarsáttmál- anum vegna þess að EB liti á samn- inginn um evrópskt efnahagssvæði sem tímabundið ástand, eins og komið hefði skýrt fram á fundi sem hún hefði setið síðastliðinn mánudag með þingmönnum EB-þingsins og EFTA-ríkjanna. Því yrði að breyta stofnanaþætti samningsins og ef þær breytingar yrðu eins og EB vildi þá sæi hún ekki betur en þær væru algjörlega óásættanlegar fyrir EFTA-þjóðirnar. „Á þessari stundu verðum við ís- lendingar að leggja þessi mál niður fyrir okkur og átta okkur á því hvora leiðina við viljum fara, leið tvíhliða samninga og nota þá þetta klúður EB til að ná góðum samningum eða stefna inn í Evrópubandalagið,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagðist telja að íslendingar ættu möguleika á að ná tvíhliða samningi við EB. Við hefðum haft slíkan samning og Færeyingar væru einnig búnir að gera tvíhliða samn- ing. Auk þess væri búið að semja um ákveðna hluti í samningnum um evrópskt efnahagssvæði. Aðspurð sagði hún það sína skoð- un að af tvennu illu væri skárra að vera í EB en í EES ef undan væri skilin sjávarútvegsstefna bandalags- ins. Það væri nánast vonlaust að koma einhverjum lýðræðislegum böndum á evrópska efnahagssvæðið. Það tryggði mjög takmarkað áhrifa- vald þjóðkjörinna fulltrúa og mögu- leikarnir til að hafa áhrif á lagasetn- ingu væru að auki mjög takmarkað- ir. Hún vildi hins vegar taka skýrt fram að hún teldi þriðju leiðina væn- legasta fyrir íslendinga, það væri leið tvíhliða samninga við EB. ------» ♦ ♦------ * ' Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: Leiðir EFTA- þjóða hljóta að skilja OLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir að í kjölfar úrskurðar Evrópu- dómstólsins hljóti leiðir EFTA- ríkjanna gagnvart Evrópubanda- laginu að skilja. Þær EFTA-þjóð- ir, sem stefni að innöngu í Evr- ópubandalagið haldi því striki, en hinar þjóðirnar, þar á meðal ís- Iand, muni stefna að tvíhliða við- skiptasamningum við Evrópu- bandalagið. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að úrskurður Evrópudómstólsins snerti slík grundvallaratriði, að útilokað væri að þær EFTA-þjóðir, sem ekki ætluðu sér að ganga í EB, gætu fallist á að breyta EES-samningnum í samræmi við þá niðurstöðu. í reynd væri dómstóllinn að krefjast þess, að allt réttarkerfi EB og lögsaga Evrópudómstólsins, gilti alfarið á íslandi og í öðrum aðildarríkjum evrópska efnahagssvæðisins. „Slíkt væri ógerlegt án afgerandi breytinga á íslenskri stjórnarskrá, m.a. vegna þess, eins og dómstóllinn bendir sjálfur á í' úrskurði sínum, að ákvæði EES verði að samrýmast því markmiði EB að stefna að eigin- legri einingu ríkjanna. Þess vegna sýnist mér alveg ljóst, að nú sé höf- uðatriði fyrir Island að átta sig á því, hveijir hagsmunir íslendinga séu í stöðunni. Það er mjög hættu- legt fyrir okkur, að fara að þvælast inn í langdregna málamiðlun, bæði innan EFTA og við EB, til að koma á móts við sjónarmið dómstólsins. Þau EFTA-ríki, eins og Svíþjóð og Austurríki, sem þegar hafa ákveðið að ganga í EB, geta auðvitað fallist á kröfur EB, en ríki eins og ísland, sem ætlar ekki að ganga í EB, geta hins vegar ekki hreyft sig vegna þess að réttarfarskaflinn eins og hann er í fyrirliggjandi samningi var í reynd þegar kominn inn á grátt svæði,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði niðurstöðu Evrópu- dómstólsins því fela það í sér að leið- ir EFTA-ríkja hlytu að skilja milli ríkja eins og íslands, sem fyrst og fremst vildu ná fram viðskiptasamn- inga, og hinna sem stefndu inn í EB hið fyrsta. „Mín skoðun er sú, að við eigum að ákveða fljótt að óska eftir tvíhliða samningum við Evrópubandalagið, og höfða til þess að Evrópudómstóll- inn hafi ónýtt samninginn um evr- ópst efnahagssvæði. Þar með sköp- um við kvöð á EB að sýna lipurð, skilning og góðvild í slíkum samn- ingum. Jafnframt eigum við að velja þær lagasetningar úr fyrirhuguðum EES-sanmingi, sem tvímælalaust yrðu hér til bóta,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.