Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 44

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKEPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGÚR 17. DESEMBER 1991 Flug SAS kennir flóknu afslátt- arkerfi um tapreksturinn Flókið fargjaldakerfi IATA, Al- þjóðasambands flugfélag'a, á stóran þátt í tapi SAS-flugfélags- ins á alþjóðlegum flugleiðum. Kemur þetta fram í könnun, sem nýlega var gerð á þessum málum, en í henni var sérstaklega farið ofan í saumana á afsláttarkerf- inu, sem tiðkast hjá flugfélögun- um. Var niðurstaða sú, að í al- þjóðafluginu er oft réttara að tala um, að fargjaldið sé gefið en selt. Um áratugaskeið hafa evrópsku flugfélögin reynt að hafa hemil á verðsamkeppninni og notið við það stuðnings IATA. Hefur það líka tekist að sumu leyti en ekki öllu því að IATA leyfir verulegan af- slátt í ferðum, sem eru seldar ásamt Japan Gjaldþrota korthöfum fjölgar Samtök kreditkortafyrirtækja í Japan ætla að auka eftirlit með korthöfunum í von um, að með því megi draga úr fjölda gjald- þrota meðal einstaklinga, sem beinlínis eru rakin til fyrirhyggj- ulausrar kortanotkunar. Samtökin, sem 780 kreditkorta- fyrirtæki í Japan eiga aðild að, ætla að krefjast þess af fyrirtækj- unum, að þau gefi eftirlitsfyrirtækj- um, sem starfa í tengslum við kred- itkortafyrirtækin, upplýsingar um skuldastöðu hvers og eins mánaðar- lega frá júní á næsta ári að telja. Verða þessar upplýsingar síðan aðgengilegar fyrir öll kreditkorta- fyrirtækin og aðrar lánastofnanir. Þá er einnig í athugun að fjölga þeim stöðum verulega þar sem unnt er að kanna stöðu hvers korts sam- stundis. Það er japanska viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, sem hefur hvatt til þessara aðgerða, en þar á bæ hafa menn áhyggjur af miklum og vaxandi fjölda einstaklinga, sem ekki kunna fótum sínum forráð þegar kortin eru annars vegar. SIEMENS einni eða fleiri ferðum öðrum. Ferðaskrifstofurnar reyna að sjálfsögðu að nýta þetta kerfi til fullnustu fyrir viðskiptavini sína én afslátturinn er aldrei meiri en þegar um er að ræða alþjóðlega flugleið, sem tengist ferð innan Evrópu. Sem dæmi má nefna, að ef farið er inn á skrifstofu SAS í Bangkok í Tæ- landi og keyptur farmiði til Barcel- ona á Spáni og til baka þá kostar hann rúmar 170.000 ÍSK. Það sama kostar á leiðinni Bangkok-Kaup- mannahöfn en fram og til baka milli Kaupmannahafnar og Barcel- ona er fargjaldið um 80.000 ÍSK. Ef væntanlegur farþegi frá Bang- kok ákveður hins vegar að fara fyrst til Barcelona og síðan til Kaupmannahafnar þá þarf hann aðeins að borga fyrrnefndar 170.000 kr. Ferðin til Kaupmannahafnar er sem sagt ókeypis en aðeins fyrir viðskiptavininn. Yfírmaður SAS í Evrópufluginu er ábyrgur og til að fá reikningana til að stemma hefur hann samband við yfírmann SAS í alþjóðafluginu og fær hjá honum þessar 80.000 kr., sem það kostaði að flytja farþegann milli Barcelona og Kaupmannahafnar. Yfírmaður- inn í alþjóðafluginu situr þá uppi með það, að ferðin milli Bangkok og Barcelona kostaði ekki 170.000 kr., heldur um 90.000 kr. Ekki virðist auðveldara að brengla verð á nokkurri vöru ann- arri en flugferðum. Rekstur flugfé- lags er þó næstum 100% fastur kostnaður og á árum áður var það hreinn gróði ef hægt var að fá Þjóð- verja, Frakka eða Hollendinga til að fljúga vestur um haf í gegnum Kaupmannahöfn. Svo er þó alls ekki lengur. A fréttamannafundi, sem SAS efndi til í Stokkhólmi í október, skýrði markaðsstjóri fé- lagsins, Vagn Sörensen, frá því, að flugi til þriggja áfangastaða í Vest- urheimi hefði verið hætt og bætti síðan við, að þótt flogið hefði verið með fulla vél í hverri ferð hefði SAS ekki getað grætt eina einustu krónu. Á sama tíma var upplýst, að tapið hjá félaginu í hverri ferð í Atlantshafsfluginu væri hátt í 1,3 milljónir ÍSK. „Samkeppnin í Norður-Atlants- hafsfluginu er gífurlega hörð. Frá 1985 til 1991 hefur sætaframboðið aukist um 100% en markaðurinn aðeins um 60% og ástandið getur versnað enn,“ sagði Sörensen og bætti því við, að SAS-leiðirnar yfir Norður-Atlantshaf yrðu því aðeins ábatasamar, að unnt væri að skera niður kostnaðinn um 20% og ná 78% sætanýtingu. 78% er mikil sætanýting en svo undarlegt sem það er þá verður afsláttarkerfið jafnvel enn verra við þær aðstæður. Flugfélögin eiga þá á hættu að þurfa að vísa burt far- þegum, sem ætla aðeins frá A til B vegna þess, að vélin er full af fólki, sem ætlar að halda áfram til C — og það ókeypis. y ...... A\ , y :; ’is SAS — Á fréttamannafundi, sem SAS efndi til í Stokkhólmi í október, skýrði markaðsstjóri félagsins, Vagn Sörensen, frá því, að flugi til þriggja áfangastaða í Vesturheimi hefði verið hætt og bætti síðan við, að þótt flogið hefði verið með fulla vél í hverri ferð hefði SAS ekki getað grætt eina einustu krónu. Málmiðnaður Spá minni málmútflutn- ingi frá Sovétríkjunum Minni framleiðsla og birgðir á þrotum — Síðustu tvö ár hafa viðskipt- in einkennst af spillingu og undirboðum Búist er við, að málmútflutning- ur Sovétmanna minnki á næsta ári þrátt fyrir mikla þörf þeirra fyrir gjaldeyrinn, sem þeir fá fyrir gull, platínu og hrámálma eins og ál. Eru flestir sérfróðir menn um málmmarkaðinn sam- mála um það. Því hefur verið spáð í nokkurn tíma, að draga færi úr málmútflutn- ingi frá Sovétríkjunum en samt hefur ekkert lát orðið á honum allt þetta ár. Afleiðingarnar hafa heldur ekki látið á sér standa og málmverð er lægra en verið hefur um margra ára skeið. Margt bendir þó til, að vegna hruns sovéska miðstjórnar- valdsins og efnahagsóreiðunnar fari spárnar að rætast. Er það mat sér- fræðinga, að gull-, platínu-, kopar-, ál- og nikkelútflutningurinn muni minnka á næsta ári, annars vegar vegna upplausnar í efnahags- og samgöngumálum og þar af leiðandi minni framleiðslu og hins vegar vegna þess, að birgðirnar eru á þrotum. „Það er allt útlit fyrir, að málm- útflutningur Sovétmanna hafí náð hámarki á þessu ári,“ segir Thomas Baack, helsti hagfræðingur Met- allgesellschaft AG í Frankfurt, og hann telur, að mikill orkuskortur og vandamál eins og mengun muni hafa veruleg áhrif á framleiðsluget- una. Þá segir hann, að sovétlýðveld- in muni fara varlega í að flytja út málma, sem þau þurfí að nota í eigin iðnaði. Þá eru einnig dæmi þess, að Sovétmenn sjálfír hafi dregið úr útflutningi vegna þess hve heimsmarkaðsverðið er lágt. Málmsalan að undanförnu hefur meðal annars stafað af gjaldeyris- skortinum í Sovétríkjunum en ákvörðun sjö helstu iðnríkja heims um að endurskipuleggja greiðslur af sovésku skuldabyrðinni og fresta þeim um tíma léttir nokkuð á þrýst- ingnum. Þá vekur það líka athygli, að Rússlandsstjórn stefnir líklega að því að taka í sínar eigin hendur alla sölu á málmum og olíu. Edwin Arnold, sérfræðingur í málmmarkaðnum hjá Merrill Lynch í London, segir, að á síðustu tveim- ur árum hafí alþjóðleg málmversl- unarfyrirtæki verið umsetin sovésk- um fyrirtækjum og kaupsýslu- mönnum, sem boðið hafi vöruna til kaups á niðursettu verði og hafi þessi viðskjpti einkennst af mikilli spillingu. í nóvember tók Rúss- landsstjórn hins vegar sjálf við sölu á olíu, gulli, demöntum og kolum og talið er víst, að svo verði einnig um allan málmútflutninginn. Er það talið nauðsynlegt fyrir Rússa að einfalda viðskiptin við Vesturlönd. Þeir eru raunar til, sem telja, að gjaldeyrisskorturinn muni áfram neyða sovésku lýðveldin til að flytja út meira en þau geta með góðu móti en flestir eru á því, að veru- lega dragi úr útflutningnum á árinu 1992, einkum á gulli og áli. vmr Agnelli fjölskyldan að kaupa Perrier Litlu raftœkin fra SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafiri kaffivélar hrærivélar i brauðristar ff vöffiujárn I strokjárn handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur símtæki áleggshnífar kornkvarnir „raclette“-tæki veggklukkur vekjaraklukkur rakatæki handryksugur blástursofnar hitapúðar o.m.fl. Lítið inn til okkar og skoðið vönduð tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið! Agnelli fjölskyldan á Ítalíu, aðaleigendur Fiat-bílasmiðjanna, hefur gert tilboð í meirihluta bréfa í franska fyrirtækinu Exor, sem með- al annars fer með stjórn Source Perrier, en það félag selur lindar- vatn víða um heim og er einnig þekkt fyrir ostaframleiðslu sína. Ifint, eignarhaldsfélag í Lúx- embourg í eigu Agnelli fjölskyld- unnar, hefur lagt fram tilboð um kaup á 2/3 hlutabréfa í Exor á 1.320 franska franka (kr. 14.060,-) hvert bréf, og metur þannig heildar verðmæti Exor á 5,6 milljarða franka (um 60 milljarða króna). Með þessu tilboði virðist lokið vangaveltum um eigendaskipti, sem hófust snemma árs í fycíú þegar Perrier neyddist til að eyðileggja birgðir sínar á lindarvatni um allan heim eftir að vottur af bensóli fannst í vatninu. Exor á 35% hlut í Perrier, Chate- au Margaux vínekrurnar, hlut í Suez iðn- og fjárfestingafélaginu, og um 120 þúsund fermetra í fast- eignum í miðborg Parísar. Ifint hafði nýlega skýrt frá því að félagið ætti fyrir 34,5% hlut í Exor, og hefði verið að kaupa hluta- bréfín allt frá byijun ársins. En samkvæmt frönskum lögum ber aðila sem eignast 33,33% í hlutafé- lagi að bjóðast til að eignast tvo þriðju hluta bréfanna. Verði tilboði Ifnit tekið kostar það félagið 1,8 milljarð franka (um 19,2 milljarða króna). Verðið sem Ifnit býður er 23% hærra en skráð söluverð var í kauphöllum áður en sala var stöðv- uð vegna tilbosins, en þó hvergi nærri mati sérfræðinga á raunveru- legu verðmæti allra eigna Exor, sem þeir telja á bilinu 9-11 millj- arða franka. Agnelli fjölskyldan á fyrir miklar eignir í Frakklandi, en hefur lítil afskipti af stjórnun þeirra frönsku fyrirtækja sem hún á hluti í. Ifil, annað eignarhaldsfélag Agnelli fjöl- skyldunnar, á hlut í matvælasam- steypunni BSN, og Agnelli og BSN eiga saman Galbani, stærsta osta- framleiðanda á Ítalíu. Einnig á fjöl- skyldan hluti í fjarskipta- og verk- fræðifyrirtækinu Alcatel-Alsthom, einkasjónvarskerfinu TFl, Worms et Cie eignarhaldsfélaginu, og í sykur- og pappírssamsteypunni Sa- int Louis. Heimild: Financial Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.