Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ VZDSKIPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
45
Verslun
Snyrtivöruverslunin Clara
selur 2 af 4 verslunum
Eigendur snyrtivöruverslunar-
innar Clöru hafa selt 2 verslanir
sínar, aðra á Laugavegi 15 og
hina í Austurstræti 3. Kaupendur
að versluninni í Austurstræti eru
hjónin Inga Birna Ulfarsdóttir
og Baldvin Einarsson, en Inga
Birna er dóttir fyrri eigenda.
Kaupendur að versluninni á
Laugavegi eru hjónin Rósa Sig-
ursteinsdóttir og Jón H. Frið-
steinsson. Rósa rak áður verslun-
ina Topptískuna í Aðalstræti.
Að sögn fyrri eigenda, Guðrúnar
Ingólfsdóttur og Úlfars Teitssonar,
hefur verslunin vaxið mjög hratt á
undanförnum árum. Úpphaflega
hóf hún starfsemi í Bankastræti en
fluttist á Laugaveg 15 fyrir um 8
árum. Ný verslun var opnuð þegar
Kringlan hóf starfsemi árið 1987
og síðar var 2 verslunum bætti við
reksturinn. Guðrún og Úlfar hyggj-
ast nú einbeita sér að aðalverslun
sinni í Kringlunni.
Snyrtivöruverslunin í Austur-
stræti mun áfram bera nafnið Clara
og hyggjast hinir nýju eigendur,
Inga Birna og Baldvin, ekki breyta
rekstrinum hvað varðar sölu á ein-
stökum vörumerkjum.
Nýju eigendurnir á Laugavegi
15 hyggjast gera litlar breytingar
á versluninni en hún mun bera nafn
Topptískunnar.
Gæðamál
Vinnuhópur um gæði kann-
ar staðla fyrir þjónustu
INNAN Gæðastjórnunarfélags
íslands er starfandi vinnuhópur
um gæði í þjónustu, sem undanf-
arið hefur kynnt sér gæðastaðla
fyrir þjónustufyrirtæki. Til að
kynna sér reynslu af gæðastöðl-
um á Islandi fór hópurinn i kynn-
ingu til Lýsis hf. sem einna lengst
er komið hérlendis á þessu sviði
en fyrirtækið hefur sótt um vott-
un á vormánuðum, segir í frétt
frá hópnum.
kynningar. Ýmist halda þátttakend-
ur sjálfir erindi, gestir heimsækja
hópinn, myndbönd eru skoðuð eða
fyrirtæki heimsótt. í vinnuhópinum
um gæði og þjónustu eru stjórnend-
ur þjónustufyrirtækja og stofnana
víðsvegar að úr atvinnulífinu og
starfar hann undir handleiðslu Hö-
skuldar Frímannssonar.
— Inga Birna Úlfarsdóttir í snyrtivöruversluninni Clöru
í Austurstræti 3.
TOPPTISKAN — Rósa Sigursteinsdóttir í snyrtivöruverslun-
inni á Laugavegi 15 sem mun fá nafnið Topptískan.
Verslun
Nýjar frí-
merkjavélar
frá Alcatel
SKRIFSTOFUVÉLAR eru með
til sölu nýja línu í frímerkjavélum
frá franska fyrirtækinu Alactel.
I frétt frá Skrifstofuvélum segir
að þessar vélar eigi heima hjá
fyrirtækjum og stofnunum þar
sem meira en 300 bréf sendast á
mánuði.
Jafnframt segir í fréttinni að
hagkvæmni frímerkjavélarinnar
felist í því að ekki þurfi fleiri aukaf-
erðir til Pósts og Síma eftir frí-
merkjum sem vantar. Sjálfvirkt eft-
irlit sé með póstburðargjöldum með
álestri úr vélunum hvenær sem er.
Vélin leiði til fljótvirkari þjónustu á
meðferð pósts og fyrir hendi sé
ókeypis auglýsingamáti með sér-
útbúinni klisju. Þá segir einnig að
lás sé á öllum vélunum sem veitii'
eingöngu leyfishöfum aðgang að
póstburðargjöldum. Alactel frí-
mverkjavélar má kaupa á kynning-
arverði til áramóta.
■ —1 ....
TJfefóar til
JL JL fólks í öllum
starfsgreinum!
ptDrgmuMaföiifo
Vinnuhópurinn um gæði í þjón-
ustu leggur áherslu á hve mikilvæg
gæðakerfi eru fyrirtækjum, sem
vilja kynna gæðaímynd og sækja
fram á mörkuðum erlendis, ekki
aðeins í Evrópu heldur nánast hvar
sem er í viðskiptaheiminum.
Heimsóknin til Lýsis hf. var einn
af vikulegum fundum hópsins, þar
sem haldnir eru fýrirlestrar og
UniDIRBÚIUIIUGUR
AÐ ÚTGÁFU SÍMA-
SKRÁRininiAR 1992
er niú HAFinini
Breytingar og viðbætur, svo sem ný aukanöfn þurfa að hafa
borist eigi síðar en 31. desember n.k.
Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ ÞEIR SÍMNOTENDOR SEM
HAFA FARSÍMA, FAX, TELEX EÐA BOÐTÆKI, EIGA KOST Á
AUKASKRÁNINGUM í NAFNA- OG ATVINNUSKRÁ
SÍMASKRÁRINNAR, GEGN GREIÐSLU GJALDS KR. 243 - MASK
FYRIR IIVERJA LÍNU.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-63 66 20
kl. 8-16 virka daga.
PÓSTUR OG SÍMI
SÍMAS.KRÁ, 150 REYKJAVIK
HTM 325sx
386SX-25 MHz • 2 MB minni • 3,5"drif
Super VGA skjástýring (1MB)
Super VGA litaskjár
DOS 5,0. Mús og Windows
43 MBdiskur,16 ms
stgr.m/vsk
HTM420sx
486SX-20 MHz • 8 KB Cache minni • 4 MB minni • 3,5”drif
Super VGA skjástýring (1MB) Super VGA litaskjár
DOS 5,0. Mús og Windows
43 MB diskur,16ms
stgr.m/vsk
219.900
SÍMI 91-62 73 33 • FAX 91- 62 86 22
Traust og örugg þjónusta í 15 ár