Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 47

Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 47 Morgrmblaðið/Rúnar Þór Söng- og gleðileikurinn Tjútt og tregi verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar á þriðja degi jóla, en þessi mynd var tekin á æfingu fyrir skömmu. Leikfélag Akureyrar: Islenskur söngleikur, Tjútt og tregi, frumsýndur umjólin UPPSELT er orðið á þrjár fyrstu sýningar Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Tjútti og trega eftir Valgeir Skagfjörð, en verkið verður frumsýnt 27. desember næstkomandi. Aukasýning á verk- inu verður sunnudaginn 29. desember. Yfir 20 sönglög í anda sjötta áratugarins eru í leiknum og sjö manna hljómsveit á svið- inu mun eiga sinn þátt í að skapa rétta andrúmsloftið. Valgeir samdi bæði handrit og Lykilhlutverkið er í höndum tónlist og leikstýrir verkinu að Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, auki. Söngleikurinn gerist árið 1955 á ónefndum stað á lands- byggðinni og í Reykjavík og er fullur af þekktum minnum frá þessum tíma. en auk hennar ieika í verkinu Skúli Gautason, Felix Bergsson, Aðalsteinn Bergdal, Þórdís Arn- ljótsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteins- dóttir og Kristjana Jónsdóttir. Baldvin Björnsson hannar leik- mynd og búninga, Ingvar Björns- son sér um lýsingu, Jón Rafnsson stjórnar hljómsveit, en Hjörtur Howser annast píanóleik á æfing- um og sýningum og sá um tónlist- arútsetningar ásamt Jóni Hlöðver Áskelssyni. Henný Hermanns- dóttir samdi ýmis tilbrigði við tískudansa þessa áratugar. Reyni að sýna bæinn frá flestum sjónarhornum - segir Pálmi Guð- mundsson um ljós- myndir sínar í bók- inni Akureyri, bærinn við fjörðinn „ÉG REYNI að sýna bæinn frá sem flestum sjónarhornum, þetta eru stemmningsmyndir, mannlíf og gróður voru mér ofarlega í huga,“ sagði Pálmi Guðmundsson, en út er komin bók með Ijósmyndum frá Akur- eyri sem hann hefur tekið. Text- ann í bókinni skrifaði Rafn Kjartansson menntaskólakenn- ari. Myndirnar eru flestar teknar á þessú og síðasta ári og sagði Pálmi að hann hafi átt álitlegt safn mynda úr bænum. Sér hafi dottið í hug að safna þeim saman í bók og vakti hann máls á því við Björn Eiríksson bókaútgefanda sem hefði tekið hugmyndinni vel. Henni var hrint í framkvæmd og fékk Pálmi Rafn í lið mér sér til að skrifa texta bókarinnar. Pálmi hefur verið iðinn við að taka ljósmyndir og hafa myndir hans birst víða, m.a. í blöðum, tímaritum og í dagskrárlok í Ríkis- sjónvarpinu. Þá hafa erlendir aðil- ar óskað eftir myndum hans, þar á meðal ferðaskrifstofur í Dan- mörku og Finnlandi. „Ég var að leita að failegum ** Morgunblaðið/Rúnar Þór Pálmi Guðmundsson með bók sína, Akureyri, bærinn við fjörð- inn, en í henni er fjöldi ljós- mynda sem hann hefur tekið. stemmningsmyndum, myndum sem gaman væri að sýna öðrum og gætu gefið einhveija hugmynd um hvernig bærinn okkar er. Ég leitaði að ýmsum sjónarhornum og andstæðum. Gróðurinn var mér ofarlega í huga og mannlífið, þá eru einnig í bókinni margar mynd- ir teknar að kvöldlagi, enda er bærinn afar fallegur á þeim tíma,“ sagði Pálmi. Bókin verður væntanlega gefin út með enskum og þýskum texta næsta vor. Skjaldborg gefur bók- ina út, en hún er prentuð hjá POB á Akureyri. GU0S KiRKJA ER BYGGÐÁ BJARGI Neytendafélag Akureyrar og nágrennis: Jólasteikin hækkaði minna en sem nemur verðbólgu á árinu MEÐALVERÐ á hefðbundnum jólasteikum hefur hækkað minna en sem nemur Verðbólgu á einum ári, eða frá því í desember á síð- asta ári og er það í fyrsta sinn frá því Neytendafélag Akureyrar og nágrennis hóf að kanna verð á jólasteikum sem það gerist. Félagið hefur sent frá sér nýja verðkönnun þar sem kannað er verð á 25 tegundum kjötvöru, sem algengastar eru á borðum lands- manna um jól og áramót. krónum upp í 1.397 krónur, hann er ódýrastur í Hagkaupum og hefur lækkað utn 9% frá því í fyrra. Bayon- neskinka er einnig ódýrust í Hag- kaup, kostar 998 krónur, en dýrust í Matvörumarkaðnum á 1.195 krón- ur. Hangilæri með beini er ódýrast hjá B. Jensen, kostar 792 krónur, én dýrast í Matvörumarkaðnum á 893 krónur. Hangiframpartur með beini kostar 489 krónur í Hagkaup- um og hjá B. Jensen þar sem hanri er ódýrastur, en 573 krónur í Hrísa- lundi. Verðið hefur sem fyrr segir ekki hækkað milli ára hjá B. Jensen, í Matvörumarkaðnum er hækkunin 6,3%, í Hagkaupum 4,4% og í Hrísa- lundi hefur hækkun frá því í deseinb- er í fyrra orðið 7,2%. Verkalýðsfélag Húsavíkur: Kjötvinnsla B. Jerisen sem var nreð lægsta mfeðalverð í könnunninni á síðasta ári er einnig með lægsta meðalverð í ár og vakti það atliygli félagsins áð ýerðskrá og nötdð vár í fyrra gildi binnig nú í ár. Köniiiiíjíii, náði tii fjögUrra aðiln, Kjötviiinslu B, Jensen í Glæsibæjai'- hréppi, Matvörumarkaðai'ins, Hág- káupa og Hi'ikálúiids. HatiibÖi'gái'- Béif' Hfýggúr ffléö feéffli kbstar i'rá 995 áfitiánhárnði félagins héiihiið tii Heimild fengin til vé.rkfállsbbðunaf: Vefkfallsiiéim- ildiii íiæi' hviiri heldiir séhi ef iil eiristákra stárfsstettá, viiiiiustaða pða félao*sins i hpilri. Lögreglan: Þras og leiðindi um helgina „HELGIN einkenndist af þrasi og leiðindum, það voru margir á ferð- inni og mikill drykkjuskapur,“ sagði Matthías Einarsson varðsljóri lögreglunnar á Akureyri, Átta gistu fangageymslur lögregl- unnar um helgina, sem er óvenjumik- ið, en lögreglan ók fjölda fólks til síns heima eftir dansleiki vegna ölv- unar. Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur og einn fyrir of hraðan akstur. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með smávægilega áverka vegna slagsmála. Þá ui'ðu fimnl smá- árekstrar í bænum um helgina. Þá var lögregla kvödd á vettvang vegna etja í heimahúsum í tvígang. „Það var óvenjumikið rugl á fólki um helgina, fólk virðist hafa drukkið jólaglögg í miklum mæli. Það gerir engum manni gott að belgja sig út á þessu jólaglöggi," sagði Matthías. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem skorað er á Alþingi ís- lendinga og ríkisstjórn að festa nú þegar kaup á þyrlu til björgunar- starfa á sjó og landi. „Fundurinn minnir í þessu sambandi á þau erf- iðu skilyrði sem íslenskum sjómönn- um eru búin vegna hins válynda veðurfars á íslandsmiðum. Kaup á björgunarþyrlu ættu því að vera for- gangsverkefni íslenskra stjórnvalda sem með því sýndu að þau meta og virða störf og öryggi þeirra manna, sem færa þjóðarbúinu meginþorra gjaldeyristekna sinna,“ segir í álykt- un sem samþykkt var samhljóða á fundinum. ViSSS. JÓN ÞORSTEINSSON HÖRDUfl ÁSKELSSOM tEIKUR UNDIR A ORGft Guðs kirkja er byggð á bjargi Okkur langar til að minna fólk á þlotilha „Guðs kirkja ér bj ggð á bjargi" Á hcnni syngur Jón Þorstcinsson, óperusongvári, sálnia við undirleik Hárðár Askelssbhar. Ur umsögnuin gagnrýncnda: „Híí/i einkennist afeinlægni og crúarjátningu... Samvinna þessara ágætu listamanna helur getið afsét mjög eigulegan grip fyrir þá sem unna góðum sálmaflutningi. “ Haukur Ágústsson, Degi. „Þórr lítið láú yfir sér, er hljómphuan „Guðs kirkja er byggð á bjargi" sigur fyrir íslcnska kirkjumúsík almennt og Jón Þorsteinsson sérstaklega... falieg lög, góður flutningur og tær upptaka... Hér hefur íslenskum sálmasöng vcrið sectur nýr gæðastaðall...'' Ríkarður Örn Pálsson, Rás 1. Fæst í hljómplötuverslunum um land allt. Dreifing í síma 96-62220 (Svavar), 96-62382 (Matthías) og 91-688796 (Bergþóra) Utgefandi: Ólafsfjarðarkirkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.