Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 48

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Sameining Borgarspítala og Landakots: Stofnkostnaður talínn vera um milljarður kr. Agreiningur um stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur «*#>$>***c? t» ao kunna <sco A wticavwyxuw NEFND, sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra skipaði tii að kanna möguleika á sparnaði og hagræðingu í rekstri Landakotsspítala og Borgarspítala, telur líklegt að sameining spítalanna muni leiða til sparnaðar í rekstri þegar til lengri tíma er litið eða allt að 310 milljón- um á ári. Heildarkostnaður við stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur er talinn vera um milljarður, þar af er reiknað með 700 milljónum til lokaframkvæmda við Borgarspítala. Gert er ráð fyrir að formleg sam- eining eigi sér stað fyrir áramótin en að sameiningin taki minnst þrjú ár. Ekki hefur náðst samkomulag um yfirstjórn spítalans. Er það skilyrt af hálfu Reykjavíkurborgar að fulltrúar hennar skipi meiri- hluta í stjórn rekstrarfélags spítalans. Fulltrúar ráðuneytisins leggja áherslu á að nýi spítalinn falli undir gildandi lög um heilbrigðisþjón- ustu. Einn nefndarmanna, Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarforstjóri Landakots, skilar séráliti, þar sem fram kemur að sameining spítal- anna nái ekki þeim tilgangi sem að var stefnt. Meirihluti nefndarinnar telur mögulegt að sameina rekstur spítal- anna tveggja í einn, Sjúkrahús Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir að bráða- og aðgerðaþjónusta verði flutt frá Landakotsspítala yfir á Borgarspítala og að Landakot verði nýtt sem hjúkrunarrými, til öldrun- arlækninga og dagvist fyrir aldraða. Ljóst er að stofnkostnaður vegna sameiningarinnar er um milljarður, þar af 700 milljónir vegna B-álmu Borgarspítalans, endumýjun skurð- stofa á Borgarspítala og endurnýjun tækjabúnaðar á röntgendeild. Beinn kostnaður vegna sameiningarinnar er 300 milljónir. Þar af er kostnaður vegna byggingar skrifstofu- og göngudeildar í Fossvogi talinn vera um 150 til 160 milljónir. Hugmynd- in að slíkri byggingu er ekki ný en er talin forsenda fyrir verkaskipt- ingu sjúkrahúsanna eins og skipulag nýja spítalans gerir ráð fyrir. Bent er á þann möguleika að selja hús- eignir Landakots við Öldugötu og Marargötu. Enginn sparnaður fyrstu árin Gert er ráð fyrir að almennur undirbúningur að sameiningunni og framkvæmdir fari fram árið 1992 og því sé vart að vænta sparnaðar í rekstri spítalanna það ár. Það verði ekki fyrr en árið 1993 eða þegar nauðsynlegum framkvæmdum er lokið. Því má búast við að sameinað- ur spítali þurfi álíka fjárframlög til rekstraf næstu tvö árin og spítalarn- Ir tveir hafa til samans á þessu ári eða 3.760 milljónir miðað við verðlag 1. janúar 1992. Talið er að með sameiningu megi ná sparnaði með einföldun á vöktum hjá sérfræðingum, aðstoðarlæknum, röntgentæknum, meinatæknum, starfsfólki á skurðstofu og hjá tækni- og iðnaðarmönnum. Jafn- framt megi nýta betur tæki og mannafla á rannsóknarstofum, saumastofum, dauðhreinsun, þvotta- húsi, með sameiginlegu tölvukerfi og sameiginlegu birgðahaldi. Þannig megi gera ráð fyrir milli 290 til 310 milljóna króna sþarnaði í rekstri á ári þegar stofnframkvæmdum og tilfærslum á verkefnum er lokið. Nefndin leggur til að Sjúkrahús Reykjavíkur verði fyrst og fremst öflugur almennur deildaskiptur spít- ali með sérhæfingu í slysa- og bráð- amóttöku. Veitt verði almenn sjúkrahúss- og sérfræðiþjónusta í lyflækningum, skurðlækningum og geðlækningum, auk stoðdeilda. A Borgarspítalanum eru 287 rúm en gert er ráð fyrir að þar verði 355. rúm. 123 nim á lyfjadeild, 146 rúm á skurðdeild, 31 rúm á geðdeild, 24 rúm á bamadeild, 20 rúm á gjör- gæslu og 12 rúm í móttöku. Öldrunarlækningar verði á Landakoti Húsnæði Landakots verði að stærstum hluta nýtt sem hjúkrunar- rými og til öldrunarlækninga. Þar em 174 rúm en verða samkvæmt nýja skipulaginu 111 auk 24 til 34 , dagvistarrýma. Á hjúkrunardeildum er gert ráð fyrir 71 rúmi, 40 rúmum á öldrunardeildum og 24 til 34 dag- vistunarrýmum fyrir aldraða. Lagt er til að starfsemi geðdeildar í Templarahöll verði flutt á Hvíta- bandið og að geðdeild hafí allt það hús til umráða fyrir dagvistar- og göngudeildarþjónustu. Starfsemi lyfjadeildar, sem nú er á Hvíta- bandi, flyst á Landakot en starfsemi Hafnarbúða og sjúkradeildar á Heilsuverndarstöð og Arnarholti verði óbreytt. Fram kemur að nú eru 137 rúm í notkun fyrir aldraða og langlegusjúklinga á spítölunum tveimur auk 14 dagvistarrýma. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verða þau 171 auk 24 til 34 dagvist- arrýma. Ágreiningur um yfirstjórn Rædd voru ýmis sameiningarform sjúkrahúsanna og lágu tvær tillögur fyrir þegar til endanlegrar ákvörðun- ar kom. Fulltrúar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis leggja til að stofnað verði eitt félag um rekst- ur spítalans og að stjórn sjúkrahúss- ins verði skipuð samkvæmt núgild- andi lögum um heilbrigðisþjónustu, eða þrír fulltrúar eigenda, einn full- trúi starfsmannaráðs og einn fulltrúi heilbrigðisráðherra. Sameiginleg til- laga fulltrúa spítalanna gerir ráð fyrir að stofnuð verði tvö félög, ann- ars vegar eignarhaldsfélag, þar sem heilbrigðisráðherra, borgarstjórn og sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala geri með sér samning um að annast eignir sjúkrahúsanna, og hins vegar verði rekstrarsamningur milli Reykjavíkurborgar og sjálfseignar- stofnunar St. Jósefsspítala um rekst- ur nýs spítala. Gert er ráð fyrir að aðilar eigi jafn marga fulltrúa í stjórn eignarhaldsfélagsins en að Reykjavíkurborg skipi meirihluta í stjórn rekstrarfélagsins með þijá fulltrúa, sjálfseignarstofnun St. Jó- sefsspítala einn fulltrúa og starfs- menn einn fulltrúa. Er það skilyrði frá hendi samningsaðila Reykjavík- urborgar og fulltrúa Borgarspítala að þetta fyrirkomulag nái fram að ganga. Tillagan krefst breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu. Sérálit um sameiningu Á lokafundi fagaðila um samein- ingu spítalanna lagði Rakel Valdi- marsdóttir, hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala, fram sérálit. Telur hún að markmiði með sameiningu spítal- anna verði ekki náð með áliti nefnd- arinnar. Verulega skorti á nægilega athugun á kostnað við flutninga, breytingar á húsnæði spítalanna, nýbyggingu, tækjavæðingu og mannahald. Tölur sem nefndar eru séu of lágar. Ekki sé hagkvæmt að leggja niður skurðstofuaðstöðu á Landakoti og byggja sams konar aðstöðu í bráðabirgðaumhverfí á Borgarspítalanum en byggja síðan nýja þjónustuálmu eftir nokkur ár. Þjónusta við sjúklinga utan Landa- kotsspítala hefur verulega verið bætt en þeirri þjónustu sé ekki gerð skil í áliti nefndarinnar einkum hvað varðar skurðaðgerðir. Tilflutningur á þjónustu frá Land- akoti til Borgarspítalans muni koma niður á gæðum þjónustunnar um mörg ókomin ár. Gert er ráð fyrir 111 öldrunarlækninga- og hjúkrun- arsjúklingum á Landakotsspítala, sem er um 9.000 fermetrar að stærð. Komi því um 80 fermetrar í hlut hvers sjúklings. Spítalinn yrði því dýr öldrunarspítali. Lokun hjúkrunardeildar í B-álmu Borgarspítalans ber vitni um erfið- leika við að manna jafnvel nýtísku, sérhannaðar deildir og er því varað við erfiðleikum við að manna öldr- unarlækninga- og hjúkrunardeildir í óhentugu húsnæði á Landakoti. Á Hvítabandinu, Heilsuvemdarstöð- inni, Hafnarbúðum og í B-álmu Borgarspítala eru talin vera 137 rúm fyrir öldrunar- og hjúkrunarsjúkl- inga. Við sameiningu er gert ráð fyrir 161 rúmi en heildaraukning rúma er talin geta órðið 34 rúm, setn hrekkur skammt til að leysa vanda 200 til 300 aldraðra sem bíða eftir slíku rými. : «rc» mvntv* m hOíkwuik: <>íkx* vi «»*•.< : Opna úr bók Hauks Halldórssonar. Bók um reiðmennsku í máli og myndum FORLAGIÐ liefur gefið út bók- ina Reiðskólinn þinn, undirstöðu- atriði reiðmennsku í máli og myndum, eftir Hauk Halldórs- son. I bókinni eru myndasögur eða skýringamyndir, sem eru bæði teiknaðar og skrifaðar af höfundi sjálfum. Haukur Halldórsson segir að gerð bókarinnar hafi tekið um tvö ár. „Fyrst skissaði ég þetta upp og velti fyrir mér hvernig ég ætlaði að nálgast þetta, gerði ótal tilraun- ir með litunaraðferðirnar, það er að segja hvemig ég ætlaði að láta þetta líta út. Eg vildi ekki elta venjulega teiknimyndasögu heldur breyta aðeins út frá. Loks fann ég þá aðferð, sem er í bókinni, en hana nota ég mikið í minni myndlist," segir Haukur. Hann segist hafa komist að því að hann hafi haft mjög gaman að því að búa sögurnar til. „Maður lærir hvergi betur nema með því að sjá myndir með texta. Sjálfur þóttist ég vita ýmislegt um hesta, en þegar ég var búinn að þessu sá ég að ég vissi minna en ég hélt. Það er nú það skemmtilega við það að gera bókina. Enda segja hesta- menn að þeir séu stöðugt að læra Haukur Halldórsson. eitthvað nýtt í umgengni við skepn- una.“ Haukur segir að bókin sé bæði fyrir fólk, sem vant sé hesta- mennsku og þá, sem séu að bytja að iðka þessa íþrótt. Gæsluþyrlan nýkomin í lag er útkall barst VIÐGERÐ á þyrlu Landhelgis- gæslunnar var nýlokið er hún var kölluð út aðfararnótt laugardags til að sækja slasaðan mann um borð í togarann Sjóla Hf 1. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar komst þyrlan í lag laust eftir kl. 1 um nóttina og hringdi skipstjóri Sjóla kl. 6.40 og tilkynnti um slasaðan mann um borð í skipinu. Sjóli var þá um 75 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og að höfðu samráði við lækni Landhelgisgæslunnar var óskað eftir aðstoð þyrlunnar. Maðurinn komst um borð í þyrluna laust eftir kl. 9 en þá hafði veður versnað mikið. Maðurinn var fluttur á Borg- arspítalann og lenti þyrlan þar um kl. 10 á laugardagsmorgun. • ••• #*• • # 1 '' v, . eru rtiest hérlendis og hefur áralöng reynsla sannað gæðiþeirra og endingu. Margar gerðir eru fáanlegar, t.d. gerð 6860, sem er 22 lítra meö tölvustýringu, 9 styrkstill- ingum, 5 upphitunarkerfum, 3 föstum kerfum og sjálfvirkum útreikningi á hitunartíma. Verð aðeins kr. 28.450 stgr. Aðrar gerðir kostafrákr. 19.900 stgr. Athugið að öllum TOSHIBA örbylgjuofnum fylgir frítt námskeið í notkun þeirra hjá Dröfn Farestveit hússtjórnarkennara. TOSHIBA Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Margrét Gísladóttir Ný ljóðabók komin út ÚT er komin ljóðabókin í birt- ingu, eftir Margréti Gísladóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar og hofur að geyma 28 Ijóð. Margrét er hjúkrunarfræðingur og húsmóðir, búsett í Hveragerði. Bókin er gefin út af höfundi og prentuð í 100 eintökum. Hún er til sölu í bókabúðum og hjá höfundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.