Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 49 Leikfélag Sauðárkróks fimmtíu ára: Spjallað við tvo af eldri og reyndari leikurum félagsins Sauðákróki. VEGNA fimmtíu ára afmælis Leikfélags Sauðárkróks um þessar mundir er nú á fjölun- um í Bifröst vegleg afmælis- uppfærsla á verki Tennessee Williams, Köttur á heitu blikk- þaki. Var venju fremur lagt veru- lega í þessa sýningu, og er það mál manna að mjög vel hafi til tekist. Hefur leikstjóranum Andrési Sigurvinssyni tekist að skapa mjög sannfærandi mynd af bandarísku suðurríkjaheimili og allir leikendur skila hlutverk- um sínum með miklum ágætum. Hönnun búninga er í höndum Rósbergs Snædal og sviðsmynd er unnin af Jónasi Þór Pálssyni, og er augljóst að hvorugur þess- ara manna hefur kastað til hönd- unum við verk sitt. Þá er lýsing unnin af Agli Árnasyni, og nýtt- ist þar vel nýtt og fullkomið ljósa- borð, sem félagið fékk að gjöf í tilefni afmælisins frá Sauðár- króksbæ. Köttur á heitu blikkþaki er íjölmenn sýning og var því nokkurt átak fyrir félagið að manna öll hlutverk. Meðal þeirra sem taka þátt í sýningunni að þessu sinni eru hjónin Helga Hannesdóttir og Haukur Þorsteinsson. í stuttu spjalli við þau hjónin kom fram þó að þau hafi ekki verið áberandi í hlutverkum hjá leikfélaginu undanfarin ár, þá er þetta fertugasta hlutverk Helgu og fertugasta og annað hlutverk Hauks á löngum ferli með félag- inu. „Það er skemmtilegt að glíma við þetta hlutverk," segir Hauk- ur, „hér er fjallað um tilfinninga- líf fólks á mjög sérstakan hátt og gengið langt í því að neyða menn til þess að horfast í augu við staðreyndir. Það er raunar farið inn í kviku og jafnvel lengra.“ „Við höfum líka verið mjög heppin með leikstjóra,“ segir Helga, „því að Andrés er kröfu- harður og nær að því er mér virð- ist öllu út úr fólkinu, hann fær fólkið til þess að gefa allt, jafn- vel það sem menn vissu ekki að þeir ættu til. Það er líka mjög gaman að fá sérstakan búninga- hönnuð og ljósameistara, sem vinna eins og þeir Rósberg og Egill gerðu, það hefur ómetan- légt gildi fyrir okkur áhugaleik- fólkið að kynnast vinnubrögðum þessara manna.“ - En hvernig er þá þessi sýn- ing miðað við undanfarin ár? „Jú, þetta er mjög metnaðar- full uppfærsla og gerir mjög strangar kröfur til leikendanna, textinn er erfíður og svolítið óþjáll á köflum og efnið gerir allt aðrar kröfur til leikendanna en í mörgum þeim verkum sem oftast hafa verið sett upp á undanförnum árum. Mér finnst,“ segir Haukur, „að þetta sé miklu líkara því blómaskeiði sem stund- um er talað um að hafi verið hjá félaginu á árunum frá 1950 og fram á áttunda áratuginn, en þá var ráðist í stórvirki sem algeng voru í stóru leikhúsunum fyrir sunnan og nægir þar að nefna íslandsklukkuna, Tehús ágúst- mánans, Júnó og páfuglinn og Allir synir mínir og mörg fleiri.“ „Við höfðum hér ágæta leik- stjóra, bæði Eyþór Stefánsson, Guðjón Sigurðsson og síðar Kára Jónsson, en það urðu tímamót hjá félaginu þegar Gísli Halldórs- son kom hingað fyrst til þess að leikstýra hjá félaginu og við búum að því enn,“ segir Helga og Haukur tekur í sama streng. „Gísli sýndi nefnilega mönnum fram á að þetta var ekkert grín og gaman sem menn voru að fást við, heldur grafalvarlegir hlutir.“ - En er eitthvað skemmtilegt, sem gerst hefur á þessum nokkuð langa ferli? „Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að koma fyrir," seg- ir Helga, „til dæmis eins og þeg- ar varð uppþot í salnum á Siglu- firði í grafalvarlegri senu í sýn- ingunni Gasljós, en þá hafði rotta komist í salinn og einhver áhorf- andi æpti upp en síðan skapaðist alger ringulreið, nú við bara stoppuðum augnablik, en síðan var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist - eða þegar ljósa- maðurinn sem átti að sjá um tjaldið hafði aðeins sofnað örlitla stund, og elskendurnir sem áttu að kyssast þar til tjaldið féll voru orðnir alveg bláir, af því að tjald- ið féll bara alls ekki.“ „Nú, ég man eftir því að það skapaðist hálfgert neyðarástand þegar við sýndum Mýs og menn,“ segir Haukur, „í síðasta þætti átti Kári Jóns að skjóta Kristján Skarphéðinsson, sem lék Lenna, og komið var að því að skothvell- urinn átti að heyrast, en það kom bara aldrei neinn hvellur. Og þegar þeir Kári og Stjáni voru Helga Hannesdóttir búnir að bíða miklu lengur en nokkur gat ætlast til lét Stjáni sig hafa það að hníga bara útaf og þar með var það mál leyst". - En hvað er framundan? „Ég sé ekki,“ segir Haukur, „að nokkur ástæða sé til svart- sýni, að vísu hefur á undanförn- um árum dregið úr aðsókn á sýn- ingar, en þetta á eftir að snúast við aftur, menn eru að vakna til vitundar um að leiklistarstarf- semi er eitthvað sem á rétt á sér, eitthvað sem þarf að vera. Hér er að koma upp heilmikið af ungu og efnilegu fólki og bæjaryfirvöld hafa í gegnum tíð- ina gert fyllilega það sem þeim bar fyrir leikfélagið, og stundum mun meira. Er ekki líka alltaf verið að tala um minnkandi málskilning fólks og þverrandi orðaforða yngri kynslóðarinnar. Ég veit ekki hvað er bétur til þess fallið að bæta úr þessu, en einmitt að starfa með góðu leikfélagi, og sjá góðar leiksýningar. Það eina sem er verulega bagalegt er hvernig aðstaðan er í Bifröst, bæði er senan til óhag- ræðis þröng og erfitt að koma Haukur Þorsteinsson tjöldum fyrir, senuopið lágt, og ekki bætir úr skák, ef áhorfendur sitja nánast á pínubekk undir löngum sýningum. Þá er það staðreynd sem ekki verður á móti mælt að til dæmis sýningar frá stóru leikhúsunum sem farið er með út á land sneiða alveg hjá Króknum, vegna aðstöðunar sem hér er. Þetta er það sem brennur hvað heitast á okkur núna.“ Helga og Haukur eiga sem sagt margar og góðar minningar frá leikferlinum. „Það hefur verið gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Hauk- ur, „maður hefur kynnst mörgu skemmtilegu fólki, fengið að nasa af heimsbókmenntunum, og við hér á Króknum stöndum nú á hól sem margir hafa hlaðið upp, því að fólk er hér að vinna úr langri og gamalli hefð leiklist- ar, sem byijað var að skapa fyr- ’ ir síðustu aldamót, og meðan Leikfélag Sauðárkróks hefur metnað til þess að taka góð verk til sýningar, og fá til liðs við sig góða og hæfa stjórnendur óttast ég ekki að áhorfendur láti sig vanta.“ - BB Fyrsta fjár- öflun nýrra samtaka LANDSBJÖRG, landsamband björgunaarsveita hefur fyrir nokkru sent frá sér jólahapp- drættismiða og hafa þeir verið bornir inn á hvert heimili lands- ins, en þetta er fyrsta fjársöfnun nýs landssmbands. Að Landsbjörgu standa 30 öflug- ar björgunarsveitir, m.a. flugbjörg- unarsveitir og hjálparsveitir skáta. Þessar sveitir, sem staðsettar eru um allt land eru sérhæfðar í marg- víslegum björgunum, svo sem björgunum við erfiðustu aðstæður á hálendi landsins, flugbjörgun, sjó- björgun og aðra þá þætti sem verk- efni þessara sjóða þjóða upp á. í Jólahappdrætti Landsbjargar eru margir vinningar, m.a. jeppi, vélsleðar, utanlandsferðir, fólksbíl- ar og heimilistæki. Auk þess fylgir miðanum límmiði fyrirfyrir neyðar- númer, sem ætlaður er á síma eða á einhvern góðan stað. Þá fylgir einnig miðanum barnagetraun og eru vinningar í boði. (Úr fréttatllkynningu) Verð kr. 1.580.- Höfundur segir um bókina í formála: „Ég tók þessa bók saman í fyrstu til aö láta dóttur minni og afkomendum hennar eftir vitneskju um meginþætti og nytsemi þessara læknisdóma alþýðunnar eins og ég hef kynnst þeim og reynt þá í læknisstarfi mínu. Síöar ákvaö ég aö auka viö bókina. Ósk mín er sú aö hún megi auka þekkingu og skilning á náttúrunni og ágæti alþýöulækninga meöal allra þeirra sem hafa áhuga á sívaxandi lífsþrótti allt frá bernsku, gegnum manndómsárin til hárrar ^ og heilbrigörar elli. Ég hygg aö læknir framtíöarinnar veröi kennari jafnt og læknir. Hiö eiginlega starf hans verður aö kenna fólki hvernig það á aö halda heiisu.“ - ítarlegur orðalykill er í bókinni og gerir það efni hennar aðgengilegra en áður. |Skjaldborg HAFNARSTRÆTI90 - SÍMI24024 AKUREYRI ÁRMÚLA 23 - SÍMI 672400 REYKJAVÍK Jón Bjömsson er sálfræðingur aö mennt en hefur lengst af starfaö við félags- lega þjónustu, undanfarinn hálfan annan áratug sem félagsmálastjóri Akureyrarbæjar. í bók þessari eru birtir fimmtán þættir sem hann flutti í útvarp fyrri hluta árs 1991 um örlagahugtakið og ýmsan skilning sem lagður hefur veriö í það, hvaö ráði því sem maðurinn ekki ræður sjálfur um tilveru sína. Hann er á forvitnilegum slóöum á landamærum heimspeki, sálarfræði og lífsvisku og tekur til umræöu spurningar sem alla varöa og sérhver maður fyrr eöa síðar glímir persónulega við. róttur írábmmsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.