Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Það er peningur
í Egils gleri!
Nú er skiiagjaid margnota
glers 15 krónur.
Ekki henda verðmœtum, hafðu tómt Egils gler
meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar
í næstu verslunar- eða sjoþþuferð.
Það er drjúgur peningur!
Vínlandsfundur og
leiðangrarnir fimm
Sagan af fundi Vínlands eins og
hún var sögð í Air & Space Museum
er saga landafunda eins og hún er
sögð í Islendingasögunum. Söguat-
burðunum er einkum lýst í Græn-
lendingasögu og Eiríkssögu rauða,
atburðarásin og sögupersónur eru
í aðalatriðum eins í þessum sögum,
en þó er munur á frásögnunum í
ýmsum atriðum. Sögupersónanna
er einnig getið í íslendingabók Ara
fróða sem skrifuð er á árunum
1122—1133. Ari fróði hefur sumt
af upplýsingum sínum frá föður-
bróður sínum sem var á Grænlandi
um árið 1050.
Fundur Grænlands
Sagan af fundi Vínlands er saga
um fimm leiðangra, sumir heppnuð-
ust, aðrir misheppnuðust og enn
aðrir reyndust mestu hrakfarir og
ógæfuspor. Sagan byrjar með fundi
Grænlands og landnámi þar og
EIN aðsóknarmesta mynd sl.
sumars í Bandaríkjunum, City
Slickers, hefur nú verið tekin til
sýninga í Regnboganum sem
önnur af tveimur jólamyndum
bíósins. Fjörkálfar, eins og
myndin nefnist á íslensku, er
grínmynd framleidd af Billy
Crystal þar sem hann bregður
upp mynd af sálarflækjum og
ævintýrum nokkurra miðaldra
manna.
Þeir félagar bregða sér á búgarð
í Nýju-Mexíkó í Colorado. Mitch
(Billy Crystal), Ed (Bruno Kirby)
og Phil (Daniel Stern) eru ekki einu
fjiirkálfarnir úr borginni á búgarð-
hefst sagan með Eiríki rauða. Eirík-
ur rauði bjó um þessar mundir við
vesturströnd íslands, nánar tiltekið
við Breiðafjörð. Eiríkur var erfíður
maður og sagan hefst á því að hann
á í illdeilum við nágranna sinn. í
bardaga falla nokkrir menn og
þeirra á meðal tveir synir þessa
nágranna Eiríks rauða. í kjölfar
þessarar deilu er Eiríkur dæmdur
í þriggja ára útlegð. Þau ár notar
hann til að leita lands vestan við
ísland sem maður að nafni Gunn-
björn taldi sig hafa séð.
Eiríkur siglir í vestur en .kemst,
ekki að austurströndinni vegna haf-
íss og siglir þá suður með ísnum
fyrir suðurodda Grænlands og norð-
ur með vesturströndinni. Hann
kannar ströndina og landið þar
uppaf og nefnir landið Grænland,
til að geta laðað að fólk. Hann fer
síðan til íslands og er svo sannfær-
andi um ágæti hins nýja lands, að
inum. Þar slást í hópinn Bonnie
(Helen Slater), tveir tannlæknar frá
Long Island, Ben og Steve, auk
fjölda annarra litskrúðugra pers-
óna. I nokkrum drepfyndnum atrið-
um læra þau öll að sitja hross en
þau eiga að reka kúahjörð 200
mílna leið en fyrir hópnum fer Curly
(Jack Palance). Curly býðst til að
kenna Mitch um sannleika lífsins,
fínna hann og halda sér við hann.
Áður en Curly tekst ætlunarverk
sitt deyr hann. Eftir sitja fjörkálf-
arnir og verða að koma hjörðinni
til síns heima og það verður ekki
létt verk fyrir blöðrubelgina úr
borginni.
meira en 300 manns leggja af stað
til Grænlands á 25 skipum. Af þeim
komust 15 til Grænlands, hin ýmist
sneru við eða fórust í hafi. Land-
nemarnir settust að í tveim nýlend-
um á vesturströndinni, Eystri byggð
og Vestri byggð sem var norðar á
ströndinni.
Fundur Vínlands
Nú víkur sögunni til Bjarna Herj-
ólfssonar. Hann var íslenskur kaup-
maður sem flutti út íslenskar afurð-
ir til Noregs og erlendar vörur til
íslands. Sumar eitt, skömmu eftir
för landnemanna til Grænlands,
kemur Bjarnj til íslands m.a. til að
hittá föður sinn og er honum tjáð
að faðir hans hafi flust til Græn-
lands með Eiríki rauða. Bjarni
ákveður að fara á eftir föður sínum
til Grænlands. Hann siglir í vestur
og lendir í þoku og norðanverðri.
Þegar þokunni létti og storminn
lægði, siglir hann í vestur þar til
hann sér land. Landið var þar skógi
vaxið með graSi vaxnar hæðir ólíkt
því Grænlandi sem hann átti von
á. Siglir hann þá í norður, landið
hverfur brátt úr augsýn og innan
fárra daga sér hann land á ný.
Land þetta er einnig skógi vaxið
með langar strendur þaktar hvítum
sandi. Bjarni siglir áfram þrátt fyr-
ir andmæli skipveija sinna sem
vildu fara í land og kanna það.
Bjarni heldur áfram og sér hið
þriðja land, hæðótt með jökulþökt-
um fjöllum. Nú þykist Bjarni vera
farinn að nálgast Grænland og sigl-
ir í austur í góðum byr og nær landi
á Grænlandi við Heijólfsnes þar
sem faðir hans bjó.
Fréttir um fund þessa nýja lands
vakti mikla athygli í Grænlandi og
ákveða menn að kanna þetta nýja
land. Leita menn eftir því við Eirík
rauða, sem nú var þar mestur höfð-
ingi og bjó í Bröttuhlíð í Eiríks-
firði, að stjórna leiðangrinum.
Eiríkur færðist undan og taldi
sig m.a. vera orðinn of gamlan, en
lét loks til leiðast. Á leið til skips
féll hann af hestbaki og meiddist á
öxl og rifbrotnaði. Eiríkur stóð upp
og lét svo um mælt að honum væri
ekki ætlað að verða leiðangurs-
stjóri.
... fyrsti leiðangurinn
Var nú ákveðið að Leifur sonur
Eiríks.rauða færi á skipi sem Bjarni
Heijólfsson hafði átt og þeir höfðu
keypt af honum. Skipið var mannað
að hluta með skipveijum Bjarna.
Fer Leifur nú til baka sömu leið sem
Bjami hafði komið og finnur innan
tíðar fyrst fjöllótt og jöklum þakið
Atriði úr myndinni „Fjörkálfar".
Regnboginn sýnir gam-
anmyndina „Fjörkálfa“
..<&> .
'■*b*2Í
Á5. #
Velkomin í verslunina Jötu, við Laugaveginn ofanverðan.
Hálft hundrað bílastæða norðan búðarinnar.
Það tilheyrir jólunum að fara í Jötuna.
Opið virka daga frá 9 - 22.00
Laugardaga frá 10-22.00
Sunnudaga frá 18-22.00
Sendum í póstkröfu.
l/erslunin
Hátúni 2 ® 25155