Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 53

Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 53 Vátryggingabætur og virðisaukaskattur Athugasemdir við grein Sigmars Armannssonar eftir Jónas Þór Steinarsson Á aðalfundi Bílgreinasambandsins nýlega, voru ítrekaðar fyrri ályktanir um svarta atvinnustarfsemi og nauð- syn eftirlits og aðgerða gegn slíku. Fundurinn minnti á að ýmis atriði eins og t.d. sala tjónabíla, væri upp- spretta svartrar atvinnustarfsemi. Sama gildir í raun um greiðslu trygg- ingabóta, þ.e. samkomulagsbóta. Svört atvinnustarfsemi þýðir tekj- utap fyrir ríkið bæði í formi virðis- aukaskatts og annarra gjalda. Að undanförnu hefur nokkur um- ræða orðið um greiðslur trygginga- bóta og meðferð virðisaukaskatts í því sambandi. Að því tilefni ritar framkvæmdastjóri Sambands ísl. tryggingafélaga, Sigmar Ármanns- son, grein í Morgunblaðinu 26. nóv- ember sl. þar sem hann fjallar um þessi má! frá sjónarhóli tryggingafé- laganna og segir m.a.: „Álkunna er að iðulega gerist það, að tjónþoli kveðst ætla að annast viðgerðina á bifreið sinni sjálfur, og fer þess á leit, að vátryggingafélagið greiði honum bætur samkvæmt tjónsmat- inu. Hlutverk vátryggingafélaga er fyrst og fremst að bæta raunverulegt fjártjón tjónþola. Því er það, að séu bætur greiddar tjónþola beint, er miðað við áætlaða tjónsfjárhæð, en án virðisaukaskatts af vinnuiiðnum.*1 Hér koma fleiri til sögu en trygg- ingafélögin og þá fyrst og fremst fagmenn sem sérhæfðir eru í að gera við bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Ég mun reyna að varpa ljósi á máli frá þeirra sjónar- hóli. Fyrir bíleigendur skiptir miklu máli að þeir leiti sér upplýsinga um hver réttur þeirra sé og hvert sé umfang tjónsins en ti! tjónamats þarf sérþekkingu og nákvæma skoð- un. Rétt er að geta þess að aðstaða tryggingafélaganna til tjónamats hefur batnað mjög á undanförnum árum með tilkomu nýrra tjónaskoð- unarstöðva þó mörgum sem vinni við þetta finnist að enn megi verulega bæia tjónamatið. I tölulegi'i samantekt yfir öku- tækjatryggingar frá ágúst 1991, eru ekki upplýsingar um skiptingu greiðslna í munatjónum ábyrgða- trygginga 1989 eða 1990, en til eru tölur frá árinu 1988 og kemur þar fram að hinir svokölluðu samkomu- lagsbætur eru 17,1% af heildar- greiðslum eða um 183 milljónir. Þetta er sú upphæð sem tryggingafé- lögin greiddu bifreiðaeigendum í samkomulagsbætur 1988 og af þessu má sjá að hér er um verulegar fjár- hæðir að ræða. Almennt er um minni tjón að ræða og má áætla að nærri þriðjungur þeirra, sem í tjónum lenda, fái svokallaðar samkomulags- bætur. Segja má að í grein framkvæmda- stjóra Sambands ísi. tryggingafélaga komi fram rökstuðningur fyrir því að greiðsla tjónabóta sé ein af helstu orsökunum fyrir svartri atvinnustarf- semi í bílaviðgerðum. Hann virðist ætla mönnum að trúa því að þriðj- ungur þeirra sem lenda í tjónum geti gert við bílana sína sjálfir svo fullnægjandi sé. Maður spyr sig til hvers viðgerðarmenn séu mörg ár að læra bifreiðaviðgerðir. Tjónþoli seín óskar þess að fá tjón sitt greitt í peningum frá trygginga- félagi getur gert það af ýmsum ástæðum. Hann vantar peninga, ætl- ar að láta gera við seinna, eða eins og oftast er að liann telur sig geta hagnast á tjóninu með því að fá ódýra viðgerð. Þetta felst oftast í því að ekki er gert við eða skipt um allt það sem þarf. Vinnubrögð verða óvönduð og reynt að komast sem ódýrast frá verkinu. Sjaldnast gerir viðkomandi sjálfur við, heldur reynir hann að fá skyld- menni, vini eða „manninn í bílskúrn- um“ til að gera þetta og ekki er gefin nóta. Virðisaukaskatt getur bíleigandinn ekki greitt þar sem hann fékk hann ekki greiddan hjá trygg- ingarfélaginu og launatengd gjöld og önnur opinber gjöld skila sér ekki. Á hvers kostnað er tryggingarfélagið að græða, eða spara eins og þeir vilja kalla það? Er það hagur tjón- þola og annarra tiyggingartaka að stór hluti viðgerða fari fram á þenn- an hátt? Samkvæmt þessu virðist lægri tryggingaiðgjöld, þýða minni tekjur fyrir ríkið. Einnig má benda á að oft kemur fyrir að tryggingarfélag greiðir fyrir tjón eða hluta af tjóni tvisvar og jafn- vel þrisvar. Þetta er þegar bill lendir aftur í tjóni ofan í illa viðgert eða óviðgert eldra tjón, sem félagið er ÁRIMAÐ HEILLA (Ijósmynd/Jóhannes Long) HJÓNABAND. 16. nóvember sl. voru gefin saman í Háteigskirkju, af sr. Arngrími Jónssyni, brúðhjón- in Helga Haraldsdóttir og Péfúr Freyr Pétursson. Heimili þeirra er í Haukabergi 5, Þorlákshöfn. HJÓNABAND. 20. júlí sl. voru gefin saman í St. Jorgensberg, Hróarskeldu í Danmörku, Trine Ernst og Guðmundur Sæmundsson frá Hellu á Rangárvöllum. Heimili þeirra er á Kildevej 3, 4100 Ringsted, Danmörku. HJÓNABAND. 10. ágúst sl. voru gefin saman í Stykkishólmskirkju, af sr. Gísla Kolbeins, brúðhjónin Sædís Björk Þórðardóttir og Jón Heiðarsson. Heimili þeirra er í Borgarvík 15, Borgarnesi. Mynd/Ljósmyndast. Sigriðar Bachmann HJÓNABAND. Þann 26. október 1991 voru gefin saman í hjónaband í Viðeyjarkirkju af séra Þóri Steph- ensen, Jóna Fanney Kristjánsdóttir og Þorsteinn Ólafsson. Heimili þeirra er í Engjaseli 72. Mynd/Ljjósmyndast. Sigríðar Bachmann HJÓNABAND. Þann 2. nóvember 1991 voru gefin saman í hjónaband í Laugarneskirkju af séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni, Þórdís Sveins- dóttir og Valmundur Sigurðsson. Heimili þeirra er í Sigtúni 53. Mynd/ljósmyndast. Sigrídar Bachmann HJÓNABAND. Þann 19. október 1991 voru gefin saman í hjónaband í Árbæjarkirkju af séra Vigfúsi Þór Árnasyni, Sigrún Jósefsdóttir og Friðbjörn H. Kristjánsson. Heimili þeirra et' í Jöklafold 43. Jónas Þór Steinarsson „Tjónabíla á aðeins að selja til aðila með virð- isaukaskattnúmer svo hægt sé að halda utan um þessa starfsemi og tilskilin gjöld skili sér til samfélagsins.“ búið að bæta með fébótum. Því má velta fyrir sér hvers hagur það sé. Ekki lækkar það tryggingariðgjöldin. Þegar á heildina er litið er eðlilegt að ti-yggingafélögin hætti alfarið fé- bótum til eintaklinga og láti gera við tjónin í löglegutn fyrirtækjuin með faglærða starfsmenn. Eins og fram kom í byrjun, álykt- aði aðalfundur Bílgreinasambandsins um selda tjónabíla og að það væri uppspretta svartrar atvinnustarf- semi, en tryggingafélögin selja skemmda bíla sem þau hafa leyst til sín svo þúsundum skiptir. Þessir sömu bílar eru síðan seldir hinum og þessum og viðgerðirnar eru eftir því. Margir hafa lent í því að kaupa illa viðgerða tjónabíla en því fylgja oftast óþægindi og kostnaður. Aug- ljóst er að sáralítið skilar sér svo inn af virðisaukaskatti, opinberum gjöld- um og launatengdum gjöldum af þessari starfsemi. Þetta er annað dæmi um tryggingafélögin telja sig vera að ná niður tjónskostnaði ti! hagsbóta fyrir viðskiptavinina, en þegar málið er skoðað í heild er ver- ið að spara eyrinn en fleygja krón- unni. Hór er einnig um verulegar upphæðir að ræða því útborgun bif- reiða í munatjónum ábyrgðatrygg- inga 1988 var um 267 milljónir. Auk þess skapar þessi svarta atvinnu- starfsemi óeðlilega samkeppni og mikil vandamál fyrir þá iðnaðarmenn sem vinna í bílaviðgerðum og gerir alla framþróun og nýjungar erfiðari, þetta þýðir að ekki koma upp ný og velbúin verkstæði með velmenntuð- um bifreiðasmiðum, sem hafa raun- verulega möguleika á að fylgjaast með örum tækninýjungum. Tjónabíla á aðeins að selja til að- ila með virðisaukaskattnúmer svo hægt sé að halda utan um þessa starfsemi og Lilskilin gjöld skili sér til samfélagsins. Öryggisþátturinn er eitt atriði enn. Ekki er farið eftir þeim reglum sem gilda um að tjónabifreiðar séu skoð- aðar séretaklega áður en þær eru teknar í notkun á ný. Það er efni í aðra grein og koma þar fleiri til sögu en tryggingafélögin, því aðeins hluti þeirra bíla sem lenda í umferðaró- höppuni og skemmast, eru bættir af ti-yggingafélögunum. Er ekki nauð- synlegt að tiyggja að skemmdir bílar fari ekki. aftur út í umferðina án skoðunar, því hver vill mæta slíkum bílum í umferðinni og eiga öryggi sitt undir þeim? Höfundur er frnmkvæmdastjóri Bílgreinnsambandsins. (Ljósmynd/Barna- og fjölskylduljósmyndir) HJÓNABAND. 31. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband, af sr. Sigurði M. Guðmundssyni, Edda Arinbjarnardóttir og Grétar Guðna- son. Heimili þeirra er í Fagrabergi 2, Hafnarfirði. Mynd/Ljósmyndast. Sigriðar Bachmann HJÓNABAND. Þann 2. nóvember 1991 voru gefin saman í hjónaband í Áskirkju af séra Flóka Kristins- syni, Ragnheiður Rósarsdóttir og Gústaf Vífilsson. Heimili þeirra er í Skipasundi 85. (Ljósmynd/Jóhannes Long) HJÓNABAND. 16. nóvember sl. voru gefin saman í Hafnarfjarðar- kirkju, af sr. Arngrími Jónssyni, brúðhjónin Anna Eiríksdóttir og Axel Kristjánsson. Heimili þeirra er í Beijarima 63, Reykjavík. Mynd/Ljósmyndast. Sign'ðar Bachmann HJÓNABAND. Þann 5. október 1991 voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af séra Karli Sflg- urbjörnssyni, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir og Hilmar Harðarson. Heimili þeirra er á Grettisgötu 37.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.