Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Samruni við EB er markmiðið
eftir Jóhannes R.
Snorrason
Allstaðar nema á íslandi viður-
kenna stjórnmálamenn að samning-
urinn um EES sé í raun aukaaðild
að Evrópubandalaginu, EB, eða
stuttur aðlögunartími að fullri aðild.
Utanríkisráðherra Sviss sagði að
lokinni samningalotunni þann 22.
október sl., að EES væri „skref í
átt til samruna við bandalagið".
„Veigamikill þáttur í samrunaferli
Evrópu," sagði utanríkisráðherra
Íslands af sama tilefni. Stjórnar-
flokkarnir á íslandi lögðu áherslu
á það, fyrir síðustu kosningar til
Alþingis, að ekki væri verið að kjósa
um aðild að EB, enda kæmi hun
ekki til greina, „að óbreyttri stefnu
EB í sjávarútvegsmálum", sagði
formaður Alþýðuflokksins þó, til
þess að halda dyrunum opnum.
Spumingin er hins vegar sú, hvað
EB þurfi að breyta stefnunni mikið
til þess að núverandi utanríkisráð-
herra telji aðild vera æskilega. Fyr-
irheit stjórnmálaflokanna um stefn-
una gagnvart EB-aðild, virðast hafa
verið blekking ein, þar sem sagður
_var tæplega hálfur sannleikurinn.
^pað er því bæði sjálfsögð og eðlileg
krafa fólksins í iandinu, að efnt
verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðild íslands að EES, sem í grund-
vallaratriðum er svipuð og full að-
ild, þ.e. að viðkomandi þjóðir sam-
þykkja að lúta lögum, reglugerðum
og dómsúrskurðum Evrópubanda-
lagsins, ekki aðeins þeim lögum sem
gilda í dag, heldur einnig þeim lög-
um sem sett kunna að verða í fram-
tíðinni, en EES-ríkin geta engin
áhrif haft á gerð þeirra laga.
•— Stjórnarflokkarnir hafa tapað
fylgi að undanförnu sem án efa
jtengist þessu máli, þótt fleira komi
vissulega til. Þeir hafa því að mínu
mati, hvorki siðferðilegan né heldur
stjórnunarfarslegan rétt til þess að
fórna á altari fjölþjóðasamsteypu
gamalla nýlendu- og hervelda Evr-
ópu, sameiginlegum arfi okkar allra
sem byggjum þetta land. Það ör-
lagamál verður að vera í höndum
þjóðarinnar allrar, hvort hún kýs
að viðhalda frelsi til ákvarðana og
athafna í eigin málum eða fela er-
lendu skrifræðisfargani út í Brussel
forsjá okkar mála.
Farsælast hlýtur að vera fyrir
íslendinga að eiga vinsamleg sam-
-Wipti og heiðarleg viðskipti á jafn-
réttisgrundvelli við allar þjóðir, sem
við okkur vilja skipta, án þess að
ganga þeim á hönd að nokkru leyti.
Mikilvægt er að gera sér grein fyr-
ir því, að í þessu máli er um afar
ójafnan leik að ræða. Evrópubanda-
lagið er hagsmunasamtök auðug-
ustu iðnríkja Evrópu, þar sem hag-
ur hinna voldugu markaðsafla er
fyrst og fremst fyrir brjósti borinn.
Það hlýtur því að vera verðugt
umhugsunarefni fyrir litla þjóð eins
og íslendinga, að með aðild að
EES, myndu þeir verða algjörlega
háðir lögum og reglugerðum EB
og dómsúrskurðum varðandi allan
ágreining, úrskurðum dóms þar
sem meirihluti dómaranna væri frá
EB sjálfu. Þar sem þessum dómum
væri ekki hægt að áfrýja, sýnist
það vera meira en lítil óskhyggja,
að láta sér til hugar koma, að í ís-
köldum viðskiptaheimi risafyrir-
tækjanna, muni hagur okkar litlu
þjóðar einhvers metinn. Það sem
fyrst og fremst verður metið, og
til fjár eingöngu, eru auðlindir lands
og sjávar, að ógleymdri orkuvinnslu
og öflun ómengaðra matvæla. Eftir
þessu eru stórþjóðirnar að sækjast
fyrst og fremst, og væri gott ef
íslendingar áttuðu sig á því, áður
en um seinan verður.
Hagnaðarútreikningar einkafyr-
irtækja og hlutafélaga af EES að-
ild, mega ekki rugla menn svo í
. ríminu, að þeir telji hugsanlegan
ávinning og stundarhagnað fyrir-
tækjanna, meira virði en fullveldi
og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinn-
ar. Hægt væri að nefna mýmörg
dæmi um fallvalta hagspeki nútím-
ans, enda hafa íslendingar ekki
farið varhluta af óraunhæfri bjart-
sýni og ævintýramennsku. En full-
veldið verður að standa á traustari
fótum, það má aldrei vera til sölu,
hvað sem í boði er. Um það ætti
þjóðin að vera sammála og hlýtur
að vera það, sé henni greint satt
og rétt frá aðsteðjandi hættum.
. Fullurýfirráðaréttur ísiendinga yfir
200 mílna fiskveiðilögsögunni,
verður að vera fulltryggur. Að
hleypa erlendum fiskveiðiflota aftur
á íslar.dsmið, er óverjandi blóðfaka
úr lífæð þjóðarinnar sem hún má
aldrei samþykkja. Hin fyrirhugaða
pólitíska eining Evrópu og áform
um stofnun sameiginlegs herafla,
veldur óróleika meðal ráðamanna
sumra aðildarríkja EB, sem óttast
að hernaðarandinn sé að „ganga
aftur“ í Evrópu.
Beinskeyttar spurningar Banda-
ríkjaforseta um hernaðaráformin,
vöktu mikla athygli á síðasta fundi
Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Þótt ekki væri annað en sú óvissa
og pólitísk upplausn, sem hvarvetna
blasir við í Evrópu þessa dagana,
ásamt mjög alvarlegu ástandi í ríkj-
um Austur-Evrópu, þá væri það
glapræði af íslendingum að ppna
hér allar flóðgáttir fyrir erlent fólk
og fjármagn, sem notað yrði í þeim
eina ásetningi, að komast yfir auð-
lindir þjóðarinnar.
íslendingar ættu að bíða átekta
og Ieita fremur eftir frekari út-
færslu á þeim hagstæða fríverslun-
arsamningi sem í gildi er við EFTA-
og EB-ríkin, og hefur veitt íslend-
ingum tollfijálsan aðgang að þess-
um mörkuðum fyrir allan iðnvarn-
ing og mikinn hluta sjávarfangs.
Frakklandsforseti taldi þann kost
vænlegri fyrir Island þegar hann
var hér í heimsókn og undir það
hafa margir þjóðlegir menn og kon-
ur tekið á Alþingi.
Utanríkisráðherrann ásamt
nokkrum dyggum stuðningsmönn-
um, fer offari um byggðir landsins,
líkt og trúboðar fyrri tíma, og hefur
uppi einhliða áróður fyrir því, að
okkur Islendingum myndi farnast
best í framtíðinni með því, að trúa
útlendingum fyrir ákvarðanatöku í
lífshagsmunamálum okkar, veita
þeim heimild til þess að fjárfesta í
og kaupa fyrirtæki á öllum sviðum
þjóðlífsins, fiskvinnsla og útgerð
ekki undanskilin, ef ekki beint til
Vélstjórafélag íslands <§|pý
Vélstjórar—stjórnar-
kjör—félagsfundir
Nú ter hver að veróa síóastur aó senda inn kjörseð-
il vegna kosningu nýrrar stjórnar í Vélstjórafélagi
íslands fyrir órin 1992 og 1993.
Stjórnarkjöri lýkur ó hódegi 27. desember 1991.
Almennir félagsfundir um kjaramól ve'"ða haldnir í
Borgartúni 18, 3. hæð, kl. 13.00 miðvikudaginn
18. desember fyrir vélstjóra ó farskipum og föstu-
daginn 20. desember fyrir vélstjóra ó fiskiskipum.
Vélstjórafélag íslands
að byija með, þá á grundvelli leppa-
fyrirkomulagsins í skjóli ákvæða
um frelsi íjármagnsins til kaupa á
hlutabréfum í fyrirtækjum. Þa mun
löggjafarvald Alþingis verða bundið
í báða skó, en nær öll lagasetning
þess myndi í framtíðinni verða snið-
in að lögum EB. Bijóti íslensk lög
í bág við lög ,eða reglugerðir EB
varðandi samningssviðið, sem tekur
til nær allra þátta íslensks við-
skipta- og atvinnulífs, þá verða ís-
lensk lög að víkja fyrir þeim er-
lendu. Svona einfalt er nú það. Þá
verði Islendingum skylt að veita
meira en 350 milljónum Evrópubúa
sama rétt til atvinnu og búsetu og
við íslendingar njótum í dag í landi
okkar. Varðandi sjávarútvegsmálin,
sem EB lagði ofuráherslu á að
„verslað" yrði með í samningnum
um EES, þótt sjávarútvegsmál séu
utan íjórfrelsisins, þá hafa íslend-
ingar gefið hættulega eftir og veitt
EB fiskiskipum aðgang að fiskimið-
um okkar á nýjan leik. Þetta er það
sem aldrei mátti henda, þetta er
aðeins byijun á því sem koma skal
og það vita þeir sem nú hafa „snú-
ið upp á handlegg" utanríkisráð-
herrans.
Spánveijar fögnuðu sigri að lok-
inni samningalotunni þann 22. okt-
óber sl. Þeir telja sig geta fjárfest
í fiskvinnslu og útgerð á Islandi
eftir 1995, og jafnvel mun fyrr eft-
ir „krókaleiðum". Umfram allt telja
þeir sig vel setta með veiðiheimildir
í Íslandsmiðum, að EES samningi
staðfestum. Af undanþágunum sem
utanríkisráðherrann hefir á fundum
sagt að muni „halda“, er það að
segja, að það er gagnstætt eðli
samnings af þessu tagi að veita
undanþágur. Þar að auki eru reglur
um endurskoðun samningsins á
tveggja ára fresti, en ráðherranefnd
EES gæti þá mælt fyrir um út-
færslu nýrra bindandi EB löggjafar
til EFTA landanna, auk þess að
sérstakur EB/EES-dómstóll skeri
úr öllum ágreiningi varðandi samn-
ingssviðið. íslendingar myndu því
berast með straumi, áhrifalausir og
valdalausir með öllu. Samningurinn
um EES er ekki venjulegur við-
skiptasamningur milli jafn rétt-
hárra ríkja, hann er innganga ís-
lands í bandalag ríkja þar sem full-
veldi og sjálfsákvörðunarréttur
þjóðarinnar er verulega skertur.
Fyrirvararnir og „girðingarnar",
sem utanríkisráðherrann segir að
muni „halda" í þessum samningi,
sýnast harla lítils virði þegar
gluggað er í samninginn sjálfan,
• þar sem öll mismunun á grundvelli
ríkisfangs er bönnuð. Ráðherrann
segir að setja eigi lög til þess að
koma í veg fyrir að útlendingar
geti keypt hér land, ár og vötn,
orkulindir og fyrirtæki. En verði
ágreiningur um einstök ákvæði
Jóhannes R. Snorrason
„Það er óskiljanlegt hve
margir hafa látið
blekkjast af þeim
áróðri, sem rekinn er
um að samningurinn
um EES sé bara venju-
legur viðskiptasamn-
ingur á jafnréttis-
grundvelli, en það er
víðs fjarri að svo sé.“
slíkra laga, mun það koma í hlut
EB/EES dómstólsins að dæma um
hvort sú „mismunun" þegna innan
EES-svæðisins verði liðin eða ekki.
Fáir munu efast um hvernig sá
úrskurður muni verða. Tryggvi
Gíslason skólameistari á Akureyri
dregur í efa gildi „girðinga" ráð-
herrans. Hann segir í Degi þann
l. nóvember sl. m.a.: „Illt er að
halda að öryggisákvæðin haldi, þeg-
ar önnur verður raunin á. Þá fer
manni eins og bónda, sem girðir tún
sitt til að veijast ágangi, en skját-
urnar komast bæði undir girðing-
una og yfir, auk þess sem færa á
girðinguna eftir nokkur ár.“
Það segir sig sjálft að innan fárra
ára muni öllum fyrirvörum og svo-
kölluðum girðingum hafa verið rutt
úr vegi, þó ekki væri nema fyrir
tilstilli EB/EES dónistólsins, sem
m. a. á að gæta þess að þjóðum
svæðisins sé ekki mismunað sam-
kvæmt bindandi ákvæðum frels-
anna fjórþættu, en skilgreindur
aðlögunartími gæti þó í einstöku
tilvikum tekið það ómak af dóm-
stólnum. Fróðlegt væri að heyra
álit háttvirtra Alþingismanna á því,
hvort þeir telji það samboðið virð-
ingu elsta þjóðþings veraldar, að
verða um alla ókomna tíma af-
greiðslustofnun erlendra lagasmiða,
og þá einnig að þeir sjálfir verði
nokkurskonar „handlangarar" EB-
laga og reglugerða til landa sinna?
Þá ætti það ekki síður að vera
umhugsunarefni fyrir íslenska dóm-
ara og lögmenn, að skerist í odda
milli hins erlenda valds og íslend-
endinga, þá verði málið afgreitt á
erlendri grund eins og forðum.
Hin mjög svo ólýðræðislegu
fundasköp utanríkisráðuneytisins á
auglýstum kynningarfundum um
þessi mál, þar sem fundargestum
er meinað að rökræða samninginn
um EES, en aðeins leyft að bera
fram stuttar fyrirspurnir utan úr
sal, er glöggt dæmi um á hvern veg
stjórnvöld kjósa að kynna þjóðinni
þetta mál. Það á að leiða hana með
bundið fyrir bæði augu á þann stað
sem hún stóð á í ársbyrjun 1874,
en það ár gaf konungur Dana land-
inu stjórnarskrá og Alþingi löggjaf-
arvald.
Þeir stjórnmálamenn taka á sig
mikla ábyrgð sem með gjörræðis-
legum ákvörðunum um framtíð
þjóðarinnar, ætla að kljúfa hana í
herðar niður og skapa hér svo alvar-
lega óeiningu, að upp úr myndi
sjóða víðast hvar annars staðar, þar
sem baráttuaðferðir eru harkalegri
en við eigum að venjast í okkar
friðsæla landi. Við kjósum að berj-
ast fyrir tilverurétti okkar, velferð
og sjálfstæði, með málfrelsi í ræðu
og riti, og við ætlumst til þess að
þær leikreglur lýðræðisins séu virt-
ar af öllum aðilum. Það er í anda
þeirra leikreglna, sem við krefjumst
þess, að fólkið í landinu fái tæki-
færi til þess að hafna því, að hafa
með atkvæði sínu vorið 1991, sam-
þykkt þá augljósu ætlan núverandi
stjómvalda, að lauma íslandi inn í
fordyri Evrópubandalagsins, sem
óhjákvæmilega myndi leiða til þess,
að er þangað væri komið, myndu
hinir sömu stjórnmálamenn telja
bæði sjálfsagt og eðilegt að stíga
skrefið til fulls, enda væri það í
beinu framhaldi af fyrri málflutn-
ingi. Þetta er hin grafalvarlega hlið
þessa örlagamáls íslensku þjóðar-
innar.
Engum ætti að blandast hugur
um að innganga íslands í Evrópu-
bandalagið, myndi þýða endalok
sjálfstæðis og fullvalda lýðveldis á
íslandi. Það er óskiljanlegt hve
margir hafa Iátið blekkjast af þeim
áróðri, sem rekinn er um að samn-
ingurinn um EES sé bara venjuleg-
ur viðskiptasamningur á jafnréttis-
grundvelli, en það er víðs fjarri að
svo sé. Það er lýðræðisleg og sann-
gjörn krafa íslendinga, að fá með
atkvæði sínu að ákveða, hvort þjóð-
in vilji ráða málum sínum sjálf í
framtíðinni, hafa full yfirráð yfir
auðlindunum til lands og sjávar,
vera alls ráðandi í eigin landi, eða
gefast upp að öðrum kosti og fela
útlendingum alla ákvarðanatöku í
lífshagsmunamálum henar, og
ganga auðsveipir undir ok Rómar-
sáttmálans.
Höfundur er fyrrvcrandi
yfirflugstjóri l\já Flugfélagi ísland
og Fiugieiðum.
Savanna tríóið: Eins og þá
Næstum eins o g þá
Hljómplötur
Sveinn Guðjónsson
Liðsmenn Savanna tríósins, þeir
Björn G. Björnsson, Troels Bendt-
sen og Þórir Baldursson, „koma
vel undan vetri", ef svo má segja,
því að fyrir utan það að líta ljóm-
andi vel út hafa þeir haldið prýði-
legum söngröddum sínum óskert-
um og gott betur. Það er því
ánægjulegt að heyra Savanna tríó-
ið endurborið á nýrri hljómplötu
eftir 25 ára hlé.
A nýju plötunni eru fimmtán
lög, gömul og ný, þar af sjö seni
Savanna tríóið hefur ekki áður sent
frá sér á hljómplötu og átta lög sem
þeir hafa áður gefið út, en eru nú
í nýjum útsetningum. Sjálfsagt má
deila um þettá fyrirkomulag og
álitamál hvort með nýrri hljóm-
flutningstækni hefði ekki verið
ástæða til að gefa út allar fyrri
plötur tríósins á geisladiskum og
hafa þessa eingöngu með nýjum
lögum, en hér verður ekki lagður
dómur á það.
. Útsetningar gömlu iaganna hafa
yfirleitt tekist með miklum ágætum
að mínu viti og í flestum tilfellum
hefur útsetjarinn, Þórir Baldurs-
son, látið hinn upprunalega blæ
halda sér, þótt takturinn hafi á
stöku stað þyngst örlítið í takt við
nýja tíma. Utsetningamar em þó
blessunarlega lausar við yfirhlaðn-
ingu enda hljóta gamlir aðdáendur
Savanna tríósins að vera fyllilega
sáttir við þessa útfærslu á gömlu
góðu lögunum, en þau eru: ‘Það
hrygga fljóð, Ég ætla heim, Bjarni
bróðir minn, Brúðarskórnir, Teitur
tinari, Hafmeyjan, Suðurnesja-
menn og Jarðarfarardagur. Það var
vissulega ánægjulegt að heyra þau
aftur í þessum nýja búningi, eftir
öll árin sem liðin em frá útkomu
þeirra.
Um frumfluttu lögin eru meiri
áhöld og þykir mér þau misjöfn að
gæðum. Af þeim er „Kvótinn bú-
inn“ einna skemmtilegast, enda
dæmigert fyrir Savanna tríóið eins
og þeir voru þá. Textarnir á þessum
lögum ero eftir Aðalstein Ásberg
Sigurðsson, Jónas Árnason og Jón
Örn Marinósson og eru þeir mis-
góðir eins og gengur. Ég er til
dæmis ekki sammála því sem segir
í fylgibæklingi geisladisksins að
textinn við lagið „Svona er lífið -
hvað um það“ sé einkar sönghæfur
og glúrinn. Mér finnst hann þvert
á móti falla illa að laginu og í sam-
anburði við frumgerð Bob Dylans
á „Don’t think twice, it’s all right”
er hann beinlínis hallærislegur. Það
lag og lagið „Veistu um blóm sem
voru hér“, hið þekkta lag Seegers
„Where have all the flowers gone“
eru dálítið „út úr kortinu", eins og
nú er til siðs að taka til orða, því
þau eru bæði útjöskuð frá tímum
hippa og biómabarna og passa ekk-
ert við þann veroleika sem við okk-
ur blasir nú á dögum. Savanna tríó-
ið hefði því að skaðlausu mátt
sleppa þeim á þessari plötu. En
þetta er auðvitað sparðatíningur
og góðu stundirnar sem platan
veitir eru margfalt fleiri en hinar
og það er auðvitað það sem skiptir
höfuðmáli.