Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Evrópudómstóllinn og Bandaríki Evrópu Markmið aðildarríkja og- stofnana ekki þau sömu eftirAndrés Pétursson Evrópubandalagið og valdsvið þess hefur talsvert komið við sögu hér á Islandi á undanförn- um mánuðum. Þrátt fyrir að ekk- ert bendi til þess að ísland ætli sér að sækja um inngöngu i EB hafa margir tekið til máls í fjölm- iðlum og varað við afieiðingum slíkrar ákvörðunar. Hefur um- ræðan á margan hátt einkennst af tilfinningum en ekki rökum og er það miður því málefnið er of mikilvægt til þess að láta til- finningahita rða ferðinni. Oft virðist vanþekking á starf- semi Evrópubandalagsins hafa áhrif á skrif manna og má e.t.v. kenna of litlum upplýsingum í fjölmiðlum um raunverulega stefnu •og vald stofnana EB þar um. Ekki er mögulegt' í stuttri blaðagrein að ljalla um alla þætti E vrópubanda- lagsins. Þess í stað er ætlunin að fjalla um stofnun sem lítið hefur verið fjallað um í íslenskum ijölm- iðlum en er að engu síður ein af merkilegri stofnunum bandalags- ins. Þetta er Evrópudómstóllinn sem aðsetur hefur í Luxefnborg, og er nú mjög í fréttum eftir að hann úrskurðaði að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið um sam- j-ýmist ekki Rómarsáttmálanum sem Evrópubandalagið hvílir á. Hér verður fjallað verður um uppbygg- ingu dómstólsins og hvemig hann hefur farið inn á nýjar brautir í túlkunum á lögum og reglugerðum EB. Einn verður rætt við Pál Ás- grímsson lögfræðing sem í fram- haldsnámi sínu hefur kynnt sér dómsstólinn sérstaklega en hafa Aðalstöðvar Evrópudómsstólsins verður í huga að viðtalið við hann er tekið áður en dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn. Evrópudómstóllinn mjög framsækinn Bómstólar hafa löngum haft það orð á sér að vera frekar íhaldssam- ar stofnanir og lítið hrifnar af breyt- ingum. En það verður ekki sagt um Evrópudómstolinn. Hann hefur frá upphafi reynt að víkka út valdsvið sitt og hvað eftir annað túlkað Rómarsáttmálann og aðra Evrópu- samninga mjög fijálslega til að styðja við sameiningaranda viðkom- andi lagagreina. Á þennan fram- sækna hátt hefur dómstóllinn þann- ig í raun búið til ný lög í stað þess að túlka þau eins og hefðbundnir dómstólar gera. En áður en lengra er farið út í í Luxembórg. þá sálma er rétt að líta aðeins á uppbyggingu Evrópudómstólsins. Hann var settur á stofn með Rómar- sáttmálanum árið 1958 og tók þá við hlutverki eldri dómstóls sem settur hafði verið á laggimar er Kola og stálbandalag Evrópu tók til starfa árið 1950. Dómaramir em 13 að tölu og koma frá öllum aðild- arríkjum Bandalagsins. Þeir þurfa að vera hæstaréttarlögmenn eða lagaprófessorar til at vera hlut- gengir í þetta embætti. Þrátt fyrir að þeir séu skipaðir af viðkomandi ríkisstjórnum starfa dómararnir sjálfstætt og alger leynd hvílir yfir ákvörðunartöku dómstólsins. Állir dómar em kveðnir upp samhljóða og ekki em leyfð nein sératkvæði. Þetta er gert til að koma í veg fyr- ir að einstakir dómarar verði fyrir þrýstingi frá einu eða öðm aðildar- landi til að túlka viðkomandi mál þeim í vil. Ekki er möguleiki að fara út í uppbyggingu dómstólsins í smáatriðum en þeim sem áhuga hafa á að fræðast meira um star- semi hans er bent á bækur Stefáns M. Stefánssonar um Evrópurétt, Gunnars G. Schram um Evrópu- bandalagið og Þorsteins Magnús- sonar um Stofnanir og ákvörðunar- töku Evrópubandalagsins. Snúum okkur þá aftur að fijáls- legum túlkunum dómstólsins. Það liggur auðvitað fyrir að stofnun eins og Evrópubanðalagið þarf á hlut- lausum aðila til að skera úr um ýmis ágreinismál sem upp koma á milli aðildarríkja. Ástæðan er sú að viðkomandi ríki hafa sjálfviljug framsalað nokkru af sínum völdum á afmörkuðum sviðum efnahags- mála til þessarar yfirþjóðlegu stofn- unar. Án sjalfstæðs dómstóls myndi virk ákvörðunartaka bandalagsins ekki vera fyrir hendi. Vald sitt sækir Evrópudómstóllinn einkum til Ró marsáttmálans, en einnig ann- arra réttarreglna sem leiddar eru af fyrmefndum sáttmála. Þar má t.d. nefna Einingarlögin frá 1986. Mikilvægustu hlutverkum Evr- ópudómstólsins má skipta í þrennt. í fyrsta lagi að tryggja að lögunum sé framfylgt, án tillits til pólitískra sjónarmiða (sér í lagi gegn aðil- arríkjunum). í öðru lagi að skera úr ágreiningsefnum milli aðilarríkja og stofnana bandalagsins svo og ágreiningi milli stofnana innbyrðis. í þriðja lagi er það hlutverk Dóm- stólsins að vernda rétt einstaklings- ins gagnvart hugsanlegu skrifræði í Brussel. Dómaramir leggja lítið upp úr því að grafast fyrir um vilja löggjafans við túlkun sína á EB- löggjöfinni. Helsta ástæða þessa er að dómstóllinn kýs að túíka textann í samræmi við það markmið sem hann telur að stefna eigi að, þ.e. móta lögin í samræmi við þai-fir bandalagsins. En mismunandi skoð- un á því hveijar séu þarfír banda- lagsins hafa oft valdið deilum á milli nokkura valdamestu aðild- arríkja annars vegar og svo stofn- ana EB, aðallega þá Framkvæmda- stjórnarinnar og dómstólsins, hins vegar. Fer Dómstóllinn offari? Nánar verður fjallað um þessa spennu síðar í greininni en lítum fyrst á markmið og stefnumið Dóm- stólsins. Þau eru í aðalatriðum þrennskonar: í fyrsta lagi að styrkja bandalagið; sér í lagi hina yfirþjóð- legu þætti þess. í öðru lagi að víkka svið og auka skilvirkni EB löggjaf- arinnar og i þriðja lagi að auka völd stofnana bandalagsins. Þessi markmið hafa valdið þó nokkrum deilum á meðal lögspekinga og draga margir í efa að rétt sé að láta stefnumið gegna svo veigam- iklu hlutverki. Danskur lögfræðing- ur hefur meira segja gengið svo langt að segja að Evrópudómstóll- inn hafi farið offari í úrskurðum sínum. í Rómarsáttmálanum og mörg- um öðrum yfirlýsingum frá Evrópu- bandalaginu er talað um að stefna beri að sífellt nánari samstarfi aðil- Framsal fullveldis óverulegt Rætt við Pál Ásgrímsson lögfræðing PÁLL Ásgrímsson lögfræðingur hefur lokið framhaldsnámi í Evrópurétti við London School of Economics í Englandi. Hann hefur því kynnt sér vel starfsemi Evrópudómstólsins og hvernig sá dómstóll hefur þróast undanfarna þrjá áratugi. Einnig hefur Páll gjörla fylgst með samningaviðræðum um Evrópskt efnahags- svæði (EES). Páll segir að skipta megi þróun Evrópudómstólsins í þrjú tímabil; áratuginn milli 1960-1970, síðan milli 1970-1984 og síðan fra 1985. „Fyrsti áratugurinn Var mjög mikilvægur og einkenndist af tilraunum dómstólsins að hasla sér völl á vettvangi Evrópumál- efna. Þar má t.d. nefna dóma sem staðfesm lögsögu EB, dóma sem kváðu upp úr um forgang Evrópu- réttar yfir landsrétti og rétt ein- staklinga til að beita fyrir sig ákvæðum Evrópuréttar í sam- skiptum við innlenda dómstóla. Þróunin gekk nokkuð snurðulaust fyrir sig fyrstu árin og var ekki mikil spenna í samskiptum Evr- ópudómstólsins og aðildamkj- anna. Sjöundi áratugurinn var tími aukinnar verndarstefnu í Evrópu í kjölfar olíukreppunnar árið 1973. Dómstóllinn var hins vegar samur við sig og hélt uppi flaggi sameiningarstefnunnar. Stjómvöld í aðildarríkjunum voru ekki of ánægð með þessa stefnu og gætti aukinnar óánægju og tortryggni gagnvart Evrópudóm- stólnum. Með útgáfu Hvítbókar- innar árið 1985 og samþykkt Ein- ingarlaganha árið 1986 voni tekin skref til að styrkja innviði Evrópu- bandalagsins. Þar með tóku stjómmálamennirnir af skarið á nýjan leik og þrýstjngur á Evrópu- dómstólinn minnkaði. Þar með er ekki sagt að dómstóllinn hafi breytt um stefnu heldur miklu frekar að stjómvöld í aðildarríkj- unum hafi færst nær markmiðum Rómarsáttmálans um sífellt nán- ari samvinnu." Dómstóllinn getur einungis vísað í EES-samninginn Það sem helst snýr að okkur Islendingum eni samningamir um Evrópskt efnahagssvæði. Sam- kvæmt samningunum er stefnan að koma upp sérstökum EES- dómstóli sem dæma á í deilumál- um sem koma upp á svæðinu. Er möguleiki að þróUn Evrópudóm- stólsins hafi áhrif á þennan nýja dómstól? „Þar sem ekki er búið að sam- þykkja þennan samning enn er erfitt að fullyrða neitt með vissu um endanlegt foim samningsins. Það er þó hægt að miða við þau samningsrög sem nú liggja fyrir enda ekki ólíklegt að það verði rammi hins nýja samnings. Það er ekki ólíklegt að Evrópudóm- stóllínn hafi einhver áhrif á þenn- an nýja EES-dómstól. Samkvæmt drögunum koma 5 dómarar frá EB-löndunum en 3 frá EFTA- löndunum. Ef EB-dómaramir eru sannfærðir sameiningarsinnar gætu þeir auðvitað ráðið gangi mála því ekki eru leyfð sérat- kvæði í dómnum. Hins vegar verð- ur að taka tiliit til þess að markm- ið EES eru ekki þau sömu og EB. Markmið EES nær til „Ijórfrelsis- ins“ margumtalaða; fijáls flutn- ings fjármagns,, vinnuafls, þjón- ustu, og vöruflutninga. Auk þess munu samræmdar samkeppnis- reglur gilda á svæðinu. Markmið EB er mun víðtækara og nær til fleiri sviða en EES. Dómstóliinn getur því einungis vísað til EES- samningsins, reglna EB um „fjór- frelsið" og svo framtíðarlöggjafar sem þjóðþing viðkomandi landa verða að samþykkja." Samvinnu fylgja bæði réttindi og skyldur Nú em ekki allir á íslandi sált- ir við þessa samninga. Bent hefur verið á að nú eigi 350 milljónir Evrópubúa rétt á því að starfa á fslandi, samningarnir þýði fram- sal fullveldis og að þeir séu fyrsta skrefið inn í Evrópubandalagið. Hvað viltu segja um þessar rök- semdir? „Ég tel nú litlar líkur á því að evróskt vinnuafl muni flykkjast til íslands. Reynsla okkar af samnoorænum vinnumarkaði hef- ur sýnt að þrátt fyrir atvinnuleysi t.d. í Danmörku þá hefur íslenskur atvinnumarkaður ekki fyllst af dönsku starfsfólki. Samt sem áður eru þessar frændþjóðir næstar okkur í menningar- og landfræði- legum skilningi. Reynslan hefur Páll Ásgrímsson hins vegar verið sú að við höfum flutt út vinnuafl, m.a. til Svíþjóð- ar. Síðan er rétt að benda að það að samkvæmt samningnum hefur enginn Evrópubúi sjálfkrafa rétt á því að starfa á íslandi. Atvinnut- ilboð þarf að liggja fyrir og ef viðkomandi aðili fær ekki vinnu innan 3 mánaða má vísa honum úr landi. Síðan eru varnaglar í samningnum sem giípa má til ef í óefni stefnir í sambandi við mikla landflutninga fólks. Hvað varðar óttann við framsal fullveldis þá er það mjög óveru- legt. Ef við lítum fyrst á á hvort eitthvert framsal löggjafarvalds eigi sér stað þá liggur fyrir að samþykki þjóðþinga þarf að liggja fyrir til að EES-samningurinn gangi í gildi. Síðan verður öll framtíðarlöggjöf sem snertir EES að fá samþykki þjóðþinga allra aðildarríkjanna. Lokaákvörðunin er því hjá Alþingi íslendinga, í okkar tilfelli, en ekki í Genf eða Brussel. I sambandi við framsal á fram- kvæmdavaldi, þá liggur fyrir að EES-stofnun mun hafa eftirlit með samkeppnisreglum á evr- ópska efnahagssvæðinu. Án slíkr- ar stofnunar myndi hinn innri markaður ekki virka fullkomlega. Þetta þýðir að á takmörkuðu sviði samkeppnisreglna munum við af- sala okkur nokkrum rétti. Það er hins vegar rétt að benda á að ís- lendingar munu að sjálfsögðu eiga sæti í þessari eftirlitsstofnun og þannig hafa áhrif á starfsemi hennar. Það væri því e.t.v. betra að kalla þetta samþjóðlegt vald í stað yfirþjóðlegs valds. Það er helst á sviði dómsvalds- ins sem við þurfum að afsala okk- ur nokkmm rétti. Hins vegar er rétt að benda á að ísland er aðili að ýmsum samningum sem tak- marka rétt dómskerfis okkar. Þar má t.d. nefna að mál fyrir Mann- réttindanefndinni í Strasbourg nýlega varð þess valdandi að vem- legar lagabreytingar varð að gera á Islandi í sambandi við aðskilnað framkvæmda- og dómsvalds í hér- aði. Ég hef hvergi séð mótmæli gegn þessum afskiptum Mann- réttindanefndarinnaraf íslenskum innanríkismálum. Ástæðan er auðvitað sú að alþjóðleg samvinna kallar á samræmda löggjöf og þessari samvinnu fylgja bæði rétt- indi og skyldur", segir Páll Ás- grímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.