Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 61 arríkjanna, svokolluðu „European Union“. Vandinn við þessar yfirlýs- ingar er að hvert land og hver stofn- un EB túlkar þær á sinn hátt. Balladur, einn helsti ráðgjafi Pompideau Frakklandsforseta, var eitt sinn spurður hvað „European Union“ þýddi eiginlega. Hann svar- aði því til að það þýddi í rauninni ekki neitt, en það væri einmitt það góða við það! Þrátt fyrir að þetta hafi verið sagt fyrir tæpum tuttugu árum síðan þá eru þessi orð Frakk- ans enn í fullu gildi. Þetta ættu menn að hafa í huga er þeir lesa hástemdar yfirlýsingar þjóðhöfð- ingja Evrópuríkja eftir fundi banda- lagsins. Bandaríki Evrópu eða hvað? Evrópudómstóllinn hefur hins vegar túlkað þessi orð þannig að stefna skuli að ríkjabandalagi þar sem meiri völd færist smám saman til yfirþjóðlegu stofnanna í Brussel, einkum Framkvæmdastjórnarinnar og Evrópuþingsins. Dómstóllinn hefur verið trúr þessari stefnu sinni frá upphafi. Árið 1962 úrskurðaði hann í hinu svokallaða „Van Gend en Loos“ máli en þar var lögsaga dómstólsins staðfest. Árið 1964 kom hið merka „Costa gegn Enel“ mál en þar úrskurðaði dómstóllinn að þar sem landslöog stönguðust á | við Evrópulög, hefðu þau síðar- nefndu forgöngu. í þessu sama máli kom dómstóllinn inn á fullveldi | aðilarríkjanna. I dómsorði segir að ' með því að gangast undir réttindi og skyldur sem í Rómarsáttmálan- um felist, hafi aðildarríkin þar með samþykkt vissa skerðingu á full- veldi sínu. Þetta hljómar nú reyndár dramatískara en það í rauninni er því eins og áður hefur verið bent á var það einungis á takmörkuðum sviðum efnahagsmála sem aðild- arríkin afsöluðu sér rétti til banda- lagsins. Árið 1972 kom síðan dóm- ur í svokölluðu „Continental“-máli en þar vísaði dómstóllinn í „anda, almennan ramma og orðalag" Róm- arsáttmálans til að víkka svið lög- gjafans. j Aðildarríkin og dómstóllinn fara mismunandi leiðir Á sama tíma og dómstóllinn hef- ur nánast einhliða stutt „samein- ingu“ Evrópu undanfarin 30 ár hafa ríkisstjórnir aðildarríkjanna 1 verið að fikra sig í átt til meiri og meiri samþjóðlegs valds í stað hins upprunalega yfirþjóðlega valds. Þessi þróun hófst með hinu svokall- aða „Luxemborgar-samkomulagi" árið 1966. Þar samþykktu þjóðirnar „heiðursmannasamkomulag, vegna þrystings frá Frökkum, sem fólst nánast í því að löndin urðu sam- mála um að vera ósammála! Þrátt fyrir að slíkt samkomulag gengi þvert á anda Rómarsáttmálans fel- ur það í sér að þar sem ríki telja að „lífsnauðsynlegir" hagsmunir séu í húfi, hefur viðkomandi þjóð neitunai-vald. Árið 1970 settu þjóð- irnar síðan á stofn hina svokölluðu pólitísku samvinnu (EPC) og starf- aði sú stofnun eða samvinna án ramma hins hefðbundna Evrópu- bandalags allt til ársins 1986. Þá var hún tengd EB með hinum svo- kölluðu Einingarlögum en samt sem áður fékk Evrópudómstóllinn ekki lögsögu yfir EPC. Árið 1974 var Evrópuráðið sett á laggirnar en þar hittast þjóðhöfðingjar allra land- anna a.m.k. tvisvar á ári. Varð Evrópuráðið fljótlega valdamesta stofnun Evrópubandalagsins og ættu menn að hafa það í huga er þeir fjalla um málið í íslenskum fjölmiðlum. Löndin ekki stofnanirnar ráða ferðinni Þrátt fyrir að mörg aðilarríkin hafi verið mjög óhress með „sam- einingarstefnu" Evrópudómstólsins hafa þau upp til hópa fylgt tilskip- unum hans ótrúlega samviskusam- lega. Það skondna er e.t.v. að þær þjóðir sem eru einna ósáttastar eru við nánara samstarf aðildarríkj- anna, Bretland og Danmörk, eru þær þjóðir sem duglegastar eru við að hlýðnast úrskurðum dómstólsins. Á sama tíma er land eins og ítalia, sem mjög er hlynnt sameiningu Evrópu, með mjög slakan árangur á sama vettvangi. Þetta sýnir að þjóðirnar gera sér grein fyrir að án virks réttarkerfis myndi sam- starfið ekki ganga. í stað þess að óhlýðnast úrskurðum dómstólsins hafa ríkin tekið til þess ráðs að sniðganga hinar formlegu stofnanir Evrópubandalagsins eins og sást best er ákveðið var að Evrópudóm- stóllinn fengi ekki lögsögu yfír EPC. Þar sem aðildarríkin vita að dómstóllinn myndi í flestum tilfell- um dæma „sameiningarstefnunni“ í vil eru t.d. litlar líkur á því að einhverskonar sameiginleg varnar- eða öryggismálastefna ríkjanna verði samþykkt í fyrirsjáanlegri framtíð, a.m.k. ekki innan ramma hins hefðbundna Evrópubandalags. Fyrr í greininni var getið um óánægju ýmissa lögfróðra manna um þróun Evrópudómstólsins. Einn þeirra er T.C. Hartley, prófessor í Evrópurétti við London Schobl of Economics. Hann telur ekki rétt að stefnumið gegni svo veigamiklu hlutverki í þróun EB. Hartley telur hættu á því að þar sem stefnumið eru látin ráða ferðinni geti þau stundum brotið í bága við viður- kenndar meginreglur lögfræðinnar. Þrátt fyrir að markmið Dómstólsins eru lofsvérð þá hefur þróun undanf- arinna 25 ára sýnt að það eru aðil- arríkin sjálf en ekki stofnanir Evr- ópubandalagsins sem stjórna eigi gangi mála? jggtte Laugavegi 62-Sími 13508 Höfundur var til skamms tíma fréttaritari Morgunblaðsins í Bretíandi en starfarnú hjá Útflutningsráði. GOTT FÓLIC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.