Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 64
64
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Aðalsteinn Elías-
son - Minning
Fæddur 1. september 1909
Dáinn 8. desember 1991
Föðurbróður minn Aðalsteinn
Elíasson er látinn, 82ja ára að aldri.
Aðalsteinn var fæddur 1. septemb-
er á Gili í Bolungarvík, sonur hjón-
anna Elíasar Elíassonar, sem fædd-
ur var á Bæjum á Snæfjallaströnd,
10. júní 1871 og dó í Reykjavík
11. nóvember 1954, og .Jensínu
Jensdóttur, sem fædd var 14. fe-
brúar 1877 og dó í Reykjavík ári
síðar en Elías. Aðalsteinn var ein-
birni þeirra en áður hafði Elías
búið með Haildóru Kristjánsdóttur
á Laugalandi í Nauteyrarhreppi og
átti með henni tvö börn: Ólöfu G.
og Kristján Sigurð föður minn, sem
fædd voru 1897 og 1899, en Hall-
dóra lést af bamsförum, er hún
átti Kristján.
Af frásögnum Elíasar afa mátti
skilja að hann hafi átt góða bernsku
og æsku í fóstrinu á Laugalandi
við Djúp í hópi systkinanna þar og
annarra fóstursystkina. Til marks
um það er hálfgleymd saga sem
hann sagði mér, að einhverntíma
var honum komið fyrir til dvalar
allfjarri Laugalandi, en strauk úr
þeirri vist heim til Laugalands yfir
fjöll og firnindi, en gisti nætursak-
ir hjá álfum á leiðinni. En svo tóku
við erfið ár ekkils með tvö börn,
sem hafði að litlu að hverfa nema
sjóróðrum úr verstöðvum víðsvegar
við Djúpið, frá Berjadalsánum,
Bolungarvík, síðar um nokkur ár á
Flateyri og ísafirði. Árið 1917
fluttu hann og Jensína svo til
Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu
á Urðarstíg 7, þegar ég man fyrst
eftir mér. Það varð mikil miðstöð
fjölskyldunnar um áratugi, og oft
margt um manninn, þegar ættingj-
ar og vinir að vestan og afkomend-
ur þeirra leituðu þar athvarfs og
skjóls, meðan þeir voru að fóta sig
á hálum brautum mannþ'fsins í
stórborginni. Meðal annars innrétt-
aði afi skúr á bak við húsið þar sem
margir þeirra gistu og sumir hófu
þar búskap meðan þeir voru að búa
sig undir að fijúga úr hreiðrinu og
fínna sér fastan samastað í tilver-
unni. Svo heppilega vildi til að þar
í grenndinni settist líka að gömul
fóstursystir afa frá Laugalandi,
Etelríður Pálsdóttir, eftir allhrakn-
ingasama ævi og höfðu bæði styrk
af því að enda svo ævina sem þau
höfðu byijað og var mikið og ein-
lægt systkinaþel milli þeirra. Etelr-
íður var móðir Aðalsteins Krist-
mundssonar og þeirra systkina, en
hann mun betur þekktur undir
nafninu Steinn Steinarr. Trúlega
hafa þeir borið sama Aðalsteins-
nafnið, sem algengt er í ættum
þess fólks, sem kennt er við Lauga-
land og Skjaldfönn við Djúp.
Alli kvæntist 27. október 1937,
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
pCtur m
ZOF'WONÍASSON m
m
VÍKINGS
IÆKJARÆITV
í ■-
Asgeir Jakobsson
SÖGUR ÚR
TÝNDU LANDI
Ásgeir Jakobsson er landskunnur
fyrir œvisögur sínar um íslenska
athafnamenn. Þessi bók hefur
að geyma smásögur eftir hann,
sem skrifaðar eru á góðu og
kjarnyrtu máli. Þetta eru
bráðskemmtilegar sögur, sem
eru hvort tveggja í senn
gamansamar og með alvar-
legum undirtóni.
Pétur Zophoníasson
VÍKINGSLÆKJARÆTT V
Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt,
niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra
á Víkingslœk. í pessu bindi er fyrsti
hluti h-liðar œttarinnar, niðjar
Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram
að Guðmundi Brynjólfssyni á
Keldum verður skipt í tvö bindi,
þetta og sjötta bindi, sem kemur
út snemma á nœsta ári (1992).
Myndir eru rúmur helmingur
þessa bindis.
Pétur Eggerz
ÁST, MORÐ OG
DULRÆNIR HÆFILEIKAR
Þessi skáldsaga er sjöunda bók
Péturs Eggerz. í henni er meðal
annars sagt frá ummœlum
fluggáfaðs íslensks lœknis, sem
taldi sig fara sálförum að
nœturlagi og eiga tal við fram-
liðna menn. Þetta er forvitnileg
frásögn, sem fjallar um marg-
breytilegt eðli mannsins og
tilfinningar.
M.Scott Peck
Leiðin til andlegs
þroska
Öll þurfum við að takast á við
vandamál og erfiðleika. Það er
oft sársaukafullt að vinna bug á
þessum vandamálum, og flest
okkar reyna á einhvern hátt að
forðast að horfast í augu við
þau. í þessari bók sýnir banda-
ríski geðlœknirinn M. Scott Peck
hvernig við getum mœtt erfið-
leikum og vandamálum og
öðlast betri skilning á sjálfum
okkur, og um leið öðlast rósemi
og aukna lífsfyllingu.
NÝJAR BÆKUR -
Finnbogi
Guðmundsson
GAMANSEMI
SNORRA STURLUSONAR
23. september voru liðin 750 ár
síðan Árni beiskur veitti Snorra,
Sturlusyni banasárí Reykholti. í
þessari bók er minnst
gleðimannsins Snorra og rifjaðir
upp ýmsir gamanþœttir í verkum
hans. Myndir í bókina gerðu
Aðalbjörg Þórðardóttir og
Gunnar Eyþórsson.
Auðunn Bragi
Sveinsson
SITTHVAÐ KRINGUM
PRESTA
í þessari bók greinir Auðunn Bragi
frá kynnum sínum af rúmlega
sextíu íslenskum prestum, sem
hann hefur hitt á lífsleiðinni.
Prestar þpir, sem Auðunn segir
frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni
hans af hverjum og einum mjög
mismikil; við suma löng en aðra
vart meira en óinn fundur.
SKUGGSJÁ
Bókabúð Olivers Steins sf
SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
= íil t i u l M l úútí&T mmH vt \ ? 4, > t t -
Sigríði Sigurbrandsdóttur, sem
fædd er 2. desember 1911, í Flatey
á Breiðafirði. Einnig þau bjuggu á
efri hæðinni á Urðarstígnum, þegar
ég man fyrst eftir, en seinna fluttu
þau í Hraunbæ 34. Börn þeirra eru
Einar vélvirki, sem lengi hefur
starfað í Álverinu, kvæntur
Magneu Jónsdóttur póstmanni og
eiga þau fjóra syni, og Jensína
Elsa innkaupastjóri í Vogue, gift
Skúla Skúlasyni bifreiðastjóra og
eiga þau fjögur börn. Auk þess ólu
þau Alli og Sigga upp Oddnýju
Magneu, dóttur Einars og Önnu
Ottósdóttur frá Svalvogum. Oddný
er gift Sigþóri Haraldssyni vél-
stjóra og eiga þau þijú börn.
Alli frændi var hár vexti og
grannur, en gildnaði nokkuð með
árunum og hinn höðfðingiegasti í
fasi og framkomu, sérstakt snyrti-
menni, og þau Sigga ákaflega sam-
hent um að byggja sér og sínum
fagurt og gott heimiii. Hann var
afbragðs smiður og allt bókstaflega
lék í höndunum á honum. Hann
var léttur í lund og hafði góða frá-
sagnargáfu og hafði yndi af að rifja
upp ýmislegt frá fyrri tíð. Hann
var sérstaklega barngóður og
fylgdist vel með þroska og fram-
gangi allra sinna afkomenda og
hafði jafnan á reiðum höndum frá-
sagnir af þeim og þeirra viðfangs-
efnum á hveijum tíma. Hans er
því sárt saknað af öllum, frænd-
fólki hans og vinum. Ég og systk-
ini mín, Geir og Halldóra Elísabet
vottum Siggu og þeirra afkomend-
um okkar dýpstu samúð við fráfall
Aðalsteins föðurbróður okkar.
Anna G. Kristjánsdóttir
Góður drengur og einkavinur er
látinn, eftir erfíðan og sársauka-
fullan sjúkdóm, sem hijáði hann
síðustu æviárin og lauk eins og að
ofan greinir.
Alli var kjarkmaður og hvarflaði
ekki að honum að gefast upp. Vel
flesta daga vikunnar hittumst við
á Lækjartorgi og var þá stefnan
tekin með höfninni; frá austri til
vesturs og lauk í Örfirisey og til
baka, eða að Alli fór að sinna og
snúast fyrir sjúka vini sína, sem
börðust þá við erfið veikindi og
meðal þeirra voru Edwin Árnason,
Þórarinn Jónsson og Svava, en þau
eru öll látin. Svava var kona Magn-
úsar G. Kristjánssonar, bróður þess
er þetta ritar.
Én svona var Alli, mannkærleik-
urinn var honum í blóð borinn.
Hann þurfti að vera á ferðinni, þá
fann hann minna til, eða svo sagði
hann.
Alli var eina barn foreldra sinna,
Elíasar Elíassonar, f. 1872 á Bæj-
um í Isafjarðardjúpi, og Jensínu
Jensdóttur, f. 1872 í Reykjavík,
Kveðjuorð:
Páll Gunnarsson
Fæddur 20. maí 1908
Dáinn 24. nóvember 1991
Fallinn er nú frá einn þeirra
manna, sem uxu úr grasi laust
eftir síðustu aldamót og báru hita
og þunga af efnahagslegri upp-
byggingu og stórfelldum endurbót-
um í menntun íslenskrar þjóðar.
Páll var maður orðs og athafna.
Hann var sístarfandi, kappsfullur
og úrræðagóður, lagði góðu máli
lið, hafði ákveðnar skoðanir og
fylgdi þeim eftir. Traustur sam-
vinnumaður með rætur frá fátæku,
barnmörgu sveitaheimili og fékk í
vöggugjöf góðar gáfur og mennta-
þrá, sem á þeim tíma var fjárhags-
lega erfitt að svala, en Páll vann
bug á erfiðleikunum. Hann fór
fyrst í Búnaðarskólann á Hvan-
neyri 1924, síðan í tveggja vetra
nám að Héraðsskólanum á Laugar-
vatni og að því loknu í Kennara-
skóla íslands og tók þaðan kenn-
arapróf vorið 1938, þá þrítugur
að aldri.
Hann hóf kennslustörf á Suður-
landi, þaðan lá leiðin til Hríseyjar
og að lokum til Akureyrar, en þar
starfaði hann að skóla- og uppeld-
ismálum frá 1945-1978. Eg kynnt-
ist Páli fyrst 1956 þegar ég hóf
störf við Barnaskóla Akureyrar.
Þar voru þá við kennslu ýmsir þjóð-
kunnir skólamenn sem gott var að
leita til og ýmsir þeirra beindu mér
til Páls. Hann stjórnaði nemendum
sínum af röggsemi og hlýju. Greið-
vikinn var hann með afbrigðum
og frásagnargleði og létt kímni í
blóð borin. Hann kunni urmul af
vísum og tildrög þeirra, var ungum
náma af þjóðlegum fróðleik og vissi
deili á ótrúlega mörgum, sem
bjuggu hér og þar á landinu.
Ævistarfið var kennsla. En mér
fannst hann draga sína andlegu
lífsnæringu frá æskustöðvunum í
sveitinni. Hann ræddi oft um
Fnjóskadal, þar sem hann fæddist,
oftar þó um Krónustaði í Eyja-
fírði, þar sem hann ólst upp, en
oftast um Þverárdal í Húnavatns-
sýslu því þar bjuggu foreldrar hans
lengst.
Vinnudagur Páls var langur, því
að kennsluskyldan var á þeim árum
mun meiri en nú er og að loknu
erilsömu starfi í skólanum var
hann heimilisfaðir, sinnti félags-
málum í bænum og um áratuga
skeið formaður barnaverndar-
nefndar bæjarins. Það var erfitt
og oft vanþakklátt starf. í því lá
sá hluti uppeldisstarfsins, sem mér
fannst reyna mest á Pál. í barna-
vemdarnefnd þurfti oft að taka
afdrifaríkar ákvarðanir vegna
heimila sem voru í upplausn og
gefur augaleið að ekki voru allir
jafn sáttir við þær ákvarðanir sem
nefndin tók. Það fylgdi því mikil
lífsreynsla að takast á við þau
verkefni og mér fannst Páll vaxa
við hveija raun. Eitt sinn sagði
hann við mig þegar þessi mál voru
til umræðu: „Ég hef lært það sem
=LJÓSKER Á LEIfly
Graníl s/(?
||| HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707
OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-15.