Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 65

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 65 hún var föðursystir Brynjólfs leik- ara Jóhannessonar og þeirra systk- ina. Fyrri koná Elíasar var Hall- dóra Kristjánsdóttir frá Laugalandi og voru börn þeirra, sem bæði eru látin, Ólöf, f. 1897, en hún átti 5 börn, og Kristján, f. 1899, verk- stjóri á bifreiðaverkstæði Eimskips, en hann átti 3 börn. Eftir lát Hall- dóru réðst Jensína að Laugalandi og kom í hennar hlut að sjá um uppeldi barnanna og upp úr því gifting þeirra Elíasar. Eftir veru sína á Laugalandi bjuggu þau í Bolungarvík og þar fæddist Alli. Þaðan fluttu þau til Flateyrar og 1918 hingað tii Reykjavíkur. Fljót- lega eftir komuna byggðu þau hús sitt á Urðarstíg 7. Eiginkona Alla er Sigríður Sigurbrandsdóttir, fædd í Flatey á Breiðafirði, en á Urðar- stígnum árið 1930 byijuðu þau sinn búskap uns þau seldu og keyptu íbúð í Hraunbæ 34. Sigga er af- bragðsgóð kona og hvers manns hugljúfí. Alli og Sigga eignust tvö börn, Einar, vélvirkja í Straumsvík, kvæntur Magneu Jónsdóttur og eiga þau 4 börn og 10 barnabörn, og Elsu, verslunarstjóra hjá Vouge, gift Skúla Skúlasyni, bílstjóra og eiga þau 4 börn og 4 barnabörn. Einnig ólu þau upp dóttur Einars, Oddnýju, og er hún gift Sigþóri Haraldssyni, vélsmiðjueiganda, og eiga þau 3 börn. Börn og barna- börn Alla og Siggu eru fríður og góður hópur. Alli var mjög útsjónarsamur og hagur maður á hvað sem hönd á snerti, hvort er var tré, járn, raf- magn og allar vélar. Hann var lengi -starfsmaður í Slippnum og svo hjá Bæjarútgerðinni og síðustu árin við smíðar í Iðnskólanum. Blessuð sé minning Alla. Siggu og fjölskyldunni allri sendum við Gróa okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa. Guðmundur Kristjánsson Elsku afí okkar er dáinn. Það er eins og eitthvað tóm myndist í huga okkar þegar við gerum okkur grein fyrir því að við eigum ekki eftir að sjá og heyra í honum afa. Samt vitum við að hann hefur orð- ið hvíldinni feginn og að honum líður vel núna hjá Gúði. Þegar við systkinin setjumst nið- ur og minnumst afa er ótal margt sem kemur upp í hugann, því hann var aldrei spar á þann tíma sem hann eyddi með okkur. Margar af ánægjulegustu æskuminningunum eru tengdar bíltúrunum sem við fórum í með honum á hvetjum sunnudagsmorgni. Þá var annað- hvort farið niður í bæ og öndunum gefið brauð; höfnin, mannlífið og fuglarnir skoðaðir eða þá að ævin- týraheimur fjörunnar var heimsótt- ur. Seinna þegar við fórum að eld- ast þá komu aðrir hlutir sem afi kenndi okkur. Við smíðar hvatti hann bræðurna ávallt til dáða, hann hafði ráð undir hverju rifí og kenndi þeim leyndarmál verkfæranna. Þegar við svo vorum farin að geta valdið veiðistöng, þá fór hann með okkur í ótal veiðiferðir. í silunga- veiðinni voru afi og Þingvallavatn næsta ófijúfanleg. Vatnið og sveit- in í kring voru honum og ömmu einatt einn kærasti staður á jörðu. Hvert sem farið var þekkti hann hvern hól og tjörn. við eigum hon- um það að þakka að við kunnum að meta náttúrfegurð landsins. Nú er hlutverki afa í lifandi lífí lokið en ljúfar minningar lifa. Guð geymi afa og gefi ömmu styrk. Gylfi, Anna Sigga, Svanlaug og Orn. Hér eru svörin formaður barnaverndarnefndar að engin stundargleði er þess virði að fórna fyrir hana heimilinu sinu.“ Kona Páls var Guðrún Margrét Hólmgeirsdóttir frá Hrafnagili. Þau giftust 1944 og bjuggu mest af sínum búskap í Helgamagra- stræti 40. Guðrún var afbragðs manneskja og vel greind. Hún bjó manni sínum og börnum þeirra prýðis heimili, sem var ákaflega notalegt að heimsækja. Börn þeirra urðu þijú, en eitt dó nokkurra daga gamalt. Þau sem upp komust eru Gerður, sem er gift Einari Ragnarssyni, tannlækni í Reykja- vík og eiga þau fjögur börn, og Hólmgeir Þór, kjotiðnaðarmaður og bóndi að Hvammi í Vatnsdal. Hans kona er Ástríður Erlends- dóttir og eiga þau eitt barn, en áður átti Astríður tvö börn. Á heimili Páls og Guðrúnar var lang- tímum saman systursonur Páls, Gunnar Rafn Jónsson, sem nú er læknir á Húsavík. Við Páll störfuðum saman að kennslu við BA um það bil áratug, unnum saman að leikvallagerð í nokkur sumur og fórum í margar eftirminnilegar veiðiferðir austur í Laxá. Hann var dugandi veiðimað- ur og afbragðs ferðafélagi. En þó að hann nyti vel stundanna á bökk- um Laxár var þá ætíð greinilegast að af allri tómstundaiðju var hesta- mennskan honum kærkomnust. Hestarnir hans voru greinilega nánir vinir, sem heilsuðu með vina- legu hneggi þegar við komum í dyrnar. Hann strauk þeim, talaði og gældi við þá eins og börn og þegar hann var kominn á bak og spretti úr spori, skynjaði maður að þar fóru tveir vinir, einir í heim- inum. Þegar ég tók við stjórn Oddeyr- arskóla, haustið 1967, tók Páll við starfí mínu sem yfirkennari við BA og störfuðu þeir Tryggvi heit- inn Þorsteinsson við stjórn skólans þar til Tryggvi féll frá. Páll tók þá við starfi skólastjóra, fyrst sem settur og síðan skipaður. Stjórn þeirra á skólanum var til fyrir- myndar. Með Páli kveð ég góðan og traustan vin og samstarfsmann um margra ára skeið. Hann var sann- ur sonur síns tíma, eljusamur og staðfastur umbótamaður fullur áhuga að fræða og kenna yngstu kynslóðinni og fóta sig fram á veginn með traust tengsl við fyrri tíma reynslu. Ég kveð Pál með virðingu og þökk um leið og ég sendi ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Indriði Úlfsson ■ Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.