Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 68
68
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
- A t HELGA HALLDÓRSDÓTTIR frá Dagverðará andaðist í Landakotsspitala föstudaginn 13. desember sl. Jarðarförin auglýst síðar. * Aðstandendur.
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI S. ÞÓRÐARSON fyrrum útgerðarmaður frá Fáskrúðsfirði, andaðist í Landspítalanum þann 16. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t Eiginmaður minn, ARNGRÍMUR BJARNASON fyrrverandi aðalfulltrúi, lést i Landspítalanum 15. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta Friðriksdóttir.
t Eiginmaður minn og faðir, GLÚMUR BJÖRNSSON, Hátúni 4, andaðist 14. desember. Ingibjörg Sigurðardóttir, Stefán Björnsson.
t Eiginkona mfn, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR BJARMAN, Dalhúsum 81, lést á heimili okkar laugardaginn 14. desember síðastliðinn. Fyrir hönd vandamanna, Teitur Gunnarsson.
t Skjólstæðingur okkar, BJÖRGVIN SÍMONARSON, Skúlagötu 68, lést 2. desember sl. , Útför hans fer fram frá bænahúsi Fossvogskirkju í dag, þriðjudag- inn 17. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd starfsfólks Heimahlynningar, Þóra B. Þórhallsdóttir.
t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGATHEODÓRSDÓTTIR, Þykkvabæ 17, lést á heimili sínu laugardaginn 14. desember. Theodór S. Marinósson, Magdalena S. Elíasdóttir, Kristrún Marinóssdóttir, Ingi Garðar Sigurðsson, Ásta Maria Marinósdóttir, Bjarni Ágústsson, Anna Lóa Marinósdóttir, Pálmi Sigurðsson, ’ Gunnbjörn Marinósson, Sigrún Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Elskuleg kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGURLAUG MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Kársnesbraut 97, Kópavogi, lést þriðjudaginn 3. desember. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir frá- bæra hjúkrun og umönnun. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Sunnuhlíð. Jón Bachman Guðmundsson, Svala Konráðsdóttir, Jóhann Jakobsson, Erna Konráðsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Mjöll Konráðsdóttir, Höybye Christensen, Drffa Konráðsdóttir, Ingi Gunnar Benediktsson, María Björnsdóttir, Einar Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurður Júlíus-
son - Kveðjuorð
Fæddur 25. júní 1927
Dáinn 9. október 1991
Hann pabbi, Sigurður Júlíusson
bifreiðastjóri, er dáinn, þjáningun-
um er lokið. Það var Fríða systir
sem hringdi í mig, nei þetta gat
ekki verið satt. Þótt ég vissi að
hann hafði verið mjög veikur .síð-
ustu vikur hélt ég alltaf í vonina.
Það var stutt síðan hann kom til
mín í heimsókn á fæðingardeildina
dagana tuttugasta og áttunda og
níunda september en þá sá ég hve
veikur hann var, en samt lét hann
sig hafa það að koma til að sjá litla
drenginn okkar. Það er svo sárt að
horfast í augu við sannleikann og
að litli kúturinn okkar ísleifs fær
ekki að kynnast Sigga afa eins syn-
ir okkar kölluðu alltaf afa sinn. Það
verður h'ka erfitt að útskýra fyrir
þeim að afi komi aidrei aftur.
Það skein alltaf einlæg hlýja og
umhyggja frá pabba til þeirra sem
erfitt eiga og minna mega sín.
Hann lét sig miklu varða um syni
okkar, Ástþór og Ingþór. Þegar við
t
Ástkær móðir okkar,
STEINÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
andaðist föstudaginn 13. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Málfríður G. Hákansson,
— Vilborg Guðjónsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir,
Ragnhildur Guðjónsdóttir.
t
Eiginkona mín,
HÓLMFRÍÐUR HJARTARDÓTTIR
frá Skagaströnd,
Grettisgötu 77,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. desember.
Útförin fer fram frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík föstudaginn
27. desember kl. 13.30.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Pálmi Sigurðsson.
t
Ástkær dóttir mín, eiginkona og móðir okkar,
GUÐRÚN MARGRÉT ÞORBERGSDÓTTIR,
Skipasundi 25,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum aðfaranótt hins 10. desember.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. des-
ember kl. 10.30 árdegis.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristin Ásmundsdóttir,
Páll Sigurðsson,
Sigurður Óskar Pálsson,
Ásta Kristin Pálsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
VICTOR JACOBSON,
Nesvegi 43,
verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 19. desember
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á líknarstofnanir.
Hildur ísfold Steingrímsdóttir,
Victor Jacobson, Þórhildur Jónsdóttir,
Steingrímur Viktorsson, Kristín Ólafsdóttir,
Hilmar Viktorsson, Matthildur Þorláksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og sambýlismaður,
ÍVAR BJÖRNSSON
vélstjóri
frá Hofsósi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. desember
kl. 15.00.
Björn S. ívarsson,
Kjartan M. ívarsson,
Jónina ívarsdóttir,
Herborg ívarsdóttir,
Indriði Ivarsson,
Ásbjörg Ivarsdóttir,
Kolbrún ivarsdóttir,
Hekla ívarsdóttir,
Guðrún
Sigrún ívarsdóttir,
Sigríður Óskarsdóttir,
Hörður Jóhannesson,
Björn Gústafsson,
Kristjana Steinþórsdóttir,
Guðlaug Káradóttir,
Jón Sigurðsson,
Þór Þórarinsson,
Sigurður Stefnisson,
Ólafsdóttir.
hjónin fluttum til Reykjavíkur fyrir
fjórum árum vegna þessa að synir
okkar tveir þurftu að fara í sér-
skóla þá var það honum frekar á
móti skapi því hann taldi okkur
betur borgið á Seyðisfirði. Þegar
við fluttum þá vorum við öll systkin-
in farin frá Seyðisfirði nema Ingunn
systir og hennar fjölskylda og það
fannst pabba mjög miður. Þegar
við töluðum saman í seinni tíð þá
sagði pabbi oft við mig að hann
vildi óska þess að það væri styttra
á milli okkar. Einnig lét hann þau
orð falla að hann sæi eftir þeim
árum sem hann var lítið heima við
og nú þráði hann að geta verið
meira með börnum sínum og barna-
börnum. Fá tækifæri til að kynnast
þeim aftur og á einhvern hátt bætt
þeim upp þann tíma sem hanh gat
lítið sinnt þeim. Foreldrar mínir
bjuggu í Reykjavík og man ég eftir
húsinu sem hann byggði fyrir okkur
í Kópavogi í Bröttubrekku. Þá
keyrði pabbi leigubíl hjá Hreyfii og
minnist mamma þess að hann
keyrði daga og nætur því erfitt var
að framfleyta stórri fjölskyldu og
byggja hús.
Síðan fluttu þau austur á Seyðis-
fjörð og hann tók að sér akstur á
áætlunarbifreiðum yfir Fjarðarheiði
sem er einn erfiðasti fjallvegur á
íslandi. Á gamlárskvöld árið 1969
man ég eftir því að mamma fór
með okkur syskinin upp á heiði til
að athuga hvort við sæjum til ferða
hans því það var orðið frekar áliðið
og pabbi var ekki kominn heim en
við snérum við án þess að sjá til
ferða hans. Hann hafði lent í erfið-
leikum með snjóbílinn, misst beltin
af bílnum og kom ekki heim fyrir
en undir morgun en við geymdum
stjömuljósin og hátíðarhöldin þar
til á þrettándanum. Þegar ég var
tíu ára þá fluttum við í Þórsmörk
sem er skammt innan við Seyðis-
fjarðarkaupstað en þar hafði pabbi
byggt okkur hús. í þessu húsi leið
pabba vel og þar bjó hann til ævi-
loka. Um svipað leiti hætti hann
með sérleyfið og fór að vinna hjá
Kveðja:
Þórey
Hannes-
dóttir
Fædd 24. desember 1918
Dáin 23. nóvember 1991
Þó mér finnist ekki við hæfi að
böm skrifi langar greinar um látna
foreldra sína, ætla ég samt að senda
móður minni örfá kveðju- og þakk-
arorð, ég hef fáu við að bæta af
því sem áður hefur verið sagt, þar
er ekkert ofmælt.
Hún var okkur alltaf stoð og
stytta og vildi aldrei láta hafa fyrir
sér.
Iiennar hinsta kvöld,þegar ég sat
hjá henni, sagði hún:„Það er óþarfi
að vera að þreyta þig á að vera
yfir mér, hér er allt sem hugsast