Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 76
76
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Ast er..
/2-/6
.. heimsókn til jólasveinsins.
TM Reg. U.S. Pal Off. — all rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Það hlaut að reka að þessu
fyrr eða síðar; nú endursýna
•þeir veðurspárnar frá því I
fyrra.
Við hljótum að fá tvo ísa
fyrir þetta.
HOGNI HREKKVISI
Þessir hringdu . . .
Ellilífeyrisþegar og
sjúkraþjálfun
Ellilífeyrisþegi hringdi og sagð-
ist hafa lent í bílsiysi fyrir fjórum
árum og þyrfti reglulega að fara
í sjúkraþjálfun en nú væri búið
að ákveða að hætta að greiða
þennan kostnað niður fyrir ellilíf-
eyrisþega. Sagði hann að sér
fyndist það hræðilegt því flest
gamalt fólk þyrfti nauðsynlega á
einhverri sjúkraþjálfun að halda
og fyrir þann sem hafi einungis
ellilífeyrinn til þess að lifa af
væri erfitt að ná endum saman
hvað þá ef kostnaður við sjúkra-
þjálfun bætist við.
Aðstoðið bréfbera
Bréfberar á pósthúsinu á Nes-
haga vilja koma með vinsamleg
tilmæli til fólks í vesturbænum
að það hafi útiljósin kveikt, hafi
vel merkt og moki tröppur ef þess
er nauðsyn og athugi að þær séu
ekki hálar. Bréfberarnir segja
nauðsynlegt að þessi atriði séu í
lagi, sérstakiega nú mitt í jólaö-
sinni, og senda þeir fólki sínar
bestu jólakveðjur.
Innfluttar landbúnaðarvörur
Borgarkona úr sveit hafði sam-
band við Velvakanda og vildi
benda á það að í ailri umræðunni
um innfluttar landbúnaðarvörur
gleymdist að það væri búið að
flytja þær inn í mörg ár. Það
væri búið að flytja inn kökur og
í þeim væru egg, súkkulaði og í
því væri mjólk og karamellur og
í þeim væri smjör. Hún sagði fólk
iðulega gleyma þessu og bændur
hugsuðu ekki út í það að þegar
þeir væru að kaupa þessar vörur
þá væru þeir að styrkja erlenda
bændur.
Gefins kettlingar
Sex kettlingar, svartir og hvít-
ir, fást gefins á góð heimili. Upp-
lýsingar í síma 642626 eftir kl.
18 virka daga.
Ónæði af símasölumönnum
Birna hringdi og lýsti yfir
óánægju sinni yfir því að sölu-
menn væru iðulega að hringja
heim til hennar og bjóða alls kyns
varning og sér fyndist það leiðin-
legt að geta ekki svarað í síma
án þess að eiga von á slíku ónæði.
Sem dæmi tók hún að til sín hefði
hringt kona sem spurði hana hvort
hún mætti senda henni ókeypis
sölubækling en þegar Birna fór
að spyija hvort eitthvað byggi
ekki undir kom það í ljós að ef
hún hefði þegið bæklinginn þá
væri hún komin í einhvern klúbb
og þar með skuldbundin til þess
að kaupa einhvern hlut fyrir
ákveðinn tíma. Sagði hún að sér
fyndist svona sölumennska vera
fyrir neðan allar hellur og vildi
hún vita hvort fólk gæti ekki losn-
að undan svona hringingum án
þess að fá sér leyninúmer.
Karlmannsgleraugu
Karlmannsgleraugu í brúndr-
öfnóttu hulstri töpuðust í fríhöfn-
inni í Keflavík 26. nóv. Um er að
ræða sk. hálf gleraugu. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma
657935.
Fækkun ríkisstarfsmanna
FofséetisráOherra hefur skýrt
fra því) að eítt afþfeitti ráðstöfunum
sem gefðaf Verði tii að ná ttiður
haiia fjariaga ríkisihs, verði sú að
segja upp 600 ríkisstarfsmönnum
og eiga ráðuneytin að sjá um að
forstjórar ríkisfyrirtækja fram-
kvæmi þær aðgerðir.
Á sama tíma og frá þessu var
skýrt kom sú frétt í blöðunum að
ráðuneytisstjórinn í ráðuneyti for-
sætisráðherrans sjálfs láti af störf-
um um nk. áramót vegna aldurs,
hann er sem sagt að fara á eftir-
laun. í sömu frétt segir fráfarandi
ráðuneytisstjóri sjálfur jafnframt
frá því að hann muni samt sem
áður halda áfram störfum í ráðu-
neytinu og „sinna sérverkefnum",
en svo mun það vera kallað á
stofnattftmáíi þegar háttsettir emb-
settismetm þiggja timavíttttukaup
frá ríkinu jafnframt eftiriaunum
sínum sem þeir fá úr lífeyrissjóði.
Með öðrum orðum það fjölgar
um einn starfsmann í forsætis-
ráðuneytinu þegar ráðuneytisstjór-
inn hættir, en á sama tíma á að
segja 600 manns upp störfum hjá
ríkinu. Ef hér er á annað borð um
starf að ræða sem fráfarandi ráðu-
neytisstjóri á að vinna, sem verður
að ætla að sé, á þessum miklu
aðhaldstímum, væri þá ekki aið-
legra að einn af þessum 600 starfs-
mönnum sem segja á upp störfum,
fengi þetta starf? Því að tæplega
eríi þessi „séfverkefni" svo pef-
sóttulega séfhömiuð fyrír þehttan
eina matttt að eihhvef af þeasum
60Ö gæti ékki UttttÍð þftU Ottdft
færi illa ef svo færi.
Framtíð ráðuneytisstjórans er
tryggð með eftirlaunum eins og
annarra ríkisstarfsmanna og á
hann því ekki að þurfa að taka
starf frá öðrum sem enn eru á
starfsaldri og geta ekki tryggt af-
kómu sína með eftirlaunum þegar
þeim er sagt upp starfi.
Það verður að vera eitthvert
samræmi milli orða og athafna
æðstu manna þjóðarinnar til þess
að hægt sé að taka þá alvarlega.
Hjalti J. Þorgrímsson
ingar, öryggi, fræðslu og fleira. Ég
vil taka fjölmiðlana inn í þessa
umræðu. Það eru eðlilega uppi vax-
andi kröfur um, að fólk njóti lág-
marksverndar gegn aðgangi fjöl-
miðla, einkum þegar sorg ber að
dyrum. Þetta er hlutur, sem við
verðum að ræða. Fjölmiðlar hafa
hingað til fengið að fara sínu fram
án mikilla afskipta utanaðkomandi
aðila, en þeir þurfa aðhald ekki síð-
ur en aðrir, segir Drífa.“
Um þetta segir Víkverji eftirfar-
andi: Loksins! Loksins!, svo vitnað
sé til orða Kristjáns Albertssonar í
frægum ritdómi um Vefarann mikla
eftir Halldór Laxness! Það er tími
til kominn, að fólk taki fjölmiðiana
til meðferðar og veiti þeim aðhald.
XXX
Drífa Sigfúsdóttir segir einnig í
sama viðtali:„Ég tel einnig,
að bönkum og tryggingafélögum
hafi ekki verið sýnt nægilegt að-
hald. Það er athygli vert, hve vaxta-
munur er hár og öll þjónusta ban-
kanna dýr og rétt að skoða glæsi-
hallir þessara fyrirtækja í þessu
ljósi. Þrátt fyrir þetta virðast neyt-
endur ekki kvarta að ráði við bank-
ana. Ég held þó, að neytendur
muni í vaxandi mæli setja þessa
hluti í samhengi.“
Víkveiji skrifar
Undirbúningur að jólahaldinu
nær hámarki í þessari viku.
Hjá mörgum gætir vaxandi efa-
semda um þann farveg, sem jóla-
hald er komið í á flestum heimilum
hér. í nýju tölublaði Neytendablaðs-
ins er m.a. fjallað um þetta í sam-
tali við séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son. í frásögn af viðtali þessu segir
m.a.:„Hann (þ.e. séra Jón Dalbú,
innskot Víkveijajsegir, að jólahald-
ið sé farið úr böndunum hjá mörg-
um og telur, að þegar svo margir
eyða svo miklu í jólagjafir og annað
dragist enn fleiri inn í þessa hring-
iðu, þótt þeir hafi ekki efni á því.
-Þess vegna verða öll þessi van-
skil, vandræði og vanlíðan eftir jól-
in, hvað þá þegar holskeflan kemur
í febrúar. Það er náttúrlega stjórn-
leysi og agaleysi að geta ekki tak-
markað þessa hluti. En það virðist
eins og fólk fyllist einhveiju æði.
-Ég held, að þetta hafi flotið gjör-
samlega yfir, þegar greiðslukortin
urðu almenn. Það er svo freistandi
að nota kortið í stundarhrifningu
og eftirvæntingu, en fólk reiknar
ekki dæmið til enda. Greiðslukorta-
fyrirtækin augiýsa hins vegar þann-
ig, að þetta sé svo auðvelt. Það er
bara hægt að dreifa greiðslunum,
ef því er að skipta. Jón telur, að
jólahaldið hafi stjórnast i ríkara
mæli af náungakærleika áður fyrr
en nú gleymist innihaldið vegna
umbúðanna.
-Margir spila svo rosalega í jóla-
traffíkinni, að þegar upp er staðið
valda jólin þeim meiri leiðindum en
ánægju. Þegar allt kemur til alls
er ekkert í umbúðunum. Jólin eru
orðin neyzluhátíð fremur en trúar-
hátíð og kirkjan hlýtur að beijast
gegn því með sinni boðun og sínu
starfi. Hér verður að koma til hug-
arfarsbreyting. Við verðum að
hvetja fólk til að skipta um lífsstíl
varðandi þessar stórhátíðir kristn-
innar, sem eiga sitt inntak, sem
ekki má glata að okkar mati.“
Þetta eru orð að sönnu og fyllsta
ástæða til að gefa gaum þessum
orðum séra Jóns Dalbú Hróbjarts-
sonar.
XXX
*
INeytendablaðinu er líka athygli-
svert viðtal við Drífu Sigfús-
dóttur, formann Neytendafélags
Suðurnesja. Þar segir:„Hún (þ.e.
Drífa, innskot Víkveija) nefnir einn-
ig málaflokka, sem Neytendasam-
tökin hafa ekki látið til sín taka að
ráði hingað til: fjölmiðlana. Hún
bendir á, að fjölmiðlar eru vaxandi
þáttur í lífi fólks og telur, að þeir
hafi gerzt aðgangsharðari á und-
anförnum árum.
-Neyetndasamtökin hafa barizt
fyrir sjö svonefndum lágmarkskröf-
um neytenda, sem fjalla um upplýs-