Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
77
Dýrð sé Guði í upphæðum
Þannig byrjar lofsöngur engl-
anna eftir að þeir höfðu flutt hirð-
unum á Betlehemsvöllum þann
gleðilegasta boðskap, er nokkru
sinni hefir verið boðaður hér á jörð.
„Verið óhræddir, því sjá, ég boða
yður mikinn fögnuð, sem veitast
mun öllum lýðnum, því að yður er
í dag Frelsari fæddur, sem er Krist-
ur Drottinn í borg Davíðs.“ Lúk.
2:10-14. Síðar segir frá því að hirð-
amir fóru „með skyndi“ „rakleiðis
til Betlehem og fundu Maríu og
Jósef og ungbamið liggjandi í jöt-
unni". Og þeir fóm aftur og veg-
sömuðu og lofuðu Guð fyrir allt er
þeir höfðu heyrt og séð, eins og
sagt hafði verið við þá.“ Lúk.
2:15-20.
Nú líður að jólum, aðventan er
hafin. Þó heyrist meira talað um
jólasveina og alls konar forynjur
en Jesúbamið. Á hinum svokallaða
jólabókamarkaði er yfirdrifið af
andkristilegum bókum, sem ætlaðar
eru til lesturs á hinni helgu hátíð.
Guð almáttugur hefir gefið mönn-
unum hina dýrmætustu gjöf, sem
gefin hefír verið. „Því að svo elsk-
aði Guð heiminn að hann gaf son
sinn eingetinn til þess að hver sem
á hann trúir, glatist ekki heldur
hafí eilíft líf.“ Jóh. 3:16.
Þess vegna halda kristnir menn
jól. Því miður virðist þetta vera
persónulegt hjá mörgum. Margir
taka ekki við þessari gjöf Guðs og
fara því á mis við gæði hennar. Ég
minnist fyrri daga þegar ég var
„vonlaus og Guðvana í heimi þess-
um“. Ég átti ekki þann himneska
fögnuð og frið, sem boðskapur jól-
anna boðar okkur. En svo tók ég á
móti gjöfinni og frelsaðist. í pakk-
anum, sem er Guðs heilaga orð,
fann ég allar þær perlur og gim-
steina sem felast í fyrirheitum
Guðs. Ég fékk að sjá og reyna eins
og hjarðmennirnir að allt er satt,
sem sagt er um Jesúm í Biblíunni
að hann einn er „vegurinn og sann-
leikurinn og lífið", Jóh. 14:6, og að
orðin sem hann hefir til vor talað
eru „andi og eru líf“.
Því miður er búið að gerbreyta
söng englanna eins og hann er
sunginn í dag. Guð hefír ekki vel-
þóknun á öllum gjörðum mannanna
°g þeirra lífí, en Guð elskar alla
menn og þráir að þeir „gjöri iðr-
un • • ■ og láti frelsast frá þessari
rangsnúnu kynslóð". Post. 2:37-42.
Hver er afstaða þín í þessu máli,
kæri lesandi minn. íhuga það í al-
vöru frammi fyrir Guði. Hefir þú
tekið á móti gjöf Guðs til þín? Ertu
frelsaður? Ef svo er ekki tak þá á
móti boðskap jólanna. „Yður er í
dag frelsari fæddur“. Ljúk upp dyr-
um harta þíns fyrir honum. „Sjá,
ég stend við dymar og kný á, ef
einhver heyrir raust mína og lýkur
upp dymnum, þá mun ég fara inn
til hans og neyta kvöldverðar með
honum og hann með mér.“ Op. 3:20.
Þá verða jólin heilög fyrir þér og
gleðilegri en nokkru sinni fyrr.
„Enginn getur séð guðsríki, nema
hann endurfæðist", Jóh. 3:3. „Dýrð
sé Guði í upphæðum og friður á
jörðu, með þeim mönnum sem hann
hefur velþóknun á“. Gleðileg jól í
Jesú nafni.
Sigfús B. Valdimarsson
Konur og Islensku
bókmenntaverðlaunin
„Nú heggur sá er hlífa skyldi,"
varð mér að orði, þegar ég frétti
um þær fímm bækur sem sérstök
dómnefnd hefur tilnefnt til íslensku
bókaverðlaunanna. Þar em nefni-
lega tilnefndar fimm bækur eftir
fímm karla, en enga konu, og það
þótt Helga Kress, bókmenntafræð-
ingur og kvenréttindakona, hafí átt
sæti í nefndinni. Dómnefndarmenn
vom aðeins þrír, svo Helga getur
varla borið því við að hún hafí ekki
haft nein áhrif.
Nú langar mig að spyija Helgu
Kress að eftirfarandi. Var engin bók
eftir íslenska konu betri en þær
fímm sem hún og félagar hennar
tilnefndu? Konur hafa bæði á þessu
ári og næstu ámm á undan vakið
athygli fyrir að skrifa eiginlega
grimmari, áleitnari og persónulegri
bækur en karlar, og mér er spum
hvort kvenréttindakonunni Helgu
Kress hafí ekki þótt nein þeirra
bóka betri en þær fímm sem til-
nefndar vom. Sérstaklega þykir
mér furðulegt, að Helga Kress skuli
hafa valið bókina Fyrirgefning
syndanna, eftir Ólaf Jóhann Ólafs-
son, fremur en einhveija bók eftir
konu, en þó hinn ungi efnilegi höf-
undur skrifí snotran stíl er bók
hans ansi blóðlaus og óspennandi,
og alveg sérstaklega er áberandi
að hann lýsir konum af miklu skiln-
ingsleysi og áhugaleysi. Getur verið
að Helgu Kress hafí þótt meira til
um þessa bók en allar bækur eftir
konur, eða hefur hún, eins og fleiri,
látið blekkjast af auglýsingaherferð
útgefandans um að hér sé á ferð-
inni einhvers konar tímamótaverk
f íslenskum bókmenntum?
Verra þætti mér samt ef Helga
Kress hefur, leynt eða ljóst, fallið
í þá gryfju sem karlar grafa gjam-
an konum. Hún er sú að konur séu
eins og til skrauts og settur skuli
kvóti á þær, eina konu í hveija
nefnd, o.s.frv. Úr því að kona, Fríða
Á. Sigurðardóttir, fékk þessi bóka-
verðlaun í fyrra, fannst Helgu Kress
þá ástæðulaust að vera nokkuð að
ýta undir konur í þetta sinn?
Mér þætti vænt um ef Helga
Kress gæti séð sér fært að svara
þessum spumingum mínum.
A.S.
TJöfóar til
X Afólks í öllum
starfsgreinum!
fllttgpiiiWfifeife
ERFÐASKRÁIN
Verð kr. 1.580.-
DESMOND
BAGLEY
LEITIN
Verð kr. 1.680.-
Spádómarnir rætast
\ v', r*i. ( * ‘ n
9
72
OCITIZEN
Gæöi og glæsileiki
Glæsileg úr meö festi,
gullhúðuö, verö frá
kr. 7.570
#meba(il
ÚR OG SKARTGRIPIR • KRINGLUNNI
3
Loftkældar
dieselrafstödvar
fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur,
björgunarsveitir og útgerðarmenn.
Eigum eftirtaldar stærðir á lager:
3.7 - 4.1 KW, 1 x220 volt
4.5 - 5.0 KVA, 3x380 volt
1.5 KW, 1 x220 volt
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Á næstunni getum við einnig boðið
vatnskældar rafstöðvar 7.6 - 10.0 - 17.0 og
36 KW á ótrúlega hagstæðu verði.
Sala - Ráðgjöf - Þjónusta.
• ••