Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 79

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 79 Könnun Verðlagsstofnunar á kjötvörum: Allt að 84% verðmunur á úrbeinuðu hangikjöti Lægsta verð 659 kronur en hæsta verð 1.209 krónur Hæsta Lægsta Mism. verð verð í % Lambahryggur, 1 kg 798 499 60 Lambalæri m. beini 1 kg 854 599 43 Lambalundir, 1 kg 1920 1269 51 Hangikjötslæri m. beini, 1 kg 1096 655 65 Hangikjöt úr framp. m. beini, 1 kg 652 397 64 Hangikjöt úr framp. úrb., 1 kg 1209 659 84 Londonlamb úr læri, 1 kg 1256 790 59 Londonlamb úr framparti, 1 kg 1061 690 54 Hamboigai'hryggur m/beini, 1 kg 1585 981 62 Hamborgarhryggurúrb., 1 kg 2186 1440 52 Svínalæri, nýtt m. beini, 1 kg 798 495 61 Bayonneskina, 1 kg 1497 969 55 Svínakótilettur, 1 kg 1370 990 38 Nautalundir, 1 kg 2797 1790 56 Nautainnlæri, 1 kg 1895 1398 46 Nautáfíllet, 1 kg 2136 1290 66 Rjúpur, hamflettar, 1 stk. 990 800 24 Pekingönd, 1 kg 890 673 32 Kalkúnn, 1 kg 1120 880 27 Aligæs, reytt og sviðin, 1 kg ' 1178 898 31 Kjúklingur, 1 kg 699 370 89 ÞANN 9. desember sl. kannaði Verðlagsstofnun verð á flestum þeim kjötvörum sem gera má ráð fyrir að verði á borðum landsmanna um jól og áramót. Verðið var kannað í 35 matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Tilgangur könnunarinnar er að benda neytendum á að verð er mjög mishátt eftir versl- unum á sams konar kjöti, segir í frétt frá Verðlagsstofnun. í frétt stofnunarinnar segir: „Sem dæmi má nefna að lægsta verð á úrbeinuðu hangikjöti úr framparti var 659 kr. kg en hæsta verð 1.209 kr. kg eða 84% verðmunur. Lægsta verð á ham- borgarhrygg með beini var 981 kr. kg en hæsta verð 1.585 kr. kg en það er 62% verðmunur. Mestur verðmunur var á kjúkl- ingi sem kostaði frá 370 kr. kg til 699 kr. kg. Verðmunur er 89%. Verðmunur á öðru fugla- kjöti var frá 24-32%. Ef litið er á meðalverð þess kjöts sem kannað var nú og það borið saman við meðalverðið í sams kon- ar könnunum sem gerð var fyrir sl. jól kemur eftirfarandi í ljós: Meðalverð á því kjöti sem er í könnuninni hefur að jafnaði hækk- að um 1,2% á einu ári, ef frá eru taldar ijúpur og kjúklingar, en meðalverð á tjúpum hefur hækkað mest eða 45-49%. Meðalverð á kjúklingum hefur hins vegar lækk- að um 25% á sama tíma. Meðal- verð á hamborgarhrygg og kalk- úni hefur einnig lækkað. Meðal- verð á hangikjöti er nær óbreytt frá sl. ári. Á það skal bent að gæði kjöts geta verið misjöfn. Það getur að einhveiju leyti endurspeglast í verði þó það sé ekki einhlítt.“ Mikill fjöldi fólks fylgdist með jólasveinunum á Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Selfoss: Fjölmenni fylgdist með komu jólasveinanna í bæinn KVEIKT var á bæjaijólatrénu á Selfossi síðastliðinn laugar- dag, 14. desember. Þá komu einnig jólasveinarnir úr Ing- ólfsfjalli til byggða og heilsuðu upp á börn og fullorðna. Bæjartréð sem stendur fyrir framan Hótel Selfoss er fengið úr einum af skógræktarreitum í Árnessýslu og er 6 metrar á hæð. Þegar ljósin voru tendruð ávarp- aði forseti bæjarstjórnar við- stadda. Barnakór Selfosskirkju söng jólalög og aðstoðaði síðan jólasveinana við þeirra söng. Eins og endranær var mikill fjöldi fólks viðstaddur en koma jólasveinanna í bæinn er orðinn fastur liður í bæjarlífínu og eftirs- Jólasveinarnir heilsuðu upp á börnin. óttur af yngri bæjarbúum og ná- grönnum. . Sig. Jóns. Morgunbladið/Ámi Sæberg Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni formanni skipulagsnefndar kynnt yfirbygging á Laugaveg- inum. Markús Örn Antonsson borgarstjóri ekur um í hestakerru jólasveinsins ásamt Jóni Sigurjónssyni. Borg’arstj órinn í öku- ferð með jólasveininum BORGARSTJÓRANUM í Reykjavík, Markúsi Erni Ant- onssyni, var síðastliðinn laug- ardag boðið í ökuferð í hesta- kerru jólasveins Laugavegs- samtakanna. Markús Örn Antonsson ók í kerrunni ásamt Jóni Siguijóns- syni, forsvarsmanni Laugavegs- samtakanna, og jólasveini frá Hlemmi að Laugavegi 70. Þar kynntu meðlimir samtakanna borgai'stjóranum og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni skip- ulagsnefndar, nýja yfirbyggingu til reynslu, sem Laugavegssam- tökin hafa staðið fyrir yfir gang- stétt við hluta götunnar.. Að sögn Jóns Siguijónssonar voru þeir hrifnir af þessu framtaki. Auk þess færðu samtökin Markúsi Emi Antonssyni beiðni þess efnis að Reykjavíkurborg endurskipulegði þann hluta Laugavegsins, sem enn á eftir að endui-vinna meðal annars með samskonar yfirbyggingu í huga. Heildarvinningsupphæðin var: 232.853.343 kr. Crt - OU. Röðin : XXX-1XX-X11 -X121 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 6 raðir á 168 raðir á 2.351 raðir á 23.763 raðir á 21.106.800 - kr. 147.220 - kr. 11.130 - kr. 2.320 - kr. Útborgun vinninga hefst á þriöjudagsmognum. Haldiö því kvittuninni ykkar til haga þar til Lottókassinn hefur staöfest hvort vinningur sé á henni eöa ekki. Glötuö kvittun er glataöur vinningur. Getraunasölu lýkur kl. 12:00 á laugardögum. —fyrir þig ogþína fjólskyldu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.