Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 80
SYKURLAUi
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK
SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1666 / AKUREYRI: 11 A FS’A RSTRÆTI 86
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Samið um hagræðingu og bónuskerfi:
Mjólkurverk-
fallinu aflýst
Verkfall hjá skipafélögiim hófst á miðnætti
DAGSBRÚNARMENN sem starfa hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík aflýstu í gær verkfalli, sem hefjast átti í vikulokin, er samkomu-
lag tókst milli þeirra og yfirmanna fyrirtækisins um sérkjarasamn-
ing. Samið er um hagræðingu, sem lækka á framleiðslukostnað,
og koma á afkastahvetjandi launakerfi eða svokölluðu bónuskerfi.
Síðustu daga sátu tveir trún-
aðarmenn Dagsbrúnar á fundum
með forstjóra og fjármálastjóra
Mjólkursamsölunnar og reyndu til
þrautar að ná samkomulagi. Full-
trúar stjórnar Dagsbrúnar og
Vinnuveitendasambandsins hafa
ekki setið þessa samningafundi,
en samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru þeir þó haldnir í fullu
samráði við báða aðila. Samning-
urinn var undirritaður um fjögur-
leytið í gær af trúnaðarmönnum
Dagsbrúnar í umboði félagsins,
stjórnendum MS og Þórarni V.
Þðrarinssyni, framkvæmdastjóra
VSÍ. Á fundi starfsmanna Dags-
brúnar hjá MS var samningurinn
svo samþykktur með yfírgnæfandi
meirihluta, um 60 atkvæðum gegn
átta.
„Þetta er samningur, sem við
hefðum viljað gera fyrir löngu,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson í
samtali við Morgunblaðið. „Hann
er af sama toga og samningurinn,
sem gerður var á Akureyri, og
miðar að því að ná niður fram-
leiðslukostnaði á mjólkurafurðum
og deila út milli starfsmanna fyrir-
tækisins og neytenda ávinningnum
af skipulegri hagræðingu í
rekstri." Þórarinn sagði að samn-
ingurinn væri í samræmi við þá
„gallhörðu" stefnu VSÍ að semja
ekki þannig að það hefði hækkun
á launakostnaði í för með sér.
„Það ríkti mikill trúnaður á milli
okkar og stjórnenda fyrirtækis-
ins,“ sagði Ólafur Ólafsson, trún-
aðarmaður Dagsbrúnar hjá MS.
„Þetta sýnir bara að menn geta
leyst málin ef vilji er fyrir hendi
og menn fá að vera í friði til þess.“
Verkfalli benzínafgreiðslu- og
hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli
lauk í gær án þess að til deilna
um verkfallsbrot kæmi. Guðmund-
ur J. Guðmundsson, formaður
Dagsbrúnar, sagði að reyndar
hefðu litlu flugfélögin ekki staðið
við það samkomulag, sem gert var
við Dagsbrún, í einu og öllu, en
það hefðu verið fremur smávægi-
leg frávik.
Á miðnætti hófst verkfall Dags-
brúnarmanna sem vinna við losun
og lestun og í pakkhúsum skipafé-
laganna. Skipafélögin reyndu að
koma sem mestu af vörum til við-
skiptavina í gær til þess að kaup-
menn yrðu ekki uppiskroppa í miðri
jólavertíð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ottablandin aðdáun
Jólasveinar gengu um gættir í Árbæjarsafni um helgina með há-
reysti og hrekkjum. Þeir gáfu sig líka að börnunum, sem mætt voru
með foreldrum sínum til að heilsa upp á karlana og var ekki laust
við að aðdáun sumra á þessum ófrýnilegu körlum væri blandin örlitl-
um ótta. Flest var smáfólkið þó hæstánægt með heimsóknina, en
um 600 manns komu í safnið og hittu bræðurna af fjöllunum.
Verðið ájólasteikinni:
84% verðmun-
ur á úrbein-
uðu hangikjöti
SAMKVÆMT niðurstöðum verð-
könnunar Verðlagsstofnupar í
35 matvöruverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu er 84% verðmun-
ur á hæsta og lægsta verði á
úrbeinuðu hangikjöti úr fram-
parti, og 62% verðmunur er á
hæsta og lægsta verði á ham-
borgarhrygg með beini. Mestur
verðmunur reyndist vera á kjúkl-
ingum, eða 89%, en verðmunur
á öðru fuglakjöti var frá 24-32%.
Verðlagsstofnun kannaði nýlega
verð á flestum þeim kjötvörum sem
gera má ráð fyrir að verði á borðum
landsmanna um jól og áramót, og
í ljós kom að verð á samskonar
kjöti er mjög mishátt eftir verslun-
um. Meðalverð á því kjöti sem könn-
unin náði til hefur að jafnaði hækk-
að um 1,2% frá því fyrir síðustu
jól, að undanteknu verði á kjúkling-
um og ijúpum. Meðalverð á ijúpum
hefur hækkað um 45-49% frá því
í fyrra, en meðalverð á kjúklingum
hefur hins vegar lækkað um 25% á
sama tíma. Meðalverð á hamborg-
arhrygg og kalkúni hefur einnig
lækkað, en meðalverð á hangikjöti
er nær óbreytt frá síðastliðnu ári.
Sjá nánar á bls. 79.
Háskóli íslands kvartar undan niðurskurði ríkisframlags;
Engir nýnemar teknir inn
að óbreyttri fjárveitingu
Háskólinn verður að taka á sig byrðar eins og aðrir, segir fjármálaráðherra
HÁSKÖLARAÐ sendi í gær frá
sér ályktun, þar sem segir að
verði fjárveiting til Háskóla Is-
lands á fjárlögum ekki hækkuð,
muni engir nýnemar verða teknir
inn í skólann á næsta hausti, þrátt
fyrir áform um skólagjöld og ýtr-
asta niðurskurð kennslu og þjón-
ustu. Jafnframt kæmi til varanleg
lokun námsbrauta og afnám
margs konar þjónustu. Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra seg-
ir að Háskólinn verði að taka á
sig byrðar eins og allir þjóðfélags-
þegnar.
„Háskólanum er vel ljóst að nú
eru samdráttartímar í þjóðfélaginu
og bæði einstaklingar og stofnanir
verða að taka á sig auknar byrðar,"
segir í ályktun háskólaráðs. „Þetta
(Geta keppt á kvóta-
og fjármagnsmarkaði
— segir Valur Valsson bankastjóri Islandsbanka um samein-
ingu Fiskiðjunnar og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum
FORRÁÐAMENN Fiskiðjunnar og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um hyggjast meðal annars ná fram aukinni hagræðingu í rckstri, eft-
ir að sameiningu fyrirtækjanna tveggja er lokið, með því að selja fast-
eignir, úrelda fiskibáta og sérhæfa og samhæfa fiskvinnsluna meira
en nú er. Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, segist gera ráð
fyrir að bankinn og aðrar lánastofnanir sem hlut eiga að máli vilji
gera sitt til að greiða fyrir því að sameiningunni Ijúki farsællega.
Guðmundur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
sameiningin legðist vel í starfsfólk
fyrirtækjanna. „Við hljótum að vera
sáttir við þessa niðurstöðu. Þetta er
-þið sem við viljum gera, miðað við
þá stöðu sem er í dag,“ sagði Guð-
mundur.
Valur Valsson, bankastjóri Is-
landsbanka, sagðist i gær vera
ánægður með þessa niðurstöðu hjá
Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni. Hann
sagði að þessi sameining skapaði
möguleika til þess að hagræða í
rekstri, lækka tilkostnað og styrkja
fjárhagsstöðuna. „Hið nýja fyrirtæki
á því að geta keppt á kvótamarkaði
og fjármagnsmarkaði við önnur stór
sjávarútvegsfyrirtæki í landinu,"
sagði Valui'.
Valur sagði að frá upphafi hefði
það verið ljóst að heimamenn þyrftu
sjálfir að finna bestu lausnina, „því
hver er sinnar gæfu smiður. Islands-
banki gat ekki og ætlaði ekki að
segja mönnum fyrir verkum, en við
höfum alla tíð verið reiðubúnir að
styðja sameiningu eftir því sem við
getum“. Hann sagði að nú hefði það
gerst að forráðamenn Vinnslustöðv-
arinnar og Fiskiðjunnar hefðu komið
sér saman um ákveðna hagræðingu
og því fögnuðu menn í íslandsbanka
og myndu aðstoða þá eftir föngum.
Sjá ennfremur á miðopnu.
hefur Háskólinn hins vegar gert
umfram aðra á undanförnum árum.
Frá árinu 1988 hefur nemendum
fjölgað um 935 (21,8%) og náms-
brautum og þjónustuverkefnum
íjölgað, án þess að fjárveitingar
hafi hækkað að raungildi."
Háskólaráð lýsir sig reiðubúið að
vinna að frekari hagræðingu, en
segir að hafa verði í huga að gæði
kennslunnar verði sambærileg við
það sem gerist erlendis. Ráðið segir
að niðurskurður myndi hafa í för
með sér að yngstu og efnilegustu
kennurum skólans yrði sagt upp og
að HÍ yrði undirmálsskóli.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu væri ráð fyrir því gert að
rekstrarútgjöld Háskólans hækkuðu
um 178 milljónir, en jafnframt að
hann gæti aflað sértekna að upphæð
109 milljónir með innritunar- og efn-
isgjöldum, sem Háskólaráð hefði
lagaheimild til að innheimta. Inn-
40%líkurá
hvítumjólum
Um 40% líkur eru á því að um
jólin verði jörð alhvít miðað við
reynslu síðustu 42 ára.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Islands hefur verið al-
hvít jörð sautján jól síðan 1949 eða
í 42 ár. Á sama tímabili hefur átján
sinnum verið ílekkótt jörð og tólf
sinnum alauð jörð á jólunum.
heimta mætti gjöldin á báðum miss-
erum á næsta ári. „Þetta þýðir að
hækkun milli ára er 5% til Háskól-
ans og ég get ekki séð annað en að
það sé eðlilegt, nema um sé að ræða
verulega fjölgun nemenda. Það verð-
ur þá að taka sérstakt tillit til þess,“
sagði hann.
Fjármálaráðherra minnti á að
Háskólinn hefði öðrum skólum frem-
ur heimild til að ákveða innritunar-
gjöld og að auki til að ákveða um-
fang reksturins. „Ég leyfi mér að
vona að forráðamenn Háskólans
skilji að þegar við erfiðleika er að
etja, og verið er að dreifa byrðum á
landsmenn, þá verða þeir auðvitað
að taka þátt í að leysa þann vanda
með öðrum þjóðfélagsþegnum,"
sagði Friðrik Sophusson.
Sjá einnig á miðopnu.