Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 295. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Endalok Sovétríkjanna staðfest í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna: Hamarmn og sigðin víkja fyrir ríkisfána Rússlands Jeltsín yfirtekur skrifstofu Gorbatsj- ovs - Rússa og Ukraínumenn greinir á um stefnu í varnarmálum Moskvu, Washington. Reuter. Daily Telegraph. ENDALOK Sovétríkjanna voru staðfest í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York er öryggisverðir stofnunarinnar drógu rússneska ríkisfánann að húni í gærmorgun í stað þess sovéska. Sovéska þingið batt formlegan enda á sovétsambandið og sína eig- in sögu á annan dag jóla. Aðeins 24 þingmenn höfðu fyrir því að mæta á fundinn og tilgangsleysi hans sýndi sig best í því, að áður en hann hófst og meðan á honum stóð unnu verkamenn að því að fjarlægja öll skilti utan á húsinu, sem minntu á Sovétríkin. Daginn áður, ájóladag, sagði Míkhaíl Gorbatsjov af sér starfi forseta Sovét- ríkjanna. Þegar Gorbatsjov hafði sagt af sér sem forseti Sovétríkjanna af- henti hann Jeltsín „kjarnorkutösk- una“ svokölluðu en hún hefur að geyma fyrirmæli og dulmálslykla, sem nauðsynlegir eru til að senda kjarnaflaugarnar af stað. Nokkru áður hafði Gorbatsjov rætt við George Bush, forseta Bandaríkj- anna, í síma og fulivissað hann um, að kjarnorkuvopnin væru í örugg- um höndum, og á það sama hefur Jeltsin lagt áherslu í viðræðum við vestræna ráðamenn og fjölmiðla. Hvað sem líður yfirlýsingum Jeltsíns hafa Vesturlandamenn og fleiri miklar áhyggjur af sovésku kjarnavopnunum og Tom King, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að sérstökum áhyggj- um yllu vígvallarvopnin, til dæmis fallbyssukúlur búnar kjarnahleðslu, en þeim er hægt að beita án fyrir- skipana frá stjórnstöð. Taldi King hættu á, að vígvallarvopnunum yrði beitt ef til átaka kæmi milli samveldislýðveldanna núverandi. Þá sagði hann nauðsynlegt að tryggja, að þessi vopn yrðu ekki seld úr landi. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær- kvöldi að Bandaríkjamenn væru hlynntir því að kjarnorkuherafli samveldisríkjanna yrði undir einni yfirstjórn, í því fælist mest öryggi. Hann sagði endalok Sovétríkjanna góðar fréttir fyrir heimsbyggðina því grannríkjum þeirra stæði þar með ekki lengur ógnun af þeim. Mikill ágreiningur óleystur í fljótu bragði virðist sem yfir- stjórn kjarnorkuheraflans sé öll á einni hendi eins og ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa lagt áherslu á. Ekki er þó allt sem sýnist og aug- ljóst, að mikill ágreiningur er með samveldisríkjunum 11, jafnt hvað varðar kjarnorkuvopnin og stefn- una í hermálum yfirleitt. Kom það meðal annars fram á fundi varnar- málaráðherra ríkjanna í Moskvu í fyrradag en fundinum verður fram haldið í Mínsk á mánudag. Leoníd Kravtsjúk Ukraínuforseti sagði þó í gær eftir fund með Jevgeníj Sha- poshníkov marskálki, fyrrum varn- armálaráðherra Sovétríkjanna og starfandi yfirmanni hersveita sam- veldisríkjanna, að verulega hefði miðað í samkomulagsátt um stjórn kjarnorkuheraflans. Kjarnorkulýð- veldin -Rússland, Ukraína, Kaz- akhstan og Hvíta-Rússland- hafa út af fyrir sig samþykkt að Jeltsín einn geti skotið kjarnorkuvopnun- um en þó einungis að viðhöfðu sam- ráði við leiðtoga hinna lýðveldanna þriggja. Úkraínumenn hafa reyndar krafist þess að lýðveldin fái neitun- arvald í því máli. Þeir vilja einnig stofna eigin hersveitir og sagði aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkra- ínu að Shaposhníkov hefði sýnt því máli skilning á fundinum með Kravtsjúk. Yfirvöld í Kazakhstan eru andvíg áætlunum um að koma öllum kjarnaflaugunum fyrir i Rússlandi. Þá eru Úkraína og Az- erbajdzhan ekki sátt við, að veru- legur hluti kjarnorkuheraflans verði undir sameiginlegri herstjórn. Ágreiningur er einnig um hermálin að öðru leyti, til dæmis rífast Rúss- ar og Úkraínumenn um yfirráðin yfír hinum stóra Svartahafsflota. Þegar Gorbatsjov mætti í skrif- stofu sína í Kreml í gærmorgun til þess að taka saman eftir sig hafði nýr maður komið sér þar fyrir; Borís Jeltsín Rússlandsforseti. Að sögn blaðsins Ízvestía hafði verið skipt um nafnspjöld við dyr skrif- stofunnar og á borði fyrrum sovét- forseta. Gorbatsjov var ekki skemmt en sneri frá og settist við borð fyrrum aðstoðarmanns síns, Grígoríj Revenko, á næstu hæð fyrir neðan. EB hefur matvæla- og lyfjasendingar Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) skýrði frá því í gær að um áramótin yrði hafist handa við að senda lyf og matvæli í stórum stíl til Moskvu og Péturs- borgar. Næmi verðmæti hjálpar- sendingarinnar 200 milljónum ECU, jafnvirði 15 milljarða ISK. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í fyrradag vonast til þess að eiga sem fyrst fund með Jeltsín og hefðu þeir rætt möguleikann á slíkum fundi í símasamtali sínu á jóladag. Sjá fréttir um endalok Sovét- rílqanna á bls. 26, 27, 28, 29 og 30 og forystugrein á bls. 28. Reuter Míkhaíl Gorbastjov fyrrum sovétforseti fór í gærkvöldi í gönguferð um Kreml og nágrenni og tók vegfarendur tali. Lék Gorbatsjov á als oddi og fór vel á með honum og viðmælendum hans. 129 manns komast lífs af úr brotlendingu SAS-þotu: Strangri þjálfun og Guðs hjálp að þakka Stokkhólmi. Reuter. EKKERT manntjón varð þegar farþegaþota frá SAS-flugfélaginu brotlenti skömmu eftir flugtak frá Arlanda-flugvellinum við Stokkhólm í gær. Voru 129 manns um borð, farþegar og áhöfn, °g þykir ganga kraftaverki næst, að ekki skyldi fara verr. 21 maður slasaðist en enginn var þó talinn í lífshættu. Stefan Rasmussen, danskur flugstjóri þotunnar, sagðist hafa beitt öllum þeim ráðum sem hann hefði lært við flugmannsþjálfun sína til þess að nauðlenda þot- unni. Það væri strangri þjálfun og Guðs hjálp að þakka að ekki fór verr. „Þetta er kraftaverk,“ sagði Carl Bildt forsætisráðherra þegar hann kom á slysstað en Claes Wesslau, talsmaður flugumferð- arstjórnarinnar á Arlanda, kvaðst hafa verið viss um, að allir færust þegar hann fylgdist með rat- sjárskjánum og sá véiina steypast niður. Sagði hann, að flugstjórinn hefði tilkynnt, að báðir hreyflar vélarinnar, sem var af gerðinni MD-80, nýrri útgáfu af DC-9, hefðu bilað skömmu eftir flugtak en ferðinni var heitið til Kaup- mannahafnar og þaðan til Varsjár. „Ég sá trjá- toppana þegar við nálguðumst jörðu og ég sagði við konu mína, að þetta hlyti að enda með ósköpum. Síðan skröp- uðu trén skrokkinn en allt í einu vorum við lent og alls ekki harka- lega. Fólk hrópaði upp yfir sig en enginn virtist þó missa stjórn á sér,“ sagði Graham Svardström, einn farþeganna. Wesslau, talsmaður flugum- ferðarstjórnarinnar, sagði, að flugvélin hefði verið komin í 2.000 feta eða 600 metra hæð þegar flugstjórinn tilkynnti, að drepist hefði á báðum hreyflum. „Hann reyndi að ræsa þá báða en aug- ljóslega án árangurs," sagði Wesslau. Ekki er enn vitað hvað olli bil- uninni í hreyflunum en talsmaður SAS sagði í gær, að engin áform væru um að stöðva flug 58 MD- 80-véla og 42 DC-9-véla en þær eru uppistaðan í flugflota SAS. Flugvélina, sem fórst í gær, fékk SAS frá framleiðandanum, McDonnell Douglas, í apríl sl. Jóhannes Georgsson, forstjóri SAS á Islandi, sagði í gær að ekki væri vitað hvort íslendingar hefðu verið meðal farþega þot- unnar. Stefan Rasinussen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.