Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 53 VELVAKAMDI SVARAR í SÍMA S91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fyrirspurn til menntamála ráðherra vegna LIN o.fl. Þessir hringdu . . Mikil þjónustulund RAF hringdi og sagðist hafa verið á Keflavíkurflugvelli sunndudaginn 22. des og orðið fyrir því óhappi að allur hans farangur týndist. En starfsmað- ur Flugleiða, Örn Ásbjarnarson, sem sá um tapaða hluti hefði sýnt svo mikla þjónustulund að það hefði verið aldeilis frábært. Þrátt fyrir langa röð af óþolin- móðu fólki hefði hann verið já- kvæður og brosandi og um kvöldið hefði hann svo gert sér ferð sérstaklega til þess að færa RAF myndavél sem hann gleymdi í flugstöðinni. Sigfríður Bjömsdóttir sagði frá söng Fílharmoníu í Landakots- kirkju í Kviksjá Útvarpsins á fimmtudagskvöld (19. þ.m.). Hún vakti fyrst upp gamla spurningu um það hvort tónlist væri mann- bætandi. Henni þótti dável sungið og endaði mál sitt á því að telja, að söngurinn sem hún hafði heyrt hlyti að vera mannbætandi, ef tónlist væri það yfirleitt. Söngurinn var endurtekinn þá um kvöldið. Ég brá mér þangað. 16 tónverk voru flutt. Eftir annað lagið var klappað og síðan eftir hvert lag. 8. lagið var sálmur í þremur erindum, og var almenn- ingi sagt að taka undir í þriðju vísu. Var svo gert og klappað á eftir. Almenningi var einnig sagt að taka undir í 15. lagi, sem var tvö erindi. Var það gert, og enn klöppuðu gestir. Það var keppzt svo við að klappa, að ég var jafnharðan rifrnn upp úr þeirri ánægju sem lagið hafði veitt. Það er líklega slík ánægjutilfinning sem fær menn til að halda, að tónlist sé mannbæt- andi, en ég fékk sem sagt aldrei næði til að láta tónlistina bæta mig. Það átti að vera svo fijálslegt að leyfa að klappa fyrir listamönn- um í kirkjum. Nú virtist það orðin Trúmál 24. nóvember síðastliðinn birtist lítill greinarstúfur hér á síðu Velvak- anda þar sem sú ósk var látin í ljós að trúmálaumræða yrði gerð brott- ræk af síðun Velvakanda. Ekki er ég sammála þessari ósk, en þessi grein vakti mig til umhugsunar um það að í raun og veru er Velvakandi svo til eini staðurinn í fjölmiðlunum þar sem hvetjum og einum er frjálst að kynna trúarlegar hugmyndir sínar fyrir alþjóð, og að rökræða um trúar- legan skilning. Einnig varð mér hugsað til þess að undanfarin miss- eri hefur síaukist trúmálaumræðan í þjóðfélaginu sem og í Velvakanda. Þetta virðist benda til þess að það sé mikill áhugi á trúmálum hjá þjóð- inni og að fólk vilji greinilega skipt- ast á skoðunum um trúmál, og finnst mér að Morgunblaðið sé ágætis vett- vangur fyrir þessa umræðu. Því vil ég koma þeirri hugmynd á framfæri bæði til ritstjóra og lesenda blaðsins hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að komið verði upp sér- stakri síðu sem yrði vettvangur fyrir þessa mikilvægu umræðu, og óska ég hér með eftir viðbrögðum við þessari hugmynd. Ragnar Ágúst Axelsson Fyrrverandi kona mín neitar að borga af lánum sem skrifuð eru á foreldra rnína. Hún sagði að það skipti engu máli þó að hún borg- aði ekki því þó að hún verði lýst gjaldþrota þá veiti LÍN gjaldþrota fólki lán, sagði hún og hló. Ég trúði þessu ekki því ég vissi ekki að til væri lánastofnun sem svona starfar. Ég hringdi því í LÍN, jú viti menn, þetta var hárrétt hjá henni. Fyrrverandi kona mín er í sambúð með manni sem tekur þátt í uppeldi tveggja sona minna. Þau hafa lögheimili á sama stað. En hún segist vera einstæð móðir til að fá miklu hærri barnabætur, mæðralaun og enn hærri lán frá LÍN ef lán skyldi kalla. Því má bæta við að þegar við vorum'gift og áttum hús þá skráði hún annan nemanda sem leigjanda hjá okkur, sem var rangt, til þess að svíkja regla samkvæmt skyldu að klappa fyrir hvert lag, fólk vill líklega ekki láta söngvaranna halda annað en þeir standi sig vel, og jafnvel kækur, þegar menn klappa fyrir sjálfum sér. Ég kysi heldur, að áheyrendur hugsuðu mest um eig- in ánægju og leyfðu tilfínningum, sem sjaldan fá að bæra á sér, að koma fram og vera ótruflaðar. Björn S. Stefánsson enn meiri lán út úr LÍN án minnar vitundar. LÍN lánar til 40 ára vaxtalaust og tökum sem dæmi að eftir náin skuldi hún LÍN fjórar milljónir og hafi í tekjur 200 þús- und á mánuði, þá borgar hún 7.500 kr. á mánuði, allt vaxta- laust, og það má aldrei taka meira en 3,75 % af launum upp í lánið. Þess vegna tapar sjóðurinn stórfé á hverju ári sem skattborgarar þessa lands þurfa að borga. Þegar við vorum gift vann hún á skrif- stofu, en með þessum lánum og því að hún þykist vera einstæð móðir hefur hún um helmingi meiri peninga en hún hafði þegar hún vann. Það er ekki skrýtið að giftingum fækki og margir skilji bara til að ná meiri peningum út úr kerfinu. Þá vísa ráðuneyti hvert á annað, þetta er ólöglegt, viðurkenna þau, en samt segjast þau ekkert gera í þessu þannig að það má greini- lega bijóta sum lög í þessu landi. Því vil ég spyija hæstvirtan menntamálaráðherra hvort standi til að breyta því að lána gjald- þrota fólki og líka hvort það standi til að setja hóflega vexti á lánin og stytta lánstímann? Að lokum vil ég spyija hvort eitthváð standi til að gera vegna þeirra lögbrota sem áður hafa verið nefnd í þessu bréfi? Með ósk um skjót og grein- argóð svör. Virðingafyllst, Jóhann Guðmundsson. Eigum fyrirliggjandi merkingar í glugga eöa inn í verslanir, einnotaog fjölnota á karton og límmiöa sem nota má aftur og aftur. Leitið upplýsinga! AUGLÝSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c -108 REYKJAVÍK SÍMI: 680020 FAX: 68 00 21 Keppzt við að klappa GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF V3C/ •AHOAUO tSLENSUU SlUTA Dósakúlur um allan bæ. Nöfn sigurvegaranna í Fjölskylduleik Coca Cola og Euro Disney verða birt í Morgunblaðinu a morgun. 15 þátttakendur hljóta vikuferð fyrir fjóra til Euro Disney og 30 aðrir fá vegleg aukaverðlaun. Skyldi seðillinn þinn hafa breyst í töfrasprota?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.