Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 KLETTUR í HAFI List og hönnun Bragi Ásgeirsson Almenna bókafélagið stendur að útgáfu listaverkabókar er hefur hlotið nafnið „Klettur í hafi“, sem er samvinnuverkefni þeirra Einars Más rithöfundar og Þorláks Krist- inssonar myndlistarmanns. Hugmyndin mun vera tveggja ára gömul, og byggist á mynd og ljóði, er taka til meðferðar keimlík viðfangsefni, sem er að yrkja og mála með land og þjóð í forgrunni. Þeir félagar námu við fram- haldsdeild gagnfræðaskólans við Lindargötu á líku tímaskeiði og munu vera félagar og lagsbræður síðan, en ekki veit ég hvernig hugmyndin að bókinni varð til og ekkert er hermt frá því í bókinni. Inngangur er enginn og ei heldur ritaður texti en á bókarkápu stendur m.a. að báðir höfundarnir horfi til hins svipmikla og stór- brotna — fjöll, höf, vindar og vættir hrífi þá, eins og mannlífið í landinu. Kletturinn í hafínu er að sjálf- sögðu ísland og bókinni er þannig ætlað að vera óður til landsins, fegurðar þess og hrikaleika, óblíðra náttúruafía, lífsbjargarvið- leitni mannfólksins, dulinna afla og hvunndagsins. Það er rétt sem skrifað stendur í stuttri kynningu á bakhlið kápu, að bókin sé nýstárleg, því að slík útgáfa er einsdæmi á Islandi að ég best veit og sjaldgæf í útland- inu. En það er hins vegar ekki sjald- gæft að myndlistarmenn myndlýsi bækur með ljóðum góðskálda né að ljóðskáld fái innblástur af verk- um myndlistarmanna og dæmin eru mörg um þess háttar sam- vinnu. Að vísu ekki hér á landi en þeim mun fleiri í útlandinu. Af bókinni að dæma var lítið skipulag á samvinnu þeirra félaga nema að mynd- og yrkisefni eru af svipuðum toga og þannig spanna myndir Tolla yfir sjö Ara tímabil, en hins vegar veit ég minna um ljóðatextann en renni í grun um að hann sé af mun yngri toga. Báðir ganga þeir öllu frekar út frá hinu svipmikla og stór- skorna en hins fíngerða, milda og ástúðlega. En um annað eðli samvinnunnar eru engar heimildir í bókinni og verður það að teljast nokkur galli, svona eins og þegar menn koma inn á myndlistarsýningu og fá litl- ar eða engar upplýsingar upp í hendurnar. Textinn sem sækir bersýnilega um sumt andagift til myndanna bætir hér sitthvað upp, þótt ég kjósi nú frekar að ljóðræna myndiistaverka, litir form og lína, standi fyrir sínu. En form bókar- innar virkar þó fremur sem einhæf kynning á verkum myndlistar- mannsins, sem yfirgnæfa textana í hráum og umbúðarlausum tjá- krafti sínum. Hér er á ferðinni sú úthverfa innsæisstefna og nýbylgja, sem átti svo miklu fylgi að fagna í Þýskalandi á síðasta áratug og Tolli heimfærði á íslenzkt svið, eftir frekar stuttan stanz í Berlín. Það er óyfirvegaður og óbeislaður frásagnarkrafturinn, sem ræður ferðinni og útkomunni. Vinnuferl- ið virkar þróttmikið og hressilegt én ekki djúprist. Fram kemur einnig að margar myndanna virka mun heillegri og betur upp byggðar við þá smækk- un sem hefur orðið á þeim í bók- inni og má það vera listamannin- um mikill lærdómur, en skortir um leið hinn mikla kraft er fylgir frumstærðinni. Bókin sjálf er mjög vel úr garði gerð, filmuvinnu, litgreiningu, prentun og bókband hefur prent- smiðjan Oddi annast og er að vanda vel að verki staðið. Þá trufl- ar letrið myndverkin næsta lítið, en hefði mátt vera meðhöndlað og komið fyrir á síðunum á listi- legri hátt. Það er einhver kaldur staðlaður tímaritasvipur yfir upp- setningu lesmálsins, þannig að svo er sem maður sé að fletta upp í myndlýstu riti, og fer að mínu mati full lítið fyrir ljóðunum í sprengikrafti myndflæðisins. Tel ég t.d. að rithönd skáldsins hefði gefið ljóðunum meiri svip og jafnframt skapað meira líf, tengsl og samræmi milli myndverka og ljóða. Um leið einsog lyft þeim upp á hærri listræna bylgjulengd. Meö kaupum á hlutabréfum í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. eignast þú hlut í mörgum arðbærum og vel reknum íslenskum fyrirtækjum. Þannig dreifir þú áhættu og átt von um góða ávöxtun. Dæmi: Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðnum fyrir áramót fyrir kr. 100.000,-. Skattafrádráttur vegna kaupanna nemur u.þ.b. kr. 40.000,- en þá upphæð færð þú endurgreidda frá skattinum í ágúst á næsta ári. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð endurgreidda frá skattinum. Kynntu þér kosti þess að fjgrfesta í hlutabréfum félagsins hjá ráðgjöfum Landsbréfa. Upplýsingar vegna nýs hlutafjárútboðs liggja frammi hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Landsbanka íslands um allt land. Sölu- og ráðgjafardeild Landsbréfa hf. verður opin laugardaginn 28. desember frá kl. 9:15 til 16:00 og þriðjudaginn 31. desember frá kl. 9:15 til 14:00. LANPSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 fíeykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verðbréfafyrírtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. I Hann bætir í safnið eftirÁsgeir Jakobsson Sveinn Sæmundsson lætur ekki deigan síga í bókagerð sinni um þá baráttu, sem íslenzk sjómanna- stétt hefur háð og heyr á þessu hafsvæði, sem umlykur hólmann, og þykir hið versta veðravíti og sjólagið eftir því. Sveinn hefur unnið -mikið verk og þarft í sjómannasögunni og bækur hans merkar heimiidir um sjómannslífið á fyrri hluta þessarar aldar, ekki sízt sú bókin, þar sem segir af þeirri baráttu, sem háð var á Halamiðum dagana 6.-7. febrúar 1925. Ég hafði ætlað en varð of síðbú- inn að leggja til á jólavertíðinni nokkur orð til að vekja athygli á sjómannasögu, sem Sveinn sendir nú frá sér, með því að benda sjó- mönnum á, að það gæti margur haft gaman af að riija upp í minn- inu siglingar báta á styijaldarárum, með Sveini og sögumanni hans, merkum skipstjóra, Einari Bjarna- syni, sem sigldi báti sínum, Ernu, á Englandsmarkað öll stríðsárin, hóf þær siglingar haustið 1939 og hætti ekki fyrr en 1947. Ekki eru mér tiltækar upplýs- ingar, þegar ég rita þessar línur, hver hlutur bátanna (og línuveiðar- anna) var í heildarútflutningi tog- ara, báta og fisktökuskipa á ísfiski þessi ár, en hlutur bátanna var mikill. Þeir voru svo margir, 60-200 tonna, í þessum fiutningum frá hin- um ýmsu sjávarplássum. Bók Sveins og sögumanns hans er heilleg samantekt í stuttu máli en skilmerkilegu á því, sem við var 30 ára af- mæli SÍNE JÓLARÁÐSTEFNA SÍNE verður haldin 30. desember klukkan 15 á Lækjarbrekku (Kornhlöðunni). Að loknum hefðbundnum ráð- stefnustöfrum, eða um klukkan 16,30 verður haldið upp á 30 ára afmæli SÍNE. Þema afmælisins verður „Gildi menntunar á erlendri grund“. í til- efni þess flytja Emil Bóasson iand- fræðingur, Páll Skúlason prófessor og Magnús S. Magnússon fyrir- lestra. Asa Briem píanóleikari leik- ur lög, og Guðný Árnadóttir mezzo- sópran syngur við undirleik Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Einar Bjarnason að stríða fyrir þá sjómenn, sem sigldu á England á stríðsárunum. Þá voru engar veðurfregnir sendar út frá Veðurstofunni, hvorki í út- varpi né sendistöðvum, lo'ftskipta- tæki voru innsigluð, senditækin inátti aðeins ijúfa í neyð, og notkun talstöðva var takmörkuð. Slökkt var á mörgum vitum, skipin sigldu ljós- laus og var gert að hlíta siglingar- ákvörðunum Breta yfir hafið, sem oft þóttu kyndugar, enda tíðum brotnar. Þá olli og hræðsla Breta við njósnir margri undarlegri uppá- komunni. Einar Bjarnason lætur ekki mikið yfir sér í sögunni, enda þarf hann þess ekki. Þeir vita það, sem þekkja til Englandssiglinga á stríðsárun- um, að það hefur verið mikill og góður skipstjóri, sem skilaði stöðug- um og margra ára siglingum jafn áfallalaust og Einar á Ernu, 77 tonna báti, vanbúnum siglingatækj- um og það var síldarhleðsla á þess- um bátum. Það þurfti mikla sjómannskunn- áttu og stöðuga árvekni til að sigla þessum litlu fleytum áfallalaust yfir hafið. Norðaustur Atlantshaf er ekkert skemmtisiglinga svæði, og það var ekki eins og mennirnir væru að skreppa eina og eina ferð, þeir sigldu „rútu“ eins og hafskip. Þá var og mikið vandaverk skip- stjórnarmönnum að taka höfn á Énglandi, bæir almyrkvaðir og slökkt á mörgum vitum, umferð mikil en skip ljóslaus. Þeim var betra að sofa ekki á verðinum, skip- stjórum, hvorki við að veija skip sitt sjóum í hafi eða forða árekstri við Englandsstrendur. Bók þeirra Sveins Sæmundsson- ar og Éinars Bjarnasonar er góð heimild um skipstjóra, sem kann sitt verk og var hveijum vanda vaxinn. Og bókin sómir sér vel í safni Sveins. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.