Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 27
MOKGUNBLAÐIB LAUGARDAGUR 28. DJgggMBER .,1,951, 27 Viðbrögð við afsögn Gorbatsjovs: Síðasta Sovétforsetanum þakk- að fyrir að ljúka kalda stríðinu London, Moskvu, París, Peking. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja um allan heim hrósuðu Míkhaíl S. Gorbatsjov ák- aft fyrir framlag hans til heimsfriðar og lýðræðisframfara heima fyr- ir er fréttir bárust af afsögn hans á jóladag. Langflestir töldu hann hafa unnið gagnlegt starf sem verða myndi til að halda nafni hans á lofti í framtíðinni. „Arfleifð hans tryggir honum heiðurssess í sög- unni,“ sagði George Bush, forseti Bandaríkjanna, í ávarpi sínu til þjóð- arinnar á jóladag. Fyrirrennari Bush í embætti, Ronald Reagan, sagði að Gorbatsjov myndi „lifa að eilífu" í sögunni. Bush tilkynnti jafn- framt að Bandaríkin myndu þegar í stað taka upp stjórnmálasamband við Rússland og nokkur önnur ríki nýja samveldisins sem Gorbatsjov barðist upphaflega gegn; hin ríkin yrðu að bíða þar til Bandaríkja- menn álitu tryggt að þau fylgdu ábyrgri stefnu og hygðust koma á lýðræði. Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði að Gorbatsjov hefði átt þátt í að endurnýja starf samtak- anna og ætti skilið mikið hrós fyrir að hafa stórbætt andrúmsloftið í alþjóðasamskiptum. Aðeins leiðtogar Kínverja voru fáorðir um Gorb- atsjov. I forystugreinum margra dagblaða á Vesturlöndum var lýst yfir áhyggjum af þróun mála í nýja samveldinu, einkum vegna deilna um kjarnorkuvopn gamla ríkjasambandsins. George Bush sendi frá sér sér- staka yfirlýsingu um Gorbatsjov . áður en bandaríski forsetinn flutti þjóðinni ávarp sitt á jóladag. í yfir- lýsingunni sagði að með afsögninni væri náð hápunktinum í merkilegu skeiði í sögu Sovétríkjanna sem hefðu svo oft átt erfið samskipti við Bandaríkin. „Gorbatsjov forseti ber ábyrgð á einhverri merkustu þróun sem orðið hefur á þessari öld - bylt- ingarkenndum umskiptum alræðis- skipulagsins og lausn þjóðar sinnar við kæfandi faðmlög þess. Hans eig- ið framlag til lýðræðislegra og efna- hagslegra umbóta í nafni per- estrojku og glasnosts - starf sem krafðist geysilegrar hugkvæmni og hugrekkis, persónulegs jafnt sem pólitísks, gerði þjóðum Rússlands og annarra lýðvelda kleift að varpa af sér þungbæru oki margra áratuga og leggja í staðinn grundvöll að frelsi. I samvinnu við Reagan for- seta, mig og leiðtoga bandalagsþjóða okkar greip Gorbatsjov til djarflegra ráða til að binda enda á bitrar deilur kalda stríðsins og lagði sitt af mörk- um til að skapa nýja, fijálsa og sam- einaða Evrópu. I sameiningu ákváð- um við sögulega fækkun efnavopna, kjarnavopna og hefðbundinna vopna og drógum úr hættunni á gjöreyð- ingarstríði. Við unnum saman að því að veita þjóðum Austur-Evrópu frelsi og þýsku þjóðinni einingu í friði og frelsi sem hún hafði keppt að. Starf okkar hafði í för með sér samvinnu sem ekki átti sér fordæmi er við brutum á bak aftur árás Iraks á Kúveit. Þessi afrek hans tryggja honum heiðurssess í sögunni og það sem mestu skiptir varðandi framtíðina er að með þeim er lagður traustur grundvöllur að því að Bandaríkin og Vesturveldin geti átt jafn gagnlegt samstarf við arftaka hans“. Skuld að gjalda Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, hrósaði Gorbatsjov fyrir að opna leið gegnum Járntjaldið og gera kleift að sameina Þýskaland á síðasta ári. „Við Þjóðveijar - og ég persónulega - eigum honum stór- kostlega skuld að gjalda. Það var vel við hæfi er pólitísk afrek Míkha- íls Gorbatsjovs voru heiðruð með því að veita honum friðarverðlaun Nób- els,“ sagði Kohl en Gorbatsjov fékk verðlaunin 1990. John Major, for- sætisráðherra Bretlands, sagði Gorbatsjov hafa gert heiminn að öruggari dvalarstað fyrir mannfólk- ið. „Það er mjög fáum gefið að breyta gangi sögunnar,“ sagði Major á jóladag. „En það hefur Gorbatsjov ■ BELGRAÐ - Júgóslavneski sambandsherinn gerði harða skot- hríð á borgirnar Karlovac og Osijek í Króatíu í gær. Hörnuðu bardagar til muna í gær, en á morg- un eru samningamenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) væntanlegir til við- ræðna við deiluaðila í Júgóslavíu. Cyrus Vance, fulltrúi fram- kvæmdastjóra SÞ, mun reyna að miðla málum í Júgóslavíu á mánu- dag en ólíklegt er talið að hann leggi til að þangað verði sendar friðargæslusveitir meðan enn er barist í Króatíu. Fjögur júgóslavn- esk lýðveldi, Króatía, Slóvenía, Makedónía og Bosnía-Herzogovina, hafa formlega farið fram á það við Evrópubandalagið (EB) að það við- urkenni þau sem sjálfstæð ríki. ■ ALGEIRSBORG - Flokkur múslimskra strangtrúarmanna (FIS) lýsti í gær yfir sigri í þing- kosningunum í Alsír en þá var ljóst orðið að flokkurinn fengi a.m.k. 167 þingsæti af 430. Kjósa verður að nýju 16. janúar um 180 sæti þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta í fyrri um- ferðinni í fyrradag. Stjórnarflokk- urinn (FLN) hafði aðeins unnið 16 þingsæti, samkvæmt úrslitum sem voru kunn í gær, Sósíalistafylkingin (FFS) 20 og óháðir frambjóðendur þijú. Kosningamar eru fyrstu fjöl- flokkakosningarnar í Alsír. Kjör- sókn var 58% og buðu 49 flokkar fram. Leiðtogar strangtrúarflokks- ins hétu í gær að koma á klerka- veldi í Alsír innan árs og sögðu að þeirra sem hefðu ekki stutt fram- bjóðendur flokksins í kosningunum gert. Hvað sem gerist í dag þá er staða hans í sögunni tryggð“. Marg- aret Thatcher, fyrrverapdi forsætis- ráðherra, sagði um Gorbatsjov; „Hann gerði heimsbyggðinni mikið gagn og við erum honum afar þakk- lát“. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti hrósaði einnig síðasta Sovétforsetanum og Manfred Wörn- er, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sagði þátt Gorbatsjovs í friðarþróuninni ómet- anlegan. Utanríkisráðherra Japans, Michio Watanabe, hrósaði Gorbatsj- ov fyrir lýðræðisumbætur heima fyr- ir auk þess sem hann hefði dregið úr spennu og átt þátt 1 að Ijúka kalda stríðinu. Evrópubandalagið ákvað á jóla- dag að viðurkenna Rússland sem arftaka Sovétríkjanna en hvatti um leið þá sem tækju við völdum af Gorbatsjov til að leysa gamla ríkja- sambandið upp með „friðsamlegum, lýðræðislegum og skipulegum hætti“. Kínverjar fáorðir Fréttastofan Nýja Kína sagði á jóladag að með því að „hverfa frá sósíalismanum“ hefði Gorbatsjov aukið enn á glundroðann og óánægj- una og valdið því að gerð var mis- heppnuð tilraun til valdaráns í ág- úst. I stuttri yfirlýsingu kínverska. utanríkisráðuneytisins í gær var tek- ið fram að það væri þjóðanna í Sovét- lýðveldunum fyrrverandi að meta feril Gorbatsjovs. Dagblöð umbótasinna í Moskvu fóru flest vinsamlegum orðum um Gorbatsjov, einnig Pravda er nú telst vera sjálfstætt og óháð dagblað. Vítalíj Tretjakov, ritstjóri hins áhrifamikla Nezvísímaja Gazeta, sagði að Gorbatsjov hefði viljað koma á „pólitísku siðgæði í ósiðuðu landi“. En forsetinn hefði ekki varað sig á því að jafnframt því sem hann sótti fram á sviði alþjóðamála hefði hann misst tengslin við raunverulega þróun mála í eigin landi. Stjórnmála- skýrandi Ízvestíju sagði Gorbatsjov oft hafa velkst í vafa um það hvort hann ætti að beita einræðisvaldi eða lýðræðislegum aðferðum og nær alltaf hefði hann nýtt sér fyrri kost- inn. Helsta málgagn harðlínumanna, Sovétskaja Rossíja, birti skopmynd af Gorbatsjov þar sem hann stendur yfir ijúkandi rústum og segir: „Ég tel að hér með sé hægt að segja að lokatakmarki perestrokju sé náð“. „Ég gæti hrækt“ Er íbúar Moskvu voru teknir tali virtust margir telja að afsögn Gorb- atsjovs skipti litlu; skorturinn á öllu og hættan á hungursneyð var fólki ofar í huga og svartsýni var ríkj- andi. Flestir gagnrýndu forsetann fyrrverandi. „Þegar ég hugsa um það traust sem ég bar til hans fyrstu árin, eftirvæntinguna, þá gæti ég hrækt. Stundum velti ég því fyrir mér hvort þessi maður hafí komið nokkru öðru til leiðar en að svipta okkur öllum lífsgæðum og kenna öðrum um,“ sagði Valeríj Karpov, vísindamaður. Margir sögðu forset- ann hafa brotið niður gamla valda- kerfið en ekki byggt upp neitt í stað- iiin. ■* biði ekkert annað en helvíti. ■ MANÍLA - Corazon Aqu- ino, forseti Filippseyja, tilkynnti í gær að Bandaríkjamenn hefðu frest til ársloka 1992 til þess að yfirgefa flotastöðina við Subic-flóa. Yfir- völd í Washington höfðu óskað eft- ir því að fá þriggja ára tíma til að flytja menn sína og tæki á brott. Að ári lýkur því nær aldarlangri dvöl bandarískra hersveita á Filippseyjum. ■ PARÍS - Ein frægasta kvik- myndaleikkona heims, Marlene Dietrich, varð níræð í gær en ekki fór mikið fyrir veisluhaldi hjá henni þar sem hún býr í einsemd í blokk- aríbúð við Montaigne-breiðgötuna í miðborg Parísar. Reyndar heldur leikkonan því fram að hún sé þrem- ur árum yngri en opinbert fæðing- arvottorð hennar og kirkjubækur segja til um. ■ WASHINGTON - Ekkert lát varð á morðum í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, um jóla- hátíðina og fimmta árið í röð hefur verið sett nýtt met í árlegum fjölda morða þar í borg. Á aðfangadag, þegar -enn var vika eftir af árinu, voru tveir menn vegnir í borginni og því alls 484 á árinu, eða einum fleira en í fyrra. ■ TÓKÝÓ - Japönsk skattayf- irvöld sendu í gær frá sér skýrslu þar sem fram kemur að risnukostn- aður japanskra fyrirtækja hafi numið jafnvirði 45 milljarða, 2700 milljörðum ÍSK., í fyrra. Hækkaði risna fyrirtækjanna um 13% milli ára. 20-40% raunávöxtun’ hlutabréfa og annað eins fra skattinum! Raunávöxtun hlutabréfa á ársgrundvelli fyrir öil tveggja ára tímabil HMARKS-vísitölunnar Raunávöxtun hlutabréfa á ársgrundvelli almanaksárin 1987-1991 66,1% -8,4% jan -89 jan -90 jan -91 des -91 1987 1988 1989 1990 1991 1 Ávöxtunhlutabréfahefúráundan- förnum árum verið hærri en ávöxtun nokkurra annarra verðbréfa ef litið er yfir tímabil sem spanna tvö ár eða lengur. Líklegt er að þessi staðreynd gildi áfram í framtíðinni þótt reikna megi með auknum skammtíma- sveiflum á verði hlutabréfa. Ef tekið er mið af hlutabréfá- vísitölu HMARKS hefur ávöxtun hlutabréfa að jafnaði verið 20-40% umfram verðbólgu fyrir hvaða fveggja ára tímabil sem skoðað erfráþví að skráning visitölunnar hófstí ársbyrjum 1987.Ávöxtunin hefur þó sveiflast verulega milli einstakra almanaksára. Hluta- bréf henta því best til langtíma- ávöxtunar. I tölunum hér að ofan er ekki tekið tillit til skattafrádráttar sem einstaklingar og hjón geta nýtt sér með kaupum á hlutabréfum. Einstaklingar sem kaupa hluta- VlB bréf fyrir 100 þús. kr. á árinu 1991 fá 40 þús. kr. endurgreiddar frá skattinum á næsta ári. Ef um hjón er að ræða miðast hámarkskaup við 200 þús. kr., sem þýðir 80 þús. kr. skattafrádrátt Til j>ess að njóta skaltafrádráttar þarf viðkomandi að eigahlutabréf í tvö ár eðalengur. *Með raunávöxtun er átt við verðhœkkun hlutabréfa umfram lánskjaravísitölu á einu ári. VF.RÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. HMARK-afgreibsla, Skólavöröustíg 12. Reykjavík. Sími 2 16 77. 4 Or\' #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.