Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 38

Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 -88 Minning: Ragnar H. Jóhann- 'esson, Hafnarfirði Fæddur 12. júlí 1929 Dáinn 18. desember 1991 Lífíð er fljótt líkt er það elding sem glampar um nótt Ijósi sem tindrar á tárum titrar á bárum. (M. Joch.) Já, lífið er fljótt. Það finnst okk- ur svo oft, ekki hvað síst nú við hið skyndilega fráfall Ragnars, hann varð bráðkvaddur. Það er erf- itt að ná áttum þessa daga er góð- ur vinur er horfinn. Ragnar Heiðar fæddist í Keflavík en þegar hann var ársgamall fluttu foreldrar hans til Hafnarfjarðar og þar átti hann heima æ síðan. Hann var fyrst og fremst Hafnfirðingur. Þar liggja flest hans gengnu spor, en hann átti ættir að rekja í Dali vestur, og kenndi sig gjarnan við þá sem margir munu kannast við, Ragga Dala. Hann var sonur Jó- . hannesar Jónssonar, fyrrum bónda á Hellu á Fellsströnd, og seinni konu hans'~Kristínar Jónsdóttur frá Jtjósum. Hann var þeirra eina barn. Það var oft þröngt í búi hjá fólki almennt í þá daga, en á Hraunstígn- um var hjartarúm nóg og vel tekið á móti þeim sem að garði bar. Ragn- ar ólst upp við mikið ástríki for- eldra sinna og það vegarnesti sem hann hlaut í foreldrahúsum að vera sannur og heiðarlegur fylgdi honum til hinstu stundar. I samfyigd góðra leikfélaga liðu æskuárin. Um áframhaldandi nám var ekki að ræða og hann fór snemma að taka hendi til hjálpar. Ragnar kvæntist ekki, en átti eina dóttur, Jónínu, með Jóhönnu Þórarinsdóttur, sem ólst upp með móður sinni og stjúpa í Svefneyjum á Breiðafirði. Jónína er nú búsett í Stykkishólmi, gift Finni Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Ragnar heimsótti þau og aldrei gleymdust afmæiis- og jólagjafirnar til dóttur- bapnanna. Ragnar átti 5 hálfsystkini frá fyrra hjónabandi föður hans; Guð- mund, Steinunni, Guðjón, Leif og Jófríði. Jófríður var í mörg ár ráðs- kona hjá þeim bræðrum, Helga og Kjartani, Suðurgötu 45. Hjá henni ólst upp frændi hennar, Guðmundur Bryde, frá fyrstu bernsku. Þar átti Ragnar einnig heimili í mörg ár eftir lát foreldra sinna. Þegar Jó- fríður féll frá 1978 bjuggu þeir frændur saman á Strandgötu 37. Þeirra sterka samband sem ein- kenndist af traustri vináttu og umhyggju hvor fyrir öðrum er kap- ítuli út af fyrir sig sem ekki verður rakinn hér. Ragnar vann margvísleg störf um ævina. Lengi framan af vann hann sem sjómaður, lengst af sem kokkur. Fljótlega upp úr 1970 kom hann alkominn í land og stundaði þá bifreiðaakstur. Síðustu árin vann hann sem leigubifreiðástjóri á eigin bifreið hjá Bifriðastöð Hafnarfjarð- ar. Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að barátta Ragnars við Bakkus var hörð og tók sinn toll á vegferð hans. En Ragnar naut þeirrar hamingju að þurfa aldrei að gefa eftir sína mestu eign, milda og ljúfa skapgerð. Hann var ávallt drengur góður, skipti aldrei skapi, var alltaf umtalsgóður um aðra og traustur vinur. Það var alltaf hægt að ganga að Ragnari vísum, hann hélt ævin- lega sambandi við ættingja og vini og tryggð hans var ódauðleg. Nú skilja leiðir um sinn. Þá er að kveðja og þakka ijúfa samfylgd og biðja Guð að blessa nýja vegferð hans á lífsins landi. Hallfríður M. Böðvarsdóttir, Svavar Jóhannesson. Föstudaginn 27. desember, var ástkær frændi okkar og vinur, Ragnar Heiðar Jóhannesson jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. Raggi frændi, eins og við systkinin kölluðum hann, var yngstur fimm systkina, fæddur 12. júlí 1929, son- ur hjónanna Jóhannesar Jónssonar frá Hellu í Dalasýslu og Kristínar Jónsdóttur frá Fjósum, Laxárdal í Dalasýslu. Þegar dauðann ber að garði með skyndilegum hætti, kemur hann alltaf á óvart og manni verður orða vant. Það átti svo sannarlega við þegar okkur barst sú frétt að Raggi þessi lífsglaði frændi okkar hefði orðið bráðkvaddur. Hann hafði ekki lagt árar í bát, lífsþrótturinn geisl- aði af honum fram á síðustu stundu. Hjá okkur systkinunum rifjast margt upp um hann Ragga, sem við munum ætíð minnast. Ragga frændi kynntumst við heima á Reynikeldu í Dalasýslu, þar sem foreldrar okkar bjuggu fyrstu árin, ásamt Guðmundi afa okkar, bróður Ragnars. Þar ríkti ávallt mikil eftir- vænting og spenna í loftinu þegar fréttist af því að Raggi væri á leið vestur í Dali að heimsækja okkur og aðra vini sína þar. Þá áttum við ávallt von á því að heyra skemmti- legar sögur á kvöldin og með þeim var alltaf mulin harðfiskur, en Raggi frændi hafði þann sið að leggja aldrei í ferðalög nema að hafa með sér mikið magn af harð- fiski, sem hann var óspar á. Seinni árin heimsóttum við Ragga frænda nokkrum sinnum á Suðurgötuna i Hafnarfirðinum þar sem hann bjó ásamt Jófríði systur sinni, bræðrun- um Kjartani og Helga og Guð- mundi frænda okkar. Eftir að Jó- fríður og bræðurnir Kjartan og Helgi féllu frá, keyptu Raggi og Guðmundur fallega íbúð við Strand- götuna þar sem þeir hafa búið síð- an. Þeir sem kynntust Ragga gleyma honum ekki, því þar fór ótrúlega lífsglaður maður sem hafði skoðun á öllum hlutum og hann fór ekki í felur með þær. Hann var mjög ná- kvæmur á alla hluti og allt lék í höndunum á honum. Hann kapp- kostaði að hafa alla hluti á hreinu, annað þótti honum óþolandi og hann fór ekki leynt með það. T.d. þegar hann kom vestur að heim- sækja okkur gat hann ekki lagst til hvílu rólegur, nema að hann hefði þrifið bílinn sinn hátt og lágt. Raggi frændi var alltaf tilbúinn til þess að reyna eitthvað nýtt og helst þurfti það að vera eitthvað mjög spennandi. Hann var ungur í anda og átti marga góða vini miklu yngri en hann, og talaði við þá sem jafn- ingja. Ég minnist þess nú að fyrir fjórum eða fimm árum, þegar ég var gestur hjá Ragga og Guðmundi á Strandgötunni í góðu yfirlæti, að við Guðmundur voru að rifja upp skemmtilegar sögur af Ragga. Þá segir Guðmundur við mig: „Veistu það Helgi, það kæmi mér ekki á óvart þótt Raggi mundi detta það í hug einhvern daginn að prufa að fara og stökkva úr fallhlíf með ein- hveijum ævintýramönnum." Við höfðum varla sleppt orðinu þegar Raggi kom inn í íbúðina með mikl- um gauragangi og honum lá rómur- inn hátt þegar hann tilkynnti okkur það að nú væri hann að fara með einhverjum kunníngja sínum að stökkva úr fallhlíf. Ur því varð sem betur fer aldrei og þetta var örugg- lega eitt af því fáa sem hann ekki prófaði, en þessi stutta saga lýsir Ragga örugglega nokkuð vel. Við lát Ragga hvarf af sjónar- sviðinu mikil félagi og vinur okkar systkinanna og eftir situr ófyllt tómarúm, en við vitum að Ragga líður vel. Við þökkum elsku Ragga, þeim mikla höfðingja og heiðursmanni, fyrir alla frábæru samverustundirn- ar með okkur, allar sögurnar sem hann sagði okkur, glettnina og hlýj- una sem geislaði frá honum. Minn- ingin um hann lifir. i Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við sendum Guðmundi frænda okkar og öðrum aðstandendum Ragnars Heiðars Jóhannessonar innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að vera með þeim á erfiðum stundum. Helgi, Guðbjörg og Elísa- bet Björg. Minning: Bóas Magnússon Fæddur 11. apríl 1908 Dáinn 17. desember 1991 í dag er til grafar borinn frá Blönduóskirkju Bóas Magnússon. Hann fæddist 11. apríl 1908 á Kleif- um í Kaldbaksvík í Strandasýslu, sonur hjónanna Efemíu Bjömsdóttur ' ng Magnúsar Andréssonar. Eign- uðust þau hjónin ellefu börn og var Bóas áttundi í röðinni. Þegar hann var á tíunda aldursári missti hann föður sinn. Leystist þá fjöiskyldan upp og var Bóas sendur að Kálfár- dal í Húnavatnssýslu. Næstu árin var hann á ýmsum stöðum í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum. Það var svo upp úr 1920 að hann kom sem kaupamaður að Bólstaðarhlíð og var þar síðan af og til næstu fjóra áratugina. Ég átti því láni að fagna sem barn að kynnast Bóasi og eiga hann að. Þegar ég læt hugann reika til þess tíma er foreldrar mínir bjuggu í Bólstaðarhlíð eiga minningarnar ~það margar sameiginlegt að vera á einn eða annan hátt tengdar Bóasi. Hann var sérstaklega barngóður maður bg aldrei minnist ég þess að hann skipti skapi við okkur krakk- ana. Hann gaf sér jafnan góðan tíma til að spjalla við okkur. Mest þótti mér gaman að koma til Bóasár ef hann var ekki kominn á fætur eða hafði lagt sig. Fékk ég þá að skríða upp í tii hans og heyra svo sem eina sögu eða bara spjalla svolítið. Ekki var hann að þrútta um það þótt ég væri í útifötunum og kannski ekki ítveg táhrein, alltaf var ég velkomin. Oft fékk ég líka að fara með í bíltúr í jeppanum hans. Stundum brá hann sér í kaupstaðinn. Var það þá næsta víst að hann hafði meðferðis eitthvert góðgæti þegar hann kom heim aftur. Gjarnan voru það döðl- ur, súkkulaði og Sinalco, en aldrei brjóstsykur, því hann skemmdi tenn- urnar, sagði Bóas. Hestar skipuðu stóran sess í lífi Bóasar. Hann var mikill hestamaður og tamningamaður góður. Stundum leyfði hann mér að koma á bak. Þó ekki væri það nema hringur á hlað- inu, þá er það í minningunni heljar- ins reiðtúr. Oft sagði hann mér frá fyrsta hestinum sínum. Kom þá al- veg sérstakur hreimur í röddina og glampi í augun. Sagðist hann hafa verið vinnumaður í Skagafirði, eitt- hvað innan við tvítugt og hestinn fékk hann í árslaun. Það þættu sjálf- sagt ekki mikil laun í dag. En leiðir skilja, Bóas flutti til Blönduóss og ég ásamt foreldrum mínum og bróður til Dalvíkur. Eftir að við fluttum þangað fannst okkur alveg tilheyra að Bóas kæmi í heim- sókn á stórhátíðuin þó sérstaklega um jólin. Kom hann oftast ef færi leyfði meðan hann hafði heilsu til. Kæmi hann ekki sjálfur minnti hann alltaf hressitega á sig með risapökk- um undir jólatrénu. Vorum við systkinin alitaf hvað spenntust að opna pakkana frá honum, því þar kenndi ávailt ýmissa grasa. Bóas var mjög greiðugur maður, og kunni því betur að veita en þiggja. Hafði hann líka alveg sérstakt lag á að koma hlutunum þannig fyrir þó hann hefði ekki mörg orð um það. Eftir að ég varð fullorðin og langaði til að gera eitthvað fyrir hann, var hann ekki í rónni fyrr en hann var búinn að borga það margfalt til baka. En svona var Bóas. Hann vann alla tíð hörðum höndum. Var það honum því mjög erfitt að sætta sig við, þegar heiisan brást og hann varð að hætta að vinna. Síðustu árunum eyridí hann á Héraðshælinu á Blönduósi. Kunni hann hag sínum það ágætlega, sér- staklega eftir að hann fékk sitt eig- ið herbergi. Ekki minnkaði þó ánægjan eftir að hann fékk sinn eig- in síma. Gat hann þá verið í sam- bandi við vini og kunningja. Hann kunni því betur að hringja fyrir eig- in reikning, var lítið fyrir samkrull, vildi hafa sitt á hreinu. Varla leið sá dagur upp á síðkast- ið að hann léti ekki heyra í sér. Ekki var hann að kvarta þó heilsan væri orðin mjög slæm. Nei, hann var bara að vita hvernig við hefðum það og hvort ekki væri allt i lagi hjá okkur. Stundum var hann líka að vara okkur við, því spáin væri slæm og vissara að halda sig heimav- ið. Það var reglulega gaman að spjalla við Bóas. Hann fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoðanir, heimsmálin voru honum ofarlega í huga. Þrátt fyrir slitinn líkama var hugurinn skýr alveg fram undir það síðasta. Mig langar að þakka starfsfólki Héraðshælisins mjög góða umönn- un. Sérstaklega starfsstúlkunum á ellideildinni, sem hann sagði mér svo oft frá að væru svo góðar við sig, og gjarnan tilbúnar að gantast svo- lítið. Þær gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera honum ævi- kvöldið sem ánægjulegast. Ég og við fjölskyldan kveðjum Bóas með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans og nærveru. Hann var mér og okkur systkinunum alltaf sem besti afi. Og nú er við kveðjum hann hinsta sinn, þá óskum við honum jafn góðr- ar ferðar og hann óskaði okkur ávallt er hann kvaddi okkur. Hafdís Ævarsdóttir Guðrún M. Þorbergs- • dóttir - Kveðjuorð • Fædd 5. maí 1961 Dáin 10. desember 1991 Það mun áreiðanlega taka lang- an tíma að átta sig á því til fulln- ustu að Guðrún Margrét kemur ekki aftur til okkar í þessari jarð- vist. Það er okkur þó huggun, sem eftir stöndum, að hún kveið ekki dauðanum, sem slíkum, fyrir henni var dauðinn flutningur milli tilver- ustiga. Spakmæli Shakespears um dauðann hékk á töflunni í eldhús- inu hjá henni, þar segir: „Dauðinn er ókannað land og þaðan snýr enginn aftur.“ Hún var búin að óska þess að þegar hennar tími kæmi fengi hún að fara fljótt, henni varð að þeirri ósk. Hún var heima í faðmi fjölskyldunnar, og naut ástríkis hennar og fór ekki á sjúkrahús fyrr en tæpum sólar- hring áður en hún kvaddi þennan heim. Það má segja að ég hafi ekki kynnst Gunnu mágkonu minni neitt að ráði fyrr en eftir að hún fór að kenna sjúkdómsins - kynnt- ist ekki fyrr hvern mann hún hafði að geyma, en þar fór mikil per- sóna, ákaflega sterk og á margan hátt sérstök. Hún vissi meira en flestir samferðamenn hennar þó hún væri ekkert að flíka því. Styrkur hennar kom vel í ljós í veikindum hennar, aldrei heyrðist hún kvarta, gerði gott úr öllu, gat jafnvel átt til að gera góðlátlegt grín ef einhver var að kvarta í hennar eyru. „Hvað segirðu! ertu lasin? Já - ég ér með krabbamein, ekki kvarta ég!“ Ekki er ég að kasta rýrð á lækn- isfræðin og þau lyf sem geta bjarg- að lífi fólks, en þó er ábyggilegt að ef trúin á bata er ekki til stað- ar gengur meðferðin ekki jafn vel. Ohætt er að segja að fyrst þeg- ar sjúkdómurinn fannst var útlitið mjög svart, en með ótrúlegri þrautseigju og dugnaði náði Gunna heilsu á ný. Hún var hrein- lega í greipum dauðans þegar hún kynntist manni með dulræna hæfi- leika. Hann hvatti hana óspart, gaf henni ákaflega mikinn styrk og trú á lífið. Handleiðsla hans gerði henni auðveldara að horfast í augu við erfiða meðferð og að stefna uppá við, upp úr veikindun- um og til heilbrigðis. Æ síðan gladdist hún yfir því að geta miðlað öðrum af reynslu sinni. Aðdáunarvert var hve dug- leg hún var að hughreysta aðra sem voru með krabbamein. Mun hún hafa kveikt neista vonar og bjartsýni í bijóstum margra með sinni óbilandi bjartsýni, sálarstyrk sínum og dugnaði. Það fer ekki hjá því að það verða miki átök í lífi þess sem tekst á við alvarlegan sjúkdóm. Við kynntumst því hve Gunna var það ósegjanlega mikils virði að finna að hún gæti, þrátt fyrir sjúkdóm- inn, staðið á eigin fótum. Palli gerði allt sem hann gat til að hún fyndi sig sem best. Aldrei leit hann á hana sem sjúkling, sýndi henni ávallt mikla virðingu hvort sem hún var heilbrigð eða veik og tók aldrei fram fyrir hendurnar á henni. Þegar hallaði undan fæti með heilsuna stóð hann sem fyrr sem klettur við hlið hennar og hjúkraði henni af allri sinni alúð, það á eftir að lýsa honum í myrkri sorg- arinnar. Við getum ekki gert okkur í hugarlund hver áhrif missirinn á eftir að hafa á börnin tvö sem nú eru átta og fjögurra ára, en eitt er víst, þau munu njóta hand- leiðslu ástríks föður sem mun ala þau upp við að virða minningu móður þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.