Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 43 Minning: Jónatan G. Aðalsteins- son, Vestmannaeyjum Fæddur 19. júlí 1931 Dáinn 4. desember 1991 Ég vil .með nokkrum orðum kveðja kæran vin og frænda Jónatan Gísla Aðalsteinsson en hann lést á sjúkra- húsinu í Vestmannaeyjum 4. des- ember sl. Jónatan var sonur hjónanna Sig- ríðar Gísladóttur og Aðalsteins Jón- atanssonar sem bæði eru látin, en þau bjuggu í Siglufirði allan sinn búskap. Börn þeirra hjóna auk Jónatans eru Hinrik, kennari, búsettur í Siglufirði. Guðfinriur og Eysteinn kaupmenn og fiskverkendur, einnig búsettir í Siglufirði og Kristján lyíja- tæknir búsett í Reykjavík. Jónatah ólst upp í Siglufirði. Á þeim árum þegar síldin veiddist fyr- ir norðan og Sigluijörður var í hug- um margra íslendinga bær tækifær- anna og ævintýranna. Að vísu var Jónatan barn og unglingur á þeim árum en hann mundi þó vel þessa tíma. En síldin hætti að veiðast og þar með misstu menn þann grunn sem afkoma manna og fjölskyldna í Siglufirði byggðist á. Margir Siglfirðingar urðu því að leita út á land eftir vinnu. Flestir munu hafa farið á Suðvesturlandið í atvinnuleit. Margir fóru til Suður- nesja, aðrir til Vestmannaeyja. Þeg- ar Jónatan fór í fyrsta sinn ungur maður í atvinnuleit „suður“ lá leiðin til Vestmannaeyja og það varð hans gæfuspor, þar ílentist hann, þar kynntist hann Önnu Sigurlásdóttur sem síðar varð kona hans. Anna og Jónatan eignuðust þijú börn, þau eru Sigþóra, gift Gísla Eiríkssyni vélfræðingi, búsett í Vest- mannaeyjum. Aðalsteinn, býr með Þóru Björgu Thoroddsen, búa í Kali- forníu og Þór Vilhelm sem enn býr í foreldrahúsum. Á sjöunda áratugn- um byggði Jónatan stórt og myndar- legt hús á Brimhólabraut 37 og þar bjuggu þau alla tíð síðan að undan- skildum þeim tíma sem fjölskyldan bjó í Kópavogi eftir gosið. En þau voru svo lánsöm að hús þeirra slapp að mestu við skemmdir af völdum gossins. Sjómennska varð lífsstarf Jónat- ans. Hann var mjög eftirsóttur vegna dugnaðar og annarra mann- kosta, enda hafði hann ekki oft vista- skipti. Hann var nokkur ár starfs- maður Sjóveitu Vestmannaeyja eða þar til rekstri veitunnar var hætt. 1973-1974 eftir Vestmannaeyjagos- ið starfaði hann hjá ísal og bjó þá í Kópavogi, en síðustu árin hefur hann verið starfsmaður Vestmanna- eyjafeijunnar Heijólfs. Jónatan vann mikið að félagsmál- um sjómanna. Hann var formaður sjómannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum í mörg ár. Þann tíma var hann einnig í stjórn Sjómanna- sambands íslands og fulltrúi þess og síns félags við kjarasamninga til fjölda ára. I félagsmálum sem ann- ars staðar var hann hinn hægláti umgengnisgóði maður sem vildi öll- um vel, lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann vann öll störf sín af ýtrustu trúmennsku. Hann var drengskaparmaður í fylistu merk- ingu þess orðs. Jónatan var stór vexti og sam- svaraði sér vel. Hann var rammur að afli, en kunni vel með það að fara. Þá var hann á yngri árum mikill sundmaður svo sögur fóru af, en þær verða ekki sagðar hér. Jónatan heitinn átti við alvarleg veikindi að stríða um tveggja eða þriggja missera skeið, sem takmörk- uðu mjög vinnugetu. Hann var þó við vinnu daginn sem kallið kom, en naut umönnunar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum síðustu klukku- stundirnar af héi-vistar dögum sín- um. Að lokum vil ég þakka Jónatan heitnum samfylgdina. Hann var mér, foreldrum mínum og systkinum ákaflega kær frændi. Ég vil biðja góðan Guð að milda þann söknuð sem að eiginkonu, börnum og barnabörnum er kveðinn við fráfall þessa ljúfa manns. Guð blessi minningu hans. Jón Kr. Olsen Þegar hringt var í mig, og mér sagt að vinur minn Tani hefði látist þá um daginn, var mér brugðið, þótt mig hefði lengi grunað að sjúk- dómur hans væri mun alvarlegri en hann vildi vera láta, Tani var ekki sú manngerð að vola eða kvarta þó hlutirnir gengju ekki sem skyldi. Nú finnst mér að ég megi ekki láta hjá líða að minnast hans nokkr- um orðum, þó fátækleg séu. Fyrst kynntist ég Tana fyrir um það bil 40 árum, þegar hann kom til eyja frá Siglufirði, en þar var hann fæddur og alinn upp. Tani kom eins og aðrir ungir og hraustir menn til að vinna á vertíð. Kynni okkar urðu nánari þegar hann nokkrum árum seinna réðst til starfa hjá föð- ur mínum í Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum hf., og eftir að uridirritaður fluttist frá Eyjum héld- um við alltaf góðu sambandi. Eftir Vestmannaeyjagosið fluttist Tani með fjölskylduna í Kópavoginri og hóf störf hjá álverksmiðjunni, þar sem leiðir okkar lágu aftur saman um tíma, og eins og endranær kom hann sér mjög vel sem starfsmaður álverksmiðjunnar og var eftirsjá að honum þaðan. Svo fór að heimþráin tók völdin og flutti fjölskyldan aftur til eyja. Lengst af stundaði Tani sjóinn og var árum saman með þeim þekkta aflamanni Helga Bergsveinssyni og síðar mörg ár á Hetjólfi, þar til að hann þurfti að fara í land vegna veikinda sinna fyrir u.þ.b. ári. Ekki má gleyma því, að árum saman var Tani einn aðalsamninga- maður sjómanna i Eyjum, og hefi ég það fyrir satt að þegar hann var sestur við samningaborðið máttu hinir fara að passa sig. Tani var fluggáfaður og vel Ies- inn. Hann þekkti skáldin okkar eins og fingurna á sér, og einhvern veg- inn fannst mér alltaf að hann hefði átt að ganga menntaveginn, en ástæður þess að svo varð ekki þekki ég ekki, en eitt er víst að hann hefði orðið góður fræðimaður. Tani átti auðvelt að koma auga á spaugilegar hliðar mála, og var einkar þægilegur og skemmtilegur í góðra vina hópi. Frá því Tani starfaði hjá föður mínum í fiskimjölsverksmiðjunni í gamla daga reyndist hann fjölskyldu minni sannur vinur og málsvari, og er mér minnisstætt hve föður mínum þótti vænt um Tana og hafði mikið álit á honum. Tani hafði ekki verið lengi í Eyjum þegar hann féll fyrir einni gullfal- legri Eyjadömunni, Onnu Sigurlás- dóttur, og þau komu sér upp mynd- arlegu heimili og eignuðust 3 mann- vænleg börn, og ekki hitti ég svo Tana að hann minntist ekki á eitt- hvert þeirra, og þá var það alltaf eitthvað gott og jákvætt. Anna mín, ég og fjölskylda mín samhryggjast þér og börnum ykkar innilega, einnig sendi ég öðrum ætt- ingjum Tana samúðarkveðjur. Fúddi Kveðjuorð: Bragi Húnfjörð, Stykkishólmi Fæddur 3. maí 1926 Dáinn 30. nóvember 1991 Andlát Braga bar fljótt að. Við höfðum litlu áður verið saman í fagn- aði eldri borgara hér í bæ, þar sem formaður félagsins stýrði fagnaðin- um og þá virtist allt leika í lyndi. Það voru okkar seinustu samfundir hér. Ég kynntist Braga í æsku hans. Hann var þá á Fellsströndinni og framarlega í félagslífi og kom til að leita atriða hjá mér sem hann gæti haft í mannfagnaði þar. Urðum við báðir ánægðir með þessa samfundi og endurnýjuðum svo kynnin þegar hann flutti til Stykkishólms. Bragi var jafnan glaður í lund og eignað- ist góða kunningja. Og þar sem hann var í þjónustu kom hann sér vel. Um menntun á unglingsárum var ekki um margt að ræða og síst fyr- ir þá sem lítil fjárráð höfðu og urðu að vinna fyrir sínu viðurværi. Þetta reyndi hann svo að bæta sér upp með sjálfsnámi og námskeiðum sem hann gat sótt og urðu þau lionum notadi'júg. Hér í Hólminum stundaði hann öll algeng störf og var hann sjómaður og vélstjóri, um skeið á bát. Einnig vann hann að skipasmíði og síðar á hafnai'voginni. Hann hafði góða rithönd sem hann æfði vel og kom honum að góðu gagni. Bragi var kvæntur Helgu Krist- valdsdóttur og eignuðust þau 7 börn. Var því fjölskylda Braga stór. Elsti sonur þeirra hjóna, Tómas, heitinn eftir fóstra Braga, Tómasi á Víghóls- stöðum, var mikill heimilisvinur okk- ar. Þeir tóku miklar tryggðir saman Helgi og hann, sem varð báðum til góðs og sú vinátta hefir haldist vel. Væri of langt að fara lengra í það. Ég vissi að seinustu árin var Bragi ekki heill heilsu og varð að draga sig í hlé frá erfiðum störfum. En veikindi sín bar hann vel og til síð- ustu stundar. Hann var seinasta ár formaður félags aldraðra i Stykkis- holmi, Aftanskini og gerði þeim störfin góð skil, sýndi þar sem ann- ars staðar góðan félagshug. Það varð honum vissulega lífsfylling, sem hann hafði ánægju af. Ég vil með þessum fáu línum flytja þessum góða dreng þakklæti fyrir góð og einlæg samskipti. Það var gott að ræða við Braga og hann lagði af heilum hug jafnan gott til málanna. Því mat ég hann mikils. Um leið og ég flyt ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur og óska þeim alls velfarnaðar kveð ég Braga. Hans verður saknað úr vinahóp. Útför Braga var gerð frá Stykkis- hólmskirkju 7. desember sl. að við- stöddu nriklu fjölmenni. Blessuð sé nrinning hans. Árni Helgason t SÍMON EGILL SIGMUNDSSON, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, 26. desember. Fyrir hönd systkina og systkinabarna, Kristín Lúðvíksdóttir. t Mágkona mín og föðursystir, JÓNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Skjóli við Kleppsveg, lést að morgni 26. desember. Áslaug Bachmann, Guðrún Karlsdóttir og frændsystkini. t Elskulegur eiginmaður minn, SIGGEIR GUNNARSSON, Hátúni 12, lést þann 24. desember. Helga Bergmann. t Bróðir minn, NARFI B. HARALDSSON, sem lést 18. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 30. desember kl. 3 eftir hádegi. Hörður Jafetsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BENJAMÍN MARKÚSSON frá Ystu-Görðum, Kolbeinsstaðahreppi, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 28. des- ember kl. 14.00. Bílferð frá BSÍ kl. 11.00. Arndís Þorsteinsdóttir og börn. t ELLERT HANNESSON, Grænukinn 12, Hafnarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi 23. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Anna Jóhannsdóttir, Anna Margrét Ellertsdóttir, Auðunn Óskarsson, Ægir Ellertsson, Gréta Pálsdóttir, Svandís Ellertsdóttir Meade, Roger Meade, Ellert Ellertsson, Helga Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, eiginkonu og móður okkar, GUÐRÚNAR MARGRÉTAR ÞORBERGSDÓTTUR, Skipasundi 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11E á Land- spítalanum. Kristín Ásmundsdóttir, Páll Sigurðsson, Sigurður Óskar Pálsson, Ásta Kristin Pálsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför RUNÓLFS ÞORSTEINSSONAR bónda, Brekku, Þykkvabæ. Guð gefi ykkur gleðilegt ár. Sverrir Runólfsson, Björg Sveinsdóttir, Þóra Runólfsdóttir, Ágúst Helgason, Fjóla Runólfsdóttir, Kristinn Guðnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.