Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DÉSEMBER 1991 Ljóðið hefur liti sínum glatað Bókmenntir Jón Stefánsson Jónas Friðgeir: Ber er hver ... Fjölvaútgáfa. 1991. Fjölvi, forlagið sem kynnti Tinna fyrir íslendingum, gefur nú út fjórar Ijóðabækur fyrir jólin. Ber er hver... eftir Jónas Friðgeir er ein af þeim. Jónas hefur greinilega lesið Söknuð, frægasta kvæði Jóhanns Jónssonar, sem hefst á andvarpinu tregafulla: “Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað“. I Bara maður leggur Jónas útfrá þessari línu: Lífið hefur liti sínum glatað Ljótt er að heyra það er alveg satt. Eg hef inn í raunir miklar ratað ...rosalega hef ég farið flatt! Það getur vel verið að Jónas hafi ratað inn í miklar raunir en hveijar sem þær eru þá tekst þeim ekki að lyfta þessu ljóði uppU hæðir skáld- skaparins. Ef ég á að segja aiveg eins og er þá á ég erfitt með að hrósa bók Jónasar. Honum liggur vissulega mikið á hjarta, talar um óréttlæti heimsins og veltir fyrir sér tilgangi lífsins, en það er ekki nóg að hafa eitthvað að segja til að gefa út ljóðabók og titla sig skáld; það verður að vera skáldskaparleg inni- stæða fyrir orðunum og hana hefur Jónas Friðgeir því miður ekki: Tortímandinn Ég er hrottalegri Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Hópmynd af þeim er veittu styrkjum viðstöku fyrir sína hönd og sinna félagasamtaka. Uhlutað úr menningar- sjóði Austur-Skaftfellinga Höfn. NÝLEGA var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Austur-Skaftfell- inga á Höfn. 17 einstaklingar og félagasamtök hlutu styrki að þessu sinni, reyndar allir er sóttu til sjóðsins. Styrkir eru veittir til margvís- legra og mismunandi verkefna, 6 aðilar fá styrki til söguritunar þar af einn vegna skáldsagnagerðar. Veittir voru 3 styrkir til tónleika- halds og námskeiða á þeim vettvangi og aðrir 2 til leiklistarstarfsemi. Þá má nefna styrk til skógræktar og annan til viðgerðar á gamalli byggingu. Byggðasafn sýslunnar fékk styrk til að koma gömlum Willys jeppa í sem upprunalegast horf. Menningarsjóðurinn var stofnaður 1946 sem sjóður til minningar um látna félagsmenn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Frá ■ upphafi hefur hann stutt við bakið á ýmsum menningarmálum í sýslunni og í tímans rás hefur hann styrkt við æ fjölbreytilegri þætti menningarlífs- ins. Þannig styrkir hann nú allt frá varðveislu eldri muna og sagna til íþrótta og landvemdar. Það kom fram hjá Gísla Sverri Arnasyni formanni sjóðsstjómar að stjómin hafí ákveðið að fullnýta ekki heimild úthlutunar, einkum sökum spádóma um kreppuástand framund- an. Úthlutað var 1.530.000 krónum og er höfuðstóll sjóðsins eftir það 10 milljónir króna. > - JGG. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDÁ8TJÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Endaraðhús í syðstu röð steinhús í Fellahverfi 158,3 fm. Kj. er undir búsinu. Bílsk. 21,6 fm, sérbyggður. Glæsil. lóð. Húsið er allt eins og nýtt. Sérhæð með frábæru útsýni Efri hæð í þribhúsi rétt v/höfnina í Hafnarf. 4ra herb. 113 fm. 2 stórar stofur, 2 góð svefnherb., rúmg. skáli. Nýtt eldhús. Nýtt bað. Nýtt sérþv- hús v/eldhús. Geymsluris yfir íb. fylgir. Mjög gott verð. í þríbhúsi í Vogunum aðalhæð í reisul. steinhúsi. Grunnfl. 100 fm. 2 saml. stofur, 2 herb., eldhús og bað. Gott kjherb. Verkstæði 42 fm fylgir. Ræktuð lóð. /Reisulegt steinhús - tilboð óskast Húsið er tvær 3ja herb. íb. á 1. og 2. hæð. Ennfremur góður geymslukj. og geymsluris. Verkstæði 45 fm fylgir. Góð kjör. Skammt frá Álftamýrarskóla 3ja herb. suðuríb. á 3. hæð rúmir 80 fm auk geymslu og sameignar. Bílskplata fylgir. Við Fellsmúla - laus strax 4ra herb. suðuríb. á 3. hæð um 100 fm. Sólsvalir. Sérhiti. Forstherb., mikil og góð sameign. Tilboð óskast. Glæsileg eign f Hafnarfirði steinhús, tvær hæðir. Aðalhæð 180,3 fm m/5 svefnherb. Jarðhæð m/2ja herb. íb. 100,1 fm. Bílsk. 59,1 fm fylgir. Margs konar eigna- skipti mögul. ^ • • • Opið í dag kl. 10.00-16.00. Einbhús óskast í Hafnarfirði, helst í Vesturbænum. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 en allir heirasins herir samanlagðir ég er ógurlegasti ógnvaldur heimsins eins og þú, satan ... sjálfur sagðir ég hef tortímt tugmilljónum sálna eins og þú ... fyrir mig lagðir. Ég er alkóhól. Ég get ómögulega litið á svona sem skáldskap, kýs því að tala um texta. Það er helst þegar Jónas er undir sterkum áhrifum frá Steini Steinar að votti fyrir ijóði hjá honum: „eins og dökkhærður/dagur sem deyr/djúpt/inn í sjálfan sig“. Einnig má samþykkja lokaerindið í Veg- ferð Að morgni hinsta dags vöknum við og hverfum inn í sólskinið Ef haft er í huga að Ber er hver ... er fimmta ljóðabók Jónasar þá er ekki annað hægt en skammast yfir bókinni og biðja um vandaðri vinnubrögð. Jónas þarf harðari yfir- Iesara en þeir hjá Fjölva geta boðið upp á. Stúdentar Framhaldsskólans á Húsavík ásamt skólameistara, Guð- mundi Birki Þorkelssyni. Fyrsti stúdentahópurinn Ilúsavík. FRAMHALDSSKÓLINN á Húsavík, sem nú hefur starfað í fjögur ár, útskrifaði fyrsta stúdentahópinn, 7 stúdenta, föstudaginn 20. desemb- er, nemendur, sem stundað hafa allt sitt nám við skólann. Áður hafði skólinn útskrifað 6 stúdenta, þrjá sem höfðu lokið öllu námi við skól- ann og þijá sem höfðu lokið hluta náms annars staðar. Einnig voru útskrifaðir 11 nem- endur, sem lokið höfðu námi á styttri námsbrautum, 6 af iðnbrautum, 3 með verzlunarpróf, 1 af fískvinnslu- braut og 1 af íþróttabraut, fyrri hluta. Skólameistari, Guðmundur Birkir Þorkelsson, sagði í ávarpi sínu, að skólinn hefði sérstaklegan áhuga á að auka starfsmenntun, og vildi leggja meiri áherzlu á góða menntun í þeim greinum, sem hann biði upp á, en að hafa þær sem flestar. Hann sagði að 131 nemandi úr Þingeyjar- sýslum stundaði nú nám við skóla á Akureyri, sumir í námsgreinum, sem ekki væri hægt að stunda hér, en full margir í þeim greinum, sem hér væri hægt að læra. Akureyri sæktist ekki eftir þessum nemendafjölda, þar sem skólar þar hefðu við þröngan húsakost að búa. Hann kvaddi nem- endur með þeirri ábendingu, að nú blöstu við þeim nýjar námgsbrautir, og miklir möguleikar, skólanámið væri vinna, þrotlaus vinna, og síðan tæki við skóli lífsins, sem ekki gerði minni kröfur, en sá skóli, sem stúd- entarnir væru nú að kveðja. Óskaði hann þeim allra heilla í nútíð og framtíð. Fréttaritari flslterefoft frnðn Umsjónarmaður Gísli Jónsson „Þá mælti Gangleri: Hvað hafa Einherjar að drykk, það er þeim endist jafngnógliga sem vistin, eða er þar vatn drukkið? Þá segir Hár: Undarliga spyr þú nú, að Alföður mun bjóða til sín konungum eða jörlum eða öðrum ríkismönnum og muni gefa þeim vatn að drekka, og það veit trúa mín, að margur kemur til Valhallar, er dýrt mundi þykkjast kaupa vatns- drykkinn, ef eigi væri betra fagnaðar þangað að vitja, sá er áður þoiir sár og sviða til banans. Annað kann eg þér þaðan segja. Geit sú, er Heiðrún heitir, stendur uppi á Valhöll og bítur barr af limum trés er Léraður heitir, en úr spenum hennar rennur mjöður sá, er hún fyllir skapker hvern dag; það er svo mikið, að allir Einherjar verða fuildrukknir af. Þá mælti Gangleri: Það er þeim geysihaglig geit. Forkunn- argóður viður mun það vera er hún bítur af.“ (Snoiri Sturluson: Gylfaginning.) ★ Tíkur tvær um eitt bein og píkur tvær um einn svein verða sjaldan samlyndar í þeirri grein. (Okunnur höfundur.) Eldur er í norðri, ey hefur reista móðir yfir mar, beitað bláfjölium, blómgað grasdölum, faldað hvítri fönn. (Jónas Haligrímsson) ★ „Þá [1439] urðu höfðingja- skipti yfir Norðurlöndum. Kom til ríkþs eftir Eirík kóng Christ- ophor af Bayern, hann var skyld- ur Eiríki kóngi í móður kyn, systursonur hans; en faðir Christophors kóngs var Jóhann son Rúperts keisara, Rúperts- sonar hins fastheldna, Adólfs- sonar hins einfalda, Roðólfsson- ar hins stama er bróðir var Loð- víks keisara af Bayern. Voru þeir langfeðgar kynjaðir frá Arnólfi illa hertoga er mikiil höfðingi var í tíundu öld. Gjörð- ist þá hinn mesti ágreiningur hér í landi, hvört menn skyldu halda Christophor fyrir réttan Nóregs kóng, og má það ráða af bréfum þess konungs sem eftir hann var, en ei er það hér í frásagnir fært.“ (Jón Espólín: íslands árbækur í sögu-formi.) ★ Dróttinn varstú í dýrð og mætti . dýrr og sterkr og hvetjum fyrri, ærið ríkr og öllum meiri í skínöndum kröftum þínum. Gerðir þú með einu orði allt í senn á málshátt þenna: „Verði ljós og vötn á jarðir!" Víðemi þau standa siðan. ' (Sigurður blindur: Rósa.) ★ [Við hund sem illa kunni ís- lenskt mál]: Betja og skamma þyrfti þig, þrællinn grimmi, svei þér! flættu að gjamma og glepsa í mig, go to hell and stay there! (K.N. = Káinn = Kristján Níels Júlíus Jónsson.) ★ „Þeir örgu djöfulsins dýrkend- ur kunna ekki sinn skömmum vafna flekk að hylja né dylja með nokkru fegurðarskyni, því það er gjarnan annmarki og vani þessara holdguðu djöfla, að þeir geta ekki vel yfir skömm sinni þagað, því geri nokkur þeim til miska, láta þeir gjarnan af sér heyra nokkur himpings- yrði og kringsól skuggalegra hótunarorða, að hann skuli ekki hafa gert það forgefins, lengi megi lítið jafnast, og ekki hafi þeir þá mikið lært, séu þeir ei megnugir að umbuna lítinn hé- góma og önnur þess háttar. O, þá óguðlegu dára, upp bólgnu bólgelti og svívirðilegu andskot- ans þræla. Þeir geta ekki þagað yfir sinni eigin skömm, og það blygðunarlausa svívirðunnar nærfat, hveiju þeir sig vefja, geta þeir ekki hulið og þann 621.þáttur skammaflekkinn, sem þrykktur er í þeirra ennum, fá þeir ekki hulið.“ (Sr. Sigurður Torfason: Tractatus de magia.) ★ „Fyrirbýð ég öllum þeim, sem ég byggi stólsins eða aðrar jarð- ir, að ljá hús til þeirra óhófssömu vökunótta, sem í þessum dal tíðkast, bæði af því unga, upp- vaxandi yngisfólki og svo sjálf- um þeim eldri, yfír- og undirsett- um, hveijar gleðinætur mér sýn- ast með sínu óhófi til amorsláta og saurlifnaðar meira en til gagns eður gamans hóflegs gerðar vera af vel mörgum (sem ég bevísa mun, ef til vitna rek- ur), þar bæði eru brotnar hurð- ir, dróttir og dyrastafir með öðru fleira. En séu þeir nokkrir af stólsins landsetum eða áður- nefndum, þá skal þeirra útbygg- ingarsök vera með því fleira, sem ég get upp rakið um þeirra ólöglega höndlan". Urðum í Svarfaðardal, 1664, Jón Illugason, ráðsmaður Hólastóls. Einn:] Máninn hátt á himni skín hrímfólur og grár Líf og tími líður og liðið er nú ár. Allir:] Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund. Glottir tungl, en hrín við hrönn og hratt flýr sturrd. Komi hver, sem koma vill! komdu, nýja ár! Dönsum dátt á svelli, dunar ísinn blár. Bregðum blysum á loft, o.s.frv. Fær þú unað, yndi’ og heill öllum vættum lands. Stutt er stund að líða, stígum þétt vom dans. Bregðum blysum á loft, p.s.frv. (Jón Ólafsson) ★ Umsjónarmaður óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar liðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.