Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT ERLENT INNLENT 900 millj- ónir til hluthafa Sameinaðir verktakar hafa greitt 900 milljónir króna til hlut- hafa með því að hækka hlutafé félagsins umj)á upphæð og lækka síðan aftur. A undanfömum fimm árum hafa hluthafar félagsins fengið 1.540 milljónir greiddar með þessum hætti án þess að þurfa að greiða af þeim skatt. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur beðið fjármálaráðu- neytið og önnur skattyfirvöld að kanna hvort þessi eignatilfærsla sé eðlileg og undirbúa ráðstafanir ef þörf sé á því. Ottast öngþveiti á sjúkrahúsunum Fyrstu niðurskurðaraðgerðir sem gripið verður til vegna 550 milljóna króna heildarfjárþarfar ríkisspítalanna fela meðal annars í sér að skurðstofuvöktum verður fækkað, endur- og nýráðningum verður hætt og læknum í hluta- starfi verður fækkað. Formenn læknaráða sjúkrahúsanna í Reykjavík óttast að öngþveiti muni hljótast af hinum mikla sam- drætti í þjónustu sjúkrahúsanna sem verða mun vegna niðurskurð- ar á rekstrarfé þeirra. Rekstrarhallinn 12,6 milljarðar Rekstrarhalli ríkissjóðs nam 12,6 milljörðum króna á síðasta ári, og er það mesti halli á ríkis- sjóði síðastliðin 40 ár, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytis. Lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 14,8 milljörðum, og alls nam lánsfjár- þörf hins opinbera 37-38 milljörð- um. ERLENT Loftbrú til að hjálpa samveldinu Ráðstefna 47 ríkja og sjö alþjóða- stofnana um aðstoð við sovétlýð- veldin fyrrverandi var haldin í Washington í lið- inni viku. í setn- ingarræðu Ge- orge Bush Bandaríkjafor- seta sagði hann, að Bandaríkja- stjóm ætlaði að auka aðstoðina um 645 milljónir Bush dollara og hefur hún þá heitið um fimm milljörðum dollara alls. Evr- ópubandalagsríkin hafa lofað fjór- um milljörðum og Japan hálfum þriðja. A fímmtudag skýrði James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, frá áætlun um loftbrú til Rússlands og annarra samveld- isríkja og á hún að rísa 10. febrú- ar nk. Eftir henni verða fiutt matvæli' og lyf en einnig eru vinnuhópar að fjalla um íbúðar- húsabyggingar, orkumál, læknis- hjálp og tækniaðstoð. Hafna hugmyndum um nýtt sambandsríki Stjómvöld í júgóslavnesku lýð- veldunum Bosníu-Herzegovínu og Makedóníu hafa hafnað hug- myndum Serba um nýtt sam- bandsríki og stefna þess í stað að fullu sjálfstæði. í Bosníu verð- ur vilji landsmanna kannaður á næstunni í almennri þjóðarat- kvæðagreiðslu og Makedóníu- stjórn hefur kallað heim fulltrúa sína á sambandsþinginu í Belgrad og hvatt makedónska hermenn og starfsmenn alríkisins til að hætta þeirri þjónustu. Vopnahléið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 Fríða fær bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs Fríða Á. Sigurðardóttir rithöf- undur hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 fyrir skáldsögu sína „Meðan nóttin líð- ur“. Hún er fjórði íslendingurinn sem fær verðlaunin, sem nema um 1,4 milljónum króna, en áður hafa Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson og Thor Vil- hjálmsson hlotið þau. Samningaviðræður að hefjast Gert er ráð fyrir að viðræður um aðalkjarasamning milli Verka- mannasambands íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálassambands samvinnufélaganna hins vegar hefjist formlega eftir helgina, og hefur fundur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur hefur lagt fram sérkröfur- vegna sex starfsgreina, og er meginkrafa félagsins að gerðir verði við það starfsgreinasamn- ingar. Tók út af skipi við Þorlákshöfn Brasilískan sjómann tók út þeg- ar brot reið yfír þýskt leiguskip Eimskipafélagsins úti fyrir Þor- lákshöfti. Skipið slitnaði frá bryggju í Þorlákshöfn í óveðri, og 1,5 sjómflur austur af Hafnarnesi reið brot yfir það með þeim afleið- ingum að maðurinn fór útbyrðis og annar slasaðist. Kært vegna framkomu við blökkumenn Vamarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins hefur sent ríkissak- sóknara kæru gegn aðstandend- um veitingahússins Duus-hús fyr- ir að hafa meinað tveimur vamarl- iðsmönnum aðgang að húsinu þar sem þeir væru þeldökkir. milli Serba og Króata hefur verið vel virt og em fulltrúar Samein- uðu þjóðanna nú að kanna hvort tímabært sé að senda friðargæsl- ulið til Króatíu. Em það helst harðlínumenn meðal Serba í Króa- tíu, sem standa í vegi fyrir því. Stjórnarkreppa í Eistlandi Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, sagði af sér embætti í vikunni en þá hafði honum mis- tekist í tvígang að fá stuðning þingsins við neyðarráðstafanir í efnahagsmálunum. Lagði hann til, að Amold Ruiitel, forseti þingsins, yrði skipaður eftirmaður sinn. Sagði hann, að Riiutel nyti almennrar virðingar meðal Eista og því manna líklegastur til að geta lægt öldur óeiningar og sun- dmngar á þingi og meðal þjóðar- innar. í Eistlandi er efnahags- kreppa eins og í öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og skortur á flestum nauðsynjum. Líbýskir leyniþjónustumenn verði framseldir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á þriðjudag að skora á Líbýustjórn að fram- selja tvo leyni- þjónustumenn, sem grunaðir era um að hafa grandað tveimur farþegaþotum og valdið dauða 441 manns. Er um að ræða Pan Am-þotu, sem sprakk í lofti yfír Lockerbie í Skotlandi í desember 1988, og franska þotu, sem fórst yfír Níger í Afríku, einnig af völdum spreng- ingar. Það vom Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar, sem fluttu ályktunina, en talið er, að þeir muni krefjast refsiaðgerða gegn Líbýu verði mennirnir ekki fram- seldir. RUiltel F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku í ræðustól er þingið var sett í Höfðaborg á föstudag. Líklega er þetta í síðasta skipti sem þing Suður-Afríku kemur saman án þess að þar siiji einnig þingmenn er koma úr röðum svertingja en ekki einungis hvítra eins og nú er raunin. Suður-Afríka: Illræmd löggjafarsam- kunda líður undir lok EIN illræmdasta löggjafarsamkunda 20. aldarinnar, þingið í Suður-Afríku, stendur nú á nýbyrjuðu ári frammi fyrir því að verða leyst upp. Þetta er sú staðreynd sem stendur upp úr þegar horft er um öxl í Suður-Afríku á atburði nýliðins árs. ing sem gerði upp á milli íbú- anna, hrakti fyrirvaralaust milljónir frá heimilum sínum, tak- markaði stöðuveitingar við for- réttindaminnihluta hvítra, sam- þykkti svívirði- leg lög um ör- yggismál - allt undir yfirskini kyþáttaað- skilnaðarstefn- unnar ( apart- þeid) - er nú að verða varaskeifa nýrrar löggjafarsamkomu áður en það verður lagt niður fyrir fullt og allt. Nýja löggjafarsamkoman nefn- ist Codesa, sem er stytting á „Convention for a Democratic South Africa", og er fyrsti vísirinn að nýju stjómskipulagi í Suður- Afríku sem miklar vonir em bundnar við. Það er samkoma fulltrúa allra stærstu stjómmála- flokkanna - þótt öfgasinnar til vinstri og hægri sniðgangi hana - og á að semja um framtíð lands- ins, sem átti_ enga framtíð undir apartheid. Nyja þingið er smám saman að öðlast sess sem rödd þjóðarinnar - meðan hið gamla þing hvítra manna er orðið áhrifa- laust. Kjörnir fulltrúar fá völdin Fyrst um sinn munu bæði þing- in starfa saman. Codesa mun taka tímamótaákvarðanir - til dæmis um skipan bráðabirgðastjórnar fulltráa allra kynþátta, sem fara á með stjóm landsins þar til ný stjómarskrá tekur gildi og kosn- ingar hafa farið fram - og gamla þingið setur tilheyrandi lög. Þetta hlutverk gamla þingsins er nauð- synlegt þar sem Suður-Afríka er sjálfstætt og fullvalda ríki, og þar er engin nýlendustjóm til að að- stoða og setja lög meðan völdin færast úr höndum hvítra manna til stjómar kjörinna fulltrúa allra kynþátta landsins. Þannig fær það þing, sem hafði nærri lamað þjóð- ina, tækifæri til að hjálpa til við björgun hennar. Það er kaldhæðnislegt þegar haft er í huga að þetta löggjafar- hlutverk hinna gömlu höfuðstöðva valds hvítra manna er nánast að- eins formsatriði til að löggilda ákvarðanir Codesa. Ríkisstjómin hefur þegar skuldbundið sig til að gera allt sem í hennar valdi stend- ur til að koma ákvörðunum Co- desa í framkvæmd, en þær ákvarðanir verða teknar í samræmi við svonefnt „nægilegt sam- komulag" - það er ríkjandi vilja hlutaðeigandi aðila, þar sem andstaða minnihluta nægir ekki til að stöðva þróun mála. Þannig mun gamla þingið, sem nú hefur verið sett hafa það hlut- verk að undirbúa eigin jarðarför. Þar er saman kominn sundurleitur hópur mjög ólýðræðissinnaðra hvítra manna auk fulltrúa„bland- aðra“ (kynblendinga) og Indverja (íbúa af asískum ættum) - sem notið hafa margskonar forréttinda og hárra launa. Þetta þing, sem starfar í þremur deildum, var það lengsta sem P.W. Botha þáverandi forseti taldi sér fært að ganga í umbótaátt á fyrri hluta níunda áratugarins til að draga úr kyn- þáttamisrétti. Tók þetta þing við af þingi skipuðu einungis hvítum mönnum, sem starfað hafði frá því Bretar settu það á stofn árið 1910, að loknu Búastríðinu. Þegar þetta þing Botha forseta leit dagsins ljós árið 1984 með setu nokkurra „litaðra" þing- manna í aðskildum og áhrifalaus- um þingdeildum blandaðra og Ind- veija - sem alla tíð lutu yfirráðum stjómvalda og ákvarðanatöku í þingdeild hvítra - hlaut það þann viðeigandi dóm að það væri óbæt- anlega gallað. En ráðandi öfl hvítra kaupsýslumanna álitu rétt að láta reyna á þetta þriggja deilda þing, og nutu þar stuðnings margra eigin dagblaða. Það var mjög misráðið. Nú er almennt viðurkennt að þingið hafi verið ömurleg mistök. Ef sagt er að 1990 hafi verið árið sem ný ríkisstjóm W. de Klerks forseta hafí sýnt það hug- rekki að láta andstæðinga sína, til dæmis Nelson Mandela, lausa úr fangelsi, löggilda starfsemi frelsissamtaka þeirra, og taka fyrstu sporin í átt til afnáms apart- BflKSVlÐ eftir Anthony Hazlitt Heard. heid-stefnunnar, var 1991 árið þegar endalokin á apartheid blöstu við. Lög sem vom nauðsyn- leg viðhaldi þessarar illræmdu stefnu, svo sem jarðalögin er fólu í sér að eingöngu hvítir menn máttu eiga megnið af jörðum landsins, skráningarlögin sem skylduðu menn til að bera skír- teini þar sem skráð var hvaða kynþætti þeir tilheyrðu, og lög um á hvaða landsvæðum hver kynþáttur mátti búa, vom numin úr gildi. Þetta gerðist þrátt fyrir gremjuþrungin mótmæli hvítra hægrisinna, sem enn gætu reynt að setja umbótasinnaða Búanum de Klerk stólinn fyrir dymar. Kúgunartæki beitt í þágu jafnréttis Og þinginu sem ég fylgdist með þegar kúgun á þess vegum var í hámarki frá sjötta áratugnum til þess áttunda verður nú beitt til að tryggja jafnrétti kynþáttanna í framtíðinni. Ég fylgdist með því þegar það svipti litaða kjósendur atkvæðisrétti í Höfðaborg, stofn- áði gervi „ríki“ blökkumanna á afskekktum og hijóstrugum landskikum, fyrirskipaði kyn- þáttaaðskilnað á öllum sviðum frá vöggu til grafar (í sjúkrahúsum, skólum, kirkjugörðum, vinnustöð- um, húsnæði, sjúkrabflum, bekkj- um skrúðgarða, baðströndum, járnbrautarlestum, áætlunarbfl- um, kynmökum - alls staðar). Þetta var samkundan sem setti lög varðandi öryggismál, þar á meðal útlegðarlögin illræmdu, sem fólu nánast í sér borgaraleg- an dauða, meðan óánægja blökku- manna ólgaði utandyra. Nú stend- ur þingið eftir sem minnisvarði kynþáttastefnunnar með aðskild- ar deildir sínar og útilokun blökkumanna. Það er mál að linni. Vissulega er margt markvert að gerast annars staðar í heimin- um - og þar em Sovétríkin efst á blaði. En breytingin úr ógæfu í von í Suður-Afríku eréin mesta kúvending aldarinnar. Og hún hefst fyrir alvöm í upphafi ársins 1992. Höfundur er fyrrum ritstjóri dagblaðsins Cape Times í Höfðaborg. Bók hans „The Cape ofStorms" kom nýverið út á vegum bókaútgáfu Ark- nnsns-húskóla í Bandnríkjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.