Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 33
og Erla kona hans voru einstaklega góðir gestgjafar og skemmtilegt fólk á góðri stund, glettin og kát allt fram tíl þess síðasta. Við dáumst innilega að því mikla bar- áttuþreki og æðruleysi sem þau hjón hafa sýnt í baráttunni við hinn ægilega sjúkdóm. Mig langar fyrir hönd okkar Þytsfélaga að votta öllum ástvinum Gunnlaugs okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hans verður minnst með söknuði, vinsemd og virðingu. Gefið dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Páll Stefánsson. Kveðja frá Flug- frejjufélagi íslands Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp okkar flugáhafna. Fallinn er frá einn glæsilegasti fulltrúi hóps- ins, Gunnlaugur P. Helgason, flug- stjóri hjá Flugleiðum. Við minnumst með söknuði góðs félaga, eindæma prúmennsku hans og hlýinda í garð okkar hinna. Við minnumst létta lundarfarsins, hve stutt var ávallt í hlátur — vinnudag- • ur með honum var ekki neinn venju- legur vinnudagur. Okkur þótti öll- um vænt um hann, annað var ekki hægt, hann var einstakur. Við höfum fylgst með baráttu hans að undanförnu, lömuð af van- mætti. Við hefðum svo gjarnan vilj- að vera þess megnug að geta orðið að liði. Við dáðumst að hugrekki hans og báðum þess, að óbilandi kjarkur og trú á lífið ynnu að lokum sigur. En því miður fýlgjum við honum nú síðasta spölinn. Við eigum um hann góðar minn- ingar sem fylgja munu okkur ævi- langt, minningar sem ylja og þroska. Við söknum hans sárt. Ykkur, íjölskyldu hans, sendum við innilegar samúðarkveðjur, megi minningin um yndislegan mann gera ykkur sorgina léttbærari. Hinn 19. janúar síðastliðinn and- aðist á heimili sínu, Bakkavör 5 á Seltjamamesi, Gunnlaugur P. Helgason eftir harðvítuga baráttu við krabbamein, þann illvíga sjúk- dóm sem alltof marga leggur að velli á landi hér. Hann barðist af sama æðruleysinu og einkenndi allt hans líf, en var ofurliði borinn. Það er ekki auðvelt að sætta sig við þá óhagganlegu staðreynd að þessi ljúfi maður skuli þannig hafa verið hrifinn á brott í blóma lífsins, en eigi má sköpum renna. Upp í hugann koma minningar um glæsilegan mann sem gott var að vera samvistum við öllum stund- um. Ætíð var hann nærri á sinn hæverska hátt, jafnt í gleði sem sorg. Ljúfar em minningarnar um samverustundirnar fyrir norðan, flugferðirnar á síðustu tveimur summm, notalegheitin á Bakkavör- inni og hjálpsemina sem ætíð ein- kenndi manninn. Snemma varð ljóst hvert verða mundi ævistarf Gunnlaugs. Strax á menntaskólaárum hóf hann flug- nám og að loknu stúdentsprófí hófst atvinnuflugmannsferillinn, lengst af hjá Flugleiðum og síðar Flugleið- um. Hann aflaði sér virðingar og viðurkenningar í starfí og lét einnig félagsmál flugmanna til sín taka um árabil. Ekki er ofmælt að þeir góðu kostir sem einkenndu hann hafi átt ríkan þátt í því hve hann var farsæll í starfi. Margir sakna nú góðs félaga og samstarfsmanns í fluginu. Með aðdáunarverðum styrk studdi fjölskylda Gunnlaugs hann og hjúkraði honum þegar kraftarn- h- voru á þrotum. Erlu og ástvinum hans öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minningin um góðan dreng. Tryggvi og Svaný. Á morgun er kvaddur hinztu kveðju vinur okkar, Gunnlaugur P. Helgason flugstjóri hjá Flugleiðum, Bakkavör 5, Seltjarnarnesi. Gunnlaugur var fæddur 10. októ- ber 1940 í Reykjavík, en lézt á heimili sínu 19. þessa mánaðar, aðeins 51 árs, úr því meini, sem nn r flAmUIIKIÍ/lfMI mn a MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 33 flestum verður að aldurtila í blóma lífsins á okkar tímum. Hann var sonur hjónanna Helga Péturssonar kaupfélagsstjóra í Borgarnesi og síðar framkvæmdastjóra í Reykja- vík, Stefánssonar bónda á Núpum í Aðaldal, Björnssonar og Soffíu Björnsdóttur yfírkennara, Jensson- ar rekstors við Lærða skólann í Reykjavík, Sigurðssonar. Var hann yngstur þriggja systkina, og enj hin, Björn og Helga, bæði á lífi. í æsku kynntist Gunnlaugur ekki aðeins lífinu í Reykjavíkurborg. Hann var í sveit í Reykholti í Borg- arfirði á hverju sumri frá sjö til sextán ára aldurs hjá þeim hjónum Þóri Steinþórssyni skólastjóra og Laufeyju Þórmunsdóttur, og kvað hann það hafa orðið honum dýrmæt lífsreynsla að dveljast hjá því um- hyggjusama fólki. Gunnlaugur hóf flugnám 1959, árið áður en hann varð stúdent, og lauk atvinnuflugmannsprófi 1961. Upp frá því var flugið hans aðal- starf. Gunnlaugur kvæntist Erlu Krist- jánsdóttur kennslustjóra við Kenn- araháskóla íslands 19. febrúar 1963. Eignuðust þau tvo syni, Gunnlaug Kristján, 28 ára og Björn 22 ára. Gunnlaugur yngri hefur stofnað eigið heimili með Sigrúnu Jónsdóttur og eiga þau son á öðru ári, Benedikt, sem var augasteinn afa síns, en Björn býr enn í foreldra- húsum. Það mun hafa verið á árinu 1973, að tókst vinátta með okkur og þeim Gunnlaugi og Erlu, sem aldrei hefur borið skugga á. Nú, þegar við sjáum á bak svo góðum vin, er okkur efst í huga að þakka allar þær stundir, sem við höfum átt saman. Ófá eru þau tímamót eða hátíðir, afmæli og fermingar að glaðst hefur verið með glöðum. Hugstæðustu minn- ingarnar eru þó tengdar myrkum og köldum vetrarkvöldum við snarkandi arineld á heimili þeirra hjóna, þar sem seint þraut umræðu- efni. Við þær aðstæður naut Gunn- laugur sín bezt, svo heimakær og mikili fjölskyldumaður sem hann var og jafnframt höfðingi heim að sækja. Gunnlaugur var einstakt prúð- menni, fumlaus og öruggur að hveiju sem hann gekk, en þessir eiginleikar hljóta einmitt að vera helztu kostir hvers flugstjóra enda alla tíð farsæll í starfi. Þá var hann ætíð reiðubúinn að leysa hvern vanda, er var í hans valdi. Því kynntumst við oftar en einu sinni ef eigin raun. Við og börn okkar vottum Erlu og fjölskyldu hennar dýpstu samúð og biðjum þeim öllum blessunar um ókomin ár;> Ogmundur Helgason, Ragna Ólafsdóttir. Fleiri minningargreiimr um Gunnlaug P. Heigason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginkona mín, SVAVA HALLDÓRA PÉTURSDÓTTIR, Pósthússtræti 13, sem lést í Borgarspítalanum 15. janúar sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. janúar nk. kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Hróbjartur Lúthersson. t Faðir okkar, afi og langafi, ÓSKAR S. KRISTJÁNSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 28. janúar kl. 15.00. Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir, Hjördis Óskarsdóttir, SigríðurT. Óskarsdóttir, Kristján Óskarsson, Vilhelmína Norðfjörð Óskarsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. - t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN INGIBJÖRN GUÐMUNDSSON, Álfaskeiði 35, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 28. janúar kl. 15.00. Guðrún Kjartansdóttir, Gústaf Sófusson, Ómar Önfjörð Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÓNS ÁRNASONAR. Guðný Ásbjörnsdóttir, Svavar Kristjónsson, Ólína Jörundsdóttir, Þórir Kristjónsson, Inga Jóna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar Skjóls. Áslaug Bachmann, Guðrún Karlsdóttir og frændsystkini. t Okkar innilegustu þakkir og kveðjur til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og fóstru, GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR NORÐFJÖRÐ, Aflagranda 40 áður Víðimel 65. Árni Norðfjörð, Lilja Hallgrímsdóttir, Kjartan Norðfjörð, Auður Aradóttir, Wilhelm Norðfjörð, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Einar Snorri Sigurjónsson, Edda Hannesdóttir, Jóhanna Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, ÁSTU STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR frá Norðfirði, Kóngsbakka 3, Reykjavik. Dagný Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Guðný H. Jónsdóttir, barnabörn Pétur Vatnar, Guðný Helgadóttir, Ásta Björk Eiriksdóttir, og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og systur, SVÖLU INGÓLFSDÓTTUR, lllugagötu 17, Vestmannaeyjum. Þórhallur Á. Guðjónsson, Ingólfur Ingvarsson, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Bergþóra Þórhallsdóttir, Jón Oskar Þórhallsson, Svandís Þórhallsdóttir, barnabörn og systkini. Þorbjörg Eggertsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Sigurgeir Sævaldsson, Paloma Ruiz Martinez, Guðsteinn Hlöðversson, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Bakkagerði 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítala og Vífils- staðaspítala. Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Moritz W. Sigurðsson, Gylfi Guðmundsson, Indíana Sigfúsdóttir, Hákon Guðmundsson, Gróa Margrét Jónsdóttir, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Joseph Sablow, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, MAGNÚSARÞÓRÐARSONAR járnsmíðameistara, 2. gata númer 6 við Rauðavatn. Halldóra Oddsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Grettir Gíslason, Ingimar Þórðarson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS GUÐNASONAR frá Ásgarði, Miðvangi 22. Þuríður Guðmundsdóttir, Guðni Benediktsson og fjölskylda, Ingigerður Benediktsdóttir og fjölskylda Guðný Sigurjónsdóttir og fjölskylda. t Sendum ykkur öllum, nær og fjær, innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR REBEKKU HÍRAMSDÓTTUR. Anna M. Helgadóttir, Arthúr Gestsson, Sigríður Kr. Magnúsdóttir, Helgi Einþórsson, Birgir Magnússon, Jenný Hallbergsdóttir, Ólína Rut Magnúsdóttir, Gunnar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.