Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 26
.MQftqy.^LAÐii) ATVHV l\l gt. ,26,.-janúar,í992 36 ATVINNIIAUGL YSINGAR Bókari ATVINNUÞROUNARSJOÐUR SUÐURLANDS Verkefnisstjóri Sex sveitarfélög í Árnessýslu hafa ákveðið að vinna að verkefni sem hefur það mark- mið að fjölga fyrirtækjum í þessum sveitarfé- lögum. Leitað er að verkefnisstjóra í fullt starf fyrir verkefnið. Gerð er krafa um menntun á háskólastigi og starfsreynslu í iðnaði. Áætlað er að verkefnið vari í tvö ár. Upplýsingar veitir Oddur Már Gunnarsson, iðnráðgjafi Suðurlands, í símum 98-21088 og 98-21350. Farið verður með allar fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 15. febrúar til iðnráðgjafa Suðurlands, Austurvegi 2, 800 Selfossi. Bifvélavirkjar! Óskum eftir að ráða á verkstæði okkar, metnaðarfullan bifvélavirkja með góða starfsreynslu í bílarafmagni. Við leitum að aðila sem unnið getur með mjög fullkomnum tækjum að viðgerðum á háþróuðum raftæknibúnaði í Renault og BMW fólksbílum. Enskukunnátta æskileg. Allar nánari upplýsingar gefur þjónustustjóri (ekki í síma). Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík. Háskólagenginn sölumaður Verkefnið verður að setja á stofn og vera framkvæmdastjóri fyrir rekstri nýs fyrirtækis. Fyrirtækið verður rekið sjálfstætt í hlutafé- lagsformi. Það verður þó rekið samhliða öðru fyrirtæki í eigu sömu aðila, en með skýrri skiptingu á starfsvettvangi. Verkefni nýja fyrirtækisins verða alfarið á sölusviði. Söluvaran er afar fjölbreytt. Nýttar verða allar nýjustu aðferðir sem nú eru þekktar: ★ Mótun markaðsstefnu. ★ Sölumennska. ★ Bein markaðssetning. ★ Þátttaka í sýningum og vörukynningum. ★ Auglýsinga- og kynningarstarf í fjölmiðlum. ★ Almenningstengsl. í þetta starf er leitað að: ★ Viðskiptafræðingi úr Háskóla íslands. ★ Helst af markaðssviði. ★ Með reynslu af sölumennsku, ekki bara stjórnun, skipulagningu eða ráðgjöf. ★ Æskilegur aldur 27-40 ára. Viðkomandi þarf að geta hafið störf innan örfárra vikna. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningaþjónustu hagvangs hf. merktar: „Nýtt fyrirtæki 034“ sem allra fyrst og eigi síðar en 30. janúar nk. Hasva neurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir sp Leikskólar Reykjavíkurborgar Starfsmaður í eldhús Starfsmann í eldhús vantar á skóladagheim- ilið Völvukot. Vinnutími 4 klst. á dag. Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 77270. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. m Reykjavík Aðstoðardeildar- stjóri Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um- sóknar á hjúkrunardeild F-2. Um er að ræða 40-60% starf. Möguleiki á auknu vinnuhlut- falli. Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöldvaktir stuttar og langar, en einnig eru lausar helg- arvaktir. Upplýsingar veita ída og Jónína í símum 35262 og 689500. Þjónusturáðgjafi Framsækið og traust fyrirtæki óskar að ráða starfsmann í sérhæft starf. Starfið felst í umsjón og framkvæmd þjón- ustukannana, skýrslugerð, almennri ráðgjöf, kynningu og sölu. Leitað er að áhugasömum og drífandi aðila með menntun á háskólastigi. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Þjónusturáðgjafi" fyrir 1. febrúar nk. ráðgakðurhf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Kerfisfræðingur Visa ísland óskar að ráða kerfisfræðing eða tölvunarfræðing til starfa í tölvudeild sinni, sem fyrst. Þekking á eftirfarandi áskilin: IBM-370 tölvuumhverfi, ADABAS/ NATURAL gagnagrunnskerfi, COBOL forritunarmáli. Laun samkvæmt samningum SÍB og bankanna. Umsóknir sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 30 janúar nk. Gijdnt TÓNSSON RÁÐCJÓF &RÁÐNINCARMÓNUSTA TIARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Óska eftir framtíðarstarfi. Hef langa starfs- reynslu við bókhad, tölvuvinnslu o.fl. Vinsamlega sendið tilboð til auglýsingadeild- ar Mbl. merkt: „K - 7467“ eða upplýsingar í síma 685953 eftir kl. 19.00. Hafnarvörður Laust er til umsóknar starf hafnarvarðar við Akureyrarhöfn. Starfið felur í sér hafnar- vörslu og umsjón með skipakomum og brott- för, hafnsögu innan hafnarsvæðisins, inn- heimtu hafnargjalda og fleira. Skipstjórnarréttindi nauðsynleg svo og tungu- málakunnátta (enska- og Norðurlandamál). Ráðið verður í starfið frá 1. mars nk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa hafnarstjóri í síma 26699 og starfsmannastjóri Akureyrar- bæjar í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 1992. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Hafnarstjóri. Prentsmiðir Sam-útgáfan Korpus óskar að ráða vana prentsmiði til starfa í filmuskeytingu. Við leitum að starfsfólki með góða fagþekk- ingu, ríkan samstarfsvilja, létta lund og til- búið að takast á við nýjungar. Hafið samband við Sigurð Bjarnason í síma 685020 á daginn eða 78814 eftir kl. 20.00 og fáið nánari upplýsingar. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trún- aðarmál. Sam-útgáfan Korpus, Ármúla 20-22, sími 685020. Garðyrkjustjóri Staða garðyrkjustjóra hjá Keflavíkurbæ er laus til umsóknar. Viðkomand þarf að geta hafið starf sem fyrst. Umsóknum, er greina menntun og fyrri störf, skal skila til bæjarverkfræðings, Tjarnargötu 12, Keflavík, fyrir 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-16700. Bæjarverkfræðingur. Leikskólastjóri ★ Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, auglýsir hér með eftir leikskólastjóra fyrir leikskólann Kærabæ á Fáskrúðsfirði. ★ Á Fáskrúðsfirði búa 757 manns og 92 í sveitinni í kring. Staðurinn er m.a. kunnur fyrir ein bestu hafnarskilyrði á landinu og byggir afkomu sína á sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Á leikskólanum hafa verið gerðar verulegar endurbætur, það er á lóð og tækj- um. ★ Um er að ræða krefjandi starf fyrir metn- aðarfullan starfsmann. ★ Fyrirspurnum svara Þröstur, sveitarstjóri, í síma 97-51220 og 97-51221 (heima) og Aðalbjörg í síma 97-51218. ★ Umsækjendur sendi umsóknir á skrif- stofu Búðahrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði, fyrir 1. febrúar 1992. Sveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.