Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
Morgunblaðið/Júlíus
Vandi íslenska landsliðsins er sá,
að þad erákveðin forystukreppa
hjá Handknattleikssambandinu
mér hvað varðar forystu félagasam-
taka eins og Handknattleikssam-
bandsins. Ég tel óeðlilegt að menn
sitji allt upp í áratug í stjómum.
Enginn getur gefíð af sér svo lengi,
því þetta er erfítt starf. Og nú vant-
ar nýtt blóð, vantar að hressa upp
á ímyndina. Ég er sannfærður um
að hluti af þeirri neikvæðni sem er
til staðar er vegna veikrar forystu
HSÍ og erfíðrar íjárhagsstöðu sam-
bandsins. Hún er þannig, að því er
manni skilst, að sambandið er orðið
eins og gjaldþrota fyrirtæki og það
kemur mikið niðri á íþróttinni. Ég
tel þetta meðal annars skýringu á
því af hveiju áhuginn er ekki meiri.
Mér finnst fjölmiðlar til dæmis ekki
taka handboltann nógu alvarlega.
Þeir fínna að það er ekki nógu mik-
ill kraftur í stjórnuninni; j>egar félög-
in sjálf þurfa að halda Islandsmótið
er eitthvað meira en lítið að.“
Framtíðin
En þú segir, þrátt fyrir þetta,
að framtíðin sé björt. Hvernig
meturðu landsliðsmenn dagsins í
dag?
„Vandamálið fyrir tíu árum var
kannski að við áttum ekki nógu
öfluga hornamenn. Nú eigum við þá
marga og allar gerðir. Þessa fljótu
hraðaupphlaupsmenn eins og
Guðmund [Guðmundsson], Jakob
[Sigurðsson] og Valdimar [Gríms-
son], og svo Konráð [Olavson] og
Bjarka [Sigurðsson] sem geta líka
skotið fyrir utan, nútíma homa-
menn. Best er að eiga að minnsta
kosti einn af hvoru tagi báðum meg-
in, og það eigum við nú. Við eigum
skyttur sem geta leikið á fleiri en
einni fjöl og það er tvímælalaust
þróun að menn geti leikið í öllum
stöðum fyrir utan og geti jafnvel
brugðið sér inn á línuna. Og ég sé
þróunina í handboltanum einmitt
tvímælalaust þannig að menn verði
ekki sérfræðingar, heldur geti leikið
á mörgum stöðum, þannig að liðin
verði fjölhæfari. Ég held við eigum
leikmenn í allar stöður, en sé að
vísu ekki örvhenta skyttu sem hefur
það til að bera að verða í heims-
klassa, eftir að Kristján [Arason]
og Sigurður [Sveinsson] hætta.
Margar þjóðir hafa þurft að leysa
þá stöðu með góðum hægri handar
mönnum og við eigum þá marga.
Birgir [Sigurðsson] er sterkur
línumaður en Geir [Sveinsson] hefur
kannski ekki fengið tækifæri til að
leika nógu mikið sem línumaður til
að hægt sé að meta hann almenni-
lega. En við þurfum líka að fá fram
öðruvísi linumenn — ég vil gjaman
sjá örvhentan menn í þessari stöðu,
og hávaxnari en verið hefur. Við
eigum til dæmis mikið af ungum og
efnilegum, hávöxnum útispilurum
sem mætti prófa á línunni, því þeir
komast ekki allir fyrir í einu fyiir
utan.“
Jóhann nefndi Svíann Per Carlén,
línumanninn örvhenta í liði heims-
meistaranna. „Hann var útispilari,
fór svo á línuna og er „eitraður" línu-
maður. Til að svona gerist eiga
menn að skiptast á hugmyndum,
sem allt of lítið er gert af hér á landi.
Menn ættu að vera tilbúnir að gefa
meira af sér. Það tók mig nokkur
ár að læra að með því fær maður
svo margt til baka.“
Með hjartanu
Þegar Jóhann var spurður að því
í Þýskalandi á sínum tíma, hvað ein-
kenndi íslenskan handbolta, sagði
hann íslendinga „leika með
hjartanu“ — og landsliðsþjálfarinn
þýski hefði oft vitnað í þetta. „Mér
fannst oft leikmenn i Þýskalandi,
sem voru hátt launaðir ekki leggja
nógu hart að sér við æfingarnar.
Ég benti þeim á að íslenskir leik-
menn fengju kannski skó fyrir að
æfa og leggja helmingi harðar að
sér en þeir væru stundum að gera.
En þessi rosalegi áhugi og metnað-
ur, að vera meðal þeirra bestu og
trúa því, er okkur mikill styrkur.
Þá höfum við alltaf átt skyttur á
heimsmælikvarða og svo virðist
verða áfram. Tækni hefur snarlaga
lagast hjá leikmönnum, líkamlegt
úthald er til staðar. En hvað mark-
verði varðar höfum til dæmis orðið
eftir. Við eigum að visu töluvert af
frambærilegum markvörðum en
enginn sker sig úr. Það er enginn
markvörður hér á landi á heimsmæli-
kvarða — enginn sem andstæðingar
óttast virkilega."
Ný kynslóð þjálfara
Jóhann Ingi telur mikilvægt að
reynt verði að útfæra íslenskan
handbolta sérstaklega. „Við höfum
orðið fyrir áhrifum frá mjög mörgum
góðum þjálfurum og leikmönnum og
ég held að ekkert sé nema gott um
það að segja. Og nú erum við komn-
ir á það skeið að ný kynslóð þjálfara
er að verða til — strákar sem eru
að vísu spilandi þjálfarar, sem er
ekki heppilegt, og vonandi tíma-
bundiði en skiljanlegt frá ijárhags-
legu sjónarmiði. En þarna er að
koma fram kynslóð manna sem hafa
verið undir leiðsögn margra hæfra
þjálfara og ég vona 'að þeir hafi,
ásamt öðrum sem ráða í íslenskum
handbolta, kjark til að segja til um'
hvemig íslenskur handbolti eigi að
verða. Að þeir vilji og ætli að móta
okkar eigin stfl, trúi á hann og fram-
fylgji honum. Þetta hafa Svíar gert
með góðum árangri. Við eigum mik-
inn þjálfaraefnivið í þessum strákum
sem þarf að vinna úr. En á móti
kemur að öll fræðsla hjá Handknatt-
leikssambandinu er í molum, þjálfar-
amenntum lítil sem engin og engar
kröfur gerðar um hvað þjálfarar
verða að kunna, meðan að menn
verða að hafa tekið ákveðin próf til
að mega þjálfa í deildum annars
staðar, eins og til dæmis í Þýska-
landi. Ég veit að uppi voru hugmynd-
ir hjá HSÍ um að breyta þessu en
fjármagnið er ekki til staðar og þar
af leiðandi er ekkert gert.“
Svo aftur sé minnst á Svía, þá
hafa þeir átt ótrúlegan fjölda
góðra markvarða — sem okkur
skortir.
„Já, og það er vegna þess að þeir
eru með ákveðna skólun. Þeir koma
þekkingunni og reynslunni til skila
á skipulagðan hátt og það sama
gerist í Þýskalandi og að vissu leyti
á Spáni. Þetta er veikur hlekkur hjá
okkur, og ég held að ekki sé endi-
lega við markverðina að sakast.
Þjálfarar hér á landi hafa því miður
flestir vanrækt markvarðaþjálfun og
viðurkenna það. Ég tel líka að hin
andlega þjálfun, sem allir eru sam-
mála um að eigi að vera til staðar,
hafí verið of tilviljanakennd."
Engin afsökun til
B-keppnin í Austurriki í mars
er það sem allir einblína á í dag.
Hvernig sérðu hana fyrir þér?
„Ég held við séum með réttu leik-
mennina. Ef illa fer verður ekki
hægt að kenna því um að Alfreð
[Gíslason] eða einhver annar hafi
ekki verið með. Og þó ég segi að
forysta HSÍ sé veik verður ekki
hægt að gera hana að einhveijum
blóraböggli — þó það yrði ef til vill
auðveldasta afsökunin — og leik-
menn ættu frekar að tvíeflast vegna
þessa frekar en hitt. Mér persónu-
lega fyndist sú afsökun að minnsta
kosti af og frá. Auðvitað var maður
með sínar afsakanir og skýringar á
sínum tíma þegar hlutirnir gengu
ekki upp. En það verður engin afsök-
un til — það eina sem skiptir máli
er að ná einu af fjórum efstu sætun-
um í B-keppninni. Þeir sem leika
með landsliðinu í dag og stjórna því
gera sér alveg grein fyrir því hvað
er húfi. Það er því mikilvægt að
Kristján Arason skuli hafa gefið
kost á sér í þessa B-keppni, en ég
tel aftur á móti að það hefði verið
rangt að kalla á alla þá gömlu eins
ogjafnvel stóð til. Við þurfum nefni-
lega að fara með hungrað lið til
Austurríkis, en auðvitað jafnframt
með máttarstólpa sem gefa ungu,
hungruðu strákunum ákveðið jafn-
vægi.
Vissulega má alltaf segja að und-
irbúningur hefði átt að vera meiri
og betri, og ég skil landsliðsþjálfar-
ann vel þegar hann talar um að
æskilegra hefði verið að mæta sterk-
ari mótheijum. En er við skoðum
söguna kemur í ljós að dæmið hefur
ekki alltaf gengið upp þegar undir-
búningurinn hefur verið dýrslega
mikill á austantjaldsmælikvarða.
Bestur var árangurinn kannski í
B-keppninni í Frakklandi og fyrir
hana var undirbúningurinn skorinn
niður um helming og spilað upp á
leikgleðina.“
Þú talar um leikgleðina. Hefur
ef til vill skort að íslendingar
hafi lagt nógu mikla áherslu á
þá hlið á kostnað „austantjalds-
vinnubragða". Svíar til dæmis
hafa lagt mikla áherslu á leikgleð-
ina og uppskorið ríkulega.
„Svíar eru einstakir í handboltan-
um — þeir eru svo gífurlega sterkir
andlega. Svíar trúa því statt og stöð-
ugt að þeir séu bestir í því sem þeir
taka sér fyrir hendur. Það vantar
svo sem ekki að íslendingar hafa
metnað og eru tilbúnir að leggja á
sig en það virðist vera einhver van-
máttarkennd í okkur. Við erum lítið
eyríki, og þetta er kannski eitthvað
í þjóðarsálinni."
Það hefur einmitt mikið verið
talað um að ísland verði að kom-
ast upp úr B-keppninni. Getur það
ef til vill virkað sem of mikil
pressa á landsliðsmennina?
„Menn verða einfaldlega að þola
þetta. Það verður að þjálfa leikmenn
í því að vinna undir álagi. Auðvitað
verður þetta mikil pressa, en leik-
menn gera líka þá kröfu til sjálfra
sín að markmiðið náist. En undir
niðri er ákveðinn ótti, menn eru
kannski hræddir um að þetta muni
mistakast því ef illa fer verður erfítt
fyrir þá að vera á íslandi. Menn láta
ekki sjá sig á götum úti í nokkrar
vikur! En ég held að góður hugur
fylgi landsliðinu í dag og tel það
verði mikil upplyfting fyrir þjóðina
ef vel fer. Það verður handboltanum
til framdráttar."
ísland og Noregur áfram
Íslendingar eru í A-riðli með
Norðmönnum, Hollendingum og
Belgum í B-keppninni. O.g Jóhann
er á því að tvær þessara þjóða, ís-
land og Noregur, komist í A-keppn-
ina. Pólland og Danmörk [sem eru
í B-riðli ásamt ísrael og Egypta-
landi] sitji sem sagt eftir. „Leikurinn
við Norðmenn verður tvísýnn. Það
er ekki spurning. Þeir eru á svipuðu
róli og við vorum fyrir nokkrum
árum. Með bestu leikmenn sína í
Þýskalandi og áhuginn mikill í land-
inu. Og slagurinn við Pólveija fer
mikið eftir því hvort þeir fái sína
bestu ieikmenn í keppnina. Verði svo
ekki tel ég að við eigum að geta
unnið þá. Og við höfum forskot á
PólVeija sem eru í ákveðinni kreppu
með landslið sitt. Og Dani held ég
við eigum bara að taka á líkamsburð-
unum. Þeir geta vissulega leikið
góðan handbolta og eru erfíður and-
stæðingur því Anders-Dahl [Nielsen,
þjálfari Dana og fýrrum þjálfari og
leikmaður KR] þekkir vel til íslensks
handbolta en við erum með líkam-
legra sterkara lið og úrslitin gegn
Dönum undanfarin ár eru þannig
að enginn er með minnimáttarkennd
gegn þeim lengur. Við vitum að við
erum með sterkara lið, og mér segir
svo hugur að- það verði Norðmenn
og íslendingar sem fari áfram úr
okkar hluta keppninnar."
Þannig að þú telur íslenska lið-
ið nógu gott til að ná markiniðinu.
„Vissulega verð ég að svara því
játandi. Það þarf auðvitað allt að
ganga upp til að markmiðið náist,
en það væri rangt að segja að mað-
ur tryði ekki á það. En fyrst og
fremst verður þetta spurning um
andlegan styrkleika þegar komið
verður út í keppnina sjálfa. Að menn
einbeiti sér nægilega, taki skref fyr-
ir skref, því það er kúnstin á svona
mótum.
Það þarf ekki að gagnrýna val
landsliðsins, lykilatriðið er hvernig
Þorbergi tekst að spila úr þeim
mannskap sem hann hefur. Liðið
verður líkamlega vel undirbúið, liðið
verður með leikskipulag sem á að
duga, en stærsti punkturinn er
hvernig það verður andlega undir-
búið undir keppnina. Hvort leikmenn
trúi á að þeir geti klárað verkefnið."
Möguleikar Islendinga á að kóm-
asl aftur í hóp þeirra bestu hafa
aldrei verið meiri en nú
KNATTSPYRNA
Hvergi
heima-
maðurí
marki?
FÉLAGASKIPTI knattspyrnu-
manna hafa færst mjög í
vöxt hér á landi á undanförn-
um árum og það er athygli-
svert, að ef svo fer sem horf-
ir verða markverðir allra liða
f 1. deild karla á næsta
keppnistímabili aðfluttir —
ekkert lið stillir upp mark-
verði, sem alinn er upp hjá
félaginu!
JT
Imarki íslandsmeistara Vík-
ings er líklegast að standi Guð-
mundur Hreiðarsson, sem lék
fyrst með Haukum og síðan FH
og Val áður en hann gekk til liðs
við Víking. Varamaður hans í
fyrra var Baldvin Guðmundsson
og verður það eflaust áfram.
Hann er uppalinn í KR en lék
ekki með vesturbæjarfélaginu í
meistaraflokki, heldur FH og Þór
á Akureyri.
1 marki Fram stendur Birkir
Kristinsson, Vestmannaeyingur,
sem aldrei hefur reyndar varið
mark Eyjamanna — en lék með
Einheija, KA og íA áður en hann
gekk til liðs við Fratnara.
Keflvíkingar hafa átt marga
góða markverði í gegnum tíðina
og einn þeirra, Ólafur Gott-
skálksson, ver mark KR-inga,
eins og síðustu tvö ár. Hann lék
á sínum tíma tvo leiki með ÍBK
í 1. deild, en hefur einnig verið
hjá KA og ÍA.
Bjami Sigurðsson, fyrrum
landsliðsmarkvörður, er einnig
úr Keflavík og tók þátt í tveimur
1. deildarleikjum með félaginu,
síðan lék hann um árabil með liði
Akumesinga og loks með Brann
i Noregi áður en hann gekk til
liðs við Valsmenn 1989.
Svo getur farið að Breiðablik
verði eina félagið sem teflir fram
„heimatiibúnum" markverði — ef
Eirfkur Þorvarðarson verður í
liði þeirra. Nýjustu fregnir herma
hins vegar að þeir séu á höttunum
eftir júgóslavneskum markverði,
þannig ef sá kemur í Kópavoginn
verður hann væntanlega í liðinu.
Hjá KA hefur Haukur Braga-
son verið í markinu undanfann
ár og verður áfram. Hann er al-
inn upp hjá Fram og á að baki
tvo leiki í 1. deild með félaginu.
í marki Vestmannaeyinga
verður Friðrik Friðriksson, sem
var fyrst með Fram, en hefur
einnig leikið með Breiðabliki, B
1909 í Danmörku og Þór á Akur-
eyri en skipti á dögunum í ÍBV.
Stefán Arnarson, sem kom
skemmtilega á óvart í fyrra með
frábærri frammistöðu í marki
FH, verður áfram hjá félaginu.
Hann er uppalinn í KR, en lék
fyrst í 1. deild með Val, síðan
KR og loks með Tindastóli í 2.
deild, áður en hann hljóp í skarð-
ið hjá FH á síðustu stundu sl. vor.
Skagamenn eru komnir upp í
1. deild að nýju og í marki þeirra
verður Kristján Finnhogason,
markvörður landsliðs leikmanna
21 árs og yngri. Hann kom til
Akumesinga fyrir síðasta keppn-
istímabil úr KR, þar sem hann
er uppalinn. Kristján tók á sínum
tíma þátt í þremur 1. deildarleikj-
um með KR.
Skarð Friðriks Friðrikssonar
þjá Þór, sem einnig fluttist upp
í 1. deild í haust, fyllir Lárus
Sigurðsson (Dagssonar, fyrrum
landsliðsmarkvarðar) sem uppal-
inn er hjá Val og á aðeins einn
leik að baki í 1. deild — marka-
laust jafntefli gegn Þór á Val-
svellinum sumarið 1989 er hann
sýndi einmitt snilldartakta og
kom í veg fyrir sigur núverandi
félaga sinna!