Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 19 STEFNA SVÍA í MÁLEFNUM EYSTRASALTSRÍKJANNA ÞYKIR UM LAN6T SKEID HAFA VERID VJEGAST SAGT FURDULEG DG MIKID FEIMNISMÁL HEIMA FYRIR EF ÞEIR fara núna „að hvítþvo fyrrverandi nasista- glæpamenn og gyðingahatara“, þá verður að taka allar áætlanir um aðstoð við Eystrasalts-lýðveldin til gagngerrar endurskoðunar, sagði Alf Svensson ráð- herra, sem fer með yfirstjórn þróunaraðstoðar í hinni nýju ríkisstjórn sænsku borgarafiokkanna undir for- sæti Carls Bildts. að sem einkum fór fyrir brjóstið á klerkinum Alf Svensson, sem einnig hefur mannréttindamál á sinni ráðherrakönnu, var áð Balt- ar skyldu veita þeim löndum sínum fulla sakaruppgjöf sem hér áður fyrr - þ.e. í seinni heimsstyijöldinni - höfðu unnið með þýskum nasistum m.a. við að útrýma gyðingum. Þá hefur það og komið illa við Svensson ráðherra, að fyrrum sjálfboðaliðum í SS-sveit- um Þjóðveija skuli líðast að haída samkomur og fundi í Eystrasalt- slöndunum í því skyni að styrkja tengslin milli gömlu vopnabræðr- anna. „Við erum ekki reiðubúnir að styðja ríkisstjórnir, sem ekki eru einu sinni færar um að halda sínu .eigin umhverfi hreinu,“ hreytti • Svensson út úr sér. En áður en baltnesku ríkisstjórn- unum vannst tími til að bera fram formleg mótmæli við ríkisstjórnina í Stokkhólmi út af þessum ummæl- um, hafði sænski forsætisráðherr- ann og formaður Hægri flokksins, Carl Bildt, hastað á samráðherra sinn, Alf Svensson og bent honum á að hafa sig hægan. Bildt forsætis- ráðherra fullvissaði stjórnvöld í Eystrasaltslöndunum strax um, að Svíar myndu að sjálfsögðu standa í einu og öllu við þau loforð um efnahagsaðstoð við baltnesku ríkin, sem þeir hefðu þegar gefið, og ætti sú aðstoð meira að segja að verða þrisvar sinnum meiri heldur en verið hefði hingað til. Svíar á nálum Sannleikurinn er sá, að Svíar vilja umfram allt reyna að forðast að lenda í svæsnum deilum um póli- tískt siðgæði einmitt við þessar nágrannaþjóðir sínar handan Eyst- rasalts - ef til opinberra orðahnipp- inga kæmi, gæti reynst ansi mikið óuppgert í þeim sökum. Þá gætu málin farið að snúast um gull, um framsal Svía á baltneskum flótta- mönnum beint í hendur böðlunum, um smásálarlega sænska aurafíkn og undirlægjuhátt gagnvart vold- ugu nágrannaríki. Þá gætu komist í hámæli svik við einmitt þær há- leitu hugsjónir, sem Svíar lýstu sig hvað einlægustu og áköfustu for- vígismenn fyrir - þá kynni að verða dreginn fram í dagsljósið sá skugg- alegi kapítuli óuppgerðrar pólití- skrar fortíðar sem flestir Svíar vilja helst af öllu að sé gleymdur og grafinn um alla eilífð. Þó er ekki þar með sagt, að allir Svíar kunni nákvæm skil á þeim nöturlega kafla í sænskri stjórnmál- asögu, því að enn þann dag í dag hvílir algjör leynd yfir því í sænskri sagnritun síðari ára, hvernig hið hlutlausa fyrirmyndarríki, Svíþjóð, kom í reynd fram við Eystrasalts- ríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, þegar Sovétríkin gleyptu þau í kjölfar samkomulagsins sem Hitler og Stalín gerðu með sér árið 1939. Nýjasta dæmið um óbreytta afstöðu sænskra stjórnvalda í þessum efnum eru harkaleg við- brögð sænska utanríkisráðherr- ans Stens. Anderssons úr flokki sósíaldemókrata, þegar hann í upphafi árs 1991 lagði blátt bann við hvers konar sagnfræðilegri endurskoðun og nýrri framsetn- ingu á því óhreina pólitíska mjöli sem Svíar geyma enn í pokahorn- inu frá árunum skömmu fyrir seinni heimsstyijöld og frá stríðsárunum: „Nú á dögum kem- ur það ekki nokkrum lengur að neinu gagni - hvorki þjónar. það hagsmunum baltnesku þjóðanna, né heldur hafa Svíar af því hið minnsta gagn - að verið sé' að róta upp í fortíðinni.“ Fortíðin undir lás og slá Svo illa vill hins vegar til, að ein- mitt þetta- vilja sagnfræðingar og rannsakendur samtímasögu endi- lega gera, þ.e. að róta í sífellu í fortíðinni, grafa þar upp ýmislegt misjafnt og draga fram í dagsljósið. En eins og Karlis Kangeris, sagn- fræðingur við Baltnesku fræða- stofnun Stokkhólmsháskóla, hefur mátt reyna, getur það kostað marg- víslegar útistöður við skjalaverði sænska utanríkisráðuneytisins, því að þeir halda ótrauðir skjölum und- ir öruggum lás og slá einnig eftir að tilskilinn frestur varðandi varð- veislu leynilegra trúnaðarskjala er löngu útrunninn. Nú er svo komið, að sagnfræðingum reynist oft á tíð- um jafnvel auðveldara að afla sér nauðsynlegra upplýsinga um at- burði og samhengi mála, baktjalda- makk og orðsendingar frá því fyrir fimmtíu árum frá sovéskum heim- ildum heldur en sænskum, enda þarna mál til athugunar sem ekki beinlínis geta talist Svíum til sæmd- ar og vegsauka. Næst á eftir Hitler-Þýskalandi, varð hin hlutlausa Svíþjóð fyrst allra ríkja til að viðurkenna inn- limun Eystrasaltsríkjanna þriggja í Sovétbáknið. Þetta gerðu sænsk stjórnvöld mest að eigin frum- kvæði, án þess að Svíar hefðu verið beittir nokkrum sérstökum þrýst- ingi þar að lútandi. Einn meginþátt- ut- í stefnu' Svía í utanríkismálum á þessum tíma var við það miðaður að efla og styrkja í hvívetna tengsl Finnlands við hin skandinavísku ríkin og gera þessi fjögur norrænu ríki eina samstæða pólitíska heild. Til þess að ná því markmiði þótti nauðsynlegt að ijúfa algjörlega tengslin milli Finna og Eystrasalts- ríkjanna, þótt hluti íbúanna í þess- um „baltnesku jaðarríkjum" sé reyndar náskyldur Finnum. í póli- tískri norðurlandahugsjón stjórn- valda í Stokkhólmi var hins vegar ekkert rúm fyrir útkjálka á borð við Eystrasaltsríkin þijú. Þegar Hitler og Stalín gerðu með sér víðtækt samkomulag í ág- úst/september 1939, þar sem m.a. var kveðið á um að baltnesku ríkin skyldu verða innan áhrifasvæðis Sovétríkjanna, og Sovétmenn hernámu þar af leiðandi öll Eystra- saltsríkin þijú í júní 1940, þá brugð- ust Svíar þegar í stað við og tóku eindregna afstöðu með sterkari aði- lanum. Til þjónustu reiðubúnir Hinn 13. júlí 1940 bárust sænska ríkisbankanum um það eindregin tilmæli frá eistneska og litháíska þjóðarbankanum að afhenda sovéska ríkisbankanum gullforða Eystrasaltsríkjanna, sem þá var varðveittur í Stokk- hólmi. Eistlendingar áttu 2.908 kílógrömm af gulli geymd í Sví- þjóð og Litháar 1.250 kg. í stað þess að frysta gullforða og aðrar innistæður baltnesku ríkj- ánha eftir að þau höfðu verið her- nuniin af Sovétríkjunum eins og nær öll þau ríki gerðu sem fengu svipuð tilmæli um þetta leyti, gaf Per Albin Hansson, þáverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, Ríkis- banka Svíþjóðar fyrirmæli strax tveimur dögum síðar um að yfir- (SJÁ SÍÐU 22)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.