Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 16
MÓRGUNBLÁÐÍÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 eftir Elínu Pólmodóttur, teikning og myndir úr Popular Mechonics í JÚLÍ í sumar verður gerð enn ein veigamikil tilraun til þess að ná flugvélunum sex, sem fórust á Grænlandsjökli á stríðsár- unum, upp á yfirborðið, en þær liggja grafnar á 85 m dýpi tindir ís og snjó. Eftir tvær tilraunir undanfarin sumur, sem sýndu loks fram á að flugvélunum verður ekki náð upp í heilu lagi, verður nú beitt nýrri tækni og reynt að ná þeim upp í hlutum. Frá þessu er sagt í janúarhefti Popular Mechanics. En sem kunnugt er tókst Ioks að finna þessar dýrmætu flugvél- ar í jöklinum með hjálp Helga Björnssonar jöklafræðings og félaga hans og íssjárinnar sem þeir hafa þróað hér og smíðuð var á Raunvísindastofnun háskólans. Flugvélarnar hafa legið frosnar í jöklinum í 50 ár. Vélarnar, sem eru af B-17 og P-38 gerð, eru orðin dýrmætir safngripir og þykja vélarnar mikill fengur ef hægt verður að bjarga þeim svo „flugsveitin megi fljúga aftur“. I greininni í Popular Mechanics eftir Michel Lamm og Gregory T. Pope segir svo frá baráttunni við að finna og ná þessum einstæðu flugvélum úr jöklinum: Reynt verðurí sumar að ná sex hervélum frá stríðsárunum í hlutum upp úr joklinum júlímánuði 1942 sátu tvær B-17 og sex P-38 flugvélar og 25 óláns- samir flugmenn föst á jökulhett- unni á suðausturhluta Grænlands. Flugsveitin var á leið frá Kanada til Islands þegar váleg veður og rugiingslegt radíosamband varð til þess að þær sneru við. En mikið rok hrakti þær af ieið. Þær urðu eldsneytislausar og magalentu á jöklinum. Flugmennirnir höfðu sent út SOS-merki, en máttu bíða í níu daga þar sem þeir létu fyrir- berast í B-17 vélunum áður en hundasleðaleiðangur bjargaði þeim. Flugvélamar 8 voru skildar eftir og féllu brátt í gleymsku. 15. júlí 1992 mun flugvél úr „Týndu flugsveitinni" loks koma aftur fram í dagsljósið, ef allt gengur að óskum. í sumar hyggst hópur bandarískra áhugamanna byrja að hala flugvélarnar upp úr sinni köldu gröf í jökiinum — þær liggja undir 85 metrum af ís og snjó eftir 50 heimskautavetur. Þessi einstæði björgunarleiðangur verður hápunkturinn á afar erfiðu leitar- og björgunarverkefni, sem tekið hefur tíu ár, og fylgst hefur verið með í blíðu og stríðu um allan heim. Á árinu 1981 vakti frásögn eins af flugmönnunum úr „Týndu flug- sveitinni" athygli tveggja Banda- ríkjamanna frá Átlanta, flugverk- takans E.Patricks Epps og arki- tektsins Richards L. Taylors. Þeir stofnuðu Grænlands leiðangursfé- iagið. Verkefni þess skyldi vera að finna flug- vélarnar og skila þeim heim til Bandaríkj- anna. Leiðangurs- menn leituðu án árangurs í meira en sex ár. Loks hittu þeir 1988 á málm með hjálp íslensks jarðeðlisfræð- ings, Helga Bjömssonar, og ísjár sem hann hefur þróað. Þetta er radartæki sem getur séð niður í jök- ulinn og til hliðar. Nú fannst hver flugvélin úr „Týndu flugveitinni“ á fætur annarri. Allar átta flugvélamar höfðu ýst með framskriði jökulsins — í fylkingu — rúmlega hálfan annan kílómetra frá upprunalega lending- arstaðnum. Þessi uppörvun lyfti rækilega undir væntingar leiðangursmanna. Flug- vélarnar væru þarna geymdar óskemmdar í heilu lagi. Sigri hrósandi skyldu Epps og Taylor fljúga þeim af jökulhett- unni. Full ferð áfram En milii leiðangurs- manna og drauma þeirra birtist raunveruleiki jök- ulsins — þeir áttu enn eftir að bijóta sér leið nið- ur á þennan grafna fjársjóð. Til þess völdu þeir vatnsgufu. Fyrst breytti annar björgunar- manna hreinsitæki fyrir bílavél í háþrýstigufutæki sem svo að segja bunaði í gegn um ísinn. Þegar komið var 85 metra nið- ur rakst borinn í málm. Það varð þó ekki fyrr en á næsta ári að björgunarmenn sjálflr komust í snertingu við flugvélamar. Sumarið 1989 bræddi fímmti leiðangurinn á jökuiinn 10 metra víða holu niður á B-17 flugvél og kölluðu „Big Stoop“. Þeir fóðruðu göngin með plastpípum og létu sveifarsnúinn kjarnabor síga niður í holuna. Þegar tennurnar bitu í málm drógu þeir hann upp á yfírborðið og losuðu úr honum bita af álröri úr flugvélinni. Sumarið 1989 var líka fyrsta ár svo nefnds „Gophers“, merk- ilegs tækis sem kennt er við nagdýr, og átti eftir að sanna ágæti sitt sem vinnuhestur þessa verkefnis. Að ofan er það á stærð við öskutunnu og gat étið sig gegn um 60 sm þykkan ís á klukkustund. Gufuketill uppi á ísnum sendi heitt vatn gegn um koparrör umhverfís útbúnaðinn í göngunum. Upp- runalegi Gopher-útbúnaðurinn bræddi 90 sm öxli leið um 20 metra niður áður en holan skekktist og hann sat fastur. Bræðsluvatn Sumarið 1990 hélt leiðang- urinn aftur á jökulinn með nýja og endurbætta útgáfu af bornum, sem þeir kölluðu Su- per-Gopher. Þijátíu leið- angursmenn og mörg tonn af útbúnaði var flutt á staðinn með C-30 skíðaflugvélum, sem flugdeild strandgæslunn- ar í New York lagði til. Þetta sumar voru leiðangursmenn að springa af ákafa og eftirvæntingu. Með Super-Gopher ætluðu þeir að bræða 120 sm víð göng niður að flugvélagrafhýsinu. Samtímis skyldi flókinn kjarnabor íá opna miklu víðari göng niður á eina af P-38 vélunum. Þetta tæki, sem smíðað var upp úr hleðslusnigli úr korngeymi, skóf fremur en bræddi 5 metra kring um sig, um leið og það sópaði ís- hraglinu að miðju holunnar. Þar spýtti blásari því í gríðarstóran nælonpoka, sem var dreginn upp á yfírborðið með rafknúinni vindu. Þessi tvö tæki mjökuðust jafn og þétt og borinn lenti á staðnum 6. júní. En heimskautasumarið lagði blauta hönd á fyrirtækið. Rúmlega 20 metrum undir yfir- borði jökulsins liggja skil milli snævar og jökulíss. I sumarleys- ingunni hripar vatn niður að þess- um skilum og þar verður til vatns- ósa lag. Þegar borinn og snigil- blásarinn fóru gegn um þetta lag, fylltust þeir af vatni úr brædda snjónum og ísnum. Vatninu úr borholunni var dælt upp, en dæling réði ekki við víðari göngin sem snigillinn hafði opnað og stöðvað- ist hann á 36 metra dýpi. Til allr- ar hamingju kólnaði í veðri og hægði á bráðnuninni, svo að Tayl- or gat brátt spennt á sig ólarnar og rennt sér niður göngin. Kaldur veruleikinn Taylor rifjar upp þessa upplifun, sem bæði reyndist súr og sæt: „Borinn hafði lent hjá vél númer 2 við hliðina á flugstjórnarklefan- um. Ég leit á vélina og sá að hún var í besta lagi. Blökurnar á vélar- hlífinni voru opnar og þetta leit stórkostlega út. Upp á jökulinn kom ég með þær miklu fréttir að flugvélamar væru í full- komnu lagi. Leiðangurs- menn biðu þama uppi og með stórri slöngu var hreinsaður út hell- ir, rúmir tveir metrar á hæð og 3,6 m á breidd. í leiðangrinum 1992 á heitt vatn úr slöngum að bræða helli kring um P-38 flugvélina. Borinn Super- Gopher, til vinstri, á að víkka hol- una svo að leiðangursmenn geti híft vélarhlutana upp á yfirborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.