Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
20
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbj'örn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Starfsemi Stasi
Sá yfirþyrmandi hryllingur
sem alþýða manna í
kommúnistaríkjunum sálugu
í Austur-Evrópu þurfti að lifa
við á degi hveijum er sífellt
að koma betur í ljós. Upp-
ljóstrar voru á hveiju strái,
símar manna hleraðir, póstur
lesinn, þeir sem grunaðir
voru um and-sósíalískar
skoðanir voru einangraðir og
þess freistað að gera þá
óvirka með ýmsum hætti.
Margir voru vistaðir á geð-
veikrahælum vegna þess, að
viðhorf þeirra fóru ekki sam-
an við kennisetningar sósíal-
ismans. Hæfileikafólk var
útskúfað, andófsmenn og
fjölskyldur þeirra voru
dæmdir úr leik í samfélag-
inu. Hjón njósnuðu hvort um
annað, vinir voru sviknir.
Þau skemmdarverk sem unn-
in voru á „þjóðarsálinni11 í
Austur-Evrópu verða seint
bætt.
Allt hefur þetta raunar
lengi legið fyrir þó svo marg-
ir hafí neitað að horfast í
augu við sannleikann. En nú
hefur hulunni verið svipt af
starfsemi öryggislögregl-
HÉR MÆTTI
• einnig
minna á þann hug-
takarugling sem ég
hef heyrt Amór
Hannibalsson tala
um; lýðræðislegur
sósíalismi. Hann telur slíka grein-
ingu útí hött þarsem sósíalismi leiði
ekki til lýðræðis. Þannig er það
jafnfráleitt að tala um lýðræðisleg-
an og vísindalegan sósíalisma;
hann er hvorugt. En hann er til-
fínningamál einsog trúarbrögð. Og
ástæðulaust að hafa það í flimting-
um. Pólitík stjómast fremur af til-
finningum en staðreyndum. Við
sjáum þetta hvarvetna íkringum
okkur, einnig í velferðarríkjum.
EINN HELZTI RITHÖF-
• undur rómönsku Amer-
íku, Mario Vargas Llosa, nú borg-
aralegur stjórnmálamaður í Perú,
hefur komizt svo að orði það sé
honum í senn sársaukafull og
framandi reynsla að nota það tung-
utak sem tíðkast í stjómmálabar-
áttunni, þvíað galdurinn sé ekki
sá að koma á framfæri hugmynd-
um, heldur merkjum sem róta upp
í tilfinningalífí kjósenda.
Svo halda menn stjórnmál styðj-
ist við rök og staðreyndir!
unnar, Stasi, í Austur-
Þýskalandi þangað sem
nokkrir leiðtogar íslenskra
kommúnista sóttu menntun
sína og uppfræðslu. Skjölin
sem Þjóðveijar hafa nú feng-
ið aðgang að sýna að eftirliti
og njósnum Stasi voru engin
takmörk sett og hið sama
gildir um aðferðir þær sem
blóðhundar sósíalismans
beittu. Fastir starfsmenn ör-
yggislögreglunnar voru um
100.000 og mörg hundruð
þúsund manns gerðust
njósnarar og svikarar. Ef
menn voru tregir til, var
þvingunum og hótunum
óspart beitt. Margir gengu
öryggislögreglunni á hönd til
að bjarga eigin skinni og
sviku vini sína, samstarfs-
menn og ættmenni, aðrir
trúðu -því einfaldlega, að
and-sósíalískar skoðanir
væru ógnun við öryggi ríkis-
ins. Enn aðrir áttu samstarf
við útsendara Stasi í þeirri
trú, að unnt væri að breyta
kerfinu innan frá og milda
áhrif ógnarstjórnarinnar.
Nú um stundir eru margir
fyrrum Austur-Þjóðveijar að
ÞAÐ BLASIR
, við öllum
sem sjá vilja að sós-
íalismi með mannúð-
legri ásýnd er ekki
til. Hann er blekking.
Það er ekkert
mannúðlegt við sósíalismann; öðru
nafni marxisma. Engir vita það
betur en gamlir kommúnistar í
Ungveijalandi, Póllandi og Austur-
Þýzkalandi. Og svo auðvitað
Dubceck sjálfur sem var upphafs-
maður og fómardýr þessa hugtak-
aruglings. Það er engin tilviljun
lýðræðisöflin í Tékkóslóvakíu kalla
sig Borgaralegan vettvang. Það
er ekkert lýðræði til nema borgara-
legt lýðræði. Slíkt frelsi er ekki
ávöxtur annars stjómskipulags.
Það sjáum við ekkisízt í Bretlandi
og Bandaríkjunum þarsem miklir
hugsuðir lögðu gnmdvölll að lýð-
ræði.
En margvísleg þjóðfélagsfræði
eru þó af sósíalisma sprottin og
vafalaust eitthvað af þeim með
vísindalegu ívafi. Og heimspekin
hefur öðlazt víðari vettvang en ella
vegna marxismans. En um hann
verður þó ekki fjallað í sömu vísind-
alegu stellingum og tilaðmynda
darwinisma um uppruna tegund-
anna og þróun lífs á jörðinni.
Um þetta má þó deila, ef menn
upplifa martröð, sem í mörg-
um tilfellum kann að vera
enn hryllilegri en sú sem ein-
kenndi allt daglegt líf þeirra
áður en Berlínarmúrinn féll.
Lengi hefur verið deilt um
það, hver tengsl Kommún-
istaflokks íslands, Samein-
ingarflokks alþýðu-Sósíal-
istaflokks og Alþýðubanda-
lags eða einstaklinga úr for-
ystusveit þessara stjórn-
málasamtaka voru við
Kommúnistaflokkana í
Austur-Evrópu og í Sovét-
ríkjunum. Nú þegar byijað
er að opna skjöl Stasi í
Þýzkalandi og jafnvel KGB
í Moskvu skapast möguleikar
á að sannreyna hver þessi
tengsl voru og ekki ólíklegt,
að einhveijar slíkar upplýs-
ingar komi fram á næstu
árum. Einhveijir kunna að
spyija, hvort það skipti máli
að fá þær upplýsingar upp á
yfirborðið. Svarið er að auð-
vitað skiptir það máli.
Það skiptir máli að upplýst
verði að hve miklu leyti er-
lend stjórnmálaöfl höfðu af-
skipti af og áhrif á íslenzk
innanríkismál. Það skiptir
máli, að upplýst verði, hvort
starfsemi stjómmálaafla hér
var á einn eða annan hátt
fjármögnuð af erlendum aðil-
um. Það skiptir máli að upp-
lýst verði hvort afstaða ein-
hverra stjómmálamanna hér
mótaðist af viðleitni erlendra
ríkja til þess að hafa áhrif á
það, sem hér gerðist.
Af þessari sögu má margt
læra og hún getur verið víti
til varnaðar. Þess vegna er
sjálfsagt að nota þau tæki-
færi, sem nú em að opnast
bæði í Þýzkalandi og í Rúss-
landi til þess að hið rétta
komi fram. Frá sjónarhóli
þeirra forystumanna komm-
únista og sósíalista hér, sem
jafnan hafa neitað því, að
um slík tengsl hafí verið að
ræða, skiptir væntanlega
líka máli, að þeir verði
hreinsaðir af slíkum ásökun-
um - eða hvað?
vilja. En hitt veit ég Marx orti
mikið af Ijóðum, sumt nú glatað,
en annað birt eða varðveitt með
öðrum hætti. Það var skáldið sem
talaði mest um ragnarök og tak-
markanir mannsins. Það var skáld-
ið sem sagði, Við erum apar þessa
kaldrifjaða guðs. Og það var skáld-
ið sem alltaf var að vitna í þessi
orð Mefístótelesar í Faust Goethes,
Allt sem er til á það eitt skilið að
tortímast(I) Þessi orð ganga svo
aftur í kommúnistaávarpinu 1848.
Þau eru hápunktur Kapítalsins
(Fjármagnsins) sjálfs, segir Paul
Johnson.
GUÐ MINN, VEITTU
• mér meðalmennsku,
sagði Mirabeau þegar hann var
búinn að fá nóg af öllu tilstandinu
kringum byltinguna og keisara-
dæmi Napóleons. Stendahl notar
þessa setningu sem einkunnarorð
fyrir einum kaflanum undir lok
Rauðra og svartra. Mér detta þessi
orð í hug þegar ég finn mannaþef-
inn í fjölmiðlahellinum. En úr hell-
ismunnanum horfum við útí lang-
þráð takmark. Og þangað horfa
Rússar. Og nú er heimsveldið kom-
ið heim.
M.
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
21
Ekki er ofmælt AÐ
segja, að mikil og al-
. menn reiði hafi gripið
um sig meðal þjóðarinn-
ar fyrr í þessari viku,
þegar upplýst var, að
Sameinaðir verktakar
hf. hefðu greitt út 900
milljónir króna til hluthafa sinna. Astæðan
fyrir þessum viðbrögðum er ekki sú, að
fólk sjái ofsjónum yfir því, að hluthafar í
vel reknu fyrirtæki njóti arðs og annarra
gæða af starfsemi þess, heldur hin hvern-
ig þessir íjármunir eru til orðnir. Hinn
gífurlegi hagnaður, sem hefur orðið af
rekstri Sameinaðra verktaka hf., Regins
hf. og íslenzkra aðalverktaka hf. byggist
á einkarétti til framkvæmda á vegum varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli um nær
fjörutíu ára skeið. Það er erfitt að færa
rök fyrir því, að þessi mikli hagnaður eigi
að verulegu leyti að ganga til 100-200
’ einstaklinga, enda var ekki til þess stofnað
í upphafi.
I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 21.
maí 1989, var frjallað um aðdraganda þess
að Sameinaðir verktakar hf., Reginn hf.,
sem var og er dótturfyrirtæki Sambands
ísl. samvinnufélaga, og íslenzkir aðalverk-
takar hf. komu við sögu framkvæmda á
Keflavíkurflugvelli. Þar var rifjað upp, að
fyrst eftir komu varnarliðsins árið 1951,
var verktakastarfsemi í þess þágu í hönd-
um bandarískra verktakafyrirtækja. Sam-
einaðir verktakar hófu starfsemi sína á
því ári, sem undirverktakar hjá hinum
bandarísku fyrirtækjum. Að fyrirtækinu
stóðu byggingameistarar, pípulagninga-
meistarar og samtök rafvirkjameistara í
Reykjavík.
Arið 1954, tókust samningar við Banda-
ríkjamenn um að íslendingar tækju þessar
framkvæmdir að sér og þá var stofnað
fyrirtækið íslenzkir aðalverktakar, sem var
að helmingi til í eigu Sameinaðra verk-
taka, en Reginn hf. átti fjórðung og ís-
lenzka ríkið fjórðung. Um þessá framvindu
mála sagði svo í fyrrnefndu Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins:
„Það var að ósk íslenzkra stjómvalda,
að íslenzkir aðilar hófu þátttöku í varnarl-
iðsframkvæmdum eftir 1951. Vildu þau
takmarka umsvif bandarískra verktaka í
landinu. Þegar þessi ósk var sett fram,
taldi vamarliðið að erfitt yrði að eiga við
marga íslenzka verktaka, hvern í sínu lagi,
og yrði því framkvæmdin auðveldari ef
hægt væri að semja við fáa aðila. Fól
þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson Hans G. Andersen, sem nú er
sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York, að hafa forgöngu um að samtök
þeirra aðila, sem gætu unnið að fram-
kvæmdum fyrir varnarliðið yrðu stofnuð.
Var í því skyni efnt til fundar formanna
iðnfélaga í Reykjavík og fulltrúa bygginga-
félaga þar. Lagt var til, að stofnuð yrðu
samtök þeirra islenzku aðila, sem gætu
tekið að sér framkvæmdir fyrir varnarliðið
og þar með yrði tryggt, að aðstaðan yrði
sem sterkust til að ná sem mestu af fram-
kvæmdum í íslenzkar hendur. Af hálfu
stjómvalda var það skilyrði sett fram, að
samtökin yrðu opin, þannig að enginn
aðili, sem uppfyllti hin almennu skilyrði,
yrði útilokaður frá þátttöku. Féllust full-
trúar byggingariðnaðarins á þetta sjón-
armið og einnig var Iagt úr höfn með því
sameiginlega markmiði, að hér væri ekki
um venjulegt gróðafyrirtæki að ræða. Þótt
eins konar einokunaraðstaða væri sköpuð
með því að útiloka samkeppni og undirboð
innanlands, mundi misnotkun þessarar
aðstöðu einungis leiða til þess, fyrr eða
síðar, að verkin yrðu falin bandarískum
byggingafélögum, svo sem heimilt yrði að
teljast samkvæmt varnarsamningnum. Við
það ætti því að miða að verk mætti ekki
fara fram úr kqstnaðarverði að viðbættri
lágri þóknun. Á þessum grundvelli voru
Sameinaðir verktakar stofnaðir.“
LJÓST ER AF
þessari frásögn, að
þeir sem í upphafi
stóðu að ákvörðun-
um um stofnun
Sameinaðra verk-
Hvenær lok-
aðist fyrir-
tækið?
taka til þess að taka við verktakastarfsemi
á Keflavíkurflugvelli, stefndu að allt ann-
arri þróun mála en orðið hefur. Það er
auðvitað grundvallaratriði, að stjórnvöld
settu í upphafi það skilyrði, að þetta félag
yrði öllum opið sem hlut áttu að máli. I
því felst væntanlega, að fyrirtækið átti
að vera opið iðnaðarmönnum, byggingafé-
lögum og verktakafyrirtækjum.
Það er rannsóknarefni út af fyrir sig,
hvenær þessum forsendum var breytt og
með samþykki hverra. Þegar Geir Hall-
grímsson tók við embætti utanríkisráð-
herra vorið 1983 hóf hann undirbúning
að skýrslugerð til Alþingis um þessa starf-
semi alla. Sú skýrsla, sem enn er bezta
heimildin um þessi mál, var lögð fram á
þingi veturinn 1984. Þar segir m.a.:
„Stofnendur Sameinaðra verktaka sf.
1951, voru húsasmíðameistarar, bygg-
ingafélög og verktakar í byggingariðnaði,
samtals 43 einstaklingar og fyrirtæki ...
Sameinaðir verktakar voru skipulagðir
með þeim hætti, að sérhver iðngrein,
þ.e.a.s. vatnsvirkjar, rafvirkjar, málarar
og jámsmiðir störfuðu í sérstökum deild-
um, er vom félög út af fyrir sig. Vom
þetta opin og fijáls samtök iðnaðar-
manna.“
Síðan segir í skýrslu Geirs Hallgríms-
sonar til Alþingis:„Árið 1957 verður sú
breyting, að Sameinaðir verktakar hætta
allri verktöku. Islenzkir aðalverktakar
skiptu áfram við deildir Sameinaðra verk-
taka og þá sem undirverktakar, en Samein-
uðum verktökum var breytt í hlutafélag
með eignaraðild hinna ýmsu sérdeilda, en
við bættust blikksmíðameistarar. Með
þessari eignasamsetningu varð félagið síð-
an 50% eignaraðili að íslenzkum aðalverk-
tökum.“
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í maí
1989, sagði m.a. um þessa framvindu
mála:„Tilgangurinn með stofnun Samein-
aðra verktaka var því skýr og hefði fyrir-
tækið þróast í samræmi við hann hefði
varla myndast sú spenna í kringum starf-
semi þess, sem síðar varð. En því miður
þróuðust Sameinaðir verktakar ekki á
þennan veg. Gagnstætt því, sem að var
stefnt í upphafi, að þetta væri opið félag
iðnaðarmanna og verktaka, sem nýir aðil-
ar gætu gerzt aðilar að og þar með orðið
þátttakendur í verklegum framkvæmdum
fyrir vamarliðið, hefur þetta félag lokast,
þannig að það endurspeglar alls ekki þá
starfsemi verktakafyrirtækja og iðnmeist-
ara, sem fram fer í landinu í dag. Spyija
má, hvort fyrirtækið hafi lokast, þegar því
var breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag
eða hvort það hafi gerzt með stofnun ís-
lenzkra aðalverktaka 1954.“
Full ástæða er til að það verði kannað,
hvenær þau opnu og frjálsu samtök iðnað-
armanna, sem til var stofnað í upphafi,
lokuðust og með samþykki hverra, í ljósi
þeirra skilyrða, sem sett vom af hálfu
stjórnvalda þegar félagsskapurinn var
settur á stofn í upphafi. Með samþykki
hverra var það gert, og þar með lagður
grundvöllur að þeirri ótrúlegu þróun sem
síðan hefur orðið. Var það með vitund og
vilja stjórnvalda á sínum tíma eða var það
gert án vitneskju þeirra? Þetta er lykil-
spurning í þeim umræðum sem óhjá-
kvæmilega eiga eftir að fara fram um
þetta mál á næstu mánuðum.
Morgunblaðið
hefur margsinnis
minnt á þá stað-
reynd, að vamarlið-
ið kom ekki hingað
til íslands til þess
Einkaréttur
á ofsa-
gróða?
að við íslendingar gætum hagnast á dvöl
þess hér. Forsendurnar fyrir komu þess
voru allt aðrar. Annars vegar að tryggja
öryggi íslands á viðsjárverðum tímum,
þegar Kóreustyijöldin stóð sem hæst og
mikil hætta var á að hún mundi breiðast
út. Hins vegar var aðstaðan fyrir það hér
framlag okkar íslendinga til sameiginlegra
varna hins frjálsa heims á dimmustu dög-
um kalda stríðsins.
Því miður hefur dvöl varnarliðsins orðið
til þess að verulegur fjárhagslegur ávinn-
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 25. janúar
ingur hefur orðið til. Og það kom fljótt í
ljós, að Bandaríkjamenn voru reiðubúnir
til að greiða býsna hátt verð fyrir fram-
kvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Við og við
á undanförnum áratugum hafa komið fram
fyrirspumir á fundum bandarískra þing-
nefnda um það hvað valdi hinum háa fram-
kvæmdakostnaði á íslandi. Það hefur jafn-
an verið skýrt á þann veg, að ísland væri
harðbýlt land og veður vond og m.a. af
þeim sökum væri kostnaður við verklegar
framkvæmdir mikill. Spyija má, hvort
Bandaríkjamenn hafi litið svo á, að það
væri þáttur í að tryggja frið um vem vam-
arliðsins hér að horfa fram hjá þeim háa
framkvæmdakostnaði, sem athugasemdir
vom nokkrum sinnum gerðar við. Alla
vega fer ekki á milli mála, að mikill hagn-
aður varð af starfsemi íslenzkra aðalverk-
taka og þar með af starfsemi helztu eig-
enda þess, Sameinaðra verktaka hf. og
Regins hf. Þótt að öðra hafi verið stefnt
í upphafi, þróuðust mál á þann veg, að
þessum fyrirtækjum hafði verið afhentur,
endurgjaldslaust, einkaréttur á ofsagróða,
sem myndast hefur á undanförnum ára-
tugum og þjóðsögur hafa skapast um.
Vamarliðið kom ekki hingað til íslands
til þess, að við íslendingar gætum grætt
á því, en það kom heldur ekki hingað til
þess, að 150-200 einstaklingar og fyrir-
tæki gætu hagnast á því með þeim hætti,
sem orðið hefur. Úr því slíkur hagnaður
myndaðist á annað borð af vem þess hér
er auðvitað augljóst, að sá hagnaður átti
að renna í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar
allrar. Það hefur ekki orðið og samkvæmt
fréttum Morgunblaðsins í dag, Iaugardag,
em enn eftir í sjóðum Sameinaðra verk-
taka 2,2 milljarðar, eftir að fyrirtækið
hefur borgað út til hluthafa sinna tæpar
1600 milljónir á nokkmm ámm!
Þegar saga þessa máls er skoðuð hlýtur
forráðamönnum Sameinaðra verktaka hf.,
hluthöfum þess fyrirtækis og þeim stjóm-
málamönnum sem ábyrgðina bera, að vera
ljóst að þjóðin situr ekki þegjandi hjá. Hér
eru alvarlegri mál á ferðinni en svo, að
menn geti yppt öxlum og sagt sem svo,
að við þessu sé ekkert að gera. En jafn-
framt er ljóst, að mál þetta hefur ekki
komið upp á yfirborðið að ráði fyrr en nú,
m.a. vegna þeirra hygginda forystumanna
Sameinaðra verktaka hf. á liðnum ámm
og áratugum, að láta þessa fjármuni ekki
sjást, borga þá ekki út til hluthafa og
gefa til kynna að ætlunin væri að þeir
mættu nýtast sem bezt í þágu þjóðarinnar
allrar.
EF NÚVERANDI
ríkisstjórn telur, að
hún getið setið að-
stjórnvalda gerðarlaus í þessu
máli er það mis-
skilningur. Það sem hér hefur gerzt á síð-
ustu tæpum fjörutíu ámm, hefur gerzt á
ábyrgð þeirra þriggja stjórnmálaflokka,
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks, sem stóðu að komu vamarl-
iðsins á sínum tíma og hafa stjómað mál-
efnum þess af íslands hálfu.
Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra,
sagði í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni, að til greina kæmi að fjármálaráðu-
neytið vísaði til dómstóla þeim úrskurði
ríkisskattanefndar, sem er grandvöllur að
útborgun umræddra 900 milljóna króna.
Hvað sem öðra líður er ekki bara sjálfsagt
heldur óhjákvæmilegt, að úrskurður dóm-
stóla fáist um málið, þannig að ekki fari
á milli mála hver réttarstaðan er.
í annan stað mega menn ekki gleyma
því, að enn standa yfir framkvæmdir á
Keflavíkurflugvelli á vegum íslenzkra að-
alverktaka, sem ríkið á nú meirihluta í,
en Sameinaðir verktakar 32% og Reginn
hf. afganginn. Hagnaður af þessum fram-
kvæmdum er því enn að verða til. Hvað
ætlar Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra, að gera nú þegar til þess að
koma í veg fyrir, að hann renni áfram
skattfijáls að hluta til í vasa þeirra, sem
hér eiga hlut að-máli?
í þriðja lagi er ljóst, að gmndvöllur að
skattfijálsri útborgun þessara peninga er
Viðbrögð
úrskurður um rétt til útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa. Sameinaðir verktakar hf. nýttu sér
ekki þann rétt um langt árabil. Er ekki
ástæða til að setja í lög ákvæði um, að
slíkur réttur falli niður eftir 2-3 ár, hafi
hann ekki verið notaður?
í fjórða lagi má spyija í ljósi sögunnar
og þeirra forsendna, sem i upphafi vora
lagðar til grandvallar stofnunar Samei-
naðra verktaka, hvort ekki sé tilefni til
viðræðna á milli forráðamanna fyrirtækis-
ins og íslenzkra stjórnvalda um samkomu-
lag um meðferð þeirra fjármuna, sem enn
standa eftir í fyrirtækinu.
í fimmta lagi er ástæða til að vekja
athygli á, að umtalsverður hluti þeirra fjár-
muna, sem myndast hafa í fyrirtækinu á
síðasta áratug era fjármagnstekjur, sem
verða til á tímum verðtryggingar og hárra
raunvaxta. Það er því ekki að ástæðu-
lausu, að rætt er um nauðsyn skattlagning-
ar ijármagnstekna og er þá auðvitað fyrst
og fremst átt við skattlagningu slíkra
tekna fyrir ofan ákveðið mark, en ekki
vaxtatekna almennra sparifjáreigenda.
Loks má ekki gleyma því, að hér eiga
fleiri hlut að máli en Sameinaðir verktakar
hf. Þær breytingar, sem urðu á verktökum
á Keflavíkurflugvelli árið 1954, áttu m.a.
rætur að rekja til þess, að Sambandi ísl.
samvinnufélaga var í mun að verða aðili
að þessari starfsemi. Auk þess, sem Reg-
inn hf. var í áratugi og þar til fyrir tæpum
þremur árum, fjórðungs hluthafí í íslenzk-
um aðalverktökum, hefur fyrirtækið verið
einn stærsti hluthafi í Sameinuðum verk-
tökum. Hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga
hafa því myndast miklar eignir vegna þess-
arar einokunaraðstöðu á Keflavíkurflug-
velli, ekki síður en hjá Sameinuðum verk-
tökum.
Það eru hvorki siðferðilegar forsendur,
né venjulegar viðskiptaforsendur fyrir
þeim hagnaði sem hér hefur myndast. Það
gæti því verið hyggilegt fyrir forsvarsmenn
Sameinaðra verktaka hf. og Regins hf.
að hugleiða stöðu þessa máls nú út frá
öðram sjónarmiðum en hinum lagalegu
eingöngu.
„ Það eru hvorki
siðferðilegar for-
sendur né venju-
legar viðskipta-
forsendur fyrir
þeim hagnaði,
sem hér hefur
myndast. Það
gæti því verið
hyggilegt fyrir
forsvarsmenn
Sameinaðra verk-
taka hf. og Regins
hf. að hugleiða
stöðu þessa máls
nú út frá öðrum
sjónarmiðum en
hinum lagalegu
eingöngu.“