Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992
TOK NAUÐUGUR ÞATT
í ÞESSUM HARMLEIK
bandið eða dótturfyrirtæki þess
Reginn, með forstjóra Sambandsins
sem sinn leiðtoga. Þeim tókst að fá
til Iiðs við sig menn sömu skoðunar
og úr því var svo spunninn sá meiri-
hluti sem nú liggur fyrir um að
gera þetta á þann stóra máta sem
gert var.“
Thor. Þú hefur sakað Sambandið
og dótturfyrirtæki þess Reginn
um að vera móðurskipið í því
að knýjá fram þá ákvörðun að ráð-
ast í svo stórfelldar útborganir af
höfuðstól Sameinaðra verktaka. Þið
Halldór H. Jónsson og Bergur Har-
aldsson farið með 60% atkvæða-
magns í stjórn Sameinaðra verktaka
en þeir Guðjón B. Ólafsson og G-
Páll Gústafsson aðeins 40%. Er það
ekki talsverð einföldun að kenna
gamla SÍS um að svona fór?
„Það segir enga sögu að tala um
atkvæðavægi í stjóminni. Lögum
samkvæmt þarf ekki nema 10% at-
kvæðamagns í félaginu til þess að
krefjast hluthafafundar. Þetta
gerðu þessir menn og þar með er
það félagsfundurinn sem tekur yfir
og ræður, en ekki stjóm félagsins.
Það er ekkert leyndarmál að þegar
fulltrúi Regins í stjórn Sameinaðra
verktaka varð Axel Gíslason, þá
aðstoðarforstjóri Sambandsins, hóf
hann að þrýsta á um að meira yrði
greitt út úr félaginu, en við höfðum
talið æskilegt fram til þess tíma að
væri gert. Fljótlega fjölgaði í hópi
svonefndra „umbótasinna" og þeir
sem fylgdu Guðjóni B. Ólafssyni að
máli, eftir að hann tók sæti Axels
í stjóminni vom G-Páll Gústafsson,
Guðmundur Einarsson og Gissur
Símonarson."
ssi feykistóra fúlga sem nú var
greidd út, 900 milljónir króna
- bendir ekki allt til þess að
þið endurtakið bara leikinn á næsta
ári, og haldið svona áfram, þar til
eigið fé Sameinaðra verktaka, á
þriðja milljarð króna er uppurið?
„Nei, það er ekki hægt. Sam-
kvæmt skattalögum era heimildir
til útgáfu jöfnunarhlutabréfa
byggðar á stöðu fyrirtækja eins og
hún var í árslok 1978. Við erum
núna, með úrskurði ríkisskatta-
nefndar, búnir að fullnýta þessa
heimild. Ríkisskattanefnd er óháður
dómstóll í ágreiningsmálum um
skatta, öfugt við embætti ríkisskatt-
stjóra, sem er hluti af embættis-
kerfi fjármálaráðuneytisins.
Þannig að allt hvað á næsta ári
að við viljum gera eitthvað erum
við háðir þeirri hlutabréfavísitölu
sem ríkisskattstjóri géfur ut. Takist
þjóðfélaginu að halda verðbólgu í
skefjum, segjum bara í núlli, ef Guð
lofar, þá verður engin heimild til
slíkrar útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Verði verðbólga einhver, þá verður
heimildin til útgáfunnar óveruleg,
nokkrar milljónir króna. Ég slæ á
2,3 til 4 miiljónir."
Hvað með allt eigið féð sem eftir
stendur í Sameinuðum verk-
tökum, eitthvað á þriðja millj-
arð króna?
„Þá liggur fyrir, samkvæmt nú-
gildandi lögum, að ef við viljum
greiða út meira, þá er þar bara um
hveija aðra útgreiðslu úr félaginu
að ræða, og telst til tekna þeirra
sem við þeim greiðslum taka og
skattleggst sem tekjur eins og aðrar
tekjur hluthafa. Að vísu er lítill
hópur hluthafa, eins og ég sagði þér
áðan, sem er í þeirri aðstöðu að
hafa tapað miklum ijármunum og
jafnvel farið á hausinn. Þessir aðilar
geta tekið við óhemju fjárhæðum
vegna tapsins, án þess að þurfa að
greiða skatta af greiðslunum.
Stærstur þeirra er auðvitað Reginn
hf. dótturfyrirtæki Sambandsins.
Engar þær greiðslur sem Reginn
gétur náð út úr Sameinuðum verk-
tökum munu nokkurn tíma fylla upp
í tapgötin hjá SÍS og þar af Ieið-
andi ekki verða skattlagðar. Þess
vegna er ég sannfærður um að Sam-
bandið mun halda áfram að djöflast
á okkur um að fá meira út greitt.
Raunar má ég til með að geta
þess hér, að mér þykir það mjög
leitt, þegar ég skýri frá þætti Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga í
þessum málum, að þurfa að gera
það þegar helstu hvatamenn þessar-
ar skyndilausnar, Guðjón B.
Ólafsson, forstjóri Sambandsins og
dyggur stuðningsmaður hans í þeim
efnum, G-Páll Gústafsson era báðir
stokknir úr landi. Ég hef ekki náð
til þeirra og því bitnar þessi frásögn
mín óhjákvæmilega á stafnbúa
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga, Sigurði Markússyni, formanni
Sambandsstjórnar, sem er einn úr
þeim litla hópi Sambandsmanna sem
ég hef kynnst á lífsleiðinni og kalla
menn. Hann, að ósekju, verður fyrir
barðinu á þessu, vegna þess að hann
á engan þátt í því að skapa þetta
vandamál, heldur er þetta fortíðar-
vandi sem hann einfaldlega erfir frá
fyrri tíð.
Við þessu höfum við aðeins eitt
ráð, en það er að breyta félaginu í
almenningshlutafélag. Það hefur
það í för með sér að þá getum við
gefíð út upplýsingar um það hver
eignastaða félagsins er og að því
búnu getum við aflétt öllum hömlum
á sölu og meðferð hlutafjár, sem
ekki hefur verið hægt undanfarið í
okkar félagi, frekar en almennt í
hlutafélögum. Þannig fáum við við-
brögð markaðarins við bréfum hjá
okkur og ef það verður skoðun okk-
ar sjálfra og endurskoðenda okkar,
að eðlileg verðmyndun hafí orðið á
hlutabréfunum, þá munum við segja
hluthöfum frá því. Þá geta þeir sem
vilja fá peninga sína selt bréfin og
þeir sem eiga skattatöp einnig, án
þess að borga skatt af því. Þeir sem
ekki eiga skattatöp verða þá að
sæta því að borga skatta.
Nú, þeír sem vilja halda hluta-
bréfunum í eigu sinni og taka þátt
í því sem við kunnum að geta gert
í framtíðinni - ég minni á vegi, jarð-
göng og ég minni meira að segja á
erlenda markaði, af því að hæfileik-
ar og þekking og verkkunnáttan
innan þessa félagsskapar era óþijót-
andi - þeir geta tekið þátt í þeim
leik, lagt sitt af mörkum ti! þjóðfé-
lagslegra framfara og átt sinn hlut
í félaginu áfram."
Líklega má segja að Sameinaðir
verktakar hafí fyrir 40 árum endur-
speglað iðnaðarmenn á Reykjavík-
ursvæðinu og Suðurnesjum, en slíkt
hið sama verður ekki sagt í dag,
eins og þú hefur þegar vikið að í
máli þínu. Á þessum 40 áram sem
liðin eru, hefur ekki orðið endumýj-
un í félaginu á þann veg að nýjum
hópum iðnaðarmanna hafi verið
gefinn kostur á að kaupa sig inn í
fyrirtækið, né heldur hafa ný fyrir-
tæki í vérktakastarfsemi og
byggingariðnaði átt aðgang að
þessu félagi. Félagið samanstendur
í dag af stofnendum, eftirlifandi eig-
inkonum látinna stofnenda, börnum
og öðrum erfingjum þeirra, ásamt
allmörgum félögum og fyrirtækjum,
ýmist starfandi eða ekki. Þessir 200
aðilar, hafa fyrir hönd íslensku þjóð-
arinnar, haft einkarétt á öllum
framkvæmdum fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli um áratuga-
skeið. Er það að þínu mati siðferði-
lega rétt að þessi hópur, aldraðir
einstaklingar, ekkjur, erfingjar og
pappírsfyrirtæki utan um peninga,
skipti þessum feng á milli sín nú,
með þeim hætti sem ákveðið hefur
verið?
„Áður en ég svara þessu, má ég
til með að hverfa nokkra áratugi
aftur í tímann, ef það er í lagi þín
vegna,“ segir Thor, og heldur að
sjálfsögðu áfram, án þess að bíða
svars, eins og sá sem valdið hefur.
„Þegar erlendir verktakar komu
hingað til varnarliðsframkvæmda
eftir að varnarsamningurinn tók
gildi árið 1951, þá voru hérlend
byggingarfélög og íslenskir iðnaðar-
menn sem höfðu áhuga á að taka
að sér undirverktöku hjá þessum
erlendu verktökum. Þar sem enginn
einn innlendur aðili var nógu stór,
til þess að ráðast í slíka verktöku,
þá var það að undirlagi þáverandi
utanríkisráðherra, Bjarna Bene-
diktssonar, að þessir menn vora
hvattir til þess að stofna með sér
samtök, til þess að við værum hæf-
ari til að taka að okkur verkefni á
vegum varnarliðsins. Það var gert.
Þarna gátu menn lagt fram þær
fjárapphæðir sem þeim sýndist og
var ýmist að það væri gert, eða
menn legðu fram tryggingar og
veð, svo sem veðsetningar í eigin
húsum. Það var til þess að hægt
væri að fá rekstrarlán hjá bönkum.
Þeir sem eru stærstir í dag, eru
þeir sem voru áhrifamestir í upp-
hafi, eins og byggingarfélögin.
Sameinaðir verktakar var stofnað
sem sameignarfélag - einn fyrir
alla - allir fyrir einn. í samþykktum
félagsins í upphafi var kveðið á um
að einu sinni á ári skyldi félagið
opnað og þá mættu inn koma þeir
nýir aðilar sem óskuðu eftir því.
Þetta var gert í tvígang, 1953 og
1954. Síðara árið, 1954, ákvað Sam-
bandið að það vildi vera með í þess-
ari verktakastarfsemi, en ég man
nú ekki hvort þeir voru í nokkurri
verktakastarfsemi þá. Þó ráku þeir
eitthvert trésmíðaverkstæði, sem
sumir kölluðu saumastofu, í Silfur-
tungli í Garðahreppi, undir nafninu
Reginn. Þeir heimtuðu þá að koma
inn í félagið og fá 7,46% eignarað-
ild, sem var þá stærsti hlutur sem
nokkur einn aðili hafði og var jafn-
stór hlut Almenna byggingafélags-
ins, sem þá var stærsta verktakafyr-
irtæki á Islandi, sem tók meðal ann-
ars þátt í virkjunarframkVæmdum
og fleira, og var alvöruverktaki.
Reginn var þröngvað inn með þess-
um hætti af framsóknarmönnum í
pólitíkinni. Þegar Reginn hf. var
kominn inn í þetta og sá hvað gat
verið í húfi, varðandi umfang fram-
kvæmdanna, þá beittu þeir sér fyrir
því að stofnað yrði nýtt félag til
þess að taka við framkvæmdunum.
í kjölfar þessa var ákveðið að
undirverktöku yrði hætt og verktak-
an yrði alfarið í höndum Islendinga,
svo og efnisútvegun, sem var stór-
kostlegt hagsmunamál fyrir okkur.
Þetta er allt saman aðdragandinn
að stofnun íslenskra aðalverktaka
og vegna forsögunnar var Samein-
uðum verktökum boðin helmings-
eign í því fyrirtæki, því þar var öll
iðn- og verktakaþekkingin. Aðrir
sem skiptu með sér hinum helm-
ingnum, ríkissjóður og smíðastofan
í Garðabæ, eign Regins hf. höfðu
ekki yfír slíku að ráða. Þessi helm-
ingaskipti voru Sameinuðum verk-
tökum aldrei að skapi. Þar voru
mennirnir sem hætt höfðu fjármun-
um og eignum, til þess að koma
rekstrinum á þann legg, að tap-
rekstur heyrði sögunni til, og þá sá
Sambandið sér leik á borði að ge-
rast 25% eigandi Aðalverktaka, auk
þess sem þeir áttu 7,46% í Samein-
uðum verktökum.
Að þessu sögðu, ætla ég að víkja
að spurningu þinni. Ég hef haft það
að meginreglu að rangt væri hjá
okkur í Sameinuðum verktökum að
greiða meira út í arð til eigenda,
en almennt gerist í atvinnurekstri
hér á landi, og það er ennþá mitt
grundvallarsjónarmið, en ég verð
að segja það hreinskilnislega, að ég
fæ ekki séð hvernig við, sem erum
þessarar skoðunar áttum að fá við
það ráðið að þessi varð niðurstaðan
á mánudaginn var.“
Hefur það einhvern tíma verið
orðað í ykkar röðum, hvort
sem er í forystusveit Samei-
naðra verktaka eða íslenskra aðal-
verktaka, að það gæti kannski verið
eðlilegt að frumkvæðið kæmi frá
ykkur sjálfum, og þið segðuð sem
svo að það væri sjálfsagt og eðlilegt
að megnið af hagnaðinum sem
myndast hefur af rekstri íslenskra
aðalverktaka í gegnum árin í skjóli
einkaleyfis frá íslensku þjóðinni,
rynni einfaldlega í sameiginlegan
sjóðþjóðarinnar?
„Ég bendi á tvennt. Við höfum
farið mjög varlega í það að greiða
út arð í gegnum árin. Ýmist var það
ekki neitt sem greitt var út, eða
mjög lítið. Svo bendi ég á hitt, að
framan af árum voru Sameinaðir
verktakar sameignarfélag, þar sem
hér um bil hver einasti maður, 140
eða svo, höfðu lagt að veði þá
fjármuni sem þeir höfðu handbæra
og húsin sín einnig. Þessir menn
hættu þannig öllu sínu og auðvitað
máttu þeir fá eitthvað fyrir það.
Mér fínnst fullkomlega eðlilegt að
til þess sé tekið tillit, þegar rætt
er um hvað rétt sé eða siðlegt að
þeir uppskeri. Þessi spuming kom
því aldrei upp á yfírborðið, fyrr held-
ur en starfsemin var farin að ganga
mjög vel hjá okkur. Okkar svar við
slíkri gagnrýni í gegnum árin var
það að deila ekki hagnaðinum út til
hluthafanna.
Það er fyrst þegar við eram bún-
ir að ákveða að gera Sameinaða
verktaka að almenningshlutafélagi,
sem þessi spurning vaknar. Ég skal
fúslega viðurkenna það, að mér
fínnst ekkert gaman að standa í
þessu. Ég hef undanfarin þrjú, íjög-
ur ár gert mér grein fyrir því að
spurningar sem þessar hlytu að
vakna og ég hef velt því fyrir mér
hvað mér fyndist um þær.
Þá fór ég að hugsa um verðbólg-
una og ég var nú að skýra frá því
síðast í morgun (föstudag) í Morg-
unblaðinu, að til þess að geta greitt
út þessar 900 milljónir króna nú,
hefði ég þurft að eiga árið 1960
innan við 150 þúsund krónur. Þetta
er ekki bara minn útreikningur,
heldur hefur Ólafur Nilsson, hinn
virti endurskoðandi, reiknað þetta
út fyrir mig og það er enginn ágrein-
ingur um þann útreikning.
Því spyr ég: Hvað er það þá sem
ég skulda þjóðfélaginu? Ég skulda
því jú það, að hafa notið atvinnuör-
yggis. En auðvitað hefur öryggið
fyrst og fremst verið fólgið í því að
hafa tækifæri til þess að reka traust
fyrirtæki fyrir starfsfólkið okkar.
Starfsfólkið okkar hjá íslenskum
aðalverktökum er okkar dýrmæt-
asta eign og þessu gera Bandaríkja-
menn sér fulla grein fyrir. Það má
segja að í hvert sinn sem við afhend-
um verkkaupa eitthvert stórt verk,
þá fáum við umsagnir Bandaríkja-
mannanna, aðmírála sem annarra á
þann veg, að hvergi í veröldinni fái
þeir betri eða vandaðri vinnu af-
henta, en frá okkur. Þá segi ég við
starfsfólkið: Minnist þess að það era
ekki eigendur félagsins sem verk-
kaupendur era að þakka með þess-
um hætti, heldur þið og við. Við,
starfsmenn íslenskra aðalverktaka
eram félagjð. Eigendurnir koma að
vísu við sögu, en það er bara þetta
þekkta fyrirbrigði - það verða allir
að eiga pabba og mömmu. En án
okkar, þá eru engir Aðalverktakar.
Ég hef aldrei hugsað um eigenduma
sérstaklega, það sanna innstæðum-
ar margumtöluðu - heldur hef ég
hugsað um fólkið, þetta óhemju
góða starfsfólk sem Áðalverktakar
státa af.
Ég spyr því aftur: höfum við ekki
greitt þjóðfélaginu að vissu leyti til
baka, með því að samþykkja að rík-
ið taki af okkur 18% af eignarhlut-
anum? Minnka hann úr 50% í 32%,
án þess að fá í rauninni nokkurn
skapaðan hlut greiddan fyrir það?“
Hvernig litist þér á hugmynd eins
og þá sem Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra hef-
ur reifað um að þið greidduð einka-
leyfisgjald fyrir starfsemi ykkar?
„Þessi spurning er bara að koma
núna upp á yfirborðið. Ég hef aldr-
ei hugleitt þetta að öðra leyti en
því, að ég hef notað það í fortölum
mínum við hluthafa þegar ég hef
reynt að halda aftur af útborgunum
úr félaginu. Þá hef ég sagt: Minnist
þið þess, að við eigum þennan rétt
ekki, heldur er okkur fenginn hann
í hendur. Við getum þess vegna
ekki gert hvað sem okkur sýnist og
við skulum vara okkur, því það get-
ur orðið stutt í það að við höfum
vindinn í fangið. Ef við erum svo
vitlausir að vera að vekja á okkur
athygli og kalla fram þann þátt í
hinu mannlega eðli, sem heitir öf-
und, þá eram við bara að magna
upp draug á sjálfa okkur. Það er
einmitt það sem við eram að gera,
sagði ég í hitteðfyrra við hluthafana
og sagði þeim að það væri á mörk-
unum þá, að við stæðumst prófíð.
Við stóðumst það í fyrra, og megum
þakka Guði fyrir. En gerum við það
aftur í ár? Ég geri mér fulla grein
fyrir því að sú ákvörðun sem tekin
var á mánudaginn, hefur valdið
miklum úlfaþyt í þjóðfélaginu, og
það sagði ég við hluthafana á mánu-
daginn að myndi gerast.“
Raunar virðist mér sem Samein-
aðir verktakar hefðu varla
getað valið sér verri tímasetn-
ingu fyrir þessa ákvörðun sinni.
Efnahagslífíð hér á landi er í miklum
öldudal um þessar mundir; atvinnu-
leysi færist í vöxt; við blasir að
stjómvöld og vinnuveitendur munu
af hörku beita sér fyrir því að halda
launakjörum óbreyttum; ríkissjóður
stendur fyrir stórfelldum niður-
skurði á mörgum sviðum, meðal
annars á velferðarkerfínu. í tillögum
stjómvalda er verið að reyna að ná
inn upphæðum sem era lægri en sem
nemur þessari einu útborgun ykkar
á mánudaginn, að nú ekki sé talað
um heildina sem þið hafíð greitt út
ásamt arði á, síðustu fjóram áram
eða svo. Þarf það nokkuð að koma
ykkur á óvart, miðað við þær að-
stæður sem eru í þjóðfélaginu í dag,
að mikil ólga og reiði hafi vaknað
meðal almennings í Iandinu?
„Nei, það jiarf ekki að koma okk-
ur á óvart. Eg gerði mér grein fyr-
ir því hvað myndi gerast í kjölfar
þessa, og ég varaði mjög eindregið
við því. Gleymdu ekki því að ég var
orðinn í minnihluta og við sem höfð-
um þessa varfærnu stefnu að leiðar-
ljósi. Ég hefði í hjarta mínu ekkert
haft á móti því að ríkisskattánefnd
hefði verið lengur að úrskurða í
kæramáli Félags vatnsvirkja og að
það drægist á langinn að hún kæm-
ist að niðurstöðu.
Ég hugsaði þetta mjög ítarlega
og komst að þeirri niðurstöðu að
línur vora hreinar: Ég hafði engin
tök á því að hafa áhrif á þetta,
hvorki til né frá. Ég varð að sætta
mig við það sem framkvæmdastjóri
félagsins að annað hvort varð ég
að framkvæma þann vilja sem meiri-
hluti hluthafanna hafði látið í ljós,
eða segja af mér stöðu minni. Það
hefði ekki breytt því, að þetta hefði
verið gert. Ég nenni ekkert að vera
að hlaupa af hólmi, enda hefði eng-
inn ávinningur verið af því.
Þessi skynsemisafstaða okkar,
sem ráðið hafði ferðinni, varð undir
í baráttunni við Samband íslenskra
samvinnufélaga og þess sérstæðu
fjárþarfar og þá aðila sem það átti
samflot með í þessari baráttu. Þetta
er því harmleikur sem ég tók nauð-
ugur þátt í.“