Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 39 Sjónvarpið: Græni maðurínn ■■■■ í kvöld sýnir Sjónvarpið fyrsta þátt af þremur í vönduðum OO 00 spennumyndaflokki frá BBC, sem heitir á frummálinu The “ Green Man. í aðalhlutverki er úrvalsleikarinn Albert Finn- ey. Sjónvarpskvikmyndin er byggð á bók eftir Kingsley Amis, en handrit gerði Malcolm Bradbury. í þáttunum fer Finney með hlut- verk fordrukkins veitingamanns, Maurice Allington, sem lifir afar flóknu einkalífi og skynjar auk þess undarlega hluti sem sumir telja deleríum tremens en aðrir álíta sýnir að handan. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 í dagsins önn. Selveiðar og nýting selskinna. Umsjón: Ásgeir Eggertsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið. LANDSHLUT AÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9/103,2 7.00 Útvarp Reykjavik. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna.stjóma morgunútvarpi. 9.00 Stundargaman. Umsjón Þuríður Sigurðar- dóttir. Kl. 9.15. Guðni Kolbeinsson flytur þátt um islenskt mál. 10.00 Við vinnuna með Guðmundi Benediktssyni. Iþróttafréttir kl. 11.30 i umsjón Böðvars Bergs- sonar. Opin lína i sima 626060. 12.00 Fréttir og réttir. Jón Ásgeirsson og Þuriður Sigurðardóttir. 13.00 Við vinnuna. Umsjón Guðmundur Benedikts- son. 14.00 Svæðisútvarp. Umsjón Erla Friðgeirsdóttir. Norðurland/Akureyri/Sauðárkrókur. 15.00 í kaffi méð Ólafi Þórðarsyni. 16.00 Á útleið. Erla Friðceirsdóttir. Kl. 16.30 Iþrótta- fréttir. 17.00 íslendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson. 19.00 Lunga unga fólksins. Umsjón Böðvar Bergs- son. 21.00 Undir yfirborðinu. Þáttur þar sem rætt eru þau mál sem eru yfirleitt ekki á yfirborðinu. Að þessu sinni verða gestir þáttarins frá Stigamót- um. Umsjón Ingibjörg Gunnarsdóttir. 22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. ALFA FM 102,9 7.00 Morgunþáttur. Tónlist, fréttir, veður. 9.00 Jódis Konráðsdóttir. 9.50 Fréttaspjall. 11.50 Fréttaspjall. 13.00 Krístbjörg Jónsdóttir. 18.00 Eva Sigþórsdóttir. 20.05 Ævintýraferð í Odyssey. 20.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin. 21.35 Richard Perinchief prédikar. 21.50 Vinsældalistinn... framhald. 22.50 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30,13.30 og 17.30. Bænalinan s. 675320. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfir- lit kl. 7.30 og 8.30. 9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalina er 671111. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki í umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiriks Jónsson- ar. Fréttir kl. 12.00. 13.00 Sigurður Ragnarsson. iþróttafréttir kl. 13.00. Mannamál kl. 14 i umsjón Steingrims Ólafsson- ar og Eiríks Ólafssonar. 16.00 Reykjavik siðdegis. HallgrimurThorsteinsson og Steingrímur Ólafsson. Mannamál kl. 16 i umsjón Steingrims Ólafssonar og Eiriks Ólafs- sonar. Fréttir kl. 17 og 18. 18.05 Landsíminn. Bjarni Dagur Jonsson tekur púlsinn á mannlífinu og-ræðir við hlustendur. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson. 24.00 Næturvaktin EFFEMM FM 95,7 7.00 Jóhann Jóhannsson i morgunsárið. 9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt. 12.00 Hádegisfréttir. 15.00 iþróttafréttir. 15.05 Anna Björk Birgisdóttir. 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsi-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl- iskveðjum i sima 27711. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. STJARNAN FM 102,2 7.00 Arnar Albertsson. 11.00 Siggi Hlö til tvö. v 14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. 18.00 Adam og Eva. 20.00 Magnús Magnússon. 24.00 Næturvakt. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 Iðnskólinn-i Reykjavík. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. MANSTU ÚTSÖLUNA OKKAR í FYRRA? ! I ( I i ( ( Sendum í póstkröfu samdægurs. Sportvöruverlsunm ÚTSALAN hef st á mánudag kl. 9.00 10% staðgreiöslu' afsláttur af öórum vörum S l' Í '.'fy. 01 1 -S 0/ /0 Oi /0- Skíða9a"ar sj£Urur B^etíanfur Ba»etsk° íbróttaga,lar %ró«esk0 ÚT C/> LA Skólavörðustíg 14 - Símar: 24 5 20 & 1 70 54 eftir Elínu Pálmadóttur Uppeldisstefna 0 Iumræðuþætti í sjónvarpinu um að hreyfing sé góð var komið inn á þátt keppnisfólksins í íþrótt- um. Einn gerði mikið úr þætti kappanna í að hvetja almenning til þáttöku.’ Börnin ættu sínar íþróttahetjur, sem þau vildu líkjast, ef ég hefi skilið rétt. Þetta er raunar nokkuð al- menn skoðun. Einkum kannski í íþróttafé- lögunum sem þjálfa og örva börn til keppni. Þetta sé stórt uppeldisatriði fyrir æsku landsins. Þegar maður svo er búinn að meðtaka þetta og ætlar að sjá ofurlítið lengra en nefið nær, blasir við kunnuglegt fyrirbæri: hinn hefð- bundni geðklofningur. Um nokkurt árabil hefur samkeppi verið bannorð í skólum. Af því að slíkt er svo óholt æsku landsins. Þetta endurspeglast í lögum og reglugerð- um um skólamál, þar sem prófum hefur ver- ið mjakað út. Víkur fyrir þeirri skoðun að ekki megi láta böm eða aðstandendur þeirra vita hvar i röð- inni þau standi í sam- anburði við hina..Það sé vont fyrir sálina, bæði í þeim sem hreppa efstu sætin og hinum sem neðar eru. Keppnin sé af hinu illa. • Svo kemur barnið úr skólanum. Þá snýst þetta við. Þá er almenna skoðunin sú að hollt sé hveiju barni að þjálfa íþróttir og keppa. Barn á móti barni. Lið á móti liði. Halda með einhveiju liði, hvetja það og ætlast til að það sigri hvað sem það kostar. Eiga sér sínar hetjur, sem komast á toppinn. Dá þær og líkja eftir þeim. Sveitarfé- lög og ríki styða þetta líka. Hvort ætli sé nú rétt? Að ung- um sálum sé best borgið í keppni eða bönnuð samkeppni? Við ís- lendingar erum ekkert frekar en venjulega í vandræðum með að hafa tvær andstæðar skoðanir og framkvæma þær báðar af kappi. Þarf ekki einu sinni að ræða það. Kannski er það þessvegna sem Ragnar Reykás í grínþáttum sjón- varpsins fellur svo vel í kramið. En hvað með krakkana, hina upp- rennandi æsku íslands, sem upp- lifir hvort tveggja? Er ætlað að skipta um ham innan og utan skólaveggjanna? Kannski vega áhrifin bara hvert á móti öðru og útkoman verður 0. Uppeldisaðferð 0. Væri óviturlegt af þeim sem hér situr við tölvu að fara að rugga bátnum, svo sannfærðir sem báðir hópar eru um réttmæti sinna skoðana. Líklega ríkir ein- hvers konar þjóðarsátt um að hafa hér tungur tvær og tala sitt með hvorri. Ætli sé ekki öruggast að flytja sig út fyrir laridsteinana áður en tekin eru dæmi. Sakir snjóleysis hér eru allir skíðamenn sem eitt- hvað geta líka að flytja sig suður í háfjöll Evrópu. í Austurríki eru skíðakapparnir þjóðhetjur. Sjón- vörpin kynda undir metnaði hvers skólabarns með útsendingum af meistarakeppnum, enda hafa Austurríkismenn oft átt heims- meistarana. En ákafinn í að líkja eftir þeim getur þó leitt til skelfi- legrar ógæfu. Komið er í ljós að meiðslin af völdum slysa í skíða- brautunum verða sífellt alvar- legri, þótt þeim hafi ekki fjölgað, eins og sjá má í tölfræðilegum upplýsingum. Algengustu skíðaslysin áður voru tognanir og fótbrot, nú eru þau tætt nýru, er fyrirsögnin á frétt í austurrísku blaði. Hoppandi skíðafólk með fyrirferðarmiklar gifsumbúðir um fótinn, gjaman áritaðar af öllum vinahópnum, em mikið að hverfa. Þökk sé nýjum og betri öryggisbindingum, sem losa fólk við skíðin þegar það dettur. En í staðinn hefur í Aust- urríki orðið mikil aukning á höfuð- kúpubrotum, mænusköðum, mjaðmagrindarbrotum og axla- meiðslum. Og það skelfir að meiri- hluti þessara illa slösuðu reynast vera unglingar eða fólk undir þrít- ugu. Og þá er auðvitað farið að skoða hveiju þetta sætir. Ýmsar ástæður nefndar, svo sem vaxandi þrengsli í skíðabrekkunum, sem þó komi minna niður á erlendum ferðamönnum sem eru meira á ferðinni í miðri viku, sækja stærstu staðina og renna sér oft á skynsamlegum hraða undir leið- sögn kennara. En kappið í austurríska skíða- fólkinu hefur aukist mjög og það setur markið hærra, ekki síst fyr- ir áhrif frá skíðakeppnum á skján- um, að sögn skoðunarmanna. Þegar sýndar eru brunkeppnir, þá æsi það ungt fólk upp í að líkja þar eftir. Þá sé oft kapp meira en forsjá. Auk þess sem tölvu- teiknuð hátækniskíði úr efniviði geimaldar geri því fært að fara á hraða sem er langt fyrir ofan getu þess. Sem dæmi segja þeir að nýjasta æði ungmenna á skóla- brautunum sé að verða eftir af hópnum með kennaranum og láta sig svb vaða á stjórnlausum hraða á eftir honum. Afleiðing þess að markið sé sett svona hátt og líkt eftir hetjunum sé sú að daglega verða slys þar sem eru rjfin nýru og höfuð- eða mænuskaðar. Hetjudýrkunin í íþróttum getur a.m.k. verið beggja blands. Es. Margt er að varast. Aldrei á að fara með vísu án þess að geta flett henni upp. Vinsælar vísur eiga það til að breytast meðförunum. Góður maður hefur bent Gáruhöfundi á að nýlega birt vísa sé í Vísnabók Káins frá 1965 prentuð svona: Silkispjara sólin rara sú með ber augu ætlar bara að fara að fara að fá sér gleraugu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.