Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 15
MQjRGVNI&AÐIfl SVmVDAQm 26., 4ANÚAIU.W
i!6
Mohammed Boudiaf við
heimkomuna til Algeirs-
borgar í síðustu viku.
á öfl sem annars veg-
ar vilja friðsamlega
baráttu fyrir umbót-
um og hins vegar
menn sem tilbúnir
eru að láta vopnin
tala,, en þar mun
einkum vera um að
ræða svonefnda kab-
ulis, fyrrum skærul-
iða sem börðust við
hlið mujahedin-skær-
uliða í Afganistan.
Friðsemdaröflm
hafa til þessa verið
ofan á, en nú hefur
FIS verið storkað
með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum, því
á miðvikudag var
Abdelkader Hachani,
leiðtogi FIS, hand-
tekinn og gefið að
sök að hafa hvatt
óbreytta hermenn til
að óhlýðnast fyrir-
mælum _ yfirmanna
sinna. Á fimmtudag
var pólitískur áróður
bannaður í moskun-
um og klerkunum
skipað að einskorða sig við tráar-
bókstafinn. Borgarstjóri Algeirs-
borgar sagði síðar, að samkomu-
hald hefði verið bannað við mo-
skurnar. Með þessu er í raun veg-
ið að tilverugrundvelli FIS.
í orði kveðnu er stjórnarskráin,
sem samþykkt var með þremur
fjórðu atkvæða í þjóðaratkvæði í
febrúar 1989, í gildi, en gjörðir
valdhafanna benda til að það séu
orðin tóm. Við afsögn Chadlis for-
seta hefði t.a.m. forseti þingsins
átt að taka við, en til þess kom
ekki því þingið hafði verið leyst
upp með leynd nokkrum dögum
fyrir valdaránið. Herforingjarnir
buðu stjórnlagaráðinu að taka við
völdum að nafni til en forseti þess
vildi ekki gerast handbendi þeirra.
Til þess að reyna að fela raunveru-
leg völd hersins settu þeir því á
laggirnar svonefnt Öryggisráð,
skipað sex mönnum undir foiystu
Ahmeds Ghozalis forsætisráð-
herra. Ekki þótti það trúverðugt
því þrír hershöfðingjar sitja í því;
Khaled Nezzar varnarmálaráð-
herra, Larbi Belkheir innanríkis-
ráðherra og Abdul Malik Genaizia,
yfirmaður herafla landsins. Þá var
reynt að villa enn frekar um með
því að skipa Ríkisráðið sem að
framan er nefnt og er undir for-
ystu Mohammeds Boudiafs. And-
stæðingar herstjórnarinnar segja
skipan þess hreina sýndar-
mennsku, til þess að villa um fyr-
ir almenningi, þvi það hafi í raun
engin völd, þau séu enn í höndum
fámennrar klíku, undir forystu
Khaleds Nezzars hershöfðinga og
varnarmálaráðherra. Að nafninu
til fara Öryggisráðið og Ríkisráðið
sameiginlega með völd, en það er
einnig í blóra við stjórnarskrána.
Flokksræði afnumið
Með gildistöku stjórnarskrár-
innar 1989 var í raun bundinn
endi á flokksræði FLN og marx-
íska stjórnarhætti, því starfsemi
stjórnmálaflokka var nú leyfð og
herinn afsalaði sér pólitísku hlut-
verki sem hann hafði haft með
höndum.
Stjórnarskráin var sniðin eftir
þeirri frönsku og tryggði Chadli
forseta æðstu völd. Með tilliti til
síðustu atburða verður þeirri
spurningu því seint svarað hvers
vegna forsetinn, ríkisstjómin og
yfirstjórn hersins létu sér ekki
nægja að treysta á ákvæði hennar
og leyfa síðari umferð þingkosn-
inganna að fara fram. Stjórnmála-
skýrendur segja að á grundvelli
stjórnarskrárinnar hefði forsetinn
haft nógsamleg völd til þess að
draga máttinn úr strangtrúuðum
á þingi og halda aftur af þeim á
valdastóli og hugsanlegum til-
raunum til að innleiða klerkaveldi
í landinu. Herinn og fulltrúar
gamla stjórnkerfisins hafi hins
vegar óttast um sinn hag og ekki
treyst því að stjórnarskráin yrði
það haldreipi sem duga mundi.
Enda endurspegli hinn mikli
stuðningur við FIS fyrst og fremst
óánægju og andúð kjósenda í garð
valdhafanna og þess stjórnkerfis
sem verið hefur við lýði frá lokum
frelsisstríðsins við Frakka.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna
halda því fram að hugur fylgi
ekki máli hjá nýju valdhöfunum
og það sé víðsfjarri að nokkuð sé
að treysta á orð þeirra, að senn
verði hafinn undir-
búningur að nýjum
þingkosningum á
næsta ári. Leiðtogar
hersins slái um sig
með stjórnarskránni
en meini lítt með því.
Spurningin sé hvers
Boudiaf sé megnug-
ur, eða hvort hans
bíði sömu öriög og
Bens Bellas, að vera
settur af.
Vilja frekar betri
lífskjör en aukið
lýðræði
Vera kann að
hernum takist að
halda röð og reglu
fyrst um sinn. En án
nokkurs raunveru-
legs stuðnings er úti-
lokað talið að nýju
valdhafarnir geti náð
tökum á efnahags-
vandanum, sem lýsir
sér í 25 milljarða dala
erlendum skuldum
og, alvarlegum og
viðvarandi fátækt og
matvælaskorti. Efnahagskreppan
er umfram allt megin ástæða upp-
gangs íslamsfylkingarinnar, mat-
vælaskorturinn hefur verið áþreif-
anlegur mælikvarði á getuleysi
stjórnvalda. Komist samtök
strangtrúarmanna hjá opnum
átökum við herinn verða þau að
öllum líkindum ofan á. Besta leið-
in til að stuðla að falli nýrra stjórn-
valda er líklega að láta þau óáreitt.
Að náttúruauðæfum er Alsír í
hópi auðugustu arabaríkjanna, en
úrelt stjórnkerfi og þunglamalegt
skrifræði hefur hamlað framförum
og auðsæld. Takist Boudiaf það
ætlunaiverk sitt að skera upp
skrifræðiskerfið, sem ráðið hefur
ferðinni í landinu í áratugi, gæti
hann fengið miklu áorkað því mik-
ill meirihluti landsmanna er af
tvennu sagður miklu fremur kjósa
betri lífskjör en aukið lýðræði.
Hef opnað lækningastofu
í Domus Medica
Ríkarður Sigfússon
Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar
(beina- og liðaskurðlækningar).
Sími 15730.
HEILDRÆNN LÍFSSTÍLL
HEILBRIGÐUR LÍICAMI
— LÍFRÆNT FÆÐI
Byrjendanámskeið:
Laugard. 1. febrúar og sunnud.
2. febrúar á vegum Nýaldarsamtakanna
Leiðbeinandi: Hallgrímur P. Magnússon læknir.
Dagskrá:
Laugardagur:
Kl. 10-12 Orkuumræða — Orka I fæði
og umhverfi.
Sameiginlegur hádegisverður
valinn af Hallgrlmi.
Kl. 13-18 L/fhringurinn
Ukamsuppbygging — fræðsla
Föstur og hreinsanir.
Mikilvægi stærsta líffærisins -
húðarinnar.
Hugarfarsbreyting gagnvart
samsetningu matar.
Sunnudagur:
Kl. 10-12 Mikilvægi: lofts - vatns .
jjóss - hvíldar -
umhyggju og
kærleiksríks umhverfis.
Kl. 13-18 Gildi líkamsþjálfunar.
Hugkyrrð — hljóð
stund.
Mataræði barna.
Heilsa — l/fsstfll.
Undirbúningur að ■
heildrænum llfsstfl
1. áfangi.
Verð: O Einstaklingar kr. 6.000,-
O Hjónagjald (2) kr. 10.000,-
O Börn yngri en 12 ára með foreldrum kr. 1.000,-
O Börn eldri en 12 ára með foreldrum kr. 2.500,-
NÁMSKEIÐ í SJÁLFSRÆKT
Virkara líf — Betri árangur — Meiri gleði
Lærum m.a. að vinna með:
O Jákvæði f eigin lífi.
O Hverju hægt er að breyta.
O Tjáningu.
O Eigin eðlisþættir efldir.
O Setoing markmiða og aðferðir til að ná þeim.
Kvöldnámskeið dagana 3., 5., 7. og
10. febrúar, hvert kvöld frá kl. 20—23 í sal
Nýaldarsamtakanna, Laugavegi 66.'
Námskeiðsgjald kr. 6.000.-. Öll námsgögn innifalin,
svo og snælda með slökun og hugleiðslum.
EURO og VISA greiðslukortaþjónusta.
SKRÁNING:
Leiðbeinandí:
Guðrún G.
Bergmann.
NYALDARSAMTOKIN
Laugavegi 66, 3. hæð, sími 627712.
VERÐHÆKKUN!
Tollgjöldin afgegnheilu parketi, sem felld voru niður ísambandi við
kjarasamningana 1989, voru sett aftur á um áramótin.
Nœstu sendingar hœkka því á milli 15 og 20%.
Við munum selja þann lager, sem við eigum afgegnheilu Insúluparketi,
ágamla verðinu. Birgðireru takmarkaðar.
Sérstakur magnafsláttur!
Eik, beyki, jatoba og eukalyptus (portúgölsk eik).
Við verslum einungis með gegnheilt gœðaparket, þ.e. tréð erlímt
beint á steininn ogsíðan slípað, spartlað og lakkað eftir á.
Gegnheil (massív) gólf eru varanleg gólf.
Hefðir miðalda í heiðri hafðar. - Gerið verðsamanburð!
Fagmenn okkar leggja
m.a. fiskibein
(síldarmunstur) og skrautgólf,
lakka eða olíubera.
Opið kl. 10-18
virka daga
Suðurlandsbraut 4a, sími 685758 - 678876, fax 678411