Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ klAIIHMinil MINIMINGÁR SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 Minning: Leifur Einarsson Fæddur 2. maí 1925 Dáinn 18. janúar 1992 Eg vil hér minnast góðs vinar sem ég mun aldrei gleyma. Þær kenning- ar og sá lærdómur sem hann skildi eftir í bijósti mínu mun ég hafa að leiðarljósi í lífi mínu. Leifur lagði mikla áherslu á að ég stæði mig vel, ekki síst í skólanum. Hann var vel lesinn, og miðlaði mér oft af fróð- leik sínum. Það vildi þannig til að ég var vetur- langt í Þýskalandi hjá syni Leifs, Guðgeiri. Þann vetur komu Ragna og Leifur og dvöldu hjá okkur í nokkrar vikur. Þá kynntist ég honum mjög vel. Sá tími er mér sérstaklega minnisstæður. Þrátt fyrir mikinn aldursmun, vorum við þremenning- arnir sem jafnaldrar. Við brölluðum ýmislegt saman og áttum sameigin- leg áhugamál og þar bar hæst knatt- spyman. Við eyddum heilu nóttunum saman í spjalli, og það kom ósjaldan fyrir að við Guðgeir enduðum á gólf- inu skellihlæjandi af bröndurum Leifs. Hann kom okkur alltaf til að hlæja. Því gamansemi og léttleiki voru einkenni í fari hans. Hann var alltaf jákvæður. Ragna og Leifur hafa reynst mér og fjölskyldu minni afar vel í gegnum árin. Við litum á þau sem hluta af fjölskyldu okkar. Minning um góðan dreng mun ávallt lifa. Við sendum Rögnu og Qölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Már Másson. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast föðurbróður míns, Leifs Einars- sonar, er andaðist hinn 18. janúar síðastliðinn. Leifur fæddist 2. maí 1925, í Vík í Mýrdal, sonur Kristínar Ingileifsdóttur ljósmóður og Einars Einarssonar, formanns og verslunar- manns hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík. Einar faðir hans var sonur Einars bónda Brandssonar á Reyni í Mýrdal og konu hans, Sigríðar Bi-ynjólfsdótt- ur frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Kristín var dóttir Ingileifs Ólafssonar og Þórunnar Magnúsdóttur en þau voru bæði ættuð úr Meðatlandi. Þegar Leifur var 2 ára dó faðir hans og stóð móðir hans þá uppi með 5 börn sem hún ól upp og kom til manns auk fósturdóttur. í Vík ólst Leifur upp, var í sveit á sumrin á bæjum í Mýrdalnum og vandist öllum sveitastörfum eins og þau voru þá. Eitt af verkum þar í Mýrdal var að fara í björg og sækja fugl. Á þessu sviði var Leifur einn sá færasti, kleif hamar og skriður, hafa sagt mér menn sem voru honum þar samtíða og að fulltíða menn sem þá voru taldir færastir íjallamenn þar um slóðir hafi ekki gert meira en fara í sporin hans. Leifur var af kynslóð þeirra íslend- inga sem lifðu bæði .hinn nýja og gamla tíma, þar sem þjóðin hóf sig frá örbirgð til allsnægta. Hin mikla þjóðfélagsbreyting sem varð í byijun seinna stríðs snart Leif og hans fjöl- skyldu eins og alla aðra þegna þessa lands. Árið 1941 flyst hann ásamt móður sinni til Reykjavíkur og hefur þá störf sem bílstjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Starfaði hann þar til 1974 er hann keypti sér vörubíl og gerðist félagi á Vörubíla- stöðinni Þrótti og var það hans starf til æviloka. Þó Leifur væri kominn með eigin bíl þá hélt hann áfam að vinna fyrir SÍS og má segja að hann hafi unnið þar alla sína starfsævi. Árið 1945 kvæntist hann etfirlif- andi eiginkonu sinni, Rögnu Aradótt- ur, og eignuðust þau þijá syni. Þeir eru Ari, stýrimaður og skipstjóri, nú svæðisstjóri Samskipa á Norðurlönd- um, Guðgeir, knattspyrnuþjálfari í Þýskalandi, og Kristinn Ingi, vél- stjóri, starfsmaður OLIS. Fyrir átti Ragna dótturina Kristjönu, búsett í Bandaríkjunum. Kynni okkar Leifs voru alla tíð náin. Hann og faðir minn voru mjög samrýmdir og unnu alla tíða mikið saman enda báðir vörubílstjórar á Þrótti. Þegar ég var á árum áður að leysa föður minn af við aksturinn, oft í vinnu hjá Sambandinu, var gott að vera í handaijaðri Leifs frænda, hann hugsaði fyrir öllu, hvort sem var hvernig best væri að ganga frá hlassinu, eða hvort við ættum að fá okkur morgunkaffi eða hádegismat um borð í einhverju Fellinu þar sem hann var aufúsugestur, eða annars staðar. Ógleymanlegir eru veiðitúrar þeirra bræðra í Vatnsá í Mýrdal, en það voru fjölskylduferðir, er þeir bræður sátu á síðkvöldum og rifjuðu upp gamlar minningar um menn og málefni í Mýrdal á æskuárum þeirra, oft kryddaðar með eftirhermum. Leifur var meðaimaður á hæð, bjartur yfirlitum, kvikur í hreyfing- um, bar sig vel og snyrtimenni mik- ið. Bjartsýnismaður var hann mikill og bar ekki erfiðleika sína á torg. Barngóður var hann með afbrigðum og sjaldan hef ég séð andlit á bami ljóma eins og á lítilli afastelpu hans er minnst var á afa hennar. Á unga aldri var hann rammur að afli og ósérhlífinn með afbrigðum. Hann var léttur í lund, gleðimaður mikill og allra manna skemmtilegastur á góðri stund. Hann var skapmikill, gat ver- ið hæðinn og ertinn og gafst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. Leifur var mikill málafylgjumaður í sínum málum og einarður í skoðunum. Það var enginn lognmolla í kringum hann. Áhugamál Leifs voru vinna hans, fjölskyida hans og ferðalög, en þau hjónin dvöldu langdvölum í fríum sínum hjá Guðgeiri syni þeirra í Þýskalandi. Leifur var félagi í Odd- fellowreglunni í tæp 40 ár. Þegar Leifur var 35 ára fékk hann kransæðastíflu og háði það honum rnjög. Hann gekkst iöngu seinna undir kransæðauppskurð og bætti það heilsu hans, en þó stundaði hann fulla vinnu þar til í lok september sl. er hann fékk hjartaáfall á ferð- alagi hjá syni sínum í Þýskalandi. Þar lagðist hann á sjúkrahús í nokkr- ar vikur, en kom heim nú í byijum janúar fullur vonar um góðan bata og notalegt ævikvöld. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. þessa mánaðar. Ég votta hér með Rögnu, börnum hennar og fjölskyldum innilega sam- úd okkar, en í hugum okkar lifir blíð minning um góðan dreng sem geng- inn er. Ingileifur Einarsson og fjölskylda. Minning: Asa H. Jónsdóttir Fædd 15. nóvember 1921 Dáin 14. janúar 1992 Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt, sem nálgast, falla fleiri tár. - Hví lifa sumir lengur en í hundrað ár? Ef hamingjan er hégómi og tryggðin tál og ólánseitri blönduð hver brúðarskál. - Hví þráir hjarta hjarta og sála sál? Ef höllin hrynur eftir nokkur andartök, og vinur leiðir vin í dauðans djúpu vök. - Hví á þá ekki sorgin líka Ragnarök? Sviðinn vex og hryggðin við hvert hjartaslag, og sorgin rennur saman við hvert ljúflingslag. - Hví fæðast menn og deyja ei sama sólskinsdag? (Davíð Stefánsson.) Líf okkar er eins og bátsferð. Sumir sigla ætíð upp í vindinn, allt sitt líf og bijóta bátinn smám saman á skeijum. Áðrir sigla fyrir straum- um og vindum og þekkja ekki sker. Svo er til fólk sem lætur bátinn reka og kærir sig kollótt um meðbyr eða mótbyr, hugsar aðeins um að bátur- inn leki ekki og sigli með það klakk- laust í gegnum lífið, þannig var Ása. Hún var einfari eins og kötturinn. Það kom því ekki á óvart að kett- irnir í hverfinu drógust að henni eins og seguil að stáli. Hún skildi hvað þeir hugsuðu og hvernig þeim leið. Þegar þeir áttu hvergi heima eða 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. þeir fengu ekki nóg að borða þá fundu þeir skjól hjá Ásu. Hún var alltaf með nokkra ketti á sínum veg- um og hverjum og einum þeirra hafði hún gefið nafn og þekkti skapgerð hvers og eins. Hún talaði við þá, spurði hvernig þeim liði og af hveiju þeir væru svona og hinsegin. Það var eins og kettimir skyldu hvert orð hennar og sýndu henni traust sem þeir sýndu ekki öðru fólki, sem kall- aði þá villiketti. Þegar ég fór í mína fyrstu heim- sókn til hennar hef ég varla verið meira en átta ára. Ég_ fór með Unni frænku og Oddi syni Ásu, sem alltaf kallaði hana „múttu“ þegar hann talaði við hana. Eftir þessa fyrstu heimsókn mína fór ég að venja kom- ur mínar þangað. Hver heimsókn var mér sem lítið spennandi ævintýri sem hófst í kjallaratröppunum hjá henni, þegar ég bankaði á litla gluggann á útidyrahurðinni, sem ég varla náði upp í. Ég beið og hlustaði eftir um- gangi innandyra og mændi á gluggann sem Ása var vön að kíkja út um, áður en hún opnaði. Þegar hún opnaði útidyrahurðina bað hún mig „elsku barnið" að koma inn og sagði hvað ég væri góður að vilja koma til hennar. Hún kallaði mig oftast „elsku barnið". Mér fannst Ása aldrei bera nein ellimerki, þá kærði hún sig ekki um að vera neitt sérstaklega uppáklædd, kaus að koma til dyranna eins og hún var, einfaldlega Ása. BLömfrLFímiíim Vesturgötu 4, sími622707 Vandaðar skreytingar við öll tækifæri. Sendum um allt land Opið mán.-lau. kl. 9-22, Sunnudag kl. 11 -19. Ása hafði stálminni og stundum þuldi hún upp fyrir mig heilu sam- ræðurnar sem hún sem hún hafði átt og stundum orðasennur við ná- grannana. Aldrei held ég að Ása hafí meint neitt illt, hún var bara hreinskilin og sagði sína meiningu, hvort sem fólki líkaði betur eða verr. Ég stundaði litlu ævintýraferðirn- ar til hennar þangað til ég flutti í annað bæjarfélag, þrettán ára gam- all. Eftir það sá ég hana sjaldan en hugsaði oft til hennar og langaði að heimsækja hana. Svo einn fallegan sólskinsdag um miðjan ágúst á síðasta ári, allt svo fallegt og bjart, barði ég að dyrum hjá Ásu, orðinn fullorðinn maður og farinn að leita ævintýra annars stað- ar. Ása hafði ekkert breyst, við sátum úti í sólskininu og töluðum meðan hún strauk ketti nágrannans. Er ég i .I ii I II III M IIPHIH kvaddi stóð hún í tröppunum, bað mig að fara varlega í henni Amer- íku. Ég brosti bara til hennar og kvaddi hana í síðasta sinn. Megi Guð blessa Ásu. Ingólfur Orn Guðmundsson. Elskuleg amma mín, Ása, vinur og leiðbeinandi er látin, þessi fal- lega, hreinskilna og hughreystandi kona er horfin úr lífí mínu. Á þess- ari kveðjustund er svo margs að minnast og margt að þakka og þá sérstaklega heimsóknir mínar á Rán- argötuna, heima hjá ömmu, þar sem ég var umvafin ástúð og hlýju. Þessar heimsóknir voru okkur sem helgistund, við drukkum te og kveikt- um á kerti og amma með frásagnar- snilld sinni fór með mig í ferðalag um heim minninga sinna þar sem hún miðlaði af reynslu sinni og þekk- ingu. Hún amma mín, fasti punkturinn í tilveru minni, var ávallt tilbúin að leysa úr erfíðleikum mínum með mér, gaf mér góð ráð og styrkti mig til að vaxa við reynsluna. Ég minnist þeirra kyrrlátu stunda sem við stóðum útá stétt og horfðum á stjÖrnurnar og stundum norðurljós- in, þá ræddum við um vonir okkar og sorgir. Mér fannst ég ávallt rík- ari að heimsókn lokinni. En nú er sá tími liðinn og það er erfitt að beygja sig fyrir slíkri stað- reynd. Vinátta og umgengni við svona sterkan persónuleika, sem hún amma mín var, gefa manni meira en orð fá lýst. Við sem þekktum hana getum yljað okkur við þær minningar um ókomin ár. Ástvinum hennar votta ég mína dýpstu samúð og saman munum við varðveita minningu um einstaka konu. 0, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá. (Wexels. sb. 1886 M. Joch.) Ása Óskarsdóttir. Kennsla í Geröubergi Mánudagur: Enska I kl. 18 - 19.20 Enska II kl. 19.25 - 20.50 Saumar kl. 19.25 - 22.20 Þriðjudagur: Enska III kl. 18 - 19.20 Enska IV kl. 19.25 - 20.50 Franska I kl. 18.20 - 19.40 Miðvikudagur: Skrautskrift kl. 18 - 20.05, 7 vikna námskeið Þýska I kl. 18.00 - 19.20 Þýska III kl. 19.25 - 20.50 Þýska II kl. 21.00 - 22.20 Skráning í símum 12992 og 14106 mánudag og þriðjudag. Kennsla hefst mánudaginn 27. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.