Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 25
 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMÁ~ ^ SUNNÍJDÁGUR 26. JANUÁR 1992 mm 25 atvi n n mma ugl ysingar Vélavörður Vélavörður óskast á 138 lesta bát sem rær á línu frá Austfjörðum. Upplýsingar í síma 97-88880 á skrifstofutíma. Förðunarmeistarinn „Au pair“ - Svíþjóð íslensk fjölskylda með 3 börn óskar eftir „au pair“ strax. Upplýsingar í síma 90 46 325 78218. Skrifstofustörf Sagnfræðingur óskar eftir starfi. Er 24 ára gamall, með starfsreynslu á ýmsum sviðum. Öll vinna kemur til greina, innan bæjar, sem utan. Áhugasamir leggi inn nafn og síma eða til- boð merkt: „P - 11096“. óskar eftir sminku eða snyrtisérfræðingi til aðstoðar við förðun, á förðunarnámskeið o.fl. Vantar einnig vana sölukonu. Nánari upplýsingar í Förðunarmeistaranum í síma 677280 milli kl. 10-19 næstu daga. Eftirmenntun bílgreina auglýsir eftir bifvélavirkja eða tæknifræðingi Eftirmenntunamefnd bílgreina, sem er sam- starfsnefnd launþega og atvinnurekenda í bílgreinum um aukna menntun starfsmanna í greininni, auglýsir hér með eftir manni til að kenna á eftirmenntunarnámskeiðum í bílgreininni, auk þess að sjá um almennt skipulag á námi í greininni fyrir samtökin. Hæfniskröfur: Leitað er að manni, sem hefur þekkingu og reynslu varðandi bifreiðaviðgerðir og er bif- vélavirki og/eða tæknifræðingur. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða skipulags- og stjórnunarhæfileika. Umsækjendur verða að hafa gott vald á ensku og helst einu Norðurlandamáli. Starfssvið: Starfið felst í að kenna, skipuleggja og útbúa námskeið fyrir bílgreinina. Námskeiðin eru dag-, kvöld- og helgar- námskeið sem haldin eru bæði í Reykjavík og úti á landi. Umsóknum um starfið ber að skila til skrif- stofu Bíliðnafélagsins, Suðurlandsbraut 30, fyrir föstudaginn 7. febrúar 1992. Með umsókninni fylgi upplýsingar um mennt- un og fyrri störf. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Hilmars- son í síma 813011 á skrifstofutíma. Með allar umsóknir verður farið með sem trún- aðarmál. Lausar stöður við leikskóla Leikskólinn Álfa- heiði v/Álfaheiði óskar að ráða eftirfarandi starfsmenn: Fóstru, þroskaþjálfa eða annan uppeldis- menntaðan starfsmann í hlutastöðu, til að annast stuðning vegna barns með sérþarfir. Fóstru eða annan uppeldismenntaðan stars- mann á deild 3-6 ára barna. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ólína Geirsdóttir, í síma 642520. Leikskólinn Græn- atún v/Grænatún óskar að ráða fóstru, þroskaþjálfa eða annan uppeldismenntaðan starfsmann 'í hlutastarf til að annast stuðning vegna barns með sérþarfir. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Gunnarsdóttir, í síma 46580. Einnig gefur leikskólafulltrúi, Sesselja Hauks- dóttir, og ráðgjafarfóstra, Anna Karen Ás- geirsdóttir, upplýsingar í síma 45700. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem liggja frammi í Fannborg 4, Kópavogi. Starfsmannastjóri. Lítið innflutningsfyrir+æki í Reykjavík vantar góðan starfskraft við almenn skrifstofustörf, bókhald, toll, bréfaskriftir o.fl. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Um er að ræða hálfsdagsstarf til að byrja með. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „L - 9648“. Meðeigandi óskast Meðeigandi óskast að vel metnu þjónustufyr- irtæki á sviði útgáfu- og upplýsingastarf- semi. Arðvænleg verkefni og miklir möguleik- ar, að loknu 6 ára uppbyggingarstarfi. Meðeigandi þarf að hafa áhuga á starfsemi á þessu sviði og geta sinnt verkefnum, sem henni tengjast. Einnig þarf hann að geta lagt fram um 2,5 m kr. í fjármagni og tryggingum, en gæti haft af fyrirtækinu fullt, vel launað starf og hagnaðarvon á næstu árum. Fullri þagmælsku heitið. Áhugasamir leggi inn nafn, kennitölu, síma- númer og aðrar upplýsingar, sem þeir kæra sig um, á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Útgáfuverkefni - 11094“. "HP i.HILækniþróun hf Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Tækniþróun hf. Hlutverk Tækniþróunar hf. er að veita þjón- ustu og ráðgjöf á sviðum, þar sem m.a. Háskóli íslands og atvinnufyrirtæki geta átt samstarf. Fyrirtækið veitir ráðgjöf við mat og rekstur á nýjum verkefnum og aðstoðar við að koma á framfæri hugmyndum og rann- sóknarverkefnum, sem geti styrkt atvinnulífið og nýsköpun í þjóðfélaginu. Tækniþróun hf. aðstoðar við útvegun fjármagns og fjárfestir að einhverju marki í nýjum verkefnum. Jafn- framt annast Tæknistofnun hf. rekstur Tæknigarðs. Starfssvið framkvæmdastjóra Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins og annast jafnframt verkefnastjórnun og aðstoð við margvísleg verkefni, þó einkum á sviði hátækni- og hug- búnaðariðnaðar. Lögð verður áhersla á að framkvæmdastjóri hafi frumkvæði um verk- efni og vinni að stefnumótun og markaðsmál- um. Við leitum að manni með háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða tækni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu á sviði fyrirtækjastjórnunar, markaðsmála og þekk- ingu á íslensku atvinnulífi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Tækniþróun hf." fyrir 1. febrúar 1992. Hagva neurhf Skeifunni 19 Reykjavík I Sími 813666 Róðningarþjónusta Reksfrarróðgjöf Skoðanakannanir Kringlan Starfskraftur óskast í sérverslun í Kringl- unni. Vinnutími frá kl. 14.00-19.00. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. febrúar merkt: „Sér - 12934“. Sölustjóri Traust fyrirtæki í bifreiðainnflutningi, óskar að ráða sölustjóra sem fyrst. Við væntum þess að þú: * hafir einstaka söluhæfileika, * hafir sterkan vilja til að koma viðfangsefn- um þínum í framkvæmd og getir stjórn- að, eflt og þróað söluna af krafti og áhuga, * hafir reynslu í sölu nýrra og notaðra bíla, * hafir hagnýta þekkingu og menntun á sviði viðskipta, auk enskukunnáttu, * sért á aldrinum 27-40 ára. Við bjóðum þér: * sjálfstætt og spennandi starf í rótgrónu fyrirtæki, * góð laun með söluhvetjandi kerfi. Skrifleg umsókn, ásamt upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf merkt: „X - 7466“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 4. febrúar nk. Húsgagnasmiðir - trésmiðir Viljum ráða húsgagnasmið eða trésmið vanan verkstæðisvinnu. Aðeins vanur maður kemur til greina. Framtíðarvinna. Upplýsingar veitir verkstjóri á staðnum. SIGURÐUR ELÍASSON HF. Smiðjuvegi 9, Kópavogi. opus allt íslensk forritaþróun hf. auglýsir eftir starfsmönn- um í markaðsdeild og þjónustudeild fyrirtækisins. Ef þú: - hefur áhuga á að vinna hjá leiðandi fyrirtæki í íslenskum hugbúnaðariðnaði, - hefur þekkingu á PC-tölvum, - hefur innsýn í bókhald, rekstur og stjórnun fyrir- tækja, - ert reiðubúin(n) að taka þátt í krefjandi starfi, þá eigum við ef til vill samleið. Hjá íslenskri forritaþróun hf. (ÍF) starfa í dag 20 manns við framleiðslu, þjónustu og markaðssetn- ingu ÓpusAllt viðskiptahugbúnaðar. ÓpusAllt er notaður í fleiri en 1.300 fyrirtækjum og er langút- breiddasta viðskiptakerfið á íslandi. Ef þú átt samleið með okkur, sendu þá umsókn strax til Björns Inga Magnússonar hjá íslenskri for- ritaþróun hf. íslensk forritaþróunhf. Engjateigur 3-105 Reykjavík - sími 671511. SELKO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.