Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 Það er hægl að stjórna kostnaði íið ábúðar- byggingar aldraðra — scgir Steindór Guómundsson rerlcfræóingur Steindór Guðmundsson á verkfræðistofu sinni að Skipholti 50. kj AUSTURSTRÖND 3,170 SELTJARNARNES Opið ídag kl. 13-15 2ja herb. Austurströnd: Mjög fal- leg 64 fm íb. á 2. hæð í lyftuhúsi. Stór- ar svalir. Gott útsýni. Upphitað bílskýli. Áhv. byggsjóður 3,3 millj. Verð 5,9 millj. Tjarnarból: Falleg og rúmg. 62ja fm íb. á 3. hæð. Suðursv. Bílskrétt- ur. Laus strax. Miklabraut: Góð 59 fm íb. á 3. hæð ásamt tveimur herb. í risi. Verð 5,4 millj. Kaplaskjólsvegur: Ágæt 2ja herb. íb. á 3. hæð. Suðursv. Gott útsýni. Snyrtil. sameign og hús í góðu ástandi. Ekkert áhv. Verð 5,4 millj. Engihjalli: Góð 65 fm íb. á 1. hæð. Suðursv. Verð 5,2 millj. 3ja herb. Hæðargarður: Snotur 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð sem er 2 herb. og saml. stofur. Sérinng. Verð 6,3 millj. Framnesvegur: Gott steinhús, kj., og hæð 90 fm alls. Mikið endurn. Sér bílast. Áhv. 2,4 millj. bygg- ingarsj. Verð 6,5 millj. Laugarnes: Góð 3ja herb. 77 fm íb. á 1. hæð. Skiptist m.a. í gott hol, 2 herb. og stofu. Stórt eldhús. Suðursv. Verð 6,3 millj. Fálkagata: Falleg 82 fm 3ja- 4ra herb. íb. á 3. hæð. Mögul. á 3 svefnh. Stór stofa. Nýtt parket. Suðursv. Miðbraut: Falleg 84 fm íb. á 2. hæð í nýl. húsi. Suðursv. Góður bílsk. Verð 8,5 millj. 4ra—6 herb. Breiðvangur - Hf.: Glæsil. 110 fm íb. á efstu hæð. Ný eld- húsinnr. 4 svefnherb. Þvhús í íb. Suð- ursv. í Þingholtunum: Vönduð og mikið endurn. 130 fm íb. á 2. og 3. hæð í góöu steinh. Sérinng. Suðursv. Tjarnarból: Sérl. glæsil. 115 fm íb. á 1. hæð. Skiptist m.a. í 3 góð svefnherb., sjónvhol, stofu og borðst. Parket á allri [b. Ný eldhínnr. Eign í toppstandi. Áhv. byggsj. 2,2 míllj. Austurströnd: Falleg 102 fm endaíb. á 3. hæð. 3 svefnherb. og stór stofa. Stórar svalir. Gott út- sýni. Upphitað bílskýli. Skipti mögul. á stærri eign. Áhv. byggsj. 1,9 millj. Verð 8,5 millj. Tjarnarból: Mjög falleg 134 fm íb. á efstu hæð. Skiptist m.a. í 4 rúmg. svefnherb., borðst. og stofu. Parket á allri íb. Suðursv. Fráb. útsýni. Húsið nýtekið í gegn og góð sameign. Verð 9,0 míllj. Eiðistorg: Stórglæsil. ca 90 fm íb. á 1. hæð. Skiptist m.a. í stofu og 2 svefnherb. Glæsil. innr. Sérgarður. Svalir m. útsýni yfir sjóinn. íb. fylgir góð ca 36 fm einstklíb. í kj. ásamt upphit- uðu bílskýli. Laus strax. Verð 10,9 millj. Stærri eignir Fossvogur: Vorum að fá í einkasölu gott 202 fm endaraðh. (á pöllum) innst í botnlanga fyrir neöan götu. Sauna í kj. og bílsk. Sævargarðar: Fallegt 206 fm raöhús á tveimur hæöum meö innb. bílsk. Stór sólstofa og gott út- sýni. Bein sala eða mögul. skipti á 3ja herb. m. bílsk. Áhv. húsbréf 6,6 millj. Verð 14,5 millj. Selbraut: Giæsii. iso fm raðh. á tveimur hæðum auk 43 fm-tvöf. bílsk. 4 svefnherb. Stórar stofur með stórum suðursv. Vandaðar innr. Heitur pottur í garöi. Grundargerði: Fallegt einbhús á einni hæð ásamt rishæð. Skiptist m.a. í stofur og 4 svefnherb. Stækkunarmögul. Góður 45 fm bílsk. Fráb. staðsetn. Seltjnes - skipti: Gott 140 fm einbhús ásamt bílsk. í skiptum f. minni eign. Hagst. verð. Fomastfönd: 226 fm einbhús á einni hæö m tvöf. bílsk. Skipt- ist m.a. í 4 svefnherb., sjónvarpsherb., stofur og sólstofu. Allar innr. og gólf- efni eru sérl. vönduö. Stór verönd m. nuddpotti og fl. RUNÓLFUR GUNNLAUGSSON, rekstrarhagfr. KRISTJÁN V. KRISTJÁNSSON, viðskiptafr. EINN helzti vaxtabroddurinn í nýbyggingnm hér á landi nú eru íbúðir aldraðra. Þær hafa þotið upp hundruðum saman á undan- förnum árum. Astæðurnar eru margar. Þörf var á nýju hús- næði, sem smíðað var sérstak- lega með þarfir aldraðra fyrir augum. Margt fólk á líka erfitt með, þegar aldurinn færist yfir það, að þrífa og halda við íbúðum sínum, að ekki sé talað um stór einbýlishús. Þar við bætist ein- semdin, ekki hvað sizt ef makinn er fallinn frá og börnin farin að heiman fyrir löngu. Skoðanir eru hins vegar skiptar um verð og gæði þess húsnæðis, sem byggt hefur verið fyrir aldraða, enda er það vissulega mismunandi. ví er jafnvel haldið fram, að óprúttnir byggingaraðilar hafi haft gamla fólkið að féþúfu, vegna þess að margt af þessu fólki sé orðið þreytt á veraldarvafstri og hafi því ekki sama verðskyn og þeir, sem yngri eru. Aðrir halda hinu gagnstæða fram og segja, að í for- ystu fyrir bygg- ingarsamtök aldr- aðra hafi yfirleitt valizt mjög reyndir og aðgætnir menn, sem gætt hafi þess, að peningarnir nýttust eins vei og frekast voru tök á, enda hafi árangurinn orðið eftir því. í þeim ijölbýlishúsum, sem Reykjavíkurborg hefur byggt og selt síðan íbúðirnar í til aldraðra, er borgin áfram eigandi þjónustu- rýmisins og verð þess var því ekki tekið inn í verð íbúðanna í upphafi. Annars staðar er þjónusturýmið í sameign íbúðareigendanna eins og öll önnur sameign hússins og þá verið tekið inn í íbúðarverðið. Mjög mikill munur er á stærð þjónustu- rýmisins og búnaði þess, allt eftir því hvaða aðstaða er þar. Sumsstað- ar eru mötuneyti, aðstaða fyrir heil- sugæzlu, böð, verzlanir, líkamsrækt og fleira. Ef allt þetta er hluti af sameigninni, hefur það að sjálf- sögðu áhrif á íbúðarverðið, sem verður þeim mun hærra, eftir því sem þjónusturýmið er stærra og búnaður þar vandaðri. Aldraðir ekki hlunnfarnir — Ég er ekki þeirrar skoðunar, að byggingaraðilar hafi haft gamla fólkið að féþúfu við íbúðarkaup og þekki þess ekki dæmi, að aldraðir hafi verið hlunnfarnir af þem sök- um, sagði Steindór Guðmundsson verkfræðingur í viðtali við Morgun- blaðið, en hann er einn af höfundum skýrslu um verðlagningu á húsnæði fyrir aldraða, sem samin var fyrir nokkrum árum að tilhlutan Reykjavíkurborgar. Síðan hefur Steindór unnið m. a. unnið að ýms- um byggingum aldraðra, þeirra á meðal hina nýja fjölbýlishúsi, sem byggt var að frumkvæði sjálfseign- arstofnunarinnar Réttarholts í Bú- staðahverfi í Reykjavík. — Kostnaður við smíði húsnæðis fyrir aldraða fer eins og ávallt eftir því, hve vandað húsnæðið á að vera, heldur Steindór áfram. — Þar skipta máli þættir eins og innréttingar og gólfefni og hve sameignin er stór. Miklar kröfur um frágang eru gjarnan vanmetnar, þegar rætt er um verð. Oft á í hlut fólk, sem hefur verið vel stætt og það vill hafa rúmt í kringum sig, vandaðar innréttingar og breiða ganga í sam- eign o. s. frv., þegar það flytzt á nýjan stað. Steindór er fæddur 1947 og alinn upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hann varð tæknifræðingur frá Tækniskóla íslands 1971, en hélt síðan til Edinborgar í Skotlandi, þar sem hann lagði stund á verkfræði og lauk þaðan prófi í þeirri grein 1974. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði mannvirkjagerðar og hefur unnið bæði hjá stórum verktakafyr- irtækjum hér heima og erlendis og er annar aðaleigandinn að Verk- fræðistofu Stanleys Pálssonar h.f., en sú verkfræðistofa sérhæfir sig eingöngu í áætlanagerð, verksamn- ingum og byggingareftirliti. — Verðmæti hluta, hvort sem um er að ræða fasteign eða aðra vöru, er ekki neitt annað en það verð, sem fólk er reiðubúið til að greiða fyrir hana, — segir Steindór. — Þegar þrengist um og minna er af peningum í umferð, verður erfið- ara að selja eignir, sem þýðir þá verðlækkun og þá verður lika að byggja eða kaupa ódýrara, ef jafn- vægi á að vera í hlutunum áfram. Því verður að skoða nákvæmlega, hvað hver fermetri á að kosta og hvað þessir fermetrar eiga að vera margir, ef áætlanagerðin á að vera í samræmi við greiðslugetu viðkom- andi. Oft er hægt að gera hlutina ódýrari en margan grunar og verð- ur að leggja áherzlu á að eytt sé einhveijum fjármunum og orku í undirbúning í stað þess að reyna að bjarga hlutnum, þegar það er orðið of seint. Fermetrakostnaðurinn oft, miskilinn Steindór telur, að oft sé fyrir hendi hjá fólki mikill misskilningur varðandi byggingarkostnað, sem gjarnan eigi svo rót sína að rekja til ranghugmynda á fermetrafjölda íbúða í fjölbýlishúsum og segir: — Sá fermetrafjöidi, sem skráður er í fasteignaskrá, eru svokallaðir sér- eignarfermetrar, en þeir miðast við útvegg og þaðan inn í miðjan vegg á næstu íbúð eða sameign. Síðan bætist sameignin við og hún skipt- ist eftir fjölda íbúðanna en ekki í hlutfalli við stærð þeirra. Minnstu íbúðirnar eiga því jafnmikið í sam- eigninni og þær stærstu. Sameignin er oft á bilinu 20-50% af hverri íbúð og hlutfallið verður þeim mun hærra, eftir því sem íbúðirnar eru minni. Þess vegna kosta minni íbúð- irnar ávallt hlutfallslega meira en þær stærri. Steindór tekur síðan dæmi um íbúð í nýlegu húsnæði fyrir aldraða, sem er 51 fermetri samkv. fast- eignaskrá, en hlutdeild hennar í sameigninni er 23,5 fermetrar. íbúðin er þá raunverulega um 75 fermetrar. íbúðin kostar 5,1 millj. kr. og meðalfermetraverð í öllu húsinu er 68.000 kr. Þegar ferme- trafjölda samkvæmt fasteignaskrá er deilt upp í söluverðið, verður útkoman önnur. Miðað við 5,1 millj. kr. íbúðarverð en 51 metra flatar- mál er verðið um 100.000 kr. á hvern fermetra. Stærsta íbúðin i sama fjölbýlis- húsi er 104 fermetrar samkvæmt fasteignaskrá en með sameign 128 fermetrar. Verð á hvern fermetra þar samkvæmt fasteignaskrá er mun lægra en í fyrra dæminu eða um 84.000 kr. þar sem hlutfall sam- eignar af íbúðinni allri er mun minna. Samt eru þetta íbúðir, sem eru með mjög óverulegu þjónustu- rými. Þessi útreikningur er samkvæmt sérstökum íslenzkum staðli, ÍST 50, sem er í samræmi við það sem tíðkast um fjölbýlishús annars stað- ar í heiminum. — Hér er ekki verið að láta einn borga meira en annan, segir Steindór. — Allir þurfa úti- hurð, stiga og stigagang til þess að komast að íbúðinni sinni, hvort sem hún er lítil eða stór. Stiginn þjónar öllum með sama hætti. Ef enginn stigi væri, kæmist enginn inn í íbúðina sína. ÞVERAS - EINBYLI Fullgert m. bílskúr. Samt. ca 150 fm. Góð lán. Sala eða skipti á 3ja-4ra herb. íbúð. Upplýsingar í símum 20318 og 671924. Húsbyggjendur - verktakar Að gefnu tilefni er bent á ákvæði reglugerðar nr. 269/1978 um brunavarnir og brunamál þar sem segir í gr. 7.4.1: „Loftræstistokkar skulu vera úr óbrennanlegu efni og einangrun þeirra skal vera óbrennanleg.“ Samkvæmt þessu er með öllu óheimilt að nota plast við loftræstilagnir. Einnig skal tekið fram að umræddar lagnir eru úttektaskyldar af viðkomandi byggingayfirvöldum. Byggingarfulltrúar Bessastaöahrepps, Garðabæjar, Hafnaríjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Brunamálastofnun ríkisins Slökkviliðsstjórar Hafnarfjarðar og Reykjavíkur Félag blikksmiðjueigenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.