Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNÍR SUNNUDAGUR 23. FEBRUAR 1992 B 17 Nýtt fjölbýlishús fyrir aldraða í Bústaðahverfi, sem byggt var á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Réttarholt. Að vísu gilda ákveðnar reglur um rishæðir, eignarhluta í bíla- geymslum og um kjallara, sem eru niðurgrafnir, þannig að hlutdeild þeirra er með öðrum hætti. Þessi frávik skipta þó engu máli fyrir allar íbúðir í hefðbundnum fjölbýlis- húsum. Ef einhver íbúðareigandinn vildi hins vegar fá gosbrunn í anddyrið, svo að tekið sé svolítið ýkt dæmi og eigendur hinna íbúðanna sam- þykktu það, þá yrði hann að borga fyrir brunninn sjálfur, af því að brunnurinn væri þá hans einkaeign, þó að brunnurinn stæði í sameign- inni. Hann einn vildi fá brunninn og hinir eigendurnir leyfðu það ein- ungis, að honum yrði komið upp. Meta þarf eignastöðu og greiðslugetu Að sögn Steindórs kom það oft fyrir áður, að eldri borgarar færu út í að byggja án þess að hafa í rauninni fengið nokkurt mat á því, hver raunveruleg eignastaða þeirra var og þá um leið greiðslugeta. Þetta skapaði vandamál í nokkrum tilvikum, þar sem fólk komst að því, að það hafði ofmetið eignir sínar og lenti því í fjárhagserfiðleik- um út af nýju íbúðinni. — Oft er gamla eignin orðin lúin og þarfnast endumýjunar, segir Steindór. — í staðinn er aftur á móti verið að flytja inn í glænýtt húsnæði, sem ætti að vera tiltölulega viðhaldslítið miðað við eign, sem kannski er orð- in 30-40 ára gömul. En þetta hefur breytzt mikið til batnaðar að mati Steindórs. — Við hér áttum mikinn þátt í að útbúa fyrir sjálfseignarstofnunina Réttar- holt fjármögnunaráætlun í samráði við Landsbanka íslands, sem marg- ir aðrir hafa nýtt sér síðan, bæði bankar og byggingaraðilar, segir hann. — Þetta var gert með þeim hætti, að metin var greiðslugeta hvers og eins, sem vildi eignast íbúð í fyrirhugaðri byggingu. Aðal ávinningurinn fólst í því, að fólk þurfti ekki að selja ofan af sér strax né hafa neinar áhyggur yfírleitt út af fjármögnuninni, en gat beðið með að selja sínar eignir í um ár, á meðan verið var að byggja og síðan flutt inn. Landsbankinn byijaði að fjár- magna byggingaframkvæmdirnar strax og fólkið var komið með raun- hæft mat ,á eignastöðu sinni. Þetta þýddi jafnframt, að það fóru engir út í þessar byggingaframkvæmdir nema þeir, sem réðu við þær. — Þetta er nauðsynlegt, því að þegar fólk er farið að eldast, vill það sízt af öllu þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum, segir Steindór. — Með þessu geta verktakarnir líka haldið áfram framkvæmdum við- stöðulaust og skilað byggingunum tilbúnum þannig, að unnt sé að flytja inn í þær fullbúnar. Þá er það mjög mikilvægt að ákveða fyrirfram, hvað hver íbúð á að kosta. Síðan er ýmist hægt að miða hönnun við þetta verð eða efna til alútboðs á húsinu. — Ef gera á einhveijar breytingar varð- andi sameign, þakhýsi, mötuneyti eða hafa hárgreiðslustofu, líkams- rækt eða annað, þarf að reikna það út fyrirfram, hvaða áhrif það hefur á íbúðarverðið, svo að unnt sé að taka afstöðu til þess fyrirfram en ekki eftir á, þegar það er orðið of seint og of dýrt. Það á ekki að hanna fyrst og hugsa síðan um peningana, segir Steindór. — Það er útlokað að vita fyrirfram, hvað eitt mannvirki kostar, ef ekki er gerður samningur á föstu verði við þann, sem byggir. Samt er það ljóst, að íbúðir fyrir aldraða eru misjafnlega dýrar. En Steindór segir margar ástæður fyr- ir verðmuninum. Stærð sameignar- innar ráði þar miklu, eins og rakið var hér áðan. Þá skipti lóðarverðið einnig máli. Það sé engin launung, að borgað er hærra verð fyrir suma staði en aðra. — Ef fólk er reiðu- búið til þess að borga uppsett verð þrátt fyrir það, fæ ég ekki séð, að verðið sé of hátt, segir Steindór. — Fólk getur vissulega keypt á ein- hveijum öðrum stað á lægra verði, en er það þá á stað, sem það vill vera á? Aðrir þættir hafa einnig áhrif á íbúðarverðið eins og gólfefni, inn- réttingar, tæki og búnaður í eld- húsi og baðherbergi og frágangur á byggingunni að utan, á þaki, lóð og bflastæðum. — Fólk þarf að kynna sér alla þessa hluti fyrirfram og ganga úr skugga um, hvað fæst fyrir peningana og hvað það sættir sig við. Þá fæst miklu betri tilfinn- ing fyrir því, hvort verið sé að kaupa dýrt eða ódýrt. Það er ekki nóg að hafa teikningar, sem líta vel út. Því miður hefur verið vanrækt að standa að hlutunum með þessum hætti, en það á ekki bara við um íbúðir fyrir aldraða heldur einnig um allar aðrar íbúðir og mann- virkjagerð. Nýlegar íbúðir, sem við hér höfum séð um, kostuðu í verð- lagi í janúar sl. 68.805 kr. hver fermetri og er þá miðað við alla fermetra. Byggt verði nálægt þjónustumiðstöðvum Steindór telur mjög mikilvægt, að íbúðir fyrir aldraða verði byggð- ar nálægt þjónustumiðstöðum, læknastofum og elliheimilum. — Þá þarf sameignin ekki að vera nándar nærri eins mikil og samnýtingin á þessum stofnunum leiðir líka til spamaðar, segir hann.— Slíkt er mjög rökrétt og ekki nema eðlilegt, að skipulagsyfirvöld og sveitar- stjórnir hafi forgang um slíkt fyrir- komulag. Steindór var spurður að því, hvaða háttur væri hafður á mann- virkjagerð erlendis, þar sem hann þekkti til. — Þegar ég starfaði í Dánmörku, var óheimilt að hefja framkvæmdir við opinberar bygg- ingar þar fyrr en hönnun var að öllu Iokið og fjármögnun tryggð að fullu fyrir fullbúið verk. Sömuleiðis voru breytingar á verktíma óheimil- ar, nema æmar ástæður væru fyrir hendi. Fyrir bragðið höfðu hönnuðir og bygginganefndir hæfilegan tíma til þess að vinna verkið og öll hönn- unarvinna var til fyrirmyndar. Það lá fyrir, hvar allir hlutir ættu að vera og það var lítið sem ekkert um aukareikninga. Löggjafinn hafði því tryggt, að staðið yrði að framkvæmdum á faglegan hátt. Vissulega eru til byggingar hér, þar sem þannig er staðið að verki. Samt gerist það stundum, að hönnun á sér stað samfara byggingafram- kvæmdum og augljóst má vera, að slíkt gerir alla áætlanagerð mjög erfiða. Sú spurning vaknar, hvort svo mikill skortur hafí ekki verið orðinn á húsnæði fyrir aldraða, að nánast var um neyðarástand að ræða? Því hafi margir neyðzt til þess að taka við þessu húsnæði, hvað sem það kostaði. — Eg hef ekki orðið var við slíkt, segir Steindór. —Aldur þess fólks, sem flytzt í húsnæði af þessu tagi, hefur verið að lækka og er nú jafnvel orðinn undir sextugu. Mjög margt af þessu fólki er í fullu fjöri, er t. d. enn í fullri vinnu. En það vill skipta og gjarnan fara í minna húsnæði. Eg þekki því ekki til neins neyðarástands í þessu.tiliti og ekki að níðzt hafi verið á eldri borgurum í þessu efni. Þó að það sé hagur byggingaraðilanna að spara, þá heyrir það til undantekn- inga, að þeir gangi svo langt að láta hagnaðarvonina bitna á verk- inu. Þegar verið er að spara, er það kannski ekki bara gert í hagnaðar- skyni. Það getur líka verið gert til þess að tapa minna. Smitaðir af verðbólgunni — Mikil óþolinmæði er aftur á móti þjóðareinkenni hér, sem stafar af því, að við íslendingar höfum verið sýktir af áhrifum þeirrar miklu verðbólgu, sem var hér um langt skeið, segir Steindór Guð- mundsson. — Hún hefur náð að spilla verðmætaskyni og ráðdeild. Allir reyndu að eyða peningunum á eins lágu verðlagi og hægt var, af því að allt átti eftir að verða miklu dýrara síðar, jafnvel í næsta mánuði. Það hefur komið fyrir, að byggingaraðilar hafi hringt í mig sama dag og þeir fengu úthlutað lóð og óskað efír því, að strax yrði hafizt handa við að grafa, án þess að það væri svo mikið sem byrjað að teikna húsið. Ég hef líka tekið eftir því hjá yngri kynslóðinni, að hún heldur að svona eigi þetta að vera. Hún þekkir ekki af eigin raun það ástand, þar sem peningar rýrna ekki. Þar sem peningamir halda verðgildi sínu, þarf ekki að flýta sér jafn mikið við fjárfestingar, því að dæmið hefur nú snúizt við. í stað verðbólgu og hagnaðar áður koma vaxtagjöld. Þetta þjóðfélag verður aldrei heil- brigt nema að það verði stað- greiðsluþjóðfélag, þar sem viðskipti eiga sér stað með reiðufé. Við verð- um að hætta því að fresta vandan- um eilíft, hvort sem það er gert með kreditkortum eða skammtíma- lánum og staðgreiða í staðinn. Markmiðið ætti að vera þjóðfélag, sem hefur stolt og efni á því að staðgreiða. Símatími í dag 13-15 Einbýlis- og raðhús Leirutangi Mos. Glæsil. 115 fm efri hæð í parh. Parket. Vandaðar innr. Glæsil. garður. Áhv. l. 200 þús. veðdeild. Verð 9,2 millj. Sæviðarsund Fallegt 176 fm einbhús á einni hæð ásamt 32ja fm bílsk. og 40 fm garð- stofu. Vel skipulagt og vel viðhaldið hús m. a. 4-5 herb., arinn, 2 stofur. Góður garöur. Verð 17,0 millj. Arnartangi Fallegt timburhús 100 fm ásamt 30 fm bílsk. 3 svefnherb. Parket. Gufubað. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð 9,8 millj. Skólatröð - Kóp. Rúmgott 180 fm endaraðhús með 5 svefnherb. og mögul. á sérib. i kj. ásamt 42 fm bilskúr. Góð staðsetn. fyrir barna- fólk stutt frá skóla. V. 12,5 m. Vesturbær Glæsil., nýl. raðh. á Bráðræðisholti, 123ja fm ásamt 20 fm suðursv. 3 svefn- herb. Parket á öllu húsinu. Alno-eldhús- innr. Áhv. 5,0 millj. veðd. V. 11,5 m. Lindarflöt - Gbæ Fallegt 150 fm einbhús ásamt tvöf. bílsk. Mikið endurn. eign. Áhv. iangtlán 6.5 millj. þar af veðd. 3,5 millj. Verð 14,2 millj. Hverfisgata - Hfj. Vorum að fá í sölu 100 fm parhús, stein- hús, á 3 hæðum. Mikið endurn. eign. Áhv. veðdeild 2,5 millj. Fannafold Glæsil. 170 fm einbhús m. bilsk. Park- et. Húsið m. fallegri múrsteinsklæðn. utan. Verð 14,9 millj. Mögul. að taka minni eign uppí. Birkigrund - Kóp. Fallegt einbhús á 2 hæðum m. innb. bílskúr, 260 fm mögul. á séríb. á neðri hæð. Skipti mögul. á minni eign. Verð 16.5 millj. I smíðum Baughús Glæsilegt parhús á tveimur hæðum með innb. 35 fm bílsk. Samtals 187 fm. Húsið er í dag fokh., fullfrág. að utan. Mögul. að taka minni eign uppí kaup- verð. Aðeins annað húsið eftir. Verð 8,4 millj. Stakkhamrar Vel skipulagt 140 fm einbhús ásamt 27 fm bílsk. Skilast tilb. u. trév. eða fokhelt. Leiðhamrar Glæsil. 200 fm einbhús með innb. 35 fm bílsk. Til afh. nú þegar fullfrág. að utan, fokh. að innan. Glæsil. útsýni. Byggaðili: Múrtækni sf. Verð 9,5 millj. Klukkurimi - ódýrt Fallegt 171 fm parhús með innb. bílsk. Til afh. nú þegar fokh. Verð aðeins 6,8 millj. eða fullfrág. aö utan 7,9 millj. Áhv. 3 millj. Mögul. að taka minni eign uppí kaupverð. Byggaðili: Húsbyrgi hf. Rauðagerði Glæsjl. parh. á tveimur hæðum, um 160 fm ásámt 24 fm bílsk. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað og afh. fullfrág. utan, tilb. u. trév. innan. Verð 11,9 millj. Fífurimi - sérhæðir Nú er hafin sala á nœsta húsi við Fífu- rima sem Ágúst og Magnús hf. byggja. ( boði eru 2ja og 4ra herb. sérhæðir í fjórbhúsi. Sérinng., -hiti og -þvhús. Selst tilb. u. trév. eða fullb. án gólfefna. Sérhæðir Kariagata Hæð og ris í þríb. ásamt bílsk. Rúmg. stofa og eldhús, 3 svefnherb. og bað í risi. Áhv. m.a. 6,0 mHlj. húsbr. Verð 8.5 millj. Mávahli'ð Falleg efri hæð í tvib. ásamt rúmg. íbherb. I kj. með sérsnyrtingu. Samtais um 160 fm. Efri hæð skiptist í 2 stof- ur, sólst., 2 rúmg. svefnherb. o.fl. Laus fljótl. Verð 9,8 millj. Norðurmýri -Rúmg. 3ja herb. 90 fm efri sérhæð í þríbhúsi. Eignin er mikið endum. m.a. nýtt parket, nýtt gler, nýtt rafm. Sér- inng. Sérhiti. Verð 7,8 millj. Laugarneshverfi Glæsil. 110 fm serhæð á 1. hæð í þríbh. ásamt 30 fm bilsk. Nýtt parket. End- urn. bað. Nýtt gler. Áhv. langtímalán 3.5 millj. Verð 9,5 millj. Veghús Ný 5-6 herb. íb. á tveimur hæðum, hæð og ris, samtals um 160 fm. 4-5 svefn- herb. Áhv. 5,5 millj. húsbréf. V. 11,7 m. 4-5 herb. íbúðir Boðagrandi Falleg 4ra herb. endaíb. á 3. hæð (efstu) með glæsil. útsýni. Tvennar svalir. Stæði í bílskýli. 3 rúmg. svefnherb. Verð 8,7 millj. Frostafold Glæsil. 4ra herb.endaíb. 100 fm. á 3. hæð í lyftuhúsi. Flisar á gólfum. Sér þvottah. í ib. fallegt útsýni. Stórar suð- ursv. Áhv. 5 millj. byggingasj. til 40 ára með 4,9% vöxtum. Verð 10,5 millj. Reynimelur Falleg 4ra herb. endaíb. á 3. hæð í blokk. Óvenju björt ib. Gluggar á þrjá vegu. Fallegt útsýni. Verð 8,2 millj. Holtsgata Björt 4ra herb. 100 fm íb. á 4. hæð. Fallegt útsýni. Nýtt gler. 3 svefnherb. Verð 7,2 millj. Hvassaleiti - bflsk. Falleg 4ra herb. ib. á 4. hæð. 3 svefn- herb., góð stofa. Bílsk. Fallegt útsýni. Verð 8,3 millj. Álagrandi Glæsil. risíb. á 4. hæð í nýju húsi með tvennum svölum. Til afh,. nú þegar. Sporhamrar Rúmg. 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð i litlu fjölbhúsi, 125 fm. 3 rúmg. svefnherb. Sérþvottaherb. Stór stofa m. suðursv. Smiðjustígur Falleg 4ra herb. ib. á 2. hæð í steinh. 3 svefnherb. Parket. Allar innr. nýl. Verð 7,2 millj. 3ja herb. íbúðir Sólvallagata Glæsil. 90 fm íb. á 3. hæð. Öll endurn. Parket. Flisal. baðherb. Ný eldhúsinnr. og gler. Eign í sérfl. Laus nú þegar. Verð 7,2 millj. Tunguvegur - Hf. - laus Góð 3ja herb. ib. á efri hæð í tvíb. 2 ágæt svefnherb. Parket. Sérinng. Laus nú þegar. Flókagata Falleg 3ja herb. sérhæð á 2. hæð í þríb. íb. er mikið endurn. m.a. parket, nýtt gler og eldhús. Geymsluris yfir allri íb. Verð 8,3 millj. Lynghagi - laus Falleg 3ja herb. 85 fm íb. í kj. í fjórb. 2 rúmg. svefnh., stofa, endurn. eldh. Sér- inng. Áhv. veðd. 2,2 millj. Laus strax. Verð 6,2 millj. Framnesvegur Glæsil. 3ja-4ra herb. risíb. Öll endurn. m/furuklæðn. í loftum og parketi á gólfi. Verð 7,6 millj. Hraunbær - laus Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð m. sérinng. af svölum. 2 svefnherb. m/skápum. Ágæt stofa. Fallegt, furukl. bað. Laus nú þegar. Ránargata Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í timbur- húsi. Nýl. eldhús. Ný gólfefni. Sérinng. Áhv. 3 millj., þar af 2,3 millj. veðd. Verð 5,1 millj. Njálsgata 3ja-4ra á 1. hæð. 2 svefnherb. é hæðinni ósamt 17 fm herb. í kj. Áhv. veðd. 3,5 millj. Verð 6,4 millj. Hverfisgata 3ja herb. íb. í kj. 72 fm. 2 rúmg. svefnh. Góður bakgarður. Verð aðeins 4 millj. Stóragerði Björt 3ja herb. íb. í kj. 2 ógæt svefn- herb. Rúmg. eldh. Góður suðurgaröur. íb. er ósamþ. Hagst. verð. 2ja herb íbúðir Stelkshólar Falleg 2ja herb. fb. 58 tm nettó á 3. hæð í litlu fjölbhúsi. Rúmg. svefnherb. með parketi og skápum. Tengt fyrir þwél á baöi. Stofa með vestursv. Verð 6,5 millj. Nýlendugata 2ja herb. (b. í kj. 30 fm ósamþ. Laus strax. Verð 3,0 miilj. Laugarneshverfi Rúmg. 2ja herb. 70 fm íb. ó 2. hæð. Stór stofa. Rúmg. herb. Flísal. bað. FaHegt útsýni. Verð 5,4 millj. Arvionunusnæði Eldshöfði Nýtt iðnaðarhúsn. 120 fm að grunnfl. lósamt 60 fm millilofti. Mikil lofthæð og 5 m hóar innkdyr.+lentugt f. vinnuvél- ar, langferðabifr., steypubfla o.fl. Hverfisgata Til sölu í nýju húsi yið Hverfisgötu 300 fm skrifst.- eða iðnaðarhæð og 450 fm verslhæð. Til afh. nú þegar. SKÓLAVÖRÐUSTlG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, Kjf#TlL- LÖGG. FASTEIGNASALI, iSziST HEIMASÍMI 27072.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.